Morgunblaðið - 30.09.1997, Side 12

Morgunblaðið - 30.09.1997, Side 12
totom FOLK AKSTURSIÞROTTIR Meistaratilillinn er gott veganesti Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÁHAFNIRNAR tvær sem börðust; Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson unnu melstaratitllinn, en Hlörtur P. Jónsson og ísak Guöjónsson urðu í öðru sæti og unnu titil í flokki einsdrifsbíla. FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson unnu sinn fjórða Islandsmeistaratitil í röð með sigri í rallkeppni bflasöl- unnar Brautar á laugardaginn. Þrír áttu möguleika á titli fyrir keppnina, en reynsla feðganna og nýtt Subaru ökutæki skilaði þeim að settu marki. Meistarar íflokki Norðdekk bfla urðu Garðar Þór Hilmarsson og Guðni Þorbjörnsson á Toyota Corolla. Strax á fyrstu sérleið virtist stefna í hörkuslag, feðgarnir voru með tveimur sekúndum betri tíma en Sigurður Gunnlaugur Bra^ Guðmundsson Rögnvaldsson °S Rognvaldur skrifar Pálmason á Metró, en þeir áttu mögu- leika á meistaratitlinum ásamt Hirti P. Jónssyni og ísaki Guðjónssyni á Nissan. En á næstu leið kom babb í bátinn. „Þetta var ieiðindamál fyr- ir okkur. Á miðri ísólfsskálaleið brotnaði framöxull og bíllinn fór að láta illa,“ sagði Sigurður Bragi, „ég vissi ekki hvað var að og við héldum fullri ferð, sem við hefðum ekki átt að gera. Fórum við útaf einu sinni og svo aftur skömmu síðar á leið upp brekku við bæinn ísólfsskála og skemmdum bílinn. Við náðum ekki að halda áfram, gættum ekki að okkur í hita leiksins og var refs- að grimmilega. Eftir á að hyggja hefðum við kannski átt að slaka • aðeins á, en titillinn hvarf okkur þarna sjónum, sem voru talsverð vonbrigði." Á afturdrifnum bíl áttu Hjörtur og ísak ekki möguleika á að veita fjórhjóladrifnum bíl feðganna veru- lega mótspyrnu, héldu þeim þó við efnið. Þrátt fyrir að sérleiðirnar væru blautar, þá voru þeir að bæta aksturstíma sína. „Við gerðum okk- ur grein fyrir því að möguleikar okkar fælust í því að bíll feðganna yrði fyrir bilun eða óhappi. Á einum stað hélt ég að við myndum enda úti í hrauni, þegar bílinn tók heljar ras- saköst. Eg hugsa að grillið hafi risp- ast, því bíllinn stóð upp á framend- an, en ég náði einhvern veginn að - stýra bílnum eftir veginum," sagði Hjörtur, „ég skipti um bíl í vor og það hefur verið góð reynsla að aka Nissan bílnum, þó hugurinn leiti vissulega núna að öflugra fjórhjóla- drifnu ökutæki. Ég mun skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi fyrir næsta ár. Við erum mjög ánægðir að hafa unnið titil einsdrifsbíla, hinn titillinn hefði bara verið góður bón- us.“ Eitt skref í einu Rúnar hefur náð góðum tökum á nýja bílnum og nú er möguleiki fyr- ir hann og föður hans að leita á erlenda grund. Bíllinn er gjaldgeng- ur í erlend mót og kominn tími til að breyta um áherslu hjá þeim feðg- um, sem hafa unnið samtals 20 meistaratitla hérlendis á ferlinum. „Meistaratitillinn er mikilvægur fyr- ir okkur, þar sem hugur okkar stefnir utan næsta vor. Hann gefur okkur réttindi, sem gefa okkur betri rásröð í erlendum rallmótum. En ég er ekki með neina stjörnudrauma, við tökum eitt skref í einu að vel athuguðu máli,“ sagði Rúnar, meist- ari í áttunda sinn. í fjórða skipti sem ökumaður. „Það er gífurlegt stökk að komast á svona sérsmíðaðan keppnisbíl, með vél og drifbúnað til að skila toppár- angri. Reynslan úr rallinu kennir manni að bera virðingu fyrir öku- tækinu, læra almennilega á það áður en allt er sett á fulla ferð. Þess vegna er gott að kynnast bílnum í rallmót- um hérlendis, áður en haldið er á erlenda vegi, þar sem allar aðstæður eru gjörólíkar. Líklega tekur 1-2 keppnistímabil að ná fullkomnum tökum á nýjum keppnisbíl. Ég var villtari ökumaður þegar ég var yngri, er núna fjölskyldumaður og ber mig öðruvísi að. Hins vegar truflar það mig ekkert á sérleiðunum, þá er allt á fullu allan tímann, einbeitingin algjör. Eg væri alveg tilbúinn að stunda rallakstur sem vinnu, ef góð laun væru í boði. Hef verið heillaður af þessu lengi og er alltaf að læra eitt- hvað nýtt. I rallinu um helgina slak- aði ég aðeins á í lokin og þegar svo ber undir fer maður að heyra alls kyns hljóð í bílnum. Spáir í hvort eitthvað geti nú gefíð sig á loka- sprettinum. í alþjóðarallinu fór gír- kassinn og í ljós kom að um steypu- HAGUR kanadíska ökuþórsins í Williams-liðinu, Jacques Ville- neuves, í keppninni um heims- meistaratignina íformúlu-1 kappakstrinum vænkaðist mjög á sunnudag er hann fór með sigur af hólmi í Lúxem- borgarkappakstrinum. Með því hefur hann 9 stiga forskot í einvíginu við Michael Schu- macher hjá Ferrari sem varð fyrir því óláni að verða hætta vegna bilunar í upphafi keppni. ar sem illmögulegt er að kom- ast fram úr á braútinni í Nur- burgring reyndu ökumenn að ná sem bestu sæti strax er rásmerki var gef- ið. Við það myndað- ist örtröð í fyrstu beygju en þar skullu Jordan-bílarnir gulu saman með galla í tannhjóli var að ræða. Það var því gaman að vinna rallið um helgina og tryggja meistaratitilinn á nýja bílnum. Það verður gott vega- nesti á næsta ári á nýjum slóðum." þeim afleiðingum að annar þeirra, með Ralf Schumacher innanborðs, skall utan í Schumacher. Ferrari- bifreið hans laskaðist og neyddist hann til að hætta. Spurningin er því hvort yngri bróðirinn eigi eftir að kosta hann heimsmeistaratign ökuþóra. Verður allt að ganga Schu- macher í haginn í Suzuka í Japan og Jerez á Spáni ætli hann að eiga möguleika á að ná Villeneuve. Hefur Villeneuve 77 stig gegn 68 stigum Sehumachers, en fyrir sigur fást 10 stig, 6 fyrir annað sætið, 4 fyrir þriðja og síðan 3-2-1. Finninn Mika Hakkinen fékk ekki þá afmælisgjöf, sem hann óskaði sér helst. Hann hóf keppni á fremsta rásmarki í fyrsta sinn á ferlinum og varð 29 ára á sunnudag. Tók hann forystu og stakk aðra keppi- nauta af en hugsanlegt er að hann hafí ofgert bíl stnum því Mercedes ■ SIGHVATUR Sigurðsson ók Jeep Wrangler í rallinu ásamt Andrési F. Gíslassyni. í alþjóðar- allinu lenti hann harkalega útaf ásamt Úlfari Eysteinssyni sem er enn að jafna sig af bakmeiðslum sem hann hlaut. ■ STEINGRÍMUR Ingason ók Honda Civic og átti góða spretti á mörgum leiðum. Með honum fór að þessu sinni nýliði, Guðmundur Björnsson, sem sagðist stundum hafa hugsað hvemig Steingrímur ætlaði að redda málunum, slíkur var hraðinn stundum fyrir beygjur. Rallið hefði verið skemmtileg reynsla þótt þeir mættu sín lítils gegn öflugri bílum, en þeir urðu í fimmta sæti. ■ VÉSTEINN Gauti Hauksson og Stefán Ágeirsson enduðu þátt- töku sína utanvegar eftir að brems- ur biluðu. Vésteinn ók í alþjóðarall- inu og kútvelti bílnum, þannig að Mitsubishi Starion hans hefur lík- lega endað lífdaga sína, miðað við ástandið eftir þessa keppni. ■ VIGGÓ Viggóson á Honda XR 500 vann erfíða mótorhjólakeppni á vegleysum við Hengil og Mos- fellsheiði á laugardaginn. Þijátíu keppendur þeystu 50 km leið um illfæra vegi, slóða og ár. Einar Sigurðsson á Honda XR varð ann- ar og Reynir Jónsson þriðji. ■ HEIMIR Barðason fyrrum krossmeistari á Husaberg mótor- hjóli endastakk hjóli sínu og varð að hætta keppni. Karl Gunnlaugs- son sveif af hjóli sínu á mikilli ferð og það festist í botni. Þegar Karl, lurkum laminn, reyndi að reisa það við, tók hjólið völdin og æddi 15 metra leið. Lagðist þar á hliðina og spólaði í hringi. ■ KARL náði að lokum að yfir- buga hjólið, en varð að hætta keppni. Einnig hætti Davíð Ólafs- son eftir að vélin í Honda hjóli hans gaf upp öndina, eftir ágætan akstur Davíðs. ■ FINNINN Tommi Makinen er með forystu í heimsmeistarakeppni rallökumanna með 52 stig. Hann ekur Mitsubishi Lancer en Carlos Sainz á Ford Escort er honum næstur að stigum, með 44, en hann vann síðustu keppni, sem fór fram í Indónesíu. Náði Ford þar fyrsta og öðru sæti. ■ SKOTINN Colin McRae á Sub- aru er þriðji að stigum, en feðgarn- ir Rúnar og Jón aka Subaru sem Colin keppti á og varð breskur meistari á árið 1992. Benz-mótorinn í McLaren-bíl hans sprakk eftir 43 hringi af 67. Einum hring áður gaf mótorinn í bíl félaga hans, Dave Coulthard, sig einnig en þeir höfðu haft forystu frá upp- hafí. Náði Coulthard ævintýralegu viðbragði og komst úr sjötta sæti í annað á fyrstu metrunum. Er þeir féllu úr leik var Villeneuve allt í einu orðinn fyrstur og ógnaði enginn því sæti hans. Margir ökuþóranna gerðu tvisvar hlé á akstrinum til að taka eldsneyti og skipta um dekk. Áætlun heims- meistarans Damon Hills var að stoppa aðeins einu sinni og stóð hann vel að vígi lengst af. Óheppnin elti hann hins vegar er hann staðnæmd- ist því þá drapst á bílnum. Við það tapaði hann hálfri til heilli mínútu. Ók hann allt hvað af tók, dró á keppi- nautana en endaði áttundi aðeins 44 sekúndum á eftir fyrsta manni. Ágúst Ásgeirsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.