Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HAIMDKNATTLEIKUR Yfirveguð og öguð liðsheild lagði grunn að sigri á Sviss í Evrópukeppninni Baldur fór heim! BALDUR Guðnason, sem nýkominn er inn í stjórn HSÍ, var fararstjóri með landsliðinu í fyrsta skipti í ferðinni til Sviss. Hann lýsti því yfir við leikmenn við komuna til Ziirich á föstudag að hann færi ekki heim aftur nema liðið næði í tvö stig. Baldur, sem er fram- kvæmdasljóri hjá Samskip- um, mætir væntanlega í vinn- una á ný í dag - sigur vannst og hann fór því heim með liðinu! Óku til Wuppertal LEIKMENNIRNIR þrír frá Wuppertal í Þýskalandi, Geir Sveinsson, Dagur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson, óku frá Sursee, eftir að hafa snætt með öðrum í landsliðs- hópnum á sunnudagskvöld. Ólafur þurfti að vera mættur í þýskupróf í gærmorgun, æfing var á dagskrá í gær- kvöldi og í kvöld taka þeir á móti Talant Djushebaev, besta handboltamanni heims, og samherjum hans í Nett- elstedt í þýsku 1. deildar- keppninni. Bergsveinn góður BERGSVEINN Bergsveins- son stóð í marki Islands allan tímann, nema hvað Guð- mundur Hrafnkelsson reyndi að veija eitt vítakast. Berg- sveinn varði alls 13 skot, sex langskot, fjórum sinnum skot úr horni, eitt eftir hraðaupp- hlaup, eitt af línu og eitt eft- ir gegnumbrot. Lýstá þremur stöðvum ÞRÍR íslenskir útvarpsmenn voru að störfum á leiknum í Sursee og er það í fyrsta skipti sem handboltaleik er- iendis er lýst á fleiri en tveim- ur útvarpsstöðvum í einu. Adolf Ingi Erlingsson lýsti á Rás 2, Guðjón Guðmundsson á Bylgjunni og Sigurður Val- ur Sveinsson, fyrrum landsl- iðskappi, lýsti fyrir íslenskan miðil - á FM 957. Valdimar öruggur ÍSLAND fékk fjögur vítaköst í leiknum og Valdimar Grímsson skoraði úr þeim öllum, þar af þremur í seinni hálfleik. Hann kom aðeins inná í þessi fjögur skipti; Bjarki Sigurðsson lék allan tímann í hægra horninu. Þeir sem fengu vítin voru Ólafur Stefánsson, eftir að hafa brotist inn úr horni - þegar Islendingar voru tveimur færri, Dagur og Konráð, eft- ir að hafa brotist í gegnum miðja vörnina og Bjarki, sem fór inn úr horninu. Sexaf línu DAGUR Sigurðsson átti þrjár línusendingar sem gáfu mark; tvær á Geir og eina á Róbert. Ólafur átti tvær - á Geir og Gústaf, og Duranona átti eina: á Róbert. Mörkin af línunni urðu því sex. Öruggt og sann- færandi í Sursee Skapti Hallgrimsson skrifar frá Sursee ALLT annað var að sjá til is- lensku landsliðsmannanna i handknattleik gegn Sviss i Sursee á sunnudag en í Laug- ardalshöll í síðustu viku. Eftir jafntefli - sem liðið var heppið að ná - ífyrri leiknum, mættu íslendingar vel stemmdir til leiks í Sviss og sigruðu, 29:27. Liðið er þar með komið með þrjú stig í öðrum riðli Evrópu- keppninnar eins og Júgóslavía, en Sviss og Litháen eru bæði með eitt stig. 4T Islenska liðið var kraftmikið á sunnudag, liðsheildin geysilega sterk og andlega var hver og einn greinilega eins vel búinn undir átökin við heimamenn og kostur er. íslending- ar byrjuðu með knöttinn, Ólafur Stefánsson lauk fyrstu sókninni með þrumuskoti í þverslá og Svisslendingar voru á undan að skora. Þannig gekk leik- urinn fyrir sig framan af; heimaliðið komst yfír en íslendingar jöfnuðu jafnharðan. Jafnt var á öllum tölum frá 4:4 upp í 9:9 og þegar rúmar sjö mín. voru eftir af hálfleiknum komust íslensku strákarnir yfir í fyrsta skipti með marki Geirs fyrir- liða. Þar var um sannkallaða Wupp- ertal-samvinnu að ræða; Ólafur Stefánsson ógnaði vörninni hægra megin, sendi inn á miðjuna á Dag og Geir, sem reif sig lausan á lín- unni, fékk sendinguna frá Degi og skoraði örugglega. íslendingarnir höfðu frumkvæðið það sem eftir var til leikhlés, voru ýmist einu eða tveimur mörkum yfir og það var Duranona sem gerði síðasta mark hálfleiksins á lokasekúndunni með skoti utan af velli. Staðan í leikhléi 14:12. Bæði lið léku flata vörn allan fyrri hálfleikinn og þrátt fyrir að hafa fengið á sig 12 mörk er ekki hægt að segja annað en íslenska vörnin hafi verið góð. Heimaliðið gerði sjö mörk utan af velli, eitt eftir gegnum- brot, eitt eftir hraðaupphlaup og þrjú úr vítakasti. Það háði íslenska liðinu nokkuð að leikmenn þess voru utan vallar í samtals tíu mínútur í hálfleiknum eftir brottvísanir en heimamenn í fjórar. Dómararnir voru mjög _________________ Reuter RÓBERT Julian Duranona á leiðinni framhjá Matthias Zumstein, sem náði ekkl að stöðva hann þrátt fyrir átök - knötturinn hafnaði í netinu. í fyrri hálfleik - og það gaf góða raun. Hann hafði raunar þegar gert eitt mark utan af velli þegar gripið var til þessa ráðs, gerði brátt ann- að; strax eftir aukakast þegar stillt var upp fyrir hann og loks það þriðja úr vítakasti. Þá var staðan 18:19 íslandi í hag og stutt í einkennilegan vendipunkt; þegar Baumgartner fékk rautt spjald fyrir gróft brot og var þar með útilokaður frá frekari þátttöku. Þá voru 18,38 mín. eftir og staðan 19:20. Duranona var rekinn út af í stöð- unni 18:20, Geir skipti þá við Kon- ráð - sem ekki hafði komið inná í leiknum en skundaði nú til leiks og fór í stöðu leikstjórnanda. Fáeinum sekúndum síðar braust hann glæsi- lega í gegnum 16.000 DAGUR Sigurðsson skoraði 16.000 landsliðsmark Islands í handknatt- leik, er hann jafnaði 6:6 gegn Sviss- lendingum. Fyrstur til að skora mark fyrir ísland var Sveinn Helga- son, Val, sem skoraði í leik gegn Svíum í Lundi 1950, sem Svíar unnu 15:7. Síðan þá hefur landslið- ið leikið 751 landsleik og skorað 16.023 mörk. strangir; hafa greinilega lesið reglurnar vel yfir fyrir leikinn og túlkuðu þær breytingar sem gerðar hafa verið á þeim á annan og strangari hátt en menn eiga að venjast. Dagur og Júlíus fóru báðir tvisvar útaf í tvær mín. í fyrri hálfleik og Geir einu sinni, og báðar brottvísan- mmmmmmmmm^m ir Dags voru fyr- ir Iitlar sakir, satt að segja. Önnur fyrir brot en hin fyrir að segja dóm- aranum með handahreyfingu að hann teldi að einn mótherjanna hefði tekið of mörg skref. Vendipunktur... Sami munur hélst framan af seinni hálfleiknum, ísland einu til tveimur mörkum yfir og leikur liðs- ins sannfærandi. Þorbjörn breytti vöminni snemma hálfleiksins, Ólafur Stefánsson lék framariega gegn Baumgartner - sem gerði sex mörk miðja vörn Sviss- lendinga, Baumg- artner tók það til bragðs að reyna að stöðva hann, en gerði það klaufalega - reif aftan í hönd Konr- áðs sem var í dauðafæri - og vrtakast og rautt spjald óumflýjan- legt. Valdimar skoraði úr vítinu (19:21) og staða Islands virtist mmm^^mmmm vænleg. Brottvís- unin var vissulega vendipunktur, en ekki á þann hátt sem vænta mátti. Svisslendingar minnkuðu strax muninn, þó_ þeir væru einum færri, og eftir að Ólafur kom íslandi í 22:20 kom hræðilegur kafli íslenska liðsins - Sviss gerði fjögur mörk í röð; tvö eftir hraðaupp- hlaup, þvínæst eitt úr víti og loks af línu án þess að ísland næði að svara. A þessum kafla fór allt í handaskolum í sóknarleiknum, vörn- in var sofandi og heimamenn voru skyndilega komnir tveimur mörkum yfir. Staðan var ótrúleg; í stað þess að íslensku strákarnir næðu að hagnast á því að Baumgartner var ekki lengur með voru það samhetjar hans sem fóru að láta ljós sitt skína frekar en áður og sýndu fram á að þeir þurfa ekki alltaf að treysta á hann. Yfirvegaðir Viljastyrkur íslensku leikmann- anna var hins vegar mikill og sjálfs- traustið til staðar og hægt og rólega komust þeir yfir áfallið. Jöfnuðu fljótlega og rúmlega tveimur og hálfri mín. fyrir leikslok komust þeir yfir á ný - 27:26 - og þá var ljóst hvert stefndi. Næstu tvö mörk voru einnig íslensk en heimaliðið átti síðasta orðið. Sanngjarn og sannfærandi sigur var í höfn; ís- lenska liðið sýndi hvers það er megn- ugt. Þegar á móti blés spýttu menn í lófana og unnu sig út úr erfiðri stöðu. Liðsheildin var mjög sterk, bæði í vörn og sókn, liðið var yfirveg- að og agað, lék af festu og grimmd án þess að leikmenn væru grófir, og segja má að það hafi haft töglin og hagldirnar lengstum. Hafi stjórn- að leiknum síðari hluta fyrri hálf- leiks og allan þann síðari, ef undan er skilinn kaflinn sem nefndur var áðan. Sigurinn var mikilvægur og gefur góð fyrirheit um framhaldið; takmarkið að komast í fyrsta skipti í úrslitakeppni Evrópumótsins ætti að nást. Liðið byrjaði ekki vel í haust en þetta var besti leikur þess síðan á HM í Kumamoto. Því er reyndar ekki að Ieyna að liðið getur enn betur en það sýndi á sunnudag en það er á uppleið og þegar Patrekur Jóhannesson (sem er meiddur) mæt- ir aftur til leiks styrkist liðið enn til muna. Svissneska liðið lék að mörgu leyti vel á sunnudag. Markvarslan var reyndar slök, vörnin í góðu lagi á köflum og liðið sýndi á stundum góð- an sóknarleik. Staðreyndin er einfald- lega sú að Svisslendingar mættu ofjörlum sínum og því fór sem fór. SOKNAR- NÝTING Jl___ SVISS Mörk Sóknir % ÍSLAND Mörk Sóknir % 12 22 15 25 54% F.h 14 60% S.h 15 23 61% 24 62% 27 47 57% Alls 29 47 62% 11 Langskot 12 3 Gegnumbrot 2 3 Hraðaupphlaup 4 2 Horn 3 6 Llna 1 4 Víti 5 Rúnar ekki með í Sursee ÞEIR sem hófu leikinn voru Bergsveinn í markinu, Bjarki og Gústaf í hornunum, Ólafur og Júlíus í skyttustöðunum, Dagur á miðjunni og Geir á línu. Þeir léku líka allir í vörn. Bergsveinn, Bjarki og Ólafur léku allan tímann, Dagur því sem næst en Duranona kom inná fyrir Júlíus þegar á leið hálfleikinn og var inná megn- ið af þeim seinni Iíka. Róbert skipti við Geir undir lok leiks- ins og Konráð leysti Gústaf af hólmi um stund í seinni hálfleik. Rúnar Sigtryggsson úr Haukum lék ekki með á sunnudag. Þrettán leikmenn voru í ferðinni en Rúnar var ekki á skýrslu og fylgdist með leiknum úr áhorfendastæð- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.