Morgunblaðið - 24.09.1997, Side 35
>
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 35
I
I
&
I
;
>
.
i
i
i
i
\
>
\
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Svar til Júlíönu
Guðmunds-
dóttur Bender
Frá Þórí Guðmundssyni:
í MORGUNBLAÐINU þann 12.
sept. síðastliðinn sendir frú Júlíana
Guðmundsdóttir Bender stjórn Líf-
eyrissjóðs leigubifreiðastjóra opið
bréf. Ég þakka fyrir bréfið og það
yljar vissulega um hjartarætur
þegar maður finnur að það sem
reynt var að byggja upp á sínum
tíma er fólki einhvers virði. Ég
verð þó að láta það koma strax
fram að ekki nema lítill hluti bréfs-
ins á erindi til stjórnar lífeyrissjóðs-
ins því allir aðrir sjóðir sem taldir
eru upp í bréfinu t.d. byggingasjóð-
ur, sjúkrasjóður, ekknasjóður, af-
mælissjóður og húseignasjóður eru
stjórn Lífeyrissjóðs leigubifreiða-
stjóra algjörlega óviðkomandi. Og
séu allir þessir sjóðir til, sem vel
getur verið, er trúlegt að þeir séu
í eign og vörslu bifreiðastjóra á
þeirri stöð sem var vinnustaður
Ingólfs Bender á hans löngu starf-
sævi.
En þá að málefnum sem varða
lífeyrisrétt leigubifreiðastjóra. Líf-
eyrissjóður leigubifreiðastjóra var
stofnaður um 1970 fyrir forgöngu
Bergsteins Guðjónssonar, þáver-
andi formanns Bifreiðastjórafé-
lagsins Frama, Bergsteinn hafði
varið stórum hluta starfsævinnar
í þágu bifreiðastjóra, hann byggði
upp flest það sem bifreiðastjórum
hefir verið til hagsbóta í sínu starfi
og á þeim langa tíma sem hann
var í forystu stéttarinnar horfði
hann upp á það að margir hættu
störfum vegna aldurs eða heilsu-
brests fátækir og réttlausir og vildi
bæta úr því og barðist fyrir sjóðn-
um við mikið skilningsleysi stéttar-
innar. Með lögum um starfskjör
launafólks og eftirlaun til aldraðra,
sem tóku gildi á miðju ári 1980,
varð öllum skylt að greiða í lífeyris-
sjóð. Ingólfur Bender var mikill
heiðursmaður skilvís, vinnusamur
og löghlýðinn og þegar skylt var
orðið að greiða í lífeyrissjóð gerði
hann það skilvíslega en þá voru
fá ár eftir af hans starfsævi og
greiðslur hans í sjóðinn því ekki
miklar. Það sem greitt hefir verið
til baka í formi lífeyris er þó meira
en fimm sinnum meira en iðgjöldin
sem greidd voru og vonandi á sjóð-
urinn eftir að greiða mörg ár enn
lífeyri vegna þeirra iðgjalda sem
Ingólfur greiddi af sinni miklu skil-
vísi.
í árslok 1990 var sjóðnum lokað
(hætt að taka við iðgjöldum) þá
var orðinn til sá sjóður sem í dag
stendur undir lífeyrisgreiðslum til
þeirra sem greitt hafa í sjóðinn.
Við þessa breytingu var á aðal-
fundi sjóðsins árið 1990 samþykkt
breyting á reglugerð hans sem
heimilar stjórn sjóðsins að skerða
greiðslur úr sjóðnum ef þurfa þyk-
ir, sé það gert er það í samráði
við tryggingafræðing og þar farið
að ráðum sérfræðings. Það er hlut-
verk stjórnar sjóðsins að tryggja
sem besta ávöxtun eigna, lág-
marka rekstrarkostnað og tryggja
að allir sem eiga í þessum sjóði fái
greiðslur frá sjóðnum þegar þar
að kemur.
Þegar sjóðnum var lokað
skapaðist réttur fyrir leigubifreiða-
stjóra til að greiða í Söfnunarsjóð
lífeyrisréttinda, það er mjög sterk-
ur sjóður og vel rekinn. Söfnunar-
sjóðurinn átti í árslok 1996 ellefu
og hálfan milljarð, náði ávöxtun
upp á 7,34% umfram vísitölu
neysluverðs, rekstrarkostnaður
árið 1996 var 3,56% af iðgjöldum
eða um 0,17% af eignum, þar að
auki hefir reglugerð söfnunar-
sjóðsins verið breytt þannig að
sjóðsfélögum er heimilt að hefja
töku lífeyris 67 ára án skerðingar
en var 70 ára áður. I þennan sterka
sjóð eiga leigubílstjórar rétt á að
greiða en staðreyndin er sú að í
dag nota sér aðeins um 20 leigubíl-
stjórar þennan rétt. Trúlega greiða
einhveijir í séreignasjóði en undir-
ritaður óttast að of margir sinni
þessum málum ekki og ef svo er
spyr maður hvers vegna, er skiln-
ingur fólks engu meiri á þessum
málum í dag en þegar Bergsteinn
Guðjónsson háði sína baráttu fyrir
lífeyrissjóði fyrir stéttina. Trúlega
á einhvern þátt í þessu erfið af-
koma og það er nú svo að þegar
erfitt er að ná endum saman vilja
þessir hlutir sitja á hakanum og
því miður virðist afkoma margra
fyrst og fremst byggjast á því að
heilsa og vinnuþrek endist.
Það er rétt hjá Júlíönu að í
mörgum tilvikum er ekki úr of
miklu að spila hjá ekkjum leigubíl-
stjóra og svo mun einnig vera hjá
mörgum öldruðum bifreiðastjórum
sem hættir eru störfum og mun
það eiga einhvern þátt í því hve
margir eiga erfitt með að sætta
sig við að þurfa að hætta störfum
við ákveðin aldursmörk. Það er þó
ekki við stjórn Lífey.rissjóðs leigu-
bifreiðastjóra að sakast í því efni
því enginn byggir upp neitt í and-
stöðu við þá sem eiga að njóta
þess og ef fólk hugar ekki að þess-
um málum fyrr en komið er að
starfslokum verður árangurinn
samkvæmt því. Ég legg því til að
þeir sem búa við þá reynslu að
eiga lítinn sem engan lífeyrisrétt
og hafa úr litlu að spila haldi áfram
að skrifa opin bréf en beini þeim
skrifum til þeirra sem enn eiga
möguleika og tíma til að koma líf-
eyrismálum sínum í lag.
ÞÓRIR GUÐMUNDSSON,
stjórnarformaður Lífeyrissjóðs
leigubifreiðastjóra,
Brekkubæ 33, Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjðrn 569 1329, fréttir 569 1181, iþrðttir 669 1156,
sðrblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 669 1115. NETFANG:
MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
ÉGHELD AP £(5
FAfí/ FfíAMHTA
c''
'-s'La.
P 'OSkrA- O
'f O(8RJJKiMU(l_0
þADE-fí
ÖPýfíAfíA AÐ
MOfA ST7ÖÆHU-
jlt
J2e
\0 'OGkr/\ - Q
'Q&fíUtvNUfí. O
>199€
996 Tribune Media Services, Inc.
All Rights Reserved,
Grettir
Ljóska
l/Æ) SVMah a »4
Éq nf/t þesso. drs\
í//na þtgor j
aUt cnctarnú
GtSi e/é ir-
haraons og
q . naraons ot
U icmgarC
\ S v&éur.'
Ferdinand
Smáfólk
Ég á mér ný einkunnar- Gerðu þetta! Gerðu hitt! Hvers Ef þú færðir þig svolítið þá sæi ég á sjón-
orð: „Hvers vegna ég?“ vegna ég! Farðu hingað! Farðu varpið ... Hvers vegna ég?
þangað! Hvers vegna ég?