Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 20
.20 B SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST istinn Morgun«J‘“Vi*'" — Einn Svanur Kristbergsson. Öflug safnskífa x EINN helsti dansklúbbur Bretíands til margra ára er x Ministry of Sound. Þó stundum hafi staðið styi i um uauu xverður því varla neitað að hann hefur haldið velli í harðrij x__ samkeppni og virðist heldur bæta við sig en hitt. Liður í x starfi Ministry of Sound er að gefa út safnskífur með því | x. helsta sem ber fyrir eyru gesta staðarins og fyrir X skemmstu kom út tvöföld safnskífa, nefnist Northern X Exposure og Þruman dreifir. Skífustjórar eru Sasha og J x John Digweed, en þeir ráða yfir sínum disknum hvor X Yekur athygli fslendinga að upphafslag fyrri disksins er xBelieve Gus Gus flokksins knáa, og síðar á þeim sama diskj C er annað Gus Gus lag, Purple. Þetta verður að teljast ,_T '~T-Zn~-------------_ur-~7~~ v ~r xþarla vel af sér vikið því engin sveit önnur á tvö lög inu og eru þó margar þær helstu í dansheiminum X til að mynda Spooky, Fluke, Speedy J og Sven Vath. % 20 ómissandl lög FÁIR HAFA lagt annað eins til íslenskrar poppsögu og Magnús Eiríksson sem samið hefur fleiri vinsæl lög en tölu verður á komið. Dugði og ekki til að gefa safn hans helstu laga út á einum disk. Fyrir stuttu kom út diskurinn Magnús Eiríksson, 20 ómissandi lög. Sá er einskonar viðbót við fyrri safndisk helstu laga Magnúsar, enda gefur augaleið að ekki væri hægt að koma vin- sælustu lögum hans fyrir á einni plötu. Þannig enj _ á disknum nýja lög eins og Ég JlV Í*- er á leiðinni, Einbúinn, Lifði og dó í Reykjavík, Þjóðveg- urinn, Aldrei of seint, Sam- mM&Íii&tplm ferða, Göngum yfir brúna, aðp|||||| Sönn ást, Línudans, Hudson Íl Bay, Haltu mér fast og Ómissandi fólk svo fátt eitt sé talið. Lögin flytja ýmsir helstu söngvarar þjóðarinn- ar og eru reyndar öll í upprunalegri gerð, utan eitt, Ég er á leiðinni, sem hljóðritað var í haust fyrir þessa plötu, en Pálmi Gunnarsson er þar söngvari sem forð- um. Elstu lögin á plötunni eru frá fyrstu skífu Manna- koma sem kom út 1975, en síðan eru þau úr öllum átt- um og af mismunandi plötum, allt fram á síðasta ár, því lokalag plötunnar, Ómissandi fólk, var einmitt lokalag samnefndrar skífu sem Magnús og Kristján „KK“ Kri- stjánsson sendu frá sér á síðasta ári. EIN SÉRKENNILEGASTA hljómsveit síðustu ára er japanska sveitin Pizzicato Five. Hún hefur verið ein vinsælasta hljómsveit Japans í fjölda ára og hef- ur sótt í sig veðrið víðar undanfarið. Fyrir skemmstu kom út ný breiðskífa Pizzicato Fi- ve á vegum Matador-útgáfunnar bandarísku. Sveit- in, sem velunnarar hennar kalla iðulega P5, er skip- uð pilti og stúlku sem stendur, Yasuharu Konishi og Maki Nomiya. Þrátt fyrir nafn sveitarinnar er hún í raun dúett þeirra Konishi og Nomiya og semur Konishi alla tónlist og stýrir upptökum. Þau hafa gefíð út grúa af smáskífum í heimalandinu og fjórt- án breiðskífur, en minna hefur verið um útgáfu á Vesturlöndum og þá helst útgáfa á samansafni af eldra efni sem þau hafa gefið út í Japan. Fyrir stuttu gaf Matador út fyrstu breiðskífuna með nýju efni Pizzicato Five vestan hafs, sem finna Meira myrkur Sérkennlleg Maki Nomiya og Yasuharu Konishi = Pizzicato Five má meðal annars f Hljómalind, og heitir Happy End of the World. Skífan er að nokkru frábrugðin því sem sveitin hefur áður sent frá sér, meðal annars fyrir það hversu Konishi nýtir takta og breakbeat lipurlega í bland við hefðbundið P5 gleðipopp. Kon- ishi hefur verið að hasla sér völl sem plötusnúður sem skýrir kannski dansáhrifin, en hann bendir á að sveitin hefur verið að nota breakbeat sfðan 1990. Pizzicato Five vakti fyrst athygli fyrir lag- ið góða Twiggy Twiggy/ Twiggy vs. James Bond fyrir tveimur árum, en Konishi segir að ekki geti menn vænst þess að japanskar sveitir séu all- ar uppfullar af kæruleysislegri glað- værð. „Það er vissulega meira myrkur á plötunni nýju, og það á eftir að berast meira af slíkri tónlist frá Japan; Vestur- landabúar gera sér litla grein fyrir því sem þar er á seyði í músík.“ Skeggprúðlr Tveir meðlimir Led Zeppelin á góðri stundu. ■ BRESKA rokksveitin Led Zepp- elin hefur slegið öllum við í sölu og á nú aðeins eftir að velta Bftlunum af stalli. Alls hafa ellefu breiðskífur með nafni sveitarinnar selst í 63,8 milljónum eintaka, en í uppgjöri sem birt var vestan hafs kemur í ljós að fjórða breiðskífa Zeppelin hefur selst í 17 milljónum eintaka. Annars er sala á skífunum svo í milljónum talið: Led Zeppelin, sex miHjónir eintaka. Led Zeppelin II átta, Led Zeppelin III fjórum, fjórða breiðskífan sautján, Houses Of The Holy, átta, Physical Graffiti, níu, Presence þremur, In Through The Out Door sex, Led Zeppelin fjögurra diska kassi, sex, Re- Masters tveimur, The Complete Studio Recordings, tlu diska kassi, milljón, Coda, milljón og The Song Remains the Same fjórum. ■ ÚTGÁFURÖÐ Smekkleysu, Skært lúðrar hljóma, er runnin sitt skeið á enda, í bili að minnsta kosti. Til að fagna útgáfunni verður sér- stakt Smekkleysukvöld í Þjóðleik- húskjallaramim á miðvikudag þar sem útgáfan verður kynnt. Fram koma PPPönk, _ Sigurrós, Soðin fíðla, Berglind Ágústsdóttir, And- héri og Á túr, en hljómplata síðast- töldu sveitarinnar kom út í vikunni. Eina sveitin sem ekki kemur fram að þessu sinni er Kvartett Ó. Jónsson & Grjóni, sem hætti fyrir stuttu, en í hans stað kemur leynigestur. ■ SÁLIN HANS Jóns mlns hyggst leika á nokkrum tónleikum fyrir jól- in. Næstkomandi föstudag leikur hljómsveitin í Sjallanum á Akur- eyri, annan í jólum verður hún á Selfossi og gamlárskvöld í Ing- ólfscíifé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.