Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 B 5 HANDKNATTLEIKUR Upptökuvél KA stolið „MÉR finnst leiðinlegt að geta ekki afhent Þorbirni Jenssyni, landsliðsþjálfara, spólu með leik okkar og Granitas Kaunas hér í ijóna- gryfjunni í Kaunas, eins og ég var búinn að lofa honum,“ sagði Atli Hilmarsson, þjáif- ari KA. „Upptökuvél okkar var stolið í Kaupmannahöf n á leið okkar hingað tO Lithá- en. Ég mun setjast niður með Þorbirni og gefa honum nót- ur um leikinn, sem á að koma honum að góðu fyrir lands- ieikinn gegn Litháen sem verður leikinn hér í Kaunas,“ sagði Atli eftir Evrópuleik KA og Granitas Kaunas, en með liðinu leika átta landsl- iðsmenn Litháen og þjálfari liðsins er einnig þjálfari landsliðsins. „Forráðamenn Granitas lofuðu að útvega mér myndband, en eftir við- brögð þeirra eftir leikinn á ég ekki von á því að þeir færi mér myndband áður við höidum heirn," sagði Atli. Atli Hilmarsson þjálfari KA eftir leikinn í Litháen „Réðum ekki við hraðann“ „VIÐ byrjum leikinn heima með fjögur mörk undir. Þaö verður erfitt að vinna þann mun upp, en allt er hægt ef við fáum góðan stuðning í KA-heimilinu,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA-liðs- ins, sem tapaði fyrri leiknum í Evrópukeppni meistaraliða - 27:23 fyrir Granitas Kaunas í Litháen. Litháamir, sem leika mjög hraðan handknattleik, vom yfir 13:8 í leikhléi. „Við skoruðum fyrsta mark- ið í seinni hálfleik, en fengum síðan á okkur fjögur mörk í röð, 17:9. Þá tók ég leikhlé og skipulagði leik okkur upp á ný. Það var þá ljóst að við réðum ekki við hraða Litháa, létum þá espa okkur upp í of hraðan leik. Við ákváðum að dempa leikinn niður og smátt og smátt söxuðum við á forskotið, náðum því í þijú mörk, en leikmenn Granitas áttu síðasta orðið hér í Kaunas," sagði Atli. Sigtryggur Albertsson átti góðan leik í marki KA, varði tuttugu skot. Þá lék Alsírsmaðurinn Karim Yala vel og skoraði sjö mörk. Halldór Sigfússon skoraði 6/3 mörk, Björg- vin Björgvinsson 3, Jóhann G. Jó- hannsson 2, Sævar Árnason 2, Heimir Ámason 2 og Þorvaldur Þorvaldsson eitt. Atli sagði að það hafi munað um minna að Leó Om Þorleifsson var útilokaður frá leiknum á sjöundu mín. seinni hálfleiks, er hann fékk sína þriðju brottvísun. „Við höfðum góðar gætur á vinstrihandarskytt- unni Robertas Pauzuolis sem er að gerast leikmaður með ÍBV - hann skoraði ekki nema tvo mörk, en aftur á móti var Vaidas Klimciauk- as, sem var homamaður á HM í Kumamoto, okkur erfiður - lék sem útispilari og skoraði þrettán mörk. Þá varði markvörðurinn Arunas Vaskevicius mjög vel. Eins og ég sagði, þá þurfum við mikinn stuðning áhorfenda í seinni leiknum, sem verður á Akureyri um næstu helgi,“ sagði Atli Hilmars- son, þjálfari KA. Haukar unnu með herkjum HAUKASTÚLKUR þurftu að gefa allt sem þær áttu til að leggja baráttuglaðar stöllur sínar úr FH að velli á Strandgötunni á laug- ardaginn og það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiksins að Haukarnir náðu að síga fram úr og sigra 25:23. Fyrir leikinn deildu Hafnarfjarðarliðin efstu sætum 1. deildar kvenna en nú tróna Haukanir einar á toppnum. Steíán Stefánsson skrífar Barátta FH-stúlkna kom Hauk- um í opna slg'öldu og gestirnir náðu strax forystu en um miðjan fyrri hálfleik tóku Haukar leikhlé til að ráða ráðum sínum. í kjölfarið hófu þær að herja grimmar á vöm FH sem skilaði strax þremur mörkum í röð og forystunni. En FH-stúlkur lögðu ekki árar í bát, leyfðu Haukum aldrei að stinga sig af en þurftu að leggja sig allar fram til þess. Samt sem áður tókst Hauk- um að síga fram úr í krafti reynsl- unnar er leið að lokum og það var aðeins of mikið fyrir gesti þeirra. „Við höfðum reynsluna fram yfir þær og þegar við komumst yfir undir lokin var eins og þær færu að gefa eftir,“ sagði Hulda Bjarna- dóttir, sem gerði 10 mörk fyrir Hauka. „Við vorum smeykar fyrir leikinn þar sem FH-liðið er á mik- illi uppleið. Stemmningin hefur ver- ið rafmögnuð í Hafnarfirðinum síð- ustu vikuna og það hefði verið sárt að sjá á eftir stigum, sérstaklega til FH.“ Haukastúlkur voru lengi í gang en héldu sínu striki og biðu eftir að mótherjar þeirra misstu móð eða gerðu mistök - aðferð sem reynslumikil lið geta beitt. Hulda, Harpa Melsteð, Vigdís Sigurðar- dóttir markvörður og Auður Her- mannsdóttir voru allt í öllu. Efnfilegt FH-llð FH-stúlkur sýndu og sönnuðu að það getur ekkert lið bókað sigur gegn þeim, enda er þetta lið, sem talið hefur verið ungt og efnilegt um tíma, búið að sanna sig. „Þetta var baráttu og góður ieikur en vöm- in fór að leka hjá okkur eftir hlé. Við unnum þær í æfingaleikjum í haust og ætluðum að rúlla yfir þær aftur en það gekk ekki eftir,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir eftir leikinn en hún ásamt Vaivu Drilingaite í markinu, Guðrúnu Hólmgeirsdótt- ur, Hildi Erlingsdóttur og Dagnýju Skúladóttur voru atkvæðamestar. Leikur Víkinga og Stjömunnar í Víkinni var í járnum lengi vel en Garðbæingar þó alltaf skrefi fram- ar. Það var ekki fýrr en tæpar tíu mínútur voru til leiksloka að gest- imir náðu örugglega yfirhöndinni, ekki síst er Víkingar hófu að gera mistök og var refsað fyrir með mörkum úr hraðaupphlaupum. Sprwkar Valsstúlkur Valur vann Fram 28:18 eftir að staðan hafði verið 13:8 í leikhléi. Miklu munaði fyrir hið unga lið Fram að Svanhildur Þengilsdóttir var útilokuð frá leiknum strax á fimmtu mínútu, en hún gegnir miklu hlutverki í vöminni auk þess sem hún er sterk á línunni í sókn- inni. Vörn Vals var sterk og á bak við hana var Lubar Larissa sem varði mjög vel. Samvinnan skilaði ÍR- ingum sigri Leikmenn ÍR unnu mikinn bar- áttusigur á Stjömunni í Selja- skólanum á laugardag. Breiðhylting- mmm^^^ arn>r höfðu betur, Edwin 23:18, í leik sem líkt- Rögnvaldsson js^ e’nna helst odda- skrífar leik 1 urslitakeppn- inni - slíkur var sig- urvilji beggja liða. Samvinnan gerði gæfumuninn fyrir ÍR, en henni var ábótavant hjá Stjömumönnum þó þeir hafi reynt að beijast eins og kostur var. _ Ragnar Óskarsson, 19 ára leik- stjómandi ÍR-inga, var Garðbæing- um óþægur ljár í þúfu eftir að hann kom inná í síðari hálfleik. Gerði hann fimm af síðustu sjö mörkum Breið- hyltinga, en hann skoraði tvívegis úr vítaköstum í fyrri hálfleik. Heimamenn beittu framliggjandi vöm allt frá fyrstu mínútu, en Stjam- an studdist við flata, 6-0 vöm. Höfðu gestimir úr Garðabæ frumkvæðið í fyrri hálfleik, en ÍR-ingar jöfnuðu og komust yfir skömmu fyrir hlé. Staðan var þó jöfn, 9:9, er leikmenn gengu til búningsherbergja. Mark Guðmundar varð hugsan- lega vendipunktur leiknum, því eftir það náðu Stjömumenn aldrei að end- urheimta forskotið. Heimamenn höfðu Iengst af eins til tveggja marka forystu í síðari hálfleik, þar til Ragn- ar tók af skarið og jók forystuna enn frekar. Jóhann Ásgeirsson greiddi Stjömumönnum síðan rothöggið er hann gerði 22. mark ÍR og tryggði liðinu fjögurra marka forskot þegar tæpar þijár mínútur lifðu leiks. „Bæði lið voru með tvö stig fyrir leikinn og því var sigurinn þeim lífs- nauðsynlegur. Við ætluðum okkur að beijast og gáfum ekkert eftir. Liðið vann þennan sigur í samein- ingu,“ sagði Matthías Matthíasson, leikmaður og þjálfari ÍR. „Við höfðum gaman af þessu, studdum hver annan, börðumst í vöminni og markvarslan var góð. Við eigum samt mikið inni - erum með ungt, vaxandi lið og eigum eft- ir að bæta okkur enn frekar. Þótt við höfum leikið ágætlega í þessum leik, getum við orðið betri,“ sagði Matthías. Ragnar Óskarsson var fremstur meðal jafningja í liði ÍR. Markverð- irnir stóðu sig einnig mjög vel á bak við þétta vöm, Hrafn Margeirsson í fyrri hálfleik og Hallgrímur Jónasson í þeim síðari. Unga skyttan, Ingi- mundur Ingimundarson, var ógn- andi, þótt honum hafí aðeins tekist að gera eitt mark. Stjörnumenn misstu tökin alger- lega eftir leikhlé, en þá bar leikur þeirra mjög svo keim af einstaklings- framtaki Valdimars Grímssonar þjálfara, sem kom inná í síðari hálf- leik. Þeir leikmenn Stjömunnar, sem léku ágætlega í í fyrri hálfleik, nutu sín ekki í þeim síðari, t.d. leikstjóm- andinn Amar Pétursson. Markvörð- urinn Ingvar Ragnarsson var besti maður liðsins. Guðmundur kom ÍR á bragðið GUÐMUNDUR Þórðarson, ald- ursforseti og fyrirliði ÍR, kom félögum sínum á bragðið I leik gegn Stjörnunni á laugardag. Stjarnau hafði forystu lengst af f fyrri hálfleik, en Guðmund- ur, sem verður fertugur í febr- úar, kom liði sínu yfír, 9:8, skömmu fyrir leikhlé og eftír það tókst Stjörnumönnum aldr- ei að endurheimta forskotið. Gerði hann markið af llnu eftir skyndisókn við mikinn fögnuð leikmanna ÍR og áhangenda. Þetta var fyrsta mark Guð- mundar á yfirstandandi tíma- bili, en hann gerði tvö f fyrra. Neyðarástand í Seljaskóla KLUKKAN í iþróttahúsi Selja- skóla var biluð á laugardag og því var ekki hægt að birta leik- tímann og stöðuna í leiknum fyrir leikmenn og áhorfendur. Varð sökum þess oft mikill handagangur f öskjunni við rit- araborðið, bæði vildu þjálfarar, Iiðsstjórar og leikmenn fá að vita hversu mikið var eftir og eins hver staðan var. Var því tekið til bragðs seint f fyrri hálfleik að sýna stöðuna með flettispjöldum á ritaraborðinu, en mikil óvissa rfkti jafnan um leiktfmann. PÁLL Þórólfsson hólt varnarmönnum Stockerau vel vlö efnlö og hér er hann að fara framhjá elnum þelrra í sfAari hálflelk og gera eltt 8 marka slnna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.