Morgunblaðið - 30.09.1997, Side 5

Morgunblaðið - 30.09.1997, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 B 5 Mi ! [ ' p % 1 ,-íip^plll Reuter Ólafur lék vel ÓLAFUR Stefðnsson áttl mjög góöan leik gegn Svlsslendlngum í Sursee, skoraðl sjö mörk. Hér sæklr hann að svlssnesku vörnlnnl, Robble Kostadlnovlc er tll varnar. Bættum fyrir slakan leik heima SVISSLENDINGAR fóru að spila öðruvisi eftir að Baumgartner var rekinn út af. Þeir eru vanir að bíða eftir því hvað hann gerir - svipað og mér fannst KA-menn oft gera þegar Duranona var með þeim - en þegar Baumgartner var farinn urðu hinir að treysta meira á sjálfa sig. Við vorum einum fleiri, en á sama tíma og það kom aukakraftur í þá sof nuðum við svolítið á verðin- um,“ sagði Dagur Sigurðsson. Eg er mjög ánægður með að við skyldum ná að rétta úr kútnum eftir slæma kaflann; eftir að þeir gerðu fjögur mörk í röð og komust tveimur yfir. Markvarslan var mjög góð og varnarleikurinn líka þó við fengjum svona marga brottrekstra - sem voru oft skrýtnir. Dómararn- ir ætluðu að taka voðalega hart á öllu strax frá byijun, og gerðu það, en dæmdu alls ekki öðru hvoru lið- inu í hag. Svisslendingar eru ekki vanir svona dómgæslu frekar en við en miðað við þá línu sem þeir fóru fannst mér rauða spjaldið á Baumgartner rétt.“ Það hlýtur að vera mikill léttir að sigra hér á útivelli. „Já, sannarlega og bætir fyrir slakan leik heima. Mér fannst hann reyndar ekkert rosalega slakur, sóknin að minnsta kosti, þó vörnin hafi ekki verið góð. Við erum, að mínu mati, sífellt að ná betri tökum á þessu frjálsa spili okkar, erum farnir að gera ýmislegt nýtt og fengum t.d. mörk frá Geira í byijun og Róberti í lokin með þeim hætti. Boris (Abkashev, aðstoðarmaður Þorbjöms landsliðsþjálfara) hefur einmitt lagt_ áherslu á þetta og það gefst vel. Ég held við séum með mannskap til að leika með þessum hætti; við eram vanir þessu, Valsar- arnir, og Julian (Duranona) er líka sterkur í stöðunni maður á móti manni. Að ég tali nú ekki um Pat- rek - þetta hentar honum mjög vel,“ sagði Dagur. Spumlng um hugarfar „Þetta var fýrst og fremst spum- ing um hugarfar hjá mér. Leikmenn í handboltaliði á heimsmælikvarða geta dottið niður, eins og við Gummi gerðum báðir heima, en ég náði mér miklu betur á strik í dag,“ sagði Bergsveinn markvörður Berg- sveinsson, sem lék vel. „Ég er samt ekki ánægður að öllu leyti, ég varði nokkur erfíð og mikilvæg skot en það er of mikið að fá 27 mörk á okkur. Þess ber þó að geta að þetta era erfíð skot frá Svisslendingum; þeir skjóta mikið mjög nálægt vörn- inni, skjóta í mjaðmarhæð vamar- manna, markvörðurinn sér ekki skothöndina og þar af leiðandi er mjög erfitt að gera sér grein fýrir hvar skotið kemur. Við Gummi fengum mikla gagnrýni eftir leikinn heima, gagnrýni sem ég tel sann- gjama, og því var ekkert annað að gera en taka til hjá mér. Þegar við eram í svona sterku liði era gerðar kröfur til okkar,' við stóðum ekki undir væntingum heima og hefði annað hvor okkar ekki svarað þeirri gagnrýni hér með því að leika vel hefði mátt segja að við ættum alls ekki heima í liðinu. Við erum alltaf annaðhvort skúrkar eða hetjur - það er ekkert þar á milli.“ Mjög mikil vonbrigði Sýndu and- legan styrk að eru mjög mikil vonbrigði að tapa heima. Við vildum auð- vitað sýna áhorfendum að við gæt- um spilað vel og sigrað mjög sterk- an andstæðing. En þó það tækist ekki heldur lífið áfram og við verð- um að leggja enn harðar að okkur en áður. Horfa fram á veginn en ekki til baka. Við verðum reynsl- unni ríkari næst og náum þá kannski að sigra,“ sagði Marc Baumgartner fyrirliði Svisslendinga og helsta skytta við Morgunblaðið. Baumgartner sagðist hafa vonast til þess að lið hans gæti fýlgt góðum árangri á íslandi eftir með sigri á heimavelli. „Stundum er betra að spila á heimavelli en stundum ekki; þegar fjolskyldan, kona og börn, og vinir og kunningjar eru að horfa á heimaleik er pressan oft meiri en á útivelli. En það sem skipti mestu í dag var að íslenska liðið var mun betra en í fýrri leiknum. Markvörð- urinn var miklu betri - íslensku markmennirnir voru slakir í fyrri leiknum - og vörnin mun ákveðn- ari. Liðið var greinilega mun betur undirbúið en í Reykjavík. Það lék ekki vel á íslandi en ég vissi alveg að þetta gæti gerst hér. íslendingar urðu í fimmta sæti á HM þannig að ég bjóst við 7-8 marka tapi I Reykjavík. Ég var því sérstaklega ánægður með jafnteflið þar en gerði mér jafnframt grein fyrir því að ísland myndi ekki spila svo illa tvo leiki í röð og það kom á daginn." Rautt í fyrsta sinn Spurður um rauða spjaldið sem hann fékk í seinni hálfleik, sagði Baumgartner að honum hefði „kannski" fundist dómaramir full strangir. „En þeir ákváðu að sýna mér rautt og það var auðvitað slæmt því við áttum möguleika á að sigra. Ég hef aldrei áður fengið rautt spjald en einhvern tíma verður allt fyrst. Ég er bara leikmaður, ekki dómari, og hef því ekki meira um þetta at- vik að segja.“ Baumgartner sagði dómara alltaf mismunandi og parið sem dæmdi í Reykjavík hefði að sínu mati verið mun betra. „Þeir dómarar vora afslappaðri, sussuðu bara á okkur ef við voram aðeins að kvarta en í dag vora þeir of harðir. Menn máttu varla hreyfa varimar eða sýna skoðanir sínar með látbragði - þá vora þeir reknir útaf.“ Svissneski fyrirliðinn sagðist ekki eiga von á að lið hans kæmist í úrslitakeppnina, þó hann gæfi að sjálfsögðu ekki upp vonina, en kvaðst hins vegar viss um að ísland færi áfram. „Liðið á að sigra Lithá- en í báðum leikjunum og það á að nægja að minnsta kosti til að ná öðru sæti í riðlinum." að var mjög nauðsynlegt að sigra hér. Við klúðruðum leiknum heima, vorum heppnir að ná einu stigi en erum nú komnir í mun betri stöðu. Það gæti orðið nóg að vinna leikina við Litháen til að komast áfram í úrslitakeppnina," sagði Þor- björn Jensson landsliðsþjálfari eftir sigurinn. „Strákunum fannst, eftir því sem þeir horfðu meira á upptöku frá leiknum heima, að þeir gætu miklu meira en þá. Menn voru sammála um að við þyrftum ekki að vera hræddir að mæta þeim aftur, jafnvel þó það væri á útivelli því meirihluti leikja okkar í gegnum árin hefur verið einhvers staðar á útivelli - þetta er bara svona og allir handbolta- vellir eru eins! Við vorum því ekkert smeykir, vorum vissir um að leika betur en heima en spumingin var sú hvort þeir gætu líka bætt sig.“ Þorbjöm sagðist fyrst hafa orðið hræddur þegar Baumg- artner fékk rauða spjaldið, þó það hljómi e.t.v. undarlega. „Það er einhvern veginn þannig að þegar svona gerist að andstæð- ingarnir slaka oft á, þrátt fyrir að ætla sér það alls ekki, en þeir sem missa samheija út af tvíeflast, og Svisslendingar fóra að beijast af miklu meiri krafti og spila öðruvísi. Jafnvel betur. Þeir náðu skyndilega að jafna, við misstum svo mann út af og þeir komust tveimur mörkum yfír. Þá var skyndilega orðið á brattann að sækja hjá okkur, öfugt við það sem verið hafði áður. Strákarnir sýndu hins veg- ar sem betur fer mikinn andleg- an styrk og tókst að snúa leikn- um okkur í hag aftur. Við voram tveimur mörkum undir þegar 9,40 mínútur voru eftir og ég vissi að það var nógur tími. Við urðum bara að spila skynsam- lega og það tókst." Þorbjörn sagði miklu meira sjálfstraust hafa verið í íslensku vörninni nú en áður, „við sáum eftir fyrri leikinn að við gætum tekið Baumgartner fastari tök- um því hann var að gera of mikið af „aulamörkum" heima. Við vitum að hann endar marg- ar sóknir og svona maður gerir alltaf 6-8 mörk í leik. Við vor- um því í sjálfu sér ekki að reyna að koma sérstaklega í veg fyrir það heldur að stöðva hina. Hann gerði tíu mörk heima en hinir sautján og við vissum að næðum við að taka betur á þeim gæti dæmið gengið upp.“ Liðshelldln sterk „Við ætluðum að ná fjóram stig- um úr leikjunum við Sviss en ég held við getum verið sáttir við þijú,“ sagði Júllus Jónasson. „Við vissum eftir fyrri leikinn að þetta yrði erf- itt hér en ég held að við höfum spilað mjög vel. Liðsheildin var sterk og einbeitingin allt önnur og betri inni á vellinum en í leiknum heima. Við náðum margfalt betur saman og héldum út allan tímann. Það kom reyndar slæmur kafli I seinni hálfleiknum en mér fannst mjög sterkt að vinna okkur út úr því og ná að sigra eftir að hafa lent undir. Liðsheildin skapaði sig- urinn; allir börðust frá fyrstu mín- útu til hinnar síðustu og þegar það gerist næst góður árangur. Vörn og markvarsla voru margfalt betri en á miðvikudag og við vitum að þegar þessir hlutir eru í góðu lagi er erfítt að eiga við okkur." Neyðln kennir naktri konu aö spinna „Við urðum að vinna og það er gott mál að það tókst. Hefðum við ekki unnið hefðum við nánast verið búnir að missa af tækifærinu til að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Ólafur Stefánsson. „Mér fannst liðs- heildin góð og þess vegna vannst sigur. Neyðin kennir naktri konu að spinna; við vorum ekki að sýna það besta í síðasta leik og urðum því að leika betur núna. Sóknin var í lagi og vömin þokkaleg og andinn í lið- inu líka miklu betri. Við voram allir betur innstilltir. Ég verð að segja að líklega höfum við vanmetið þá I fyrri leiknum. Við, þessir „kóngar“ frá Japan, en þeir vora ekki einu sinni með á HM en það gengur auð- vitað ekki að hugsa svona. Þá var of mikið einbeitingarleysi I vöminni en við eram með betra lið, ætluðum að sýna það og gerðum það.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.