Morgunblaðið - 09.11.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1997 B 15
BRIDS
Umsjón
Arnór G. Ragnarsson
Bridsfélag Akureyrar
Þegar einu kvöldi er ólokið í
Akureyrarmótinu í tvímenningi eru
Magnús Magnússon og Sigurbjörn
Haraldsson komnir með yfirburða-
stöðu og fátt annað en kraftaverk
getur orðið til þess að aðrir nái
þeim að stigum. Keppni um önnur
sæti er hins vegar hörð og verður
að líkindum til loka. Staða efstu
para eftir 17 umferðir af 23 er eftir-
farandi:
Magnús Magnússon - Sigurbjöm Haraldsson 177
Haukur Grettisson - Sveinn Stefánsson S8
Stefán Vilhjálmsson - Guðmundur V. Gunnl. 77
Hilmar J akobsson - Ævar Ármannsson 71
Hróðmar Sigurbj. - Ragnheiður Haraldsdóttir 66
ReynirHelgason-BjömÞorláksson 63
Una Sveinsdóttir - Stefán Ragnarsson 61
Lokakvöldið í Akureyrarmótinu
verður þriðjudaginn 11. nóv. en síð-
an hefst hraðsveitakeppni 18. nóv.
og stendur hún 3-4 kvöld.
Landstvímenningur 14.
nóvember
FÖSTUDAGINN 14. nóvember nk.
verður spilaður landstvímenningur.
Norrænu bridssamböndin standa
nú saman að keppninni og danska
Bridssambandið ríður á vaðið. Spil-
uð verða sömu spil á öllum Norður-
löndunum og samanburður gerður
bæði á landsvísu og milli allra þátt-
takenda. Gefin verða gullstig fyrir
efstu sætin. Forgefin spil, sérstök
skorblöð og bók með spilunum
fylgja (einnig flutningskostnaður
þar sem það _ á við). Kostnaður á
mann til BSÍ er kr. 500. Síðast
tóku 15 félög, stór og smá, þátt í
þessari skemmtilegu keppni.
Keppnisstjóranámskeið
Bridssamband íslands gengst
fyrir námskeiði í keppnisstjórn
28.-30. nóvember næstkomandi.
Boðið verður upp á tvö námskeið:
Námskeið 1: Lög um keppnisbrids
og túlkun á þeim. Parahreyfingar
á bridsmótum. Skriflegar og verk-
legar æfingar.
Námskeið 2: Útreikningur brids-
móta í tölvurm Farið yfir BASIC-
forritin eftir Ásgeir Ásbjörnsson.
Multihold-útreikningur.
Námskeið 1:
Fös. 28.11 19.00-23.30
Lau. 29.11 10.00-23.00
Sun. 30.11 10.00-17.00
Frá 18.00-23.30 verðurþeim sem
sátu Námskeið 1 boðið upp á aðstoð
við útreikning í tölvum.
Námskeið 2:
Lau. 29.11 13.00-23.00
Sun. 30.11 10.00-17.00
Leiðbeinandi verður Sveinn Rúnar
Eiríksson.
Ekki er hægt að vera á báðum
námskeiðunum í einu. Námskeið 1
er bókleg fræðsla um keppnisstjóm
og ekki verður farið í tölvuvinnslu.
Þó er þeim sem sátu námskeið boð-
ið upp á aðstoð í tölvuvinnslu í 6
tíma á sunnudagskvöldið að loknu
Námskeiði 1. Námskeið 2 er hugsað
fyrir þá sem hafa reynslu af keppnis-
stjórn en enga eða litla reynslu af
útreikningi í tölvum.
Þátttökugjald verður á bilinu
2000-5000 kr. og ræðst af þátttöku.
Frekari upplýsingar er að fá hjá
BSÍ. s. 587-9360.
Bridgefélag Kópavogs
Fimmtudaginn 6.nóvember var spil-
að fimmta og síðasta kvöldið í baró-
meterkeppni félagsins.Þórður Björns-
son og Erlendur Jónsson sigruðu með
yfirburðum en þeir hlutu 246 stig eða
hundrað stigum meir en næsta par.
Lokastaðan:
Þórður Bjömsson — ErlendurJónsson 246
Jón Steinarlngólfsson - Birgir Jónsson 145
Erla Siguijónsd. — Dröfn Guðmundsd. 113
MuratSerdar-RagnarJónsson 111
ÁrmannJ.Lámsson-JensJensson 100
Skor kvöldsins:
Magnús Aspelund - Steingrímur Jónasson 66
Þórður Bjömsson - Erlendur Jónsson 44
Jón Steinar Ingólfsson - Birgir Jónsson 43
Guðm. Pálsson - Guðmundur Gunnlaugss. 36
13. nóv. verður einskvöldstvimenningur.
\
BLAÐAUKI
Sunnudaginn 30. nóvember nk. kemur
út hinn árlegi jólablaðauki, Jólamatur,
gjafir og föndur, en á þessum fyrsta
degi aðventu er tilvalið að huga að
jólaundirbúningnum.
I blaðaukanum verður fólk heimsótt og
forvitnast um jólaundirbúninginn og
jólasiði og fengnar uppáhaldsuppskriftir
að jólamat og kökum. Föndur á sinn fasta
stað í blaðinu og jólagjöfunum er pakkað
inn á nýstárlegan hátt o.m.fl.
Áufilýsendum er bent á að bóka auglýsingar
í tíma þar sem uppselt hefur verið í
jú|ablaðauka fyrri ára.
llar nánari upplýsingar veita
tarfsmenn auglýsingadeildar.
estur auglýsingapantana
er til kl. 12.00 þriðjudaginn
18. nóvember.
AUGLYSINGADEILD
569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Víðsjá
Kl. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
17.03 Dagurinn í dag
17.20 Bókaflóðið Heimsbók- menntahorn Heimsókn út
18.03 Leiklist Tónlist Myndlist Fimmtudags- s l
Um daginn og veginn Pólitík Pœling fundur bœ!-
Lesið fyrir þjóðina
Alla virka daga
kl. 17.03
Rás 1
Netfang://www.ruv.is