Morgunblaðið - 09.11.1997, Qupperneq 12
12 B SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
'ðv' ■■
r V 1
1 1 1
1
i i 1
; ■; .
Bob Dylan er mönnum mikil ráðgáta og flestir töldu
að hans saga væri öll þegar hann fékk hjartaígerð á
síðasta ári. Árni Matthíasson hlustaði á nýútkomna
plötu Dylans og komst að því að hann er enn í fullu
fjöri og hefur ekki verið betri í aldarfjórðung.
EGAR Bob Dylan hélt
tónleika í Laugardals-
höll á Listahátíð fyrir mörg-
um árum þusti að fólk sem
kom til að sjá mótmæla-
söngvarann og skáldið anno
1965; kom til að sjá sjálft sig
upp fullt með bjartsýni og
trú á framtíðina. Því urðu
margir fyrir vonbrigðum
þegar þar stóð maður á
miðjum aldri sem sneri útúr
lögunum hjartfólgnu, ýmist
hreytti út úr sér textunum
heilögu eða söng þá eins og
þeir hefðu hvorki merkingu
né inntak. Þeir sem fylgst
höfðu með Dylan í gegnum
árin komu aftur á móti til
þess að sjá Bob Dylan okkar
tíma, mann í sífelldri leit að
sjálfum sér sem velti fyrir
sér gömlum sannleik og orð-
um til þess að spegla í þeim
eitthvað nýtt og hann brást
ekki vonum. Fyrir
skemmstu sendi Dylan svo
frá sér breiðskífu; þá fyrstu
með frumsaminni tónlist í
sjö ár og gagnrýnendur
standa á öndinni, ýmist af
hrifningu yflr nýju meist-
araverki eða af létti yfir því
að ekki sé sá gamli dauður
úr öllum æðum.
Fyrir langa löngu var rekið
vestur í bæ bókasafn á veg-
um bandarísku upplýsinga-
þjónustunnar. Þar mátti
meðal annars komast í plöt-
ur með bandarískri tónlist,
sumt allfornfálegt, til að
mynda frábærar upptökur
með Washboard Sam og Big
Bill Broonzy, en líka með
nýrri listamönnum eins og
Bob Dylan, og gleymist
aldrei upplifunin við að
hlusta á mótmælaplötur
Dylans, eins og The Times
They Are a-Changin’. Síðar
lærðist að meta meira
meistaraverkin Highway 61
og Blonde on Blonde og
þjóðlagasöngvarinn Bob
Dylan hvarf í skuggann af
súrrealistanum sem spann
svo þéttan orðavef að gat
þýtt hvað sem er; verið öll-
um allt. Með tímanun
breyttist smekkurinn og
Dylan breyttist einnig. Ólíkt
flestum samtímamönnum
sínum í tónlist var hann sí-
fellt að horfa fram á veginn,
ekki endilega að elta tækja-
eða útsetningartísku, heldur
með því að leita sífellt betri
leiða til að fága tónmálið og
miðla hugsun, hvort sem
hann var í pólitískum er-
indagjörðum líkt og á
Desire, eða í sárum vegna
skilnaðar líkt og á Blood on
the Tracks.
að orð hefur farið af
Bob Dylan að hann gefí
ekki út sín bestu lög, þau
ýmist rykfalli í segulbanda-
safninu eða séu einfaldlega
aldrei tekin upp. Benda má
á ýmislegt því til stuðnings;
til að mynda lagið um Willie
McTell, blússöngvarann
blinda, sem Dylan tók út á
síðustu stundu af breiðskíf-
unni Infidels og gaf svo út í
safninu The Bootleg Series
löngu síðar. Frábær hylling
frábærs listamanns sem
hafði mikil á hrif á Dylan á
mótunarskeiði hans sem
tónlistarmanns og hefur
enn, eins og heyra má á
plötunni nýju. I viðtölum
hefur Dylan lýst því að síð-
ustu ár hafi hann sótt æ
meira í gamlan söngvasjóð,
leitað aftur í uppruna sinn í
tónlist og ef menn kunni að
meta plötuna nýju þá sé það
vegna þess að hann byggi
hana á traustum grunni.
„Ég er ekkert sérstakur
lagasmiður og ég er ekkert
skáld,“ sagði hann nýverið í
viðtali, „en það að lög mín
lifa og að fólk er enn að
hlusta á þau og flytja er
vegna þess að þau eru reist
á traustum grunni; reist á
tónlist manna eins og
Muddys Waters, Lonnies
Johnsons, Blind Willies
McTells, Bills Monroes og
Charlies Pattons." Vissu-
lega hefur hann nokkuð til
síns máls; kannski voru
plötumar sem menn ekki
kunnu að meta á níunda
áratugnum slakar vegna
þess að hann missti sjónar á
upprunanum. Reyndar hef-
ur hann sagt svo frá sjálfur
að fyrir áratug eða svo hafi
hann verið að því kominn að
hætta að fást við tónlist; að
draga sig í hlé frá heimsins
glaumi.
á var það að Jerry
Garcia taldi hann á að
taka upp þráðinn og hefja
tónleikahald að nýju. Tón-
leikaferðin með Grateful
Dead var heldur misheppn-
uð, eins og heyra má á öm-
urlegri tónleikaplötu sem
kom út tveimur árum síðar,
en það skipti ekki máli því
hafin var tónleikaferð sem
hefur staðið meira og minna
síðan, ferðin endalausa eins
og menn skemmta sér við að
kalla hana. í viðtali við viku-
ritið Time segir Dylan svo
frá að hann hafi fengið hug-
ljómun þar sem hann stóð á
sviðinu með hljómsveit
Toms Petty í Locamo í
október 1987 og áttað sig á
því að tónlistin var einhvers
virði og það væri skylda
hans að leika hana sem víð-
ast sem hann hefur gert upp
frá því. Sjálfur segir Dylan
að „ferðin endalausa" hafi
ekki staðið nema í fjögur ár,
en þó er ekkert lát á tón-
leikahaldinu, því hann leik-
ur að jafnaði á 100 tónleik-
um á ári og tekur ekki frí,
nema þegar hann fékk ígerð
í hjarta á síðasta ári.
Kannski hafði sú reynsla
eitthvað að segja með plöt-
una nýju, því á henni er
dauðinn áleitið yrkisefni,
ekki síður en óendurgoldin
eða glötuð ást.
Eins og getið er í upphafi
hafa síðustu ár eða ára-
tugir verið Dylan-vinum
erfiðir, því þótt hann hafi
verið duglegur að gefa út
plötur hafa þær flestar þótt
heldur klénar og stefnu-
lausar og gagnrýnendur
telja iðulega Blood on the
Tracks, sem kom út 1975,
síðustu góðu plötuna hans.
Dylan-fræðingar og þeir
sem hlustað hafa á plöturn-
ar sautján sem komið hafa
út síðan vita þó betur, því
margar skífurnar voru
stórlega vanmetnar, eða þá
lagðar á vogarskálar for-
dóma og vanþekkingar.
Þannig eru inn á milli mol-
ar eins og Slow Train Com-
ing, Infidels, Knocked Out
Loaded, Down in the
Groove og Oh Mercy, en
Daniel Lanois, sem stýrði
upptökum á plötunni nýju,
vann einmitt með honum
síðastnefndu skífuna.
Sumir hafa reyndar vilj-
að halda því fram að
platan nýja sé einskonar
framhald Oh Mercy, því
lögin séu sterk og grípandi
líkt og þá og textarnir ekki
síður beittir og djúphugs-
aðir. Ogetið er síðan
tveggja afbragðsskífna sem
komu út 1992 og 93, Good
as I Been to You og World
Gone Wrong, þar sem Dyl-
an rifjaði upp þau lög sem
heilluðu hann sem ungan
mann og komu honum út í
tónlistina.
Á ferðinni endalausu óx
Dylan stöðugt ásmegin og
þannig voru tónleikar með
honum í Lundúnum
skömmu eftir uppljómunina
minnisstæðir fyrir það hvað
þeir voru leiðinlegir; Roger
MacGuinn var hápunktur
tónleikanna og hann hitaði
upp, einn með gítar, en Dyl-
an, studdur af Tom Petty og
hljómsveit, var aftur á móti
þreyttur og að því er virtist
áhugalaus. Á íslandi löngu
síðar var hann aftur á móti í
fullu fjöri, kraftmikill og
upp fullur með kímni og
leikgleði. Eftir því sem
áheyrendur hrifust og fögn-
uðu meira efldist hann og
vel studdur af hljómsveit
sinni, meðal annars með frá-
bærum gítarleikara, var
sem hann væri að segja
gamlan sannleika upp á
nýtt.
Gítarieikari sveitarinnar
sagði í spjalli að Dylan
færi aldrei á svið með laga-
listann ákveðinn, hann léki
bara það sem honum dytti í
hug í það og það skiptið og
eins gott fyrir undirleikar-
ana að vera vel með á nót-
unum, að kunna öll lög Dyl-
ans og grúa gamalla laga
bandarískrar þjóðlaga- og
blúshefðar að auki. Frægt
var þegar Dylan hélt tvenna
tveggja tíma tónleika í
Lundúnum fyrir fáum árum
og ekkert lag var endurtek-
ið milli kvölda. Á þeim tíma
urðu ýmsir til að gagnrýna
Dylan fyrir að leika lög sín í
fullnýstárlegum búningi og
oft þannig að varla mátti
þekkja þau: hér vantaði
nokkur erindi, langur kafli
snerist í eitt gítargrip og á
köflum söng hann svo hratt
að ekki var hægt að greina
orðaskil, eða hann velti at-
kvæðunum uppí sér þar til
þau láku út. Dylan svaraði
því svo til að lögin séu lif-
andi og í raun eins og
grunnteikning; það sé svo
komið undir stund og stað
hvemig þau komi út.
í New York Times í haust
sagðist hann vera knúinn til
þess að leika á tónleikum;
hann hati það og óttist að
standa á sviði, en jafnframt
sé það sá staður þar sem
honum líði best; „það er eini
staðurinn þar sem ég get
verið sá sem ég vil vera“.
að varð John Lennon til
sáluhjálpar að taka upp
gamla rokkslagara frá sín-
um unglingsárum; hann
náði áttum og sendi í kjöl-
farið frá sér margt af sinni
bestu tónlist. Líkt er því
farið með Bob Dylan; síð-
ustu tvær breiðskífur, sem
getið er að framan, hafa
verið honum einskonar alls-
herjarhreingerning sálar-
innar og fyrir vikið hefur
hann uppgötvað sjálfan sig
að nýju, farið að yrkja texta
af meiri alvöru og lagt í
hendur Lanois að gera að
sem hann vildi að mestu
leyti. Dylan segist svo frá að
þeir Lanois hafi byrjað
plötuvinnuna á því að ræða
um lögin fram og aftur þar
til þeir voru sáttir við hvaða
stefnu þau ættu að taka.
Hann segir plötuna
byggjast meira á tón-
list en textum, þó sumir
vilji miða öll hans verk út
frá textunum og Lanois
tekur í sama streng, segir
að í tónlistina sé meira lagt
en oft áður og þó platan sé
vissulega alvarlegt verk, sé
ekki langt í spaug og- spé.
Upptökurnar segja þeir
hafa verið hina bestu
skemmtun og þó textarnir
séu víða myrkir og jafnvel
drungalegir brýtur galsinn
í tónlistinni stemmninguna
upp og hljóðfæri detta inn í
blönduna og út aftur, nán-
ast eins og menn líti inn í
heimsókn og séu svo kallað-
ir óforvarandis á brott.
Víða er vitnað í gamla blúsa
eins og getið er og til að
mynda stelur Dylan gítar-
línu beint frá Charlie
Patton í einu laganna á
nýju plötunni.
Sjálfur segist Dylan eng-
an áhuga hafa haft á því
að færa lögin í nýlegri bún-
ing; annaðhvort séu lögin í
lagi og geti þá staðið með
lágmarksskrauti, eða ekki í
lagi og þá taki hann þau
ekki upp. „Lögin mín eru yf-
irleitt vinnuteikningar en að
þessu sinni vildi ég fullmóta
þau, klappa þau í stein, og
það gekk eftir.“ Margur
hefur haft orð á því hve tón-
list Dylans svipi til gamal-
dags blús á Time Out of
Mind og víða vitnar hann í
texta, ekki síður en laglínur
eða gítarstef, ejns og getið
er að framan. í New York
Times, og reyndar í fleiri
viðtölum sem birst hafa
undanfarna mánuði, leggur
hann áherslu á að þessi
gömlu lög, þjóðlög og frum-
stæðir blúsar, séu hans trú-
arrit; „allt sem ég kann hef
ég lært af þessum lögum,“
segir hann á einum stað,
„þau eru mér alfræðirit. Ég
hlusta ekki á presta,
rabbína eða prédikara; ef
fólk spyr mig um trúna
bendi ég því á að hlusta á
Hank Williams."