Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.09.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER1997 B 9 stöðvaði Man. Utd. Arsenal komið í efsta sætið hjá veð- bönkum í London MEISTARAR Manchester United máttu sætta sig við fyrsta tap- ið á tímabilinu og þeir fengu fyrsta markið á sig á útivelli þegar þeir sóttu Leeds heim um helgina. Heimamenn unnu 1:0- fyrsti heimasigur þeirra á tímabilinu - en Arsenal gerði 2:2 jafntefli við Everton í Liverpool og er með eins stigs forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinanr. Arsenal er nú efst hjá veðbönkum í London íveðmálum um meistarat kemur næst með 7-4 og Liverpool United sótti stíft í Leeds, fékk t.d. sjö hornspyrnur á móti einni, en heimamenn héldu fengn- um hlut eftir að David Wetherall hafði skorað með skalla 10 mínút- um fyrir hlé. George Graham, stjóri Leeds og fyrrverandi stjóri Arsenal, hafði ástæðu til að gleðj- ast og sagði þetta stærstu stund síðan hann tók við stjórninni hjá félaginu en tók sigrinum engu að síður með stóískri ró. „Við lifum í heimi þar sem menn eru skúrkar þegar þeir tapa og hetjur þegar þeir sigra. Þess vegna stekk ég hvorki í hæstu hæðir né fell í þunglyndi. Margt gott er að ger- ast hjá Leeds en við verðum ekki bestir á svipstundu. Það tekur tíma.“ Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær lék með United á ný eft- ir að hafa verið frá vegna meiðsla en fyrirliðinn Roy Keane fór meiddur af velli í seinni hálfleik. Arsenal hefur gert flest mörk og er á toppnum en missti tveggja marka forystu niður í jafntefli á Goodison Park. Ian Wright gerði áttunda mark sitt á tímabilinu eft- ir undirbúning Hollendingsins Dennis Bergkamps og skömmu síðar sendi hann á Marc Overm- ars, sem skoraði. Michael Ball minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik og Danny Cadamarteri jafnaði stuttu síðar. Deildameistarar Leicester unnu 2:0 í Barnsley og fóru í þriðja sætið. Ian Marshall skoraði með skalla í seinni hálfleik og Graham Fenton bætti öðru marki við eftir að markvörður heimamanna hafði varið frá honum vítaspyrnu en ekki haldið boltanum. „Við höfum trú á að við getum spilað vel,“ sagði Matt Elliott, varnarmaður itilinn, með 6-4, Man. Utd. er í þriðja sæti með 5-1. hjá Leicester. „Hvort við ljúkum keppni í þessari stöðu er annað mál en er á meðan er og við njót- um þess.“ Chelsea skaust í fjórða sætið með 1:0 sigri á Necastle en Gustavo Poyet gerði eina mark leiksins stundarfjórðungi fyrir leikslok. „í fyrri hálfleik vorum við sjálfum okkur verstir því við send- um boltann á mótheija hvað eftir annað,“ sagði Ruud Gullit, stjóri Chelsea. Paul Ince fór fyrir Liverpool í London hjá West Ham þar sem hann hóf ferilinn í atvinnumennsku en hafði ekki erindi sem erfiði - West Ham vann óvænt 2:1. Derby vann Southampton 4:0 og komu öll mörkin á átta mínútna kafla seint í seinni hálfleik. ítalinn Stefano Eranio braut ísinn með umdeildri vítaspyrnu stundaríjórð- ungi fyrir leikslok, Paolo Wanc- hope frá Kosta Ríka bætti öðru marki við, ítalinn Francesco Ba- iano gerði þriðja markið og Lee Carsley átti síðasta orðið. Stan Collymore lék með Aston Villa en skoraði ekki í 2:2 jafn- tefli við Sheffield Wednesday í Birmingham. Tottenham og Wimbledon gerðu markalaust jafntefli í daufum leik á White Hart Lane og sömu úrslit urðu í viðureign Blackburn og Coventry. Dion Dublin fékk rauða spjaldið rétt fyrir hlé en heima- mönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. Coventry hefur ekki skorað á útivelli á tímabilinu en Gary McAllister var nálægt því, skaut í slá í fyrri hálfleik. „Co- ventry hefur átt erfitt uppdráttar hérna, samanber úrslitin í fyrra,“ sagði McAllister. Barcelona með fullt hús M ALLORC A hefur komið nokkuð á óvart í spænsku knattspyrn- unni það sem af er. Um helgina sigraði liðið Tenerife 4:1. Argent- ínumaðurinn Oskar Mena gerði tvö marka liðsins sem er nú tveim- ur stigum á eftir Barcelona, sem vann Sporting Gijon með sömu markatölu. Barcelona hefur unnið alla fjóra leiki sína í deildinni og er með markatöluna 12:2. Real Madrid, sem vann Valencia 2:0, er með 10 stig eins og Mallorca. Rivaldo, sem var keyptur í stað Ronaldos sem fór til Inter Milau, gerði tvö mörk fyrir Barcelona og hin tvö setti Luis Enrique. Börsungar verða því að teljasttil alls líklegir í vetur. Raul skoraði fyrra mark Real Madrid í sigrinum á Valencia og lagði það síðara upp fyrir Predrag Mijatovic. Javi Navarro, leikmaður Valencia, var rekinn útaf á 63. mínútu og þá var markalaust. En eftir það gengu meistararnir á lagið. Atletico Madrid náði aðeins jöfnu á heimavelli gegn Celta Vigo, 3:3. Hin „heilaga þrenning“ IAN Wright fagnar marki sínu fyrir Arsenal gegn Everton, hitt markiið skoraði Marce Overt- mars, sem er Wright á vinstri hönd. ÞriðJI leikmaðurinn á myndinní er Dennls Bergkamp, en þessir þrír leikmenn hafa skorað 20 af 22 mörkum Arsenal í ensku úrvalsdelldlnni. Eyjólfur tryggði Hertha sigur Fyrsti sigur liðsins í 1. deild síðan 1991 EYJÓLFUR Sverrisson tryggði Hertha 1:0 sigur á Köln að við- stöddum 35.000 áhorfendum á ólympíuleikvanginum í Berlín um helgina, þegar hann skoraði með skalla á 35. mfnútu eftir auka- spyrnu frá Norðmanninum Kjetil Rekdal. Þetta varfyrsti sigur Hertha í deildinni á heimavelli síðan 1991 þegar liðið féll en það tryggði sér sæti í efstu deild á ný í vor. Jafnframt var þetta fyrsta mark Eyjólfs fyrir liðið í deildinni en áður gerði hann 21 mark fyrir Stuttgart. Jjjjjyjólfur var miðherji í fyrri hálf- Frá Jóni Halldór Garðarssyni i Þýskalandi leik en fór í vörnina eftir hlé og var besti maður leiksins. „Ég er mjög ánægður með sigurinn og lið- ið er betra en stigin sýna,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali. Hann var spurður hvort hann vildi spila áfram í fremstu röð og ekki stóð á svarinu. „Ég er vanur að spila frammi en mér er alveg sama hvar ég leik - ég geri það sem þjálf- arinn segir.“ Kaiserslautem tapaði óvænt 3:1 fyrir Werder Bremen en er áfram í efsta sæti. Olaf Marschall skoraði í bytjun leiks - áttunda mark hans á tímabilinu - en Bmno Labbadia, Havard Floh og Dieter Frey svöruðu fýrir Bremen í seinni hálfleik. „Við gerðum ekki nóg til að sigra,“ sagði Otto Rehhagel, þjálfari Kaiserslaut- em. „Við vomm of ánægðir með sjálfa okkur eftir að hafa náð foryst- unni. Fljótlega mátti sjá að Werder var á sigurbraut og ég sagði við mína menn í hálfleik að þeir yrðu að vera ákveðnari." Rehhagel var þjálfari Bremen í 14 ár og Wolfgang Sidka, sem nú stjómar liðinu, var aðstoðarmaður hans í fimm ár. „Mikill þrýstingur var á okkur að sigra," sagði Sidka. „Við mættum ákveðnir til leiks og sýndum í seinni hálfleik hvers við emm megnugir.“ Dortmund mátti sætta sig við 3:2 tap heima á móti 1860 Múnch- en. „Erfitt er að vera jákvæður eft- ir svona tap,“ sagði Nevio Scala, þjálfari Dortmund, sem varð meist- ari í Meistaradeild Evrópu á liðnu vori undir stjórn Ottmars Hitzfelds. „Við lékum illa í fýrri hálfleik og gerðum mörg mistök. Ólánið eltir okkur þessa dagana en við verðum að leggja mikið á okkur og hafa trú á framtíðinni. Þetta á örugglega eftir að batna.“ Áhangendur Dortmund sættu sig ekki við úrslitin og heimtuðu þjálf- arann í burtu en Gerd Niebaum sagði að leikmenn yrðu að læra að takast á við vandann. „Við vorum á hæsta tindi heims en leikmenn verða að hætta að hugsa um foma frægð og snúa sér að veruleikanum. Þessari deyfð verður að linna.“ Scala, sem tók við af Hitzfeld, sagði að leikmennirnir ættu við andlegt vandamál að stríða. „Liðið er of værukært, menn eru ekki lengur hungraðir í árangur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.