Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 B 5 geggjun í gangi en menn höfðu áð- ur heyrt og á köflum var mjög erfitt að skilja textana, svo nykraðir voru þeir og flæktir. 01’ Dirty Bastard hefur reyndar sagt í viðtölum að hann sé orðinn leiður á að vera alltaf í hlutverki hirð- fíflsins og meðal annars er síðasta viðurnefni hans, Osiris, til marks um það. Sumt af því sem hann hef- ur látið frá sér fara hefur mátt skrifa á drykkjulæti, og víst hefur hann átt í erfiðleikum með brenni- vínið; í haust gafst sveitin upp á tónleikaför með Rage Against the Machine meðal annars vegna þess að 01’ Dirty Bastard drakk sig út úr hópnum, en nýjustu fréttir herma að það sé ekki vandamál lengur. Only Built 4 Cuban Linx með Raekwon kom næst þar sem Ghost Face Killah sló í gegn. Reyndar svipar skífunni svo mjög til fyrri Wu-Tang skífunnar að nánast má telja hana hljómsveitarskífu. Á mynd inni í umslagi birtist og mynd af öllum liðsmönnum, þó ekki séu þeir allir með á plötunni. Þá kom sólóskífa Genius, Liquid Swords, sem margir telja bestu skífuna til þessa. Líkt og á öllum plötunum er RZA við stjórnvölinn og eins og hann hafi lagt meira á sig fyrir sinn gamla félaga. Platan er meðal annars minnisstæð fyrir það að lagalisti á umslagi er allt annar en röðin á plötunni og skýr- ingar á því óteljandi. Síðasta sólóskífa þein-a félaga að sinni er plata Ghost Face Killer, Ironman, sem kom út á síðasta ári. Á þessum tíma hefur sveitin líka sent frá sér grúa af smáskífum og tekið þátt í óteljandi sérverkefn- um, kvikmyndum og komið fram sem gestir á skífum annan’a. Veigamest hliðarverkefnanna er samstarf RZA við Prince Paul og forðum meðlim Stetsasonic, Fruit- kwan, einnig forðum Stetsasonic- manns, og Too Poetic, sem var í Brothers Grimm. Gravediggaz hafa gefið út tvær breiðskífur, Niggamortiz/Six Feet Deep og The Pick, The Sickle, and the Shovel. Sú fyrrnefnda kom út 1994 en sú síðari seint á þessu ári. Framundan eru því fjórar sóló- plötu til, en einnig eru væntanlegar plötur frá þeim sem þegar hafa gefið út, til að mynda átti plata að koma út með Method Man í þess- um mánuði en var frestað fram yfir jól. Mest er beðið eftir plötu frá RZA, en hann gerði snemma á ár- inu útgáfusamning og fékk milljón dala fyrirframgreiðslu fýrir. Sú plata átti að koma út á árinu en engin dagsetning hefur heyrst sem mark er á takandi. Rappið er lífsstíll Wu-Tang Clan hefur haft gríð- arleg áhrif á þróun rappsins og víða má heyra áhrif, meðal annars hjá þeim rappsveitum íslenskum sem hita upp fyrir þá 01’ Dirty Bastard og Inspectah Deck í Laugardalshöll á laugardag, Qu- arashi og Subterranean. Starf þeirra og lífsspeki undirstrikar að rappið er meira en tónlistarform eða söluvarningur, það er lífsstíll sem hefur haft mikil áhrif á líf unglinga hvarvetna í hinum vest- ræna heimi. Þau áhrif eru ekki í rénun eins og sést af gríðarlegum áhuga á tónleikum þeirra félaga í höllinni sem verður ekki jafnað við neitt nema eftirminnilega heim- sókn Led Zeppelin hingað til lands fyrir langa löngu. Rapptónleikar eru sérkennileg upplifun, því þeir eru ekki eins og hverjir aðrir tón- leikar, heldur eru þeir líkari sam- komu eða skemmtun þar sem allir leggjast á eitt um að skapa stemmningu. Þó ekki sé allur Wu- Tang flokkurinn á ferð, hefði væntanlega kallað á fjörutíu til fimmtíu mannahóp hið minnsta, þá eru þeir félagar 01’ Dirty Bast- ard og Inspectah Dek verðugir fulltrúar lífsstílsins og lífsspekinn- ar sem fleytt hefur Wu-Tang Clan á toppinn um heim allan. Jólagleði fjölskyld- unnar í Hellisgerði SU NÝBREYTNI hefur verið tekin upp í Hafnarfirði að vera með skemmtun fýrir alla fjölskylduna í Hellisgerði sem er skrúðgarður Hafnafirðinga og er hann staðsett- ur í hjarta bæjarins. Aðventusunnudagarnir fjórir hafa verið valdir fýrir þessar skemmtanir. Nú þegar hafa verið haldnar tvær skemmtanir og hafa komið á milli 5-6 þúsund gestir til að skemmta sér og eiga góðan dag með sínum nánustu, segir í fréttatil- kynningu. Margir listamenn hafa komið í garðinn. Næg bílastæði eru á hafn- arbakkanum og í miðbæ Hafnar- fjarðar sem er í 100 metra fjarlægð frá garðinum. Fyrir skemmtuninni standa Hafnarfjarðarbæ, Æsku- lýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarð- ar, Atvinnumálanefnd Hafnarfjarð- ar, Rafveita Hafnarfjarðar og Garð- yrkjustjórinn í Hafnarfirði. Jólagjöf íþróttamannsins oq þá sem vilja vera í formi Nýjar gerðir nýtt útlit. P. Ólafsson hf. Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, sími 5651533 púlsmælar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.