Morgunblaðið - 30.09.1997, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
■ GUÐJÓN Guðmundsson alþing-
ismaður er formaður íþróttanefndar
ríkisins, sem skipuð var fyrir helgi
til þriggja ára. Auk hans eru í nefnd-
inni Friðjón B. Friðjónsson, til-
nefndur af íþróttasambandi Is-
lands, og Hafsteinn Þorvaldsson
tilnefndur af Ungmennafélagi Is-
lands. Reynir G. Karlsson, íþrótta-
fulltrúi ríkisins, er varaformaður og
aðrir varamenn Ellert B. Schram
og Pálmi Gíslason.
■ GUÐNI Bergsson iék allan leik-
inn með Bolton er liðið mætti Cryst-
al Palace á laugardaginn. Arnar
Gunnlaugsson var á varamanna-
bekknum og kom ekki inn á. Her-
mann Hreiðarsson var hins vegar
í byrjunariiði Crystal Palace þriðja
leikinn í röð. Leiknum lauk með jafn-
tefli, 2:2.
■ HERMANN og Guðni fengu
ágæta dóma fyrir leik sinn. Þeir
fengu báðir 6 i einkunn hjá fímm
blöðum en Hermann fékk 7 hjá
People og Guðni 6.
■ LÁRUS Orri Sigurðsson lék
með Stoke sem tapaði fyrir Nott.
Forest á útivelli, 1:0. Lárus Orri
fékk áminningu á næstsíðustu mín-
útu leiksins. Hann var besti leikmað-
ur Stoke og fékk m.a. 8 í einkunn
hjá dagblaðinu People.
■ ÓLAFUR Gottskálksson stóð
sig vel í marki Hibernians í útileik
á móti St. Johnstone. Hann fékk 7
í einkunn fyrir frammistöðu sína í
sama blaði. Leikurinn endaði með
1:1 jafntefli og var markið sem St.
Johnstone gerði talið mark umferð-
arinnar í úrvalsdeildinni í Skotlandi
- þrumuskot af 20 metra færi í
samskeytin og inn.
■ RAGNA Lóa Stefánsdóttir og
Arna Steinsen verða þjálfarar ís-
landsmeistaraliðs kvenna hjá KR
næsta tímabil. Ragna Lóa var þjálf-
ari liðsins á nýliðnu tímabili en Arna
þjálfaði liðið þegar það varð íslands-
meistari 1993. Að sögn Karólínu
Jónsdóttur, formanns kvennaráðs,
er gert ráð fyrir að flestar ef ekki
allar stúlkurnar, sem spiluðu með
KR í sumar, haldi áfram auk þess
sem fleiri bætast í hópinn.
■ GUÐMUNDUR E. Stephensen,
sem leikur með danska úrvalsdeild-
arliðinu OB Óðinsvé í borðtennis, lék
á sunnudag með liðinu í 6:4 sigri á
Baondíaslov, sem er meistari síðasta
árs. Guðmundur sigraði í tveimur
einliðaleikjum og einum í tvíliðaleik.
OB Óðinsvé er efst í úrvalsdeild-
inni, með 6 stig eftir þijár umferðir.
■ ELIJAH Lagat, hlaupari frá
Kenýa, sigraði í Berlínar-maraþ-
oninu sem fram fór um helgina og
náði besta tíma ársins í maraþoni.
Hann hljóp á 2:07.41 klst. og fékk
43.200 dollara (rúmar 3 milljónir
króna) í verðlaun. „Ég hefði getað
hlaupið enn hraðar, en vildi ekki
skilja vin minn, Sammy Lelei, eft-
ir,“ sagði Lagat eftir hlaupið en
aðeins munaði 13 sekúndum á þeim
félögum. 18.514 hlauparar frá 74
þjóðum tóku þátt í hlaupinu.
■ CATHERINA McKiernan frá
írlandi sigi'aði í kvennaflokki á
2:23.44 klst. og setti nýtt brautar-
met. Madina Biktagirova frá Hvíta-
Rússlandi varð önnur, tæplega
tveimur mínútum á eftir. Á meðal
þeirra sem tóku þátt í hlaupinu var
Waldemar Cierpinski, sem varð
Ólympíumeistari í maraþoni 1976 og
1980 fyrir Austur-Þýskaland.
UPPST0KKUN
Islandsmótinu í knattspymu iauk greiða aðgangseyri að kveðjuat-
um helgina og voru lokin frek- höfninni fynr utan 40 ársmiða-
ar snubbótt. Hápunkturinn var í hafa. Ekki kom stafur frá félaginu
17. og næst síðustu umferð, þegar um að þessi tímamót væru í að-
Eyjamenn fengu bikarinn og gull- sigi. Ekkert var gert til að minna
in, en lítið var um fagnaðariæti í stuðningsmenn á að ástæða væri
lokaumferðinni nema helst í Ólafs- til að þakka fyrirliðanum fyrir vel
fu-ði þar sem Leifturs-
menn tryggðu sér þátt-
tökurétt í Getrauna- Frestun á Meistara-
sumar og Eyjamaðurinn keppilÍVlllí I kliatt-
Tryggvi ---------J----
jafnaði
efstu de
Deyfðin að öðru leyti hlýtur að unnin störf með því að mæta á
vera umhugsunarefni. Ein skýring völlinn og kveðja hann á viðeig-
er sú að liðin séu ekki nógu áhuga- andi hátt. Þetta er iangt því frá
verð. Ef svo er, er illa komið fyrir að vera einsdæmi og getur hver
félögunum. Þau eru það sem þau litið í sinn barm í því efni.
eru og skána ekki við áhugaleysi I þriðja iagi má nefna keppn-
áhangenda. Hins vegar geta þeir istimabilið. Þó „indjánasumar“
lagt sitt af mörkum í þeirri von geti verið að hausti til er algeng-
að lyfta liði sínu á hærra plan, ara að vel blási í mismikilli úrkomu
skapað jákvæða ímynd um það, á þessum árstíma. Meðan öll félög
samanber stuðningsmenn Eyja- bjóða ekki upp á mannsæmandi
manna og Þróttar í Reykjavík. aðstæður fyrir áhorfendur, í það
Leikmenn verða líka ávallt að sýna minnsta yfirbyggðar stúkur og
að þeir hafí gaman af þessu og helst með hitablásurum, er ekki
leggja sig fram sem best þeir geta. hægt að ætlast til að fólk mæti á
Um tvennt er að ræða: Að vera vöilinn í kulda og trekki.
eða vera ekki. Annaðhvort þrífast Tími er kominn til að stokka
menn í hópi eða ekki og víst er upp spilin. Knattspyma er
að ieikgleði og árangur eiga ávallt skemmtilegur leikur en til að við-
samleið. Spurt hefur verið af halda ánægjunni og auka gleðina
hveiju fleiri mæta á St. James’ verða allir sem hlut eiga að máli
Park í Newcastle þegar búningar að byija á því að taka til hjá sjálf-
félagsins eru hengdir upp til þerr- um sér. Mótanefnd KSI gaf tóninn
is en á ieiki margra annarra fé- i gær þegar hún í samráði við ÍBV
laga. Því hefur verið til svarað að og Keflavík ákvað að fresta fyrir-
félagið, búningurinn, sé áhang- huguðum leik liðanna í Meistara-
endunum allt. Burtséð frá ár- keppninni til vors. Best fer á því
angri. Sama hvernig gengur. Með að tímabiiið hefjist í maí með
öðrum orðum hefur samheldnin Meistarakeppninni vor hvert og
allt að segja, ekki síst þegar á ljúki með bikarúrslitaleik, þar sem
móti blæs. leikið er til þrautar, ekki síðar en
Sinnuleysi félaganna getur ver- ura miðjan september. Aðstæður
ið um að kenna. Fyrirliði Vals- leyfa ekki lengra tímabil.
manna og leikmaður vel á annan .
áratug lék kveðjuleik sinn en að- Stempor
eins 28 manns sáu ástæðu til að Guðbjartsson
markametið í spymu góðs vitf
Hefurmarkakóngurinn TRYGGVIGUÐMUNDSSON áhuga á öðrum fþróttum?
Nærri farinn í
handboKann
TRYGGVi Guðmundsson tryggði sér á laugardaginn marka-
kóngstitilinn í knattspyrnu, gerði 19. mark sitt í sumar á Ólafs-
firði þarsem meistararnirfrá Eyjum töpuðu 3:1. Tryggvi jafn-
aði markamet þriggja markakónga liðinna ára, Péturs Péturs-
sonar, Guðmundar Torfasonar og Þórðar Guðjónssonar, með
markinu á laugardaginn en hefði gjarnan viljað skora eitttil
viðbótar til að bæta metið. „Markið kom eiginlega upp úr
engu og ég var að vona að það kæmi okkur inn í leikinn, því
við voru hræðilega lélegir, en því miður gerði það það ekki,"
sagði Tryggvi.
Tryggvi er 23 ára, fæddur 30.
júlí 1974 hér í borg. Hann
bjó í Vestmannaeyjum þar til hann
varð fimm ára,
flutti þá til höfuð-
Skúla Unnar borgarinnar þar
Sveinsson sem hann bjo til tiu
ára aldurs er hann
flutti á ný til Vestmannaeyja.
Hann lék með Þór og Tý í yngri
flokkunum, nokkkuð sem ekki er
algengt með Eyjapeyja. Nú býr
hann í Reykjavík ásamt unnustu
sinni, Hrafnhiþdi Gunnlaugsdóttur
úr Kópavogi. I desember útskrif-
ast hann af félagsfræðibraut frá
Fjölbrautaskólanum í Ármúla.
„Ég hef ekki hugsað um fram-
haldsnám að stúdentsprófinu
loknu. Fótboitinn á hug minn allan
og ég er alltaf að vona að einhver
erlend lið fái áhuga á mér þannig
að ég komist í atvinnumennskuna,
það er það sem mann dreymir um,
en það hefur ekkert félag haft
samband."
Hvernig gekk að hugsa ekki
um markametið fyrir leikinn á
Ólafsfírði?
„Það gekk nú svona og svona.
Auðvitað ætlaði maður ekki að
hugsa um það og við spiluðum
ekkert sérstaklega uppá mig, en
ég átti afskaplega erfitt með að
hugsa ekki um metið því fjölmiðl-
ar ræddu varla um annað en þetta
met og það var alltaf verið að
spryja mig út í það.“
Hvernig tilfinning var að sjá
boltann í netinu?
„Hún var stórfín. Ég fékk iíka
ágætt færi á móti vindinum í fyrri
hálfleik en skotið fór rétt fram-
hjá.“
Þú fékkst gult spjald þegar þú
gerðist of nærgöngull við mark-
vörðinn. Varstu orðinn dálítið
gráðugur?
„Nei, það myndi ég ekki segja
og ég var afskaplega ósáttur við
þetta spjald. Ég reyni auðvitað við
alla bolta sem sóknarmaður og
hann fer auðvitað í alla bolta sem
koma inn í vítateiginn. Ég taldi
að þetta hefði verið ósköp venju-
legt samstuð."
Nú ert þú örfættur, gerðir þú flest
mörkin með vinstri?
„Já, flest gerði ég nú með
vinstri, en ég held að ég hafi gert
ein fjögur með hægri og svo gerði
ég nokkur með skalla. Eg held að
þau hafi líka verið fjögur, þannig
að þetta voru allskonar mörk.“
Hefurþú verið í öðrum íþróttum?
„Jú, jú. Ég var í vinstra horninu
í handboltanum en þegar ég kom
í meistaraflokk varð ég að velja
og knattspyrnan varð ofaná. Én
það munaði engu að ég veldi hand-
boltann vegna þess að ég hafði
leikið með landsliðunum skipuðum
leikmönnum undir 16 ára og líka
undir 18 ára, en hafði í raun ekk-
ert afrekað í fótboltanum. Ég fylg-
ist enn mjög vel með handboltan-
um og fleiri íþróttum."
Þrátt fyrir áhugann á íþróttum
ertu ekki á íþróttabraut?
„Nei, félagsfræðibrautin varð
ofaná og lífið er meira en íþróttir.
Kærastan er fyrrum íslandsmeist-
ari í fótbolta þannig að það kemur
fyrir að við ræðum um fótbolta,
en það er hægt að tala um annað,
maður má ekki festast algjörlega
í einhverju einu.“