Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 12
4 ÍÞRÚWR KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI KSI GunnarOddsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, ísjöunda himni Hef beðið lengi eftir þessari stund „ÞETTA er einstaklega Ijúft. Þegar Keflavík vann síðast voru 70% af þessum strákum ekki fæddir," sagði Gunnar Odds- son, annar þjálfara Keflvíkinga eftir sigurinn á sunnudaginn. Það hefur verið mikil seigla í okkur í bikarnum og við höfum lent í framlengingu í öllum leikjunum nema einum, þannig Skúli að við höfum farið Unnar eins langa leið að Sveinsson þessum titli og hægt skrifar er ag fara.“ Eftir að Hlynur var rekinn útaf hefði mátt búast við að þið bættuð í sóknina, en það varð ekki. “ „Nei. Við vorum orðnir dálítið þreyttir og Eyjamenn eru með mikið hörkulið þannig að við fórum var- lega. Mér fannst samt markið hans Jóhanns fullkomlega löglegt. Það var virkilega sætt að fá bik- arinn. Ég er búinn að bíða ansi lengi eftir þessari stund og það var mjög kærkomið að taka bikarinn. Ég er samt ekkert að hætta, altént ekki á meðan ég hef gaman af því að vera í fótbolta. Vonandi fáum við Siggi [Sigurður Björgvinssonj að halda áfram með strákana, því það eru frábærir strákar að koma upp, bæði úr öðrum flokki og einnig þeim þriðja. Þetta tekur að vísu allt sinn tíma og ég vona bara að stuðnings- menn okkar bíði aðeins þolinmóðir; svona tvö þrjú ár. Eftir það hef ég ekki trú á öðru en við verðum með eitt af bestu liðunum hér á landi.“ Hvernig er að standa í miðju- hringnum í vítaspyrnukeppninni? „Þetta er í annað sinn sem ég geri það. Ég fékk ekki að taka víti þegar ég var hjá KR og við lékum til úrslita við Val. Þá brugðust ágæt- is vítaskyttur, en það kom ekkert annað til greina en að ég tæki víta- spyrnu núna. Það var svolítið erfitt að ákveða hveijir tæku spyrnurar, en samt ekki. Það voru allir tilbúnir að taka spyrnu, nema Gestur Gylfa, henn hefur verið meiddur og treysti sér ekki í þetta." Nú eruð þið allir Ijóshærðir. Hve- nær fóruð þið á hársnyrtistofu? „Þetta byijaði eftir fyrri leikinn. Þá ákváðu fyrirliðinn og einhvetjir fleiri að lita sig og síðustu fjórir fóru í gærkvöldi í litun, náðum meira að segja lækninum í litun.“ En ekki hinum þjálfaranum? „Nei, hann segir að hárið spretti svo hægt að það tæki allt of langan tíma að ná eðlilegum lit á ný. Hann lofaði mér því samt að setja bleikt skol í hárið ef við yrðum bikarmeist- arar og ég á eftir að herma það uppá hann og ég bíð spenntur eftir að sjá það,“ sagði þjálfarinn sæll og ánægður. Morgunblaðið/Golli BJARKI Guðmundsson varði vítaspyrnu Hlyns Stefánssonar, fyrlrliða ÍBV. tvær í vítaspyrnukeppninni. „Ég bjargaði nú bara andlitinu með því að veija vítaspyrnuna í leiknum sjálfum því þetta var hræðilega klaufalegt hjá mér að fá dæmda á mig vítaspyrnu." Varstu búinn að ákveða í hvaða horn þú ætlaðir að fara? „í leiknum sjálfum fann ég að hann myndi skjóta í þetta horn, og líka í fyrra vítinu í vítaspyrnukeppn- inni. Ég var líka nokkuð viss um að í síðasta vítinu yrði þrumað og því enginn tími til að bíða þannig að ég tók áhættuna á að skutla mér til hægri og það tókst.“ Varstu ekkert spenntur fyrir víta- spyrn ukeppnina? „Nei, í rauninni ekki, enda engin ástæða til. Spennan er öíl á þeim sem tekur spyrnuna. Það eru 80% líkur á að það sé skorað úr víti og því ástæðulaust að setja óþarfa pressu á sjálfan sig út af því,“ sagði Bjarki. Baðst ekki afsökunar Það var Adolf Sveinsson sem var í baráttu við Hlyn Stefánsson þegar fyrirliði Eyjamanna var rekinn af velli. „Ég vil ekki tjá mig um þetta,“ sagði hann við Morgunblaðið eftir leikinn og þegar hann var spurður hvort hann hefði farið til Hlyns og beðið hann afsökunar sagði Adolf: „Nei, það er ekki rétt.“ Bjargaði andlitinu Bjarki Guðmundsson, markvörður Keflvíkinga, varði þijár vítaspyrnur á Laugardalsvellinum á sunnudag, eina skömmu fyrir leikhlé og síðan Vinnubrögð KSI til vansa Við vorum grátlega nærri því að vinna allt, en það tókst ekki,“ sagði Bjarni Jóhannesson, þjálfari Eyjamanna, eftir leikinn. „Mér fannst við sterkari aðilinn í leiknum og það virtist ekki skipta máli þótt við misstum Hlyn útaf. Altént ekki til að byija með. Það var dálítið skrýtið að sjá Keflvíking- ana einum fleiri og reyna ekki einu sinni að bæta við í sóknina. Þegar komið er í vítaspyrnukeppni getur sigurinn dottið hvorum megin sem er, og ekkert við því að segja. Ég er mjög ósáttur við dómgæsl- una í leiknum og rauða spjaldið tók óneitanlega nokkurn sóknarþunga úr okkar liði. Ákvörðunin um að reka Hlyn útaf er afdrifarík og línu- vörðurinn segir við Hlyn að þetta hafi ekki verið brot. Sæmundur [Víglundssonj stendur úti á miðju og Gunnar [Sigurðsson] markvörð- ur er nánast kominn með boltann í hendurnar þegar hinn fellur. Annað sem ég velti líka fyrir mér. Sæmundur fékk bikarleik fyrir rúmum mánuði til að ljúka sínum ferli. Prammistaða hans í þeim leik var í sjálfu sér ekkert til að hrópa húrra fyrir og það hefði verið gaman að sjá frammi- stöðumat hans þá. Mér finnst ansi lélegt að hafa bikarúrslitaleiki sem einhveijar afmælisgjafir fyrir menn sem eru að gefast upp sem dómarar. Hvað þá tvívegis. Svona vinnubrögð dómaranefndar og Knattspyrnusambandsins eru til vansa og ég er tilbúinn að ræða það nánar hvar og hvenær sem er,“ sagði Bjarni. í fótspor feðranna GUÐMUNDUR Steinarsson og Haukur Ingi Guðnason fetuðu í fótspor feðra sinna á Laugar- dalsvellinum. Steinar Jóhanns- son, pabbi Guðmunds, lék með Keflvíkurliðinu sem varð bikar- meistari 1975 og Guðni Kjartans- son, sem var þá þjálfari iiðsins ásamt Jóni Jóhannssyni, bróður Steinars, er pabbi Hauks Inga. Strákarnir voru ekki fæddir þeg- ar pabbarnir tóku á móti bikarn- um. »7 Glókollar" ÁHORFENDUR ráku upp stór augu þegar leikmenn Keflavíkurliðsins mættu til leiks gegn Eyjamönnum — inná hlupu ellefu glókollar, en leikmenn liðs- ins voru búnir að láta lita hár sitt ljóst í tilefni dagsins, sem var tákn þess að bjart væri framund- an, sem og varð. Bið Gunnars áenda „ÞAÐ hafðist loksins,“ sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Kefla- víkurliðsins. Gunnar hafði áður leikið fjóra bikarúrslitaleiki, en þurft að sætta sig alltaf við tap — 1985 og 1993 með Keflavík og 1989 og 1990 með KR. Gunnar, sem er aldursforseti Keflavíkur- liðsins, var níu ára þegar Kefla- vík vann bikarinn síðast, 1975. Rautt harður dómur ÞAÐ var nokkuð harður dómur þegar Hlynur Stefánsson var rekinn af leikvelli. Adolf Sveins- son féll, þegar þeir voru að kljást um knöttinn — Hlynur hlljóp aft- an á Adolf. Hlynur er þriðji leik- maðurinn sem er rekinn af lei- kvelli í bikarúrslitaleik og það hafa alltaf verið fyrirliðar sem hafa fengið að sjá rauða spjaldið. Sigurður Lárusson, fyrirliði IA, var rekinn af leikvelli 1983, þeg- ar Skagamenn unnu Eyjamenn 2:1. Ólafur H. Krisljánsson, fyrir- liði FH, var rekinn af leikvelli 1991, þegar Valur vann FH 1:0. Fyrsta mark Miljkovic ZORAN Miljkovic, varnarleik- maður Eyjamanna, skoraði sitt fyrsta mark á íslandi, er hann skoraði glæsilega úr vítaspyrnu gegn Keflavík í vítaspyrnu- keppninni — sendi knöttinn efst upp í markhornið. Zoran náði ekki að skora þau tvö keppnis- tímabil sem hann lék með Skaga- mönnum. Einar skor- aði í öllum leikjum EINAR Gunnarsson sem skoraði sigurmark Keflvíkinga síðast þegar þeir urðu bikarmeistarar, 1975, skoraði mark í öllum um- ferðum bikarkeppninnar. Hann skoraði gegn ísafirði í 16-liða úrslitum, 3:0, hann skoraði gegn Víkingum í 8-liða úrslitum, 2:0, hann skoraði sjálfsmark gegn KR i undanúrslitum, 2:1 og síðan sigurmarkið gegn IA í úrslita- leiknum, 1:0. ENGL.AND: 12 1 1 1 X 2 11 11 'ITALIA: X 1 2 22X 1 X X 1 1 1 X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.