Morgunblaðið - 09.11.1997, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
I
KVIKMYNDIR
Riddarar
bresku
bylgjunnar
Breskar bíómyndir hafa vakið mikla at-
hygli undanfarin misseri og notið vin-
sælda að sögn Arnalds Indriðasonar. Þrír
kvikmyndagerðarmenn hafa verið áber-
andi í bresku uppsveiflunni og áttu stóran
þátt í að hrinda henni af stað en þeir hafa
nú nýlokið við að gera sína fyrstu mynd í
Bandaríkjunum.
FJÓRIR vinir; leikarinn McGregor, framleiðandinn Macdonald, handritshöfundurinn
Hodge og leikstjórinn Boyle.
NÝJA myndin, „A Life Less Ordinary“;
McGregor og Cameron á barnum.
HLUTI af bresku
bylgjunni; „Train-
spotting“ og „Shall-
ow Grave“
BRESK kvikmyndagerð er í
mikilli uppsveiflu og hefur
verið það undanfarin miss-
eri. Hver breska myndin á
fætur annarri slær aðsóknarmet í
Bretlandi nú síðast Með fullri reisn
eða „The Full Monty“ en þar áður
myndir eins og „Bean“, „Train-
spotting“ og Fjögur brúðkaup og
jarðarfór. Einnig hefur þessum
myndum vegnað vel á alþjóðlegum
mörkuðum. Aðrar breskar myndir
hafa unnið til verðlauna og hlotið fá-
dæma góðar undirtektir jafnt gagn-
rýnenda sem áhorfenda, nú síðast
Leyndarmál og lygar, sem sigraði á
kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Þrír bíóbræður
Hér á landi hafa breskar myndir
orðið talsvert áberandi. Nýlega var
Háskólabíó með kvikmyndahátíð
sem kölluð var Breska bylgjan. Þar
var m.a. á dagskrá hin frábæra
mynd „Brassed Off‘. Stjömubíó
sýnir bráðlega bresku myndina
„Shooting Fish“ og á Kvikmyndahá-
tíð í Reykjavík vöktu breskar
myndir athygli, m.a. Söngur Cörlu
eftir Ken Loach. Bretar em sögu-
fræg kvikmyndaþjóð sem átt hefur
heldur bágt um langa hríð en er að
uppgötva á ný getu sína með nýrri
kynslóð kvikmyndagerðarmanna.
Þrír bíóbræður eiga talsverðan
þátt í hinni bresku nýbylgju en það
era mennirnir á bak við myndirnar
„Shallow Grave" og „Trainspott-
ing“. Þeir era framleiðandinn
Andrew Macdonald, handritshöf-
undurinn John Hodge og leikstjór-
inn Danny Boyle. Með þeim í
kompaníi er leikarinn Ewan
McGregor, sem ásamt Robert Car-
lyle hefur orðið mest áberandi leik-
ari bresku uppsveiflunnar. Fjór-
menningamir hafa þegar farið til
Bandaríkjanna þar sem þeir luku
nýlega við myndina „A Life Less
Ordinary“ og næsta vor hefjast tök-
ur á myndinni „The Beach“ í
Tælandi. Þeir hafa gert myndir sem
almenningur vill sjá og fjallað um
breskan nútíma með einstökum
hætti. „Þú verður að skilja að
breskir áhorfendur höfðu glatað
trúnni á breska kvikmyndagerðar-
menn og gættu þess vandlega að
fara ekki á breskar myndir," er haft
eftir David Aukin hjá Rás 4, sem
lagt hefur fé í myndir leikstjóra á
borð við Mike Leigh, Nicholas
Hytner og Danny Boyle. „Danny,
John og Andrew hafa gert breskar
myndir spennandi á ný.“
Hópvinna
Framleiðslufyrirtæki þremenn-
inganna heitir Figment Films og
þeir virðast geta framleitt hvaða
tegund mynda sem er af sama ör-
ygginu. „Þess vegna ber ég meiri
virðingu fyrir þeim en nokkrum
öðrum,“ er haft eftir Ewan
McGregor í samtali við kvikmynda-
blaðið Premiere. „Þeir reyna að
takast á við ólíkar tegundir mynda.
Yið höfum átt frábæra spennu-
myndaleikstjóra og frábæra ástar-
myndaleikstjóra en þessir gera allt
frábærlega." Hann ætti að vita
það. Ewan hefur orðið einn eftir-
sóttasti leikari vesturheims á fáein-
um áram og það er ekki síst sam-
starfinu við þremenningana að
þakka. Hann mun á næstunni leika
Ben Kenobi fyrir George Lucas í
fyrstu myndinni af þremur sem
áætlað er að gera í Stjörnustríðs-
bálknum.
McGregor og Boyle urðu vinir
þegar þeir æfðu fyrir „Shallow Gra-
ve“ en leikstjórinn og leikararnir
bjuggu um tíma saman í fjögurra
herbergja íbúð í Glasgow til þess að
lifa sig inní myndina, sem fjallaði
um leigjendur er finna lík í íbúðinni
sinni. Macdonald og Hodge hittust
fyrst árið 1991 þegar sá fyrrnefndi
starfaði hjá BBC og Hodge stund-
aði læknanám í Edinborg. Macdon-
ald las handrit Hodge að „Shallow
Grave“ og hreifst af því. „Okkur
fannst að breska kvikmyndagerð
vantaði allan metnað," segir
Hodge. „Við höfðum aldrei
neinn áhuga á að búa til list- I
rænar myndir sem allir Iitu já- I
kvæðum augurn." „Ég hef I
ekkert gaman að illskiljanleg- I
um, listrænum evrópskum I
myndum," er haft eftir ■
Macdonald. „En myndir eins
og „Twister“ og Júragarður-
inn 2 era jafn óbærilegar.“
Boyle las „Shallow Grave“
handritið árið 1992 og var einn
af mörgum leikstjóram sem
fannst það spennandi v(;rkefni.
„Macdonald var að leita að
einhverjum sem var tilbúinn í
hópvinnu," segir Boyle. „Hann
vildi ekki vinna með leikstjór- I
um á borð við Stephen Frears
eða Terry Gilliam sem mundu I
vilja ráða ferðinni algerlega I
sjálfir. Ég sagði þeim að mér I
sýndist sagan vera bresk út- I
gáfa af „Blood Simple" Coen- I
bræðra." Hann hreppti starf-
ið.
Krafturinn og sköpunargleðin og
uppreisnarandinn í ungum Bretum
hefur fremur fundið sér farveg í tón-
listariðnaðinum en í kvikmyndunum.
„Ef þú ert hæfileikaríkur, ungur og
uppreisnargjam og býrð í Bret-
landi.“ segir Bovle. „bá stofnarðu
hljómsveit - nema þú sért gersam-
lega laglaus eins og ég. I Bandaríkj-
unum fer þetta fólk í bíómyndagerð.
Krafturinn í unga fólkinu í Bretlandi
fer ekki í kvikmyndimar heldur
hljómsveitir. Ef meðlimir Oasis eða
Blur hefðu orðið kvikmyndagerðar-
menn væri breski kvikmyndaiðnað-
urinn hinn líflegasti.“
Ekkert venjulegt líf
„A Life Less Ordinary" er fyrsta
bíómyndin sem félagarnir gera í
Bandaríkjunum. McGregor leikur
húsvörð í Salt Lake City sem er
rekinn þegar vélmenni er sett í
starf hans en rænir dóttur yfir-
manns síns í hefndarskyni. Camer-
on Diaz leikur hana en Holly Hunt-
er og Delroy Lindo fara með hlut-
verk engla er hafa það verkefni með
höndum að koma þeim saman. Fað-
ir stúlkunnar, sem Ian Holm leikur,
heldur að englamir séu leigumorð-
ingjar og ræður þá til þess að senda
fyrram starfsmann sinn í Edens
fína rann.
Hodge hafði í fyrstu látið mynd-
ina gerast í Evrópu en vegna þess
að sagan krafðist þess að persón-
urnar létu vopnin tala virtist rök-
réttara að hafa sögusviðið í Banda-
ríkjunum. Hann hafði alltaf hugsað
sér McGregor í aðalhlutverkið og
þremenningarnir horfðu á nokkrar
senur í spennumyndinni Nætur-
verðinum, fyrstu bandarísku mynd
leikarans sem þá var í tökum, til
þess að vita hvort hann réði við
bandaríska hreiminn. „Þeir létu mig
hanga í lausu lofti í tvo eða þrjá
daga,“ segir leikarinn. Hann fékk
hlutverkið en þremenningarnir
ákváðu að sleppa bandaríska
hreimnum og halda sig við uppruna-
legu útgáfuna þar sem persóna
McGregors var Skoti. Boyle hafði
allan sinn fróðleik um Bandaríkin
úr bíómyndum og tókst á hendur tíu
daga ferðalag um Bandaríkin að
kynnast landi og þjóð. Hann varð
ekki fyi-ir vonbrigðum. „Það sem
mér kom mest á óvart var hvað
fólkið í miðríkjunum var jákvætt og
bjartsýnt. Það má enn finna anda
landnemanna í fólkinu og það fannst
mér heillandi.“
Eins konar Paradís
Næsta mynd þríeykisins er
Ströndin eða „The Beach“ eins og
áður sagði en hún er byggð á sögu
eftir Alex Garland og segir af ferða-
löngum í leit að einskonar paradís í
Suðaustur-Asíu. Hún mun kosta á
bilinu 10 til 15 milljónir dollara, sem
er dýrasta mynd félaganna til
þessa, og í henni kemur fram al-
þjóðlegur hópur leikara; Ewan
McGregor gæti orðið einn af þeim
en það er óvíst vegna anna leikar-
ans. „Ég væri hæstánægður með að
flytja texta Hodges það sem ég á
eftir ólifað,“ segir leikarinn. „Og
Danny er sá sem dregur allt það
besta fram í mér.“ Macdonald segir:
„Hversu mörgum myndum hefur
De Niro leikið í fyrir Scorsese? Eða
Mastroianni fyrir Fellini? Danny og
Ewan eiga eftir að bralla margt
saman.“
I
I
t
!
I
í
!
I
I
i
*
t
fi
I
f
<
Í
i
(
i
i
i