Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 B 7 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Endurtekið efni AÐEINS einu sinni áður hafa úrslit fengist í vítaspyrnu- keppni. Það var 1990 þegar Valur vann KR 5:4. Þá byrj- uðu KR-ingar að skora í víta- spyrnukeppni, síðan vörðu markverðir liðanna hvor sína vítaspyrnuna, 4:4. í bráða- bana varði Bjarni Sigurðs- son, markvðrður Vals, fyrstu spyrnu KR og Sigurjón Kristjánsson tryggði Vals- mönnum sigur, 5:4. Bjarki fyrstur til að verja vítaspyrnu BJARKI Guðmundsson, markvörður Keflavíkurliðs- ins, varð fyrstur til að verja vítaspymu í bikarúrslitaleik, er hann varði vítaspyrnu Hlyns Stefánssonar. Bjarki varði síðan tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni og lék eftir afrek frænda sína, Bjama Sigurðssonar, sem varði tvær vítaspymur 1990 fyrir Val í vitaspymukeppni gegn KR. Bjarki er systur- sonur Bjaraa. Þriðji mark- vörðurinn sem varði víta- spymu I bikarúrslitaleik er þriðji Keflvikingurinn — Ólafur Gottskálksson. Hann stóð í marki KR 1990 og varði í vítaspymukeppni gegn Val. Tvær víta- spyrnur MARKVERÐIR Keflvíkinga hafa varið tvær vítaspyrnur í bikarkeppninni í ár. Olafur Gottskálksson varði víta- spyrnu þegar Keflavík vann Fram í 16-liða úrslitum 1:0 og á sunnudaginn varði Bjarki Guðmundsson. Kefl- víkingar hafa leikið sex bi- karleiki í ár og hafa fimm þeirra lent í framlengingu, tveir bikarúrslitaleikir, leik- ur gegn ÍR í 32-liða úrslitum, leikur gegn Val í 8-liða úr- slitum og leikur gegn Leiftri í undanúrslitum. Markið góða Morgunblaðið/Golli JÓHANN B. Guðmundsson skorar hér hið glæsilega mark sitt, sem átti með réttu að tryggja Keflvíkingum bikarinn. Hann stekkur hátt upp fyrir Zoran Miljkovic og hamrar knöttinn framhjá Gunnari Sigurðssyni, markverði, sem átti ekki möguleika á að verja. Hjálti Jóhann- esson fylgist með. Markið var dæmt af. Hlynur Stefánsson: „Var ekki brot“ Hlynur Stefánsson, fyrirliði Eyja- manna, var rekinn af leikvelli á 79. mínútu leiksins. „Fyrir það fyrsta þá var þetta ekki brot og al- veg hlægilegt að þurfa að fara af velli fyrir slíkt. Því-miður flautaði Sæmundur [Víglundsson] og fyrst hann gerði það var fátt annað fyrir hann að gera en reka mig útaf. Strákurinn sem lét sig detta kom til mín og baðst afsökunar á þessu og það segir best til um sakleysi mitt. Ég talaði líka við Ara [Þórðarson aðstoðardómara] og hann segir að þetta hafi ekki verið neitt brot. Það hefði ef til vill verið eðlilegast fyrir Sæmund að ráðfæra sig við línuvörð- inn áður en hann tók þessa stóru ákvörðun, að reka mig útaf,“ sagði Hlynur um það þegar honum var vikið af velli. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað sigra í dag. Ég tel það alveg ljóst að við séum sterkari en Keflvíking- ar. Við höfum reyndar oftast leikið betur en í dag og ef til vill sat ein- hver þreyta í okkur eftir leikinn í Stuttgart, en ég er ekki sammála því að við höfum verið orðnir saddir því fæstir í liðinu hafa unnið bikar. Það væri léleg afsökun að segja að við værum saddir eftir árangurinn í surnar." Hvað með vítaspyrnuna íleiknum, það var eins og Tryggvi Guðmunds- son ætlaði að taka spyrnuna en svo komstu þú hlaupandi frá miðju og tókst hana. Hvers vegna? „Tryggvi er auðvitað vítaskytta liðsins, en hann treysti sér ekki til að taka spyrnuna. Ég var að ræða við Keflvíking úti á miðju þegar kallað er í mig; ég var því ef til vill ekki alveg að hugsa um vítaspyrnu, en einhver varð að taka spyrnuna. Hún var kannski ekki alveg nógu góð, en Bjarki [Guðmundsson] er stór og stæðilegur strákur sem nær að verja langt út við stöng. Hann valdi rétt horn, bæði í vítinu í leikn- um og einnig tvívegis í vítaspymu- keppninni," sagði Hlynur. Hvað er næst á dagskrá hjá ykk- ur? „Nú förum við bara með Herjólfi til Eyja og ég viðurkenni fúslega að það hefði verið miklu skemmtilegra ferðalag hefði bikarinn verið með í för. Islandsbikarinn er kominn upp í hillu heima í Eyjum. Ég vil nota tækifærið og óska Keflvíkingum til hamingju með sigurinn. Þeir eru með ungt og skemmtilegt baráttulið sem á framtíðina fyrir sér. Við verð- um bara að taka bikarinn næst,“ sagði Hlynur. Morgunblaðið/Golli Fögnudur og flugferð LEIKMENN Keflavíkurliðsins stukku á loft upp er þeir fögnuðu Kristni Guðbrandssyni, eftir að hann hafði skorað sigurmarkið úr vítaspyrnu. Þórarinn B. Krist- jánsson, Jakob Már Jónharðsson, Gestur Gylfason, Kristinn, Gunnar Oddsson og Adolf Sveinsson. A mynd- inni tii hliðar fagna Keflvíkingar Kristni enn á ný, kasta honum á loft upp. Morgunblaðið/Kristinn Kristinn stóð við loforðið [ sjöundu tilraun hjá Sigurði SIGURÐUR Björgvinsson, annar þjálfari Keflavíkurliðsins, fagnaði bikarmeistaratitli í sjöundu tilraun. Hann tapaði fjórum bikar- úrslitaleikjum sem leikmaður Keflavíkur, 1982,1985,1988 og 1993 og tvisvar sem leikmaður KR, 1989 og 1990. Happatala Sigurðar er sex og trúði hann því fyrir bikarúrslitaleikinn 1993 að það væri komið að honum. Eftir leikinn, sem Keflavík tapaði fyrir í A, sá hann að hann þyrfti fyrst að tapa sex úrslitaleikjum áður en sá fyrsti ynnist. Var búinn að lofa að feta í fótspor Einars Gunnarssonarfrá 1975 og skora sigurmark Keflvíkinga í bikarúrslitaleik Kristinn Guðbrandsson, miðvörður Keflavíkurliðs- ins, var búinn að lofa félögum sínum að feta í fótspor Einars Gunnarssonar. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifaði um afrek Einars 1975, þeg- ar hann skoraði sigurmark Keflvíkinga gegn í A á Laugardalsvellinum það ár og var mættur á sama stað þegar Kristinn stóð í sömu sporum og Einar, tryggði Keflvíkingum langþráðan bikar- meistaratitil. Báðir léku hetjurnar, sem voru mið- verðir, með númer 4 á bakinu. Það komst aðeins eitt að í huga mínum er ég hljóp að knettin- um - að ég ætlaði að standa við það loforð sem ég gaf félögum mín- um. Það var stórkostlegt að sjá á eftir knettinum í netið. Ég stóð í sömu sporum og Einar stóð 1975, er ég var sex ára gutti. Það er heið- ur fyrir mig,“ sagði Kristinn, sem gekk yfirvegaður að knettinum að- eins augnabliki eftir að Bjarki Guð- mundsson hafði varið vítaspyrnu frá Sigurvini Ólafssyni. Öflugur stuðn- ingsmannahópur Keflvíkinga stóð á öndinni, spennan var mikil á Laugar- dalsvellinum. Það mátti heyra saumnál falla - síðan braust út geysilegur fögnuður hjá Kristni, samheijum hans og stuðningsmönn- um. Stríðsdans var stiginn á vellin- um og á áhorfendapöllum. Keflvík- ingar hafa mátt bíða í 22 ár eftir þessari stundu - og það má segja að sagan frá 1975 hafi endurtekið sig, eins og má sjá á korti hér á síðunni. Strax í byijun leiksins, mátti sjá að Keflvíkingar voru betur stemmd- ir en Eyjamenn, bæði á leikvelli og á áhorfendapöllunum - það voru þeir sem ætluðu að fagna. Keflvík- ingar mættu mjög yfírvegaðir til leiks, léku mjög sterkan varnarleik og voru ákveðnari í aðgerðum sínum. Fyrirliðinn Jakob Már Jónharðsson bauð markakónginn Tiyggva Guð- mundsson velkominn, með því að taka hann algjörlega úr umferð eins og í fyrri bikarúrslitaleiknum. Eyja- menn náðu aldrei að finna taktinn og var greinilegt að leikur þeirra gegn Stuttgart hafði tekið stóran toll. Miðvallarleik- mennirnir Sigurvin Ólafsson, Sverrir Sverrisson, Ingi Sig- urðsson og Kristinn Hafliðason komust aldrei í takt við leik- inn og munaði um minna. Ingi hafði ekki heppnina með sér á 31. mín., komst einn inn fyrir vörn Keflvíkinga - skaut framhjá. Tryggvi neitaði að taka vítaspyrnu Á lokasekúndum fyrri hálfleiksins braut Bjarki Guð- mundsson, markvörður Keflvíkinga, klaufalega á Inga Sigurðssyni, þegar engin hætta var á ferð - vítaspyrna var réttilega dæmd. Eyjamenn fóru fram á að Tryggvi Guðmundsson tæki spyrnuna, en hann neitaði. Það varð því að kalla á fyrirliðann Hlyn Stefánsson úr öftustu vörn, til að koma fram og taka spyrnuna. Bjarki sá við Hlyn, kastaði sér niður hægra megin og varði. Tíminn var svo naumur, að um leið og Bjarki varði, flautaði dómarinn Sæmundur Víg- lundsson til leikhlés. Baráttan hélt áfram Seinni hálfleikurinn var svipaður þeim fyrri - baráttan hélt áfram. Haukur Ingi Guðnason, sem var einn í fremstu víglínu Keflavíkurliðsins, hafði ekki heppnina með sér er Eyja- Vítaspyrnu- keppnin Það voru Eyjamenn sem byrj- uðu: Sverrir Sverrisson ...1:0 Eysteinn Hauksson ...1:1 Tryggvi Guðmundsson varið Jóhann Guðmundsson ...1:2 Zoran Miljkovic ...2:2 Jakob Már Jónharðsson.... varið Guðni Rúnar Helgason ...3:2 ...3:3 Bjarnólfur Lárusson ...4:3 Gunnar Oddsson ...4:4 Bráðabani: Sigurvin Ólafsson varið Kristinn Guðbrandsson.... ...5:4 menn náðu að bjarga á elleftu stundu á 52 mín. Jóhann Guð- mundsson átti síðan Iúmskt skot, sem hafnaði á stönginni á marki Eyjamanna á 63. mín. Rautt spjald álofti Á 79. mín. gerðist nokkuð umdeilt at- vik, þegar Adolf Sveinsson, sem hafði stuttu áður komið inná sem varamaður, komst inn fyrir vörn Eyjamanna. Hlynur Stefánsson hljóp á eftir honum, var óheppinn er hann kom við Adolf, sem féll. Sæmundur dómari, sem var ekki í góðri aðstöðu til að sjá atvik- ið - flautaði og lyfti upp rauða spjaldinu. Hlynur mótmælti, en það dugði ekki, hann varð að fara af leikvelli. Tryggvi, sem tók við fyrir- iiðabandinu, var nálægt því að skora fyrir Eyjamenn rétt á eftir - skall- aði fram hjá marki Keflvíkinga. Löglegt mark dæmt af Þar sem jafnt var eftir 90 mín. varð að framlengja leikinn. I seinni hluta framlengingarinnar skoraði Jóhann B. Guðmundsson fallegt mark með skalla, stökk hærra en varnarmenn Eyjamanna og hamraði knöttinn í netið. Sæmundur, sem var ekki í sem bestri aðstöðu til að sjá SAGA ENDURTEKNINGA 1975 Keppt um nýjan bikar 1997 Keppt um nýjan bikar Forsætisráðherra heiðurs- gestur, Geir Hallgrímsson Forsætisráðherra heiðurs- gestur, Davíð Oddsson Mótherjar nýkrýndir Islands- meistarar, ÍA, sem voru taldir mun sigurstranglegri Mótherjar nýkrýndir Islands- meistarar, ÍBV, sem voru taldir mun sigurstranglegri IA tapaði úrslitaleik um gamla bikarinn ári áður ÍBV tapaði úrslitaleik um gamla bikarinn ári áður Tveir heimamenn þjálfarar: Guðni Kjartansson og Jón Jóhannsson Tveir heimamenn þjálfarar: Gunnar Oddsson og Sigurður Björgvinsson í undanúrslitum var nýliðinn Guðjón Guðmundsson ný-f kominn inn á sem varamaður þegar hann skoraði sigurmark Keflavíkur á elleftu stundu undanúrslitum var nýliðinn Þórarinn Kristjánsson ný- kominn inn á sem varamaður þegar hann skoraði sigurmark Keflavíkur á elleftu stundu ;<s? Hefðin var með Keflavík EYJAMENN náðu ekki að _ vinna tvöfalt - tryggja sér ís- landsmeistaratitilinn og bikar- inn. Hefðin var með Keflvík- ingum, því að aðeins þrisvar hafa meistarar náð að sækja bikarinn eftir að þeir urðu meistarar. KR-ingar 1961 og 1963, Valsmenn 1976 - öll skiptin á kostnað Skagamanna. Sjö sinnum hafa íslandsmeist- arar mætt til leiks án þess að ná að vinna tvöfalt, Fram 1962, Valur 1966, Keflavík 1973, ÍA 1974 og 1975, Valur 1978 og ÍBV 1997. atvikið, dæmdi markið ekki gilt, taldi að Jóhann hefði ýtt frá sér er hann stökk upp. Svo var ekki. „Þetta var löglegt mark hjá mér. Ég hélt að Sæmundur hefði dæmt á eitthvað annað," sagði Jó- hann. Bjarki hetja Keflvíkinga Ekki tókst lið- unum að skora og varð því víta- spyrnukeppni að fara fram til að fá fram úrslit. Bjarki Guðmundsson, hinn ungi markvörður Keflvíkinga, var hetja þeirra - varði tvær víta- spyrnur, báðar með því að kasta sér niður hægra megin, eins og hann gerði í leiknum er hann varði víta- spyrnu Hlyns. Fyrst varði hann spyrnu Tryggva, sem komst ekki hjá því að taka vítaspyrnu og síðan spyrnu Sigurvins. Það var ótrúlegt að sjá hvað Eyjamenn voru skipu- lagslausir, þegar ljóst var að jafnt var eftir fimm vítaspyrnur, 4:4. Það var eins og enginn vissi hver ætti að taka sjöttu vítaspyrnuna - eftir góða stund fór Sigurvin úr æflnga- búningi sínum og gekk fram. Það var eins og hann færi að vítapunktin- um nauðugur viljugur. Það kunni ekki góðri lukku að stýra - Bjarki varði örugglega vítaspyrnu hans. Það var annað að sjá til Kristins, þegar hann gekk ákveðinn fram í sviðsljósið. Það mátti aðeins lesa eitt úr hreyfing- um hans - hér er ég, ég ætla að eiga síðasta orðið, sem hann og átti. Föst spyrna hans rataði rétta leið. Sanngjarn sigur Keflvíkinga var innsiglaður á ör- uggan hátt. Fá feilspor Eins og segir ^im voru Keflvíkingar vel að sigrinum komnir. Þeir voru betur skipulagðir en Eyjamenn, stigu fá feilspor. Liðs- heildin var hið sterka vopn Keflvík- inga. Hetjan í vítaspyrnukeppninni var Bjarki, Jakob Már lék óaðfinnan- lega og hafði Tryggva í vasanum. Þar er varnarmaður á ferð sem Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari hefur not fyrir. Gestur Gylfason átti einnig góðan leik - var á fullri ferð um allan völl, alltaf tilbúinn að stoppa í göt ef þau mynduðust í vörn Keflavíkurliðsins. Eyjamenn náðu sér ekki á strik enginn leikur betur en mótheijinn leyfir. Hef beðið ... / B12 Kristinn ... / B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.