Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.12.1997, Qupperneq 16
16 B SUNNUDAGUR14. DESEMBER1997 MORGUNBLAÐIÐ HRÁEFNIÐ. Hreindýrahorn, hrútshorn, bútur úr bflgormi, hörþráður, nálar og nauts húðmeð skaftið í miðjunni. STÁL. Stálgormur úr bfl orðinn að 12 sentimetra hnífsblaði. Svona blöð finnast stundum í vfldngakumli. BLAÐIÐ. Páll Kristjánsson svarf stálið með þjölum. Blaðið hannað eftir áhugamálum eigandans. SLIÐRIÐ. Blautt leðrið saumað með vaxbornum hörþræði. Slfður hestamannahnífa er saumað með hrosshárum. H: l! "NÍFURINN táknar ekki andlegar hæðir eins og sverðið. Hníf- urinn táknar eðlis- ■lægan metnað karl- mannsins. Hann vísar á hefnd og dauða, og líka á fórn hetjunnar. Hmfurinn er fomt verkfæri, eggvopn, fyrst sem beittur steinn, síðar úr málmi, og blaðið er hitað og hamrað og stungið í hentugt skaft úr tré eða beini. Hnífur er handhægur og eftir frásögn hnífasmiðsins að dæma, sérlega lokkandi fyrir karlmanns- hendur sem grípa þá ósjálfrátt og máta. Kvenna freistar hnífurinn á hinn bóginn ekki nema endrum og eins. Og stórar hendur þurfa stór sköft og litlar nett, verkefni hnífs- ins ræður svo lögun og blaðslengd. Hnífar voru áður nyt- samlegasta verkfærið í önnum dagsins. Víking- amir norrænu vom gráir fyrir járnum og hnífar __________ hafa fundist í kumli þeima. Nokkrir nútímamenn era oft með góðan vasahníf á sér og lenda í vandræðum á flugvöllum hinna bönnuðu hnífa. Páll Krist- jánsson er ævinlega með vasahníf og hefur verið hnífamaður frá því Hnífurinn er lokkandi fyrir karla hann var strákur í sveit. Hnífurinn heillaði hann og núna stundar hann hnífasmíðar í kjallara Héðinshúss- ins í Reykjavík: Sterkur málmur valinn Inni í rammgerðu húsinu, við borð á grálökkuðu steingólfinu, bak við nauts- og kindaleggi, hvaltennur, dýrahom og timbur situr Páll og mundar 40 ára gamlan tannlæknabor til að gera víkingagrímu á hnífskaft úr hreindýrshomi. Borinn er amer- ískur Foredom, „hann er alltaf í góðri stöðu,“ segir Páll. „Fyrst teikna ég myndimar og sker svo línumar með bomum en honum fylgja sex eða sjö ólíkar tennur.“ B ; * ■ btai f stai Páll lærði hnífasmíði af dönskum hnífagerðarmönnum og er orðinn vanur maður. „Ég er með 2-3 hnífa í smíðum í einu,“ segir hann, „og kostar hver þeirra um það bil vikuvinnu". Hnífsblaðið varð fullgert strax á jámöld og blöðin sem finnast í fornleifauppgröftum eru eins og þau sem nú þekkjast. Páll segist hafa um þrennt að velja þegar hann útvegar sér blöð. Biðja bróð- ur sinn um að smíða þau, biðja vin sinn, Thomas Noregárd, virtasta blaðsmið Norðurlanda eða kaupa fjöldaframleidd. Hann hafði einmitt verið að biðja bróður sinn að gera blað fyrir sig og varð gerð hans miðpunktur þessara orða. Bróðirinn, Bjami Þór Kristjánsson, smíðakennari og handverksmaður, útveg- aði sér gorm úr bílhræi. „Þar finnum við sterkasta málminn," út- skýrir Páll. Bjami mót- aði svo blaðið í eldsmiðju Afls í Súðarvogi: „Blað skilur bakka og egg“ Jámið varð hvítglóandi í opnu eldstæðinu - ryksuga í stað físi- belgs blés undir, það var tekið út, Hnífurinn gekk ekki á milli þeirra hamrað á steðja með sleggju á meðan heitt er, stungið inn, hamr- að með hamri ... Páll tók svo við og svarf stálið niður með þjölum. Gæta þurfti að því að blaðið kólnaði ekki of snöggt og var það kælt í ol- íu, annars gæti það brotnað. Hníf- urinn gekk ekki á milli bræðranna í eldsmiðjunni: 12 sentímetra blað sat að á steðjanum. Þessi hnífur á að verða brúks- hnífur eða til margra hluta gagn- legur. Páll hefur ákveðið að gefa blaðinu skaft úr íslensku hrein- dýrshomi. Hnífurinn verður nor- rænn að lögun og hefði getað verið seldur á markaði fyrir þúsund ár- um - og fundist í víkingakumli. Kunnátta og þekking íslenskra handverksmanna týndist með tím- anum og hafa menn oft þurft að leita út fyrir landstein- ana til að öðlast hana á ný. Óvíst er um íslenska hnífagerð fyrr á öldum sökum skorts á góðum málmi en hún er að minnsta kosti orðin aðalgrein eins manns og nú tínir hann saman verkfærin sín í vinnustofunni, sum keypt, önnur sérsmíðuð. „Ég fullgeri skaftið áður en blaðið rennur inn í það,“ segir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.