Morgunblaðið - 24.09.1997, Blaðsíða 44
já4 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HASKOLABIO
Hagatorgi, simi 552 214u
Morðsaga Reynis Oddssonar
komin aftur á hvíta tjaldið
á 20 ára afmælinu.
Aðalhlutverk: Steindór
Hjörleifsson, Þóra
: Sigurþórsdóttir og
Guðrún Ásmundsdóttir
Sýnd kl. 5, 9 og 11. b.í. 14.
MUNIÐ BEAN HAPPA-
ÞRENNUNA. AÐALVINNINGUR
TVÆR TOYOTA COROLLA.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sýnd kl. 9.15. Ath. ótextuð
NftSI SÍÐASTI SYNINGARDftGUR
Meistaraverk byggt á ævi Lise
WnrnRRrH hnfnnrlar MataHnr
www.austmpowers.com
ÆtV.in'ilHl -ýivr Al imi .y--,3f itlrTSl .fevrmrtmi . ■ HlriiH I; rUV^k; -a.uii
Álíabakka Ö, snni 587 8900 og 587 8905
; Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 . b.í 14. SHDIGFTAL
BRODERICK
MEGRYAN
mmuLf.y&\u£
MKSSffi Þ'U
A.NIDILJTHÐ I j| ffÍlfeJý * -t * +
Sýnd kl. 5, 6.40, 9 og 11 ■ I sal A kl. 5 og 9 bj 16.
TVEIR A NIPPINU
★★★ j'JjJÍJJJJlii
iu IJÍUÍ
DV
BRTMRM
pOBIhl
mmrnm j/mm/í
SPftÐz
Sýnd kl 4.40 og 6.50.b.í.io.
Sýnd kl. 11.15. b.í 12.
Sýnd kl. 7.
www.samfilm.is
Island á alnetinu
• MYNDIN af íslenska
kettinum er líklega
vinsælust sé miðað við um-
mælin sem Lee hefur feng-
ið.
• HJÓLIÐ sem Lee notaði
á meðan hann dvaldi á
Islandi. Fleiri myndir eru af
veggjakroti sem greinilega
vakti athygli hans.
®RUSL í húsasundi í Reykja-
vík var ekki eina myndin
sem sýndi sóðaskap við bakhús
borgarinnar.
• BJÖRK í búðarglugga heitir
þessi mynd enda er söngkon-
an líklega frægasti íslendingurinn í
dag.
Ferðamenn sem
kynna Island
„TVEIR Bandaríkjamenn óska eftir
fjárstyrk vegna ferðar til íslands." Á
þessa leið er yfirskrift bréfs sem
ferðamaðurinn Lee Putnam og félagi
hans sendu frá sér í byrjun september.
Þar segir Lee frá því að árið 1993 hafi
hann komið í heimsókn til íslands og
tekið myndir af landi og þjóð sem
hann síðar setti á vefsíðuna „Photos of
Ieeland" árið 1995. í lok fyrsta ársins
höfðu um 100 þúsund manns heimsótt
síðuna og Lee fékk mikið af ummælum
þeirra sem hana skoðuðu. Margir
hiifust af landinu og sögðust í kjölfarið
hafa fengið áhuga á að fara til Islands.
„Mér fannst hálf skrítið að vita að ég
væri að hafa áhrif á ferðamanna-
strauminn til Islands," segii' Lee í
bréfinu. Fleiri vefsíður hafa verið til-
einkaðar Islandi og er Lee þeirrar
skoðunar að gamla vefsíðan sé orðin
úi’elt. Markmiðið með bréfinu er því að
afla fjárstuðnings fyi’ir flugfari handa
honum og félaga hans Roya K. Naini
sem er nýútskrifaður félagsfræðingur.
í sameiningu myndu þau ferðast um
landið og Lee tæki myndir en Roya
myndi skrifa ritgerðir um ferðalagið
sem yrði sett á nýju vefsíðuna.
„Á síðasta ári reyndi ég ítrekað að
ná tali af starfsmönnum Flugleiða svo
ég gæti lagt fram hugmynd mína en
fékk engin svör frá þeim,“ segir Lee í
bréfinu. Hugmynd Lee er sú að Flug-
leiðir gefi, þeim einstaklingi sem á
bestu hugmyndinni að því hvernig
auka megi ferðamannastrauminn til
landsins, frítt flugfar til íslands. Hag-
ur Flugleiða yrði að sjálfsögðu sá að
fleiri myndu koma til íslands á ári
hverju. Að sögn Lee er því miður ekk-
ert verkefni af þessu tagi til að svo
stöddu.
Hann tekur það skýrt fram í bréf-
inu að uppihald og annan kostnað
muni þau sjálf greiða en leitast eftir
því að fólk sendi eitt hundrað lirónur í
pósthólf sem þau hafa komið sér upp á
Islandi. Ef einhverjir senda pening og
ferðin verður af einhverjum orsökum
ekki farin þá munu peningarnir renna
til Styrktarfélags krabbameinssjúkra
barna.
Myndimar sem Lee tók á ferðalagi
sínu um landið árið 1993 má finna á al-
netinu en ummæli sem þær hafa feng-
ið eru sum hver afar
spaugileg. „...Frábær
myndin af kettinum.
Fleiri myndir takk...
Ég held ég yerði að
heimsælqa Island ein-
hvern tímann,“ slcrifaði
Ronald í Amsterdam.
„Þetta er frábært. Ég
er Islendingur sem býr og vinnur í
Danmörku og því er æðislegt að fá
myndir af ástkæra landinu mínu...,“
sla-ifaði Kristberg í Kaupmannahöfn.
„Þetta eru ágætar myndir af Islandi
en svolítið leiðinlegar. Það vantar fleiri
myndir af fólkinu sjálfu, sérstaklega af
kvenfólkinu!“ skrifaði nemi í WSU.
Myndirnar eru teknar úr safni Lee á
vefsíðunni og gefa einhverja hugmynd
um sýn ferðamanna á landið.
Eru með
hugmynd
handa
Flugleiðum
................ ii n i yy