Morgunblaðið - 14.12.1997, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Eru líkþornin þín föst í vítahring?
Compeed plástur fjarlægir líkþorn án þess að særa húðina!
Allt við Comppeed plásturinn er byltingarkennt. Nútímalegt teyjuefnið.
Náttúruleg sáragræðing. Þú losnar strax við sársaukann. Þegar þú hefur
einu sinni notað Compeed plástur á líkþorn viltu varla annað. Það er
vegna þess að þú finnur strax fyrir léttinum. Hið hlýja og raka umhverfi
fer strax að mýkja hamaða húðina og vinnur smátt og smátt á líkþominu.
Compeed líkþomaplásturinn færð þú í apótekum.
ÖSSUR. HJÁLPARTÆKJABANKINN
Ingólfsapóteki í Kringlunni
l mánudag og þriðjudag
kl. 14-18 báða dagana
INGOLFS
APOTEK
Kynnxng a
fiIodcnG
sokkabuxum
Könnun á kvenímyndum í breskum kvennatímaritum
Einsleit ímynd grundvöll-
uð á sjálfselsku ríkjandi
London. Reuters.
SJÁLFSE LSKAR, yfirborðsleg-
ar og gagnteknar af kynlífi. Þess-
ir eru helstu þættir þeirra mynd-
ar sem dregin er upp af konum í
Bretlandi í helstu kvennablöðum
er gefin eru út þar í landi.
„Nú á dögum eiga breskar
konur ekki börn, stendur á sama
um allt og hafa enga ábyrgðartil-
fínningu. Líf þeirra snýst ein-
vörðungu um glys og dekur. Þær
hugsa lítið, nema þá um kynlíf,"
segir í niðurstöðum könnunar, er
birtar voru fyrir skömmu, á ell-
efu mest seldu kvennatímaritum í
Bretlandi. Könnunin var gerð á
vegum óháðs rannsóknar- og
menntamálasjóðs er nefnist Soci-
al Affairs Unit.
„[Konur] hafa gaman að
fylliríshrekkjum sem hafa löng-
um talist sérsvið sti’áka og kalla
slíkt „stelpuvald“. Eina siðferðis-
gildið sem þær hafa í heiðri er að
forðast að fella dóma; ráðgjöf er
svarið við hverjum vanda,“ segir
ennfremur í niðurstöðum könn-
unarinnar.
Hvergi minnst að siðferðismál
Könnunin fór fram með þeim
hætti að athuguð voru ítarlega
tímarit fyrir konur á aldrinum
20-40 ára, er seljast samtals í um
3,7 milljónum eintaka. I ljós kom
að myndin sem dregin er upp af
konum í þessum ritum einkennist
af hégómaskap og hvergi er
minnst á siðferðismál. Böm em
sjaldan nefnd í sumum tímarit-
um, farið er með harmleiki eins
og afþreyingarefni og sambönd
virðast snúast eingöngu um kyn-
líf.
„í ljósi þess að spumingin um
hvenær rétt sé að eignast bam
og hvernig hægt sé að halda jafn-
vægi milli vinnu og bai’na er
megin áhyggjuefni flestra
kvenna finnst mér undarlegt að
hvergi sé minnst á slíkt,“ sagði
Ann Applebaum, sem meðal ann-
arra vann að rannsókninni.
„Tímaritskonan"
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar hefur kynlíf enga
merkingu fyrir „tímaritskonuna"
svonefndu nema sem hverfult
gaman og engar afleiðingar nema
sjúkdóma og fóstureyðingar.
„Hún er, í stuttu máli, jafn
mddaleg, svívirðileg og óvið-
kunnanleg og verstu karlmenn,"
segir í niðurstöðum könnunarinn-
ar. Tímaritskonunni er illa við að
leggja nokkuð á sig, nema í
„musteri sjálfsdýrkunai-innar,
heilsuræktinni“.
Rannsakendum þótti einna
verst hvemig tímaritin fjölluðu
um harmleiki í lífi einstaklinga.
„Undarlegri eða skelfilegri
ógæfu annarra er oft snúið upp í
smekklausan skrípaleik."
Einsleit mynd
Tekið er fram, að tímaritin séu
að vísu mismunandi, en þegar
dregið sé saman komi í ljós harla
einsleit mynd. Vera kunni að
tímaritin dragi ekki upp rétta
mynd af breskum konum, en
samt sé varasamt að hafna því al-
farið að kvenímyndin í tímaritun-
um eigi samsvömn í raunveru-
leikanum.
„Að svo margir skuli lesa
[þessi tímarit] að staðaldri er
einskonar stuðningsyfirlýsing.
Eru lesendur ánægðir með þessa
mynd af nútímakonum; hafa
tímaritin í raun og veru dregið
upp sannferðuga mynd af bresk-
um konum?“ er spurt í niðurstöð-
um könnunarinnar.
Bókin er prýdd fjölda
skýringarmynda og er 957 bls.
Verd 7.900 kr.
Bókin á geisladiski
Verð 9.900 kr.
Sé bókin keypt ásamt
geisladiski er veittur
15% afsláttur.
Hagskinna
í fyrsta sinn á íslandi, söguleg
tölfrœöihandbók, byggð upp
á skýran og einfaldan hátt.
„Hún treystir grundvöllinn undir
skynsamlegum umrœðum og
ákvörðunum um efnahagsmál á
íslandi. Hún varpar skýru Ijósi
liðins tíma á líðandi stund. Hún er
beinlínis bráðskemmtileg og öllum
aðstandendum sínum til sóma. “
Þorvaldur Gylfason í
Morgunblaðinu 21. ágúst 1997
„... fullvíst má telja að hún eigi eftir
að nýtast vel bœði hérlendis og
erlendis um ókomin ár, ekki síst
útgáfan á geisladiski. “
Kristinn Briem í Viðskiptablaði
Morgunblaðsins 10. júlí 1997
„Hagskinnu á hvertheimili..."
Guðrún Pétursdóttir formaður
dómnefndar um fræðibækur, við
tilnefningu til íslensku
bókmenntaverðlaunanna
8. desember 1997
Fæst í bókaverslunum
og á Hagstofu Islands
Skuggasundi 3