Morgunblaðið - 24.09.1997, Qupperneq 48
MOItGUNBLAÐW, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Norska strandgæzlan telur veiði í Smugnnni aðeins 3.000 tonn
Nýjar viðræður þegar
veiði ársins liggur fyrir
Ósló. Morgunblaðið.
13 krónur
fyrir 1 k g
- af sfld
SR-MJÖL hefur ákveðið að borga
síldveiðiskipum, sem leggja munu
upp hjá fyrirtækinu, þrettán krón-
ur íyrir kílóið af síld á nýhafinni
síldarvertíð og eiga forsvarsmenn
þess von á því að það verð gildi út
vertíðina. Þetta þýðir 20-30% verð-
hækkun á hráefni frá því í fyrra
þegar SR-mjöl greiddi 10-11 krón-
ur fyrir síldarkílóið. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins hafa
stærstu vinnsluaðilar sfldar til
manneldis enn ekki ákveðið hvað
þeir koma til með að greiða fyrir
^hráefnið. Þessa dagana er verið að
ganga frá samningum þar að lút-
andi og er frekar útlit fyrir lækkun
í íslenskum krónum frá því í fyrra
vegna gengisbreytinga og beinna
lækkana í erlendri mynt í vissum
tegundum.
■ SR-mjög býður/Bl
Morgunblaðið/Gísli Jón Ágústsson
Bítlalamb?
ÞAÐ var bæði undarlega hyrnt og
hært, eitt lambið í eigu þeirra Sig-
urbjargar Sveinsdóttur og Viðars
Pálssonar á Hlíðabóli í Fljótshlíð
þegar það kom af fjalli í Fljótshlíð-
arrétt um síðustu helgi. Sigurbjörg
sagði þetta hafa komið algjörlega á
óvart, menn hefðu ekki séð þetta
hornalag áður. Annað hornið er
beint uppúr höfðinu en hitt til hlið-
ar og er heldur ekki á réttum stað.
Þá er eins og aukalagður á höfðinu.
NOREGUR og Rússland vilja sjá
hver árangur af veiðum íslenzkra
skipa í Smugunni í Barentshafi
verður á þessu ári, áður en gengið
verðpr til nýrra þríhliða viðræðna
við ísland um lausn á Smugudeil-
unni. Þetta segir Gunnar Kjonnoy,
ráðuneytisstjóri í norska sjávarút-
vegsráðuneytinu. Hann segir að lé-
leg aflabrögð Islendinga í Smug-
unni í sumar komi ekki á óvart.
Norska strandgæzlan áætli að ís-
lenzk skip hafi í byrjun mánaðarins
ekki náð nema 3.000 tonnum af
þorski en mestur hefur Smuguafli
Islendinga orðið um 35.000 tonn.
í samtali við íslenzka blaðamenn í
Ósló í gær sagði Kjonnoy að hann
gerði ráð fyrir „samtölum" um
Smugudeiluna í haust og vetur.
Fyrst myndu norsk og rússnesk
Léleg aflabrögð
Islendinga í
Smugunni koma
ekki á óvart
stjórnvöld ræða saman til að sam-
ræma afstöðu sína í ljósi nýrra upp-
lýsinga um aflabrögð í Smugunni og
síðan mætti búast við að haft yrði
samband við íslenzk stjórnvöld.
Kjonnoy segir að léleg aflabrögð í
Smugunni í sumar komi ekki á
óvart. Góð veiði Islendinga á undan-
förnum árum hafi verið undantekn-
ing og kvótakröfur íslenzkra stjórn-
valda hafi alltaf verið of háar miðað
við náttúrulegan afrakstur svæðis-
ins.
Ekki samið í tómarúmi
Ráðuneytisstjórinn segir að veið-
in í ár sé ein þeirra forsendna sem
taka þurfi tillit til þegar aftur verði
reynt að ná samningum, sem bindi
enda á stjórnlausar veiðar íslenzkra
skipa í Smugunni.
Aðspurður hvort norsk stjómvöld
telji nú, í ljósi veiðireynslu Islend-
inga í ár, að fyrra tilboð um
10-12.000 tonna kvóta í Barents-
hafi hafi verið of hátt, segir
Kjgnnpy: „Menn semja ekki í tóma-
rúmi.“
Kjonnoy segist telja líklegt að
reynt verði að leysa deiluna um
Smuguna með því að gera víð-
tækara samkomulag þar sem einnig
verði kveðið á um gagnkvæm skipti
á veiðiheimildum.
Ráðherra um viðræður við Norsk Hydro
' Upplýsingasöfn-
un Ijúki í októ-
ber-nóvember
Stefnt að viðræðum upp úr áramótum
MENN hafa sett sér það markmið
að komast mjög langt með alla upp-
lýsingaöflun seinni hlutann í októ-
ber, kannski nóvember, þannig að
'^gðilar verði tilbúnir að ræða saman
upp úr áramótum," sagði Finnur
Ingólfsson iðnaðarráðherra að-
spurður um gang viðræðna við
Norsk Hydro um þátttöku þess í ál-
veri á íslandi.
Nokkrir starfshópar
„Aðilar eru að vinna hver á sínu
sviði og það er ekkert að frétta af
viðræðum á meðan,“ sagði iðnaðar-
ráðherra einnig og sagði þær ein-
göngu snúast um tæknilega hlið,
ekkert væri farið að fjalla um hugs-
anlegt eignarhald Hydro, m.a. á raf-
orkuverum.
Markaðsskrifstofa iðnaðarráðu-
neytisins og Landsvirkjunar stjóm-
ar þessum viðræðum sem fram fara
í nokkrum starfshópum og hittast
málsaðilar bæði hérlendis og í Nor-
egi, þó oftar hérlendis. Síðan vinnur
hver hópur í sínu horni eins og
Garðar Ingvarsson, forstöðumaður
MIL, orðaði það.
Starfshóparnir fjalla m.a. um
skattamál, raforkuverð, stærð og
staðsetningu álvers o.s.frv. en að
sögn ráðherra verður fyrst farið í
viðræður um eignarhald þegar þessi
tæknilegu atriði liggja fyrir. „Það
kemur þegar menn fara að tala
saman í alvöru," sagði iðnaðarráð-
herra að lokum.
■ Framtíðin er/24
Morgunblaðið/RAX
Holl hreyfing verður hættuleg án hjálms
HJÓLREIÐAR eru holl hreyfing en hættuleg sé list glymjandi í eyrum eins og unga stúlkan á
maður ekki með hjálm á höfði, því slysin gera myndinni.
ekki boð á undan sér. Þá er hætt við að einbeit- ----------------------------------
ingin geti truflast sé hjólreiðamaðurinn með tón- ® Notkun hjálma/G
Kvartanir vegna samkeppnishindrana Fólags fasteignasala
Samkeppnisráð telur auglýsing-
ar félagsins skaða samkeppni
SAMKEPPNISRÁÐ hefur úr-
skurðað að auglýsingar Félags
fasteignasala, þar sem gefið er í
- r;kyn að viðskiptavinir félagsmanna
njóti meira öryggis í fasteignavið-
skiptum en þeir sem beina við-
skiptum sínum til utanfélags-
manna, séu til þess fallnar að skaða
samkeppni á fasteignamarkaðnum.
Hefur samkeppnisráð beint þeim
fyrirmælum til Félags fasteigna-
sala að birta ekki slíkar auglýsing-
^^.r, enda séu engar forsendur fyrir
þeim þar sem allir löggiltir fast-
eignasalar uppfylli sömu hæfnis-
kröfur.
Samkeppnisstofnun bárust í sum-
ar erindi frá tveimur fasteignasöl-
um með starfsaðstöðu á Akureyri,
sem báðir eru utan Félags fast-
eignasala. Þeir kvörtuðu yfir því að
tilteknar auglýsingar frá Félagi
fasteignasala, sem birst hefðu í
Morgunblaðinu og Dagskránni á
Akureyri væru villandi og ósann-
gjarnar í garð þeirra fasteignasala
sem ekki væru í félaginu og hugsan-
lega væru þær andstæðar ákvæðum
samkeppnislaga. í umræddum aug-
lýsingum eru kaupendur og seljend-
ur fasteigna m.a. hvattir til að beina
viðskiptum sínum til félagsmanna í
Félagi fasteignasala og tekið fram
að Félag fasteignasala taki ekki við
kvörtunum vegna utanfélagsmanna.
Birtingu verði þegar í stað hætt
í úrskurði samkeppnisráðs segir að
í þessum auglýsingum séu neytendur
hvattir með ýmsum hætti til að beina
viðskiptum sínum til fasteignasala
sem eru félagar í Félagi fasteignasala.
Bæði sé um að ræða beina hvatningu
til viðskipta við félagsmenn en einnig
sé gefíð í skyn að aðild að Félagi fast-
eignasala sé vísbending um aukin
gæði og öruggari þjónustu.
Samkeppnisráð telur auglýsingam-
ar hafa skaðleg áhrif á samkeppni
milli fasteignasala með þeim hætti
sem Iýst sé í 17. grein samkeppnislaga
og er þeim fyrirmælum beint til fé-
lagsins að hætta þegar í stað birtingu
umræddra auglýsinga og annarra
sem stangast á við ofangreind sjónar-
mið.
Lýst eftir
Frakka
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir
eftir Michael Leduc, 19 ára
frönskum manni, búsettum í
París, en ekkert hefur spurst til
hans síðan 6. september sl. Þá fór
hann með rútu austur til
Hvolsvallar. Michael kom hingað
til lands 3. september sl. og
keypti sér rútumiða í kringum
landið og bókaði gistingar á far-
fuglaheimilum. Hann átti síðan
pantað far aftur heim til Frakk-
lands 17. þessa mánaðar.
Michael er 182 cm á hæð,
grannur, með brúnt stutt hár og
ör á annarri hendi. Hann er tal-
inn vera í rauðum jakka eða úlpu
og með bakpoka. Þeir sem geta
gefið nánari upplýsingar eru vin-
samlegast beðnir um að láta lög-
regluna vita.