Morgunblaðið - 09.11.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 09.11.1997, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 9. NÓYEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ Góðra vina fundur Kristinn Hallsson söngvari á að baki glæsi- legan söngferil, sem spannar nærfellt hálfa öld, auk þess að vera þekktur fyrir alþýð- leika, gott skopskyn og frásagnarhæfíleika. Minningar Kristins eru nú komnar út á bók sem ber heitið Góðra vina fundur. I bókinni segja einnig sex kunnir félagar Kristins á lífsleiðinni frá kynnum sínum af honum. Góðra vina fundur er skráð af Páli Kristni Pálssyni rithöfundi og kom hún út í síðustu viku sem Bók mánaðarins hjá bókaútgáfunni Forlaginu. Kristinn Þorleifur Hallsson fæddist 4. júní 1926 í Lækjargötu 12a í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðrún Agústsdóttir og Hallur Þorleifsson, bæði söngvarar og atkvæðamikil í tónlistarlífi þjóð- arinnar á fyrri hluta aldarinnar. Hallur starfaði mikið með séra Friðriki Friðrikssyni og tók meðal annars þátt í stofnun Knattspymu- félagsins Vals, skátafélagsins Vær- ingja og Karlakórs KFUM sem síð- ar hlaut nafnið Fóstbræður. Móðursystir Kristins var As- laug eiginkona séra Bjarna Jóns- sonar dómkirkjuprests og vígslu- biskups, en þau bjuggu í Lækjar- götu 12b og náið sam- band var á milli fjölskyldnanna: „Við strákarnir læddumst oft upp á loft til Bjarna og Aslaugar þegar sérann var með þjónustu heima, eins og gjarnan tíðkaðist hjá prestum hér áður fyrr. Helst voru það skírnir og giftingar. Sérstök stofa var höfð undir athafnirnar, sungnir voru sálmar og Aslaug lék undir á píanó. Þetta var ekki síður virðulegt en í sjálfri kirkjunni. Eg man þannig vel eftir þegar Ólafur Magnússon, betur þekktur sem Óli Maggadon, var fermdur í Lækjargötunni. Óli var svolítið þroskaheftur eins og það heitir á nútímamáli, en þá var notað orðið vesalingur yfir manneskju sem þannig var ástatt fyrir. Það var þó alls ekki í niðrandi merkingu, miklu fremur að þetta væri sagt af samúð og hlýleika. Óli var fermdur upp á faðirvorið eins og það kallaðist þegar undir- búningurinn miðaðist einvörðungu við að reyna að kenna fermingar- barninu þá bæn. Óli kláraði sig vel á henni og þetta var hátíðleg stund. Móðir hans var þarna viðstödd og einn eða tveir ættingjar aðrir. Önn- ur börn voru ekki fermd að þessu sinni, enda mun það ekki hafa tíðkast að hafa fleiri þegar fermt var upp á faðirvorið. Og við strákarnir fylgdumst með í leyni. Vorum í herberginu við hlið- ina og gægðumst öðru hvoru inn um rifu á millihurðinni. Okkur þótti þetta gífurlega spennandi, sérstak- lega af því að við máttum alls ekki gera þetta. Séra Bjarni hafði lagt okkur mjög strangar umgengnis- reglur að fara eftir þegar athafnir voru í húsinu. Ekkert mátti verða til að trufla þær. Séra Bjarni varð fyrir því óláni sem ungur drengur að fá barna- veikina og þegar honum lá við köfn- un var skorið á barkann til að opna öndunarveginn. Við aðgerðina sködduðust raddböndin að ein- hverju leyti þannig að tónninn í rödd hans varð upp frá því grófur og sérkennilegur. Af þessu var séra Bjarni í talsverðu uppáhaldi hjá þeim sem lögðu stund á eftirherm- ur. Hann tók því þó alltaf vel, enda mikill húmoristi sjálfur. Það skrítna er að þrátt fyrir þessi raddlýti var séra Bjarni ljóm- andi góður söngmaður. Þegar hann tónaði til dæmis í Dómkirkjunni féll laglínan aldrei eða hreyfðist milli tóntegunda. Kórinn gat alltaf tekið við af honum, meira að segja án þess að orgelið væri með. Þetta var mikil guðsmildi því hann var mjög elskur að tónlist og það hefði sjálf- sagt orðið honum þungbært að geta ekki fengið útrás í söng. Séra Bjarni var um sína daga óneitanlega einn af framámönnum þjóðfélagsins. Hann var afspymu duglegur. Eg er ekki viss um að all- ir hafi gert sér grein fyrir hversu mikið starf hann vann. Fyrir utan Fríkirkjusöfnuðinn heyrðu allir íbúar Reykjavíkur lengi vel undir Dómkirkjuna, svo mikið mæddi á prestunum. Þeir voru tveir, dómkirkjuprest- arnir. Hinn var séra Friðrik Hall- grímsson, sem hafði um skeið verið prestur í byggðum íslendinga vest- ur í Kanada. Það voru tvær messur á hverjum sunnudegi, önnur fyrir hádegi og hin um eftirmiðdaginn. Svo voru það allar giftingarnar og jarðarfarimar, stundum nokkrar á dag. A þessum tíma gerðu prestar líka meira af því að fara í húsvitjan- ir en núorðið og séra Bjami var með sérstakan samning við Stein- dór bílakóng um að alltaf væri leigubfll tiltækur að skutla honum á milli staða. Auk alls þessa var séra Bjarni formaður KFUM og sótti mikið fundi þar á kvöldin. Eg hef oft furðað mig á því að einn maður skyldi komast yfir allt það sem hann afkastaði. Séra Bjarni var glaðsinna og til era margar gamansögur um hans snilldarlegu tilsvör. Einhverju sinni var hann úti að ganga með öðrum presti þegar mávur flaug yfir og sk- eit á hattinn hans. Þá varð honum að orði: „Eg þakka guði fyrir að beljurn- ar hafa ekki vængi.“ Öðra sinni hljóp hann snemma morguns út úr Dómkirkjunni á skyrtunni og ætlaði yfir til Óskars Arnasonar rakara sem var með stofu við Kirkjutorg. Þá kemur að- vífandi ungur lögregluþjónn, sem þekkir ekki séra Bjarna, og segir valdsmannslega: „Hvert ert þú að fara, góði minn?“ „Þangað," segir séra Bjarni og bendir á rakarastofuna. „Nújá, og hvar vinnur þú?“ spyr lögregluþjónninn. „Þarna,“ segii’ séra Bjarni og bendir á kirkjuna. Sögur í þessum dúr af séra Bjarna gætu sjálfsagt fyllt heila bók. Hann var afskaplega grínakt- ugur og kunni vel að segja skemmtisögur, enda talinn einhver albesti tækifærisræðumaður sem hægt var að hugsa sér. Svo Agúst frændi minn átti ekki langt að sækja sína ræðusnilld. Píanó og enski boltinn Aslaug móðursystir mín var mik- ill píanisti. Það var hrein unun að heyra hana spila. Hún hafði lært hjá móður sinni á orgelið í Isafjarð- arkirkju og þegar fyrsta píanóið kom til Vestfjarða, nánar tiltekið á Flateyri, fékk hún að æfa sig á það í nokkra mánuði. Einn vetur var hún síðan við Konunglegu tónlist- arakademíuna í Kaupmannahöfn, um annað eiginlegt tónlistarnám var ekki að ræða. Eg er sannfærður um að Aslaug hefði getað orðið píanóvirtúós á heimsmælikvarða ef henni hefðu verið skapaðar aðstæður til þess. Hún hafði það sem Englendingar kalla „perfect pitch“ - fullkomið tóneyra. Þegar Aslaug heyrði mús- ík gat hún sagt nákvæmlega til um í hvaða tóntegund var leikið. Eg minnist þess er ég kom til hennar niður í Lækjargötu að hún sagðist ætla að stríða mér pínulítið af því ég var þá nýorðinn frímúrari - og spilaði svo lag sem einungis var leikið við jarðarfarir frímúrara. Ég spurði undrandi hvernig stæði á því að hún kynni þetta lag sem ég vissi ekki til að væri þekkt utan reglunnar. Hún hafði þá bara heyrt lagið einu sinni, en það var nóg til þess að hún gat spilað það. Til er fræg saga um að Wolfgang Amadeus Mozart hafi skrifað kór- rétt upp kaþólska leynimessu eftir að hafa heyrt hana tvisvar. Þetta er svo margslungin tónsmíð að flest- um þykir sagan harla ótrúleg. En miðað við kynni mín af Aslaugu ef- ast ég ekkert um að Mozart hafi getað þetta. Áslaug var komin fast að áttræðu þegar ég spurði hana til gamans hvort hún kynni eitthvað eftir norska tónskáldið Agötu Bakke- Gröndal. „Ja, ég lærði víst sautján eða átján ára gömul á Flateyri eitt pí- anóstykki eftir hana,“ sagði gamla konan og settist við píanóið, fikraði sig áfram um stund en spilaði svo lagið. Hún mundi það sem sagt eft- ir allan þennan tíma - upp á nótu. Annað skemmtilegt við Áslaugu var áhugi hennar á fótbolta, sem hún kynntist ung á Isafirði. Þar vora allmargrar stúlkur sem iðkuðu knattspyrnu af miklum krafti. Með- al þeirra voru frænkur okkar, dæt- ur Helga Sveinssonar bankastjóra. Ein af þeim, Guðný Helgadóttir, giftist síðar Brynjólfi Jóhannessyni leikara. I sögu Isafjarðar og Eyrar- hrepps hins forna er getið um fót- boltafélag stúlknanna. Það kallaðist Hvöt og var formlega stofnað árið 1914 - en þá var Áslaug reyndar löngu flutt til Reykjavíkur. Sagt er að stúlkurnar hafi gripið til þess ráðs að stofna sérstakt félag er þeim var meinaður aðgangur að Fótboltafélagi Isfirðinga, sem ein- vörðungu var ætlað piltum eldri en sautján ára. Stúlkurnar hafí leikið innbyrðis og líka við Púka-félögin svonefndu, en það voru félög ungra drengja á staðnum, sem oftast voru þrjú: Bæjarpúkar af Eyrinni, Veg- púkar úr Hlíðinni og Krókspúkar utan úr Krók. Þetta munu vera elstu heimildir um kvennaknattspyrnu á Islandi. Á sínum efri árum var Áslaug einu sinni sem oftar í fjölskylduboði heima hjá okkur. Þetta var á laug- ardegi og skyndilega tók ég eftir því að hún gerðist óróleg, hvimaði augum allt um kring og kiðaði legg eins og lítil skólastúlka. Ég hallaði mér að henni og spurði hvort ég gæti gert eitthvað fyrir hana. Hún horfði stundarkorn niður fyrir sig. Leit svo einörð á mig: „Gæti ég fengið að sjá ensku knattspyrnuna í sjónvarpinu?" Lækkun um einn tón Kristinn hóf söngferil sinn 17 ára gamall. Hann var í Dómkórnum með foreldrum sínum, Karlakórun- um Kátum félögum og Fóstbræðr- um og byrjaði snemma að syngja á tónleikum og skemmtunum. Árið 1951 tók hann þátt í fyrsta íslenska óperuflutningi á fjölum Þjóðleik- hússins: Rigoletto eftir Verdi. Þar söng Stefán Islandi eitt aðalhlut- verkanna og hann hvatti hina ungu söngspíru til að fara utan til náms. Kristinn var tvö og hálft ár í Royal Academy of Music í London. Þar vakti rödd hans feikna athygli og við námslok virtist liggja beint við að hann haslaði sér völl í alþjóðiega óperuheiminum. Stéttarfélag breskra söngvara setti hins vegar Kristni stólinn fyrir dyrnar með því að neita honum um atvinnuleyfi. Á þessum árum var ófrávíkjanleg regla að ráða ekki útlendinga í störf sem Bretar gætu innt af hendi. Kristinn sneri því heim til íslands og varð einn af svoköiiuðuiy frum- herjum óperuflutnings á Islandi. Þeim hópi tilheyrðu meðal annars Guðmundur Jónsson, Magnús Jóns- son, Jón Sigurbjömsson, Þuríður Pálsdóttir og Guðrún Á. Símonar. Kristinn söng á ferli sínum í fjöl- mörgum óperum í Þjóðleikhúsinu og Islensku óperunni - og af þeim eru margar glettnar sögur: I október 1954 voru æfingar komnar vel á veg fyrir jólasýningu Þjóðleikhússins á tveimur óperam af styttri gerðinni: I Pagliacci eftir Leoncavallo og Cavalleria Rust- icana eftir Mascagni. Þær eru með vinsælli verkum óperubókmennt- anna og iðulega spyrtar saman. Leikstjóri var Simon Edwardsen og hljómsveitarstjóri Victor Ur- bancic. Guðmundur Jónsson átti að syngja hlutverk Tonios í I Pagliacci og Álfios í Cavalleria Rusticana. Hefð er fyrir því að síðarnefnda óperan sé flutt á undan og vildu menn hafa þann háttinn á hérna. Guðmundur óskaði hins vegar eftir að I Pagliacci yrði höfð á undan, þar sem hún byrjar á mikilli barít- onaríu Tonios og hann óttaðist að vera ekki í nógu miklu stuði til að taka hana eftir að hafa skiláð Alfio í Cavalleria Rusticana. Til að miðla málum kom upp sú hugmynd að fela mér hlutverk Alfi- os, svo Guðmundur gæti sungið Tonio óþreyttur. Ég var kallaður á fund Victors Urbancic og Simons Edwardsens. Ég treysti mér ágæt- lega í hlutverkið, sem ég þekkti frá uppfærslu verksins í Royal Academy of Music þar sem ég söng í kórnum. Þó hafði ég áhyggjur af því að aría Alfios væri í of hárri tóntegund fyrir mig, en þessi aría hverfist síðan yfir í dúett með Sant- uzzu, sem er sópranhlutverk og fór Guðrún Á. Símonar með það. Urbancic benti á að lækka mætti aríuna um einn og hálfan tón, svo hún yrði viðráðanlegri fyiir mig, enda væri það oft gert. Upplagt væri þá að lækka jafnframt dúett- inn með Santuzzu, sem yrði einnig þægilegra fyrir Guðrúnu. Hann bar þetta undir Guðlaug Rósinki'anz þjóðleikhússtjóra, sem hnyklaði brúnir og sagði: „Lækka um einn og hálfan tón. Hvað mundi það kosta?“ „Ja, það kostar nýja afskrift af nótum fyrir hljómsveitina á þessum stöðum,“ sagði Urbancic. Þá hristi Guðlaugur Rósinkranz hausinn og sagði hin fleygu orð: „Það er of mikið. Getum við ekki samið um að lækka um einn tón?“ Þessi orð sýndu hvað Þjóðleik- hússtjóri vissi mikið um músík. Síðan var málið látið niður falla. Guðmundur fékk því framgengt að I Pagliacci væri flutt á undan, og söng bæði hlutverkin með glæsi- brag eins og við var að búast. Þetta er þó ekki í eina skiptið sem valinkunnir menn hafa af- hjúpað tónlistarlega vanþekkingu sína. Eitt sinn bar Björn Pálsson á Löngumýri upp tillögu á Alþingi um að fækkað yrði í mannskap Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Rökin voru þau að hann hefði farið á sin- fóníutónleika og tekið eftir þvi að oft spiluðu ekki allir hljóðfæraleik- ararnir í einu. Það hlyti að vera hægt að komast af með færri hljóð- færaleikara, sem spiluðu allir alltaf. Með stærri sigrum á fyrstu ár- um óperufiutnings í Þjóðleikhús- inu var La Bohéme eftir Puccini ár- ið 1955: Tvö skemmtileg atvik era mér minnisstæð frá þessum sýningum. Annað var þegar Schaunard hefur unnið sér inn pening og kemur fær- andi hendi með brauð og vín í sársvangan bóhemahópinn. Ég steig syngjandi kátur inn á sviðið, þreif af mér hattinn og kastaði hon- um í áttina að frakkastandi við hlið- ina á sófanum þar sem Mimi deyr í lokaatriðinu. Þegar ég hafði lokið mínu og átti að fara út, fann ég hvergi hattinn sem var vanur að liggja á gólfinu við sófann. Loks tók ég eftir því að hann hékk snyrtilega á einum snaga frakkastandsins, og skildi þá hvers vegna kliður hafði farið um salinn þegar ég kom inn. Mér hafði sem sagt tekist að skutla hattinum beint á snagann, án þess að taka eftir því sjálfur, og fólk hafði verið að dást að kastsnilli minni. Hitt atvikið var öllu víðtækara og nálægt því að skapa klúður. Daginn fyrir eina sýninguna brotnaði í mér tönn. Ég fór til Skúla Hansens sem fjarlægði það sem eftir var af tönn- inni. Þessu fylgdu miklar kvalir, ég bólgnaði upp og það ætíaði aldrei að hætta að blæða. Ég var því með vasaklút uppi í jakkaerminni á sýn- ingunni til að þurrka blóðið úr munninum. Ég fór mjög pent í það og reyndi eftir fremsta megni að leyna ástandi mínu fyrir áhorfend- um. I síðasta þætti koma inn Mu- setta/Þuríður og Mimi/Guðrún Á. Símonai'. Þetta er afar tragískt augnablik. Mimi er að deyja, leggst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.