Morgunblaðið - 14.12.1997, Side 21

Morgunblaðið - 14.12.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 B 21 DÆGURTÓNLIST MÖRGUM er minnisstæð breiðskífa hljómsveitarinnar Birthmark sem hét eftir sveitinni. Sú þótti venju fremur vönduð á íslenskan mælikvarða og þó hún hafi ekki selst eins og aðstandendur hennar, Svanur Kristbergsson og Valgeir Sigurðsson vonuðu fór hróður þeirra víða. Ekki auðnaðist Birth- mark að gera nema þessa einu skífu, því uppúr löngu samstarfi þeirra slitnaði í kjölfarið. Valgeir hefur haldið áfram í tónlist, meðal annars starf- að með Unun og Helga Björnssyni, en lítið hefur heyrst frá Svani þar til hann sendi frá sér skífuna Sink fyrir skemmstu. Svanur segir að þeir Valgen- hafi lagt allt sitt í plötuna og „allt of mikið undir“, segir hann. Hann bæt- ir við að þó ekki hafi mikið heyrst frá ________ honum í Iqölfarið hafi hann haldið þeirri iðju sinni að semja lög heima fyrir, „enda má segja að ég sé lík- amlega háður því“. Svanur segir að það eflir Árno hafi síðan ekki ver- Motthíasson ið fyrr en í upphafi þessa árs að hann hafi farið að velta fyrir sér hvaða leið hann vildi fara með lögin. „Ég var kynntur fyrir Jens Hans- syni sem vænlegum samstarfsmanni og við veltum fyrir okkur í samein- ingu hvaða leið væri best. Við gerð- um tilraunir annai's vegar með raf- ræna útfærslu, sem mér fannst ekki virka, og á hinn bóginn með útsetn- ingu sem kalla má í anda Birthmark plötunnar en þó með öðrum for- merkjum, fonnerkjum myrkursins. Við undirbúning fyrir upptöku lags- ins Lifeboat to Memphis, sem til- einkað er minningu söngvarans Jeffs Buckleys, má segja að ég hafi fundið útgangspunktinn. Það lag stendur fyrir hið tvíeggja eðli tilverunnar eins og hún blasir við mér sem stendur. Að finna útgangspunktinn skipti sköpum, að öðru leyti er tón- list mín og verður alveg óákveðin, landamæratónlist. í haust ákvað ég síðan að láta verða af því að taka þetta upp þó ég hafi strax áttað mig á því að það yrði ekki nema hálf plata; framhaldið kemur út í apríl.“ Svanur segir að upptökuvinnan hafi gengið hratt og örugglega fyrir sig þegar hún hófst, enda valinn maður í hverju rúmi, Birgir Baldurs- son barði trommur. Hann segir að þó að hratt hafi verið unnið hafi þeir Jens vandað sig við upptökurnar til að tryggja að hljómur yrði sem best- ur og líka hafi hann verið opinn fyrir framlagi hljóðfæraleikararanna; ef þeh' voru með góðar hugmyndir seg- ist Svanur hafa tekið þeim vel. „Eg var með ákveðna hugmynd um hvernig lögin ættu að hljóma, en þeir sem koma að flutningnum verða að hafa eitthvað að segja og ekki skyn- samlegt að nýta ekki hugmyndir þeirra," segir Svanur, en segir að þó það sé gott að vera einn á ferð sakni hann þess vissulega að hafa ekki ein- hvem til að prófa hugmyndir á og helst vilji hann undirbúa næstu plötu með hljómsveit og spila lögin á æf- ingum og tónleikum áður en fai'ið er í hljóðver. „Ég er öðrum þræði að svipast um eftir mönnum í hljóm- sveit til að starfa með eftir áramót. Eftir á að hyggja heyri ég vitan- lega að sitthvað hefði mátt fara betur, en það veður að skilja við verkið á einhverjum tímapunkti. Þetta er eins og ala upp barn,get ég ímyndað mér, þegar það er komið á legg er oft seint að ætla að fara að ala það upp eitthvað öðruvísi, það er bara svona. Það er alltaf eitthvað sem hefði getað verið öðruvísi, en það verður bara að stoppa og gefa plötuna út eins og hún er.“ Mörgum þótti dmngalegur blær á Birthmark-skífunni, en Svanur tekur ekki undir það að hann sé að semja þunglyndislega tónlist. „Ég held að ég sé að fara í hina átt- ina, ég finna að ég er að fara að brjótast úr adagio-hrynhætti og mér finnst að laglínurnar séu að verða þroskaðri og mótaðri. Ég sem lögin kannski í svipuðum takti, en mér finnst ég ekki vera bundinn við það og vil gjama breyta útaf þegar á reynir. Það er eitthvað dásamlegt frelsi sem fylgir því að vita í raun ekkert hvað maður er að gera.“ SAFNDISKARÖÐIN sem kallast Pottþétt hefur gengið vonum betur undanfarin misseri. Segja má að fastir áskrifendur að diskunum, ef svo má að orði komast, skipti þúsundum, því nán- ast allir diskarnir hafa selst í fimm til sex þúsund eintökum hver og sumir mun betur. Fyrir skemmstu kom út ársskífa Póttþétt-raðarinnar, sem heit- ir því viðeigandi nafni Pottþétt 97. Árs- laga- skffá Skífan og Spor bundust samtökum um að gefa Pottþétt-skífurnar út til skiptis, en að þessu sinni gefur Sport út ársdiskinn. Á honum er venj- an að helstu lög ásins séu viðruð og svo er að þessu sinni, því á diskum er að finna 37 lög sem vinsæl hafa orðið yfir árið, innlend sem erlend. Ef innlendu lögin eru fyrst upp talin þá koma Greifarnir þar fyrstir með lagið Skiptir engu_________________ máli. Þá næst kemur Sálin hans Jóns míns með lagið Engla, þá Sóldögg með Frið, sem naut mikillar hylli í sumar, Maus með Égímeila- þig, Housebuilders með E1 Ritmo og Gus Gus með Polyesterday. Af erlendu lögunum er helst NU ER FLUTT í Hótel Islandi sýningin I útvarpinu heyrði ég lag þar sem Björgvin Halldórsson syngur safn helstu laga frá ferli sín- um. Sýningin dregur nafn sitt af lagi sem HLH flokkurinn gerði vin- s- sælt fyrir átta árum og það gerir líka breiðskífa sem kom út fyrir stuttu og hefur að geyma 20 lög úr safni Björgvins. að geta Meredith Brooks með lag sitt Bitch, Hanson-bræður flytja Mmm Bop, Celine Dion syngur af þrótti AU by Myself, Eternal I Wanna be the Only One, með dyggri aðstoð BeBe Winans, Coolio C U When U get There, Skunk Anansie Hedonism, Spice Girls væla 2 Become 1, Seal Fly Like an Eagle, Radiohead Para- noid Android, Robert Miles One & One, The Blueboy Remember Me, Ricky Martin Maria, Tori Amos Armand van Helder endur- gerð Professional Widow og Energy Café Del Mar, svo fátt eitt sé talið. Iútvarpinu heyrði ég lag er fyrsta safnskífan sem helguð er HLH fiokknum, sem Björgvin stofnaði með Þórhalli Sigurðssyni á sínum tíma og Haraldi bróður hans. I bæklingi sem fylgir diskn- um kemur fram að Björgvin fékk þá hugmynd að setja saman söng- flokk sem flytja myndir gamlar rokkperlur og doo-wop-lög og ný íslensk lög sem samin væru í sama stíl. Hann fékk Þórhall til liðs við sig, þekkti hann af heima- slóð í Hafnarfirði, og Haraldur var þriðja hjól undir vagninn. Nafn flokksins var dregið af nöfn- um eða viðurnefnum þeirra fé- laga; Björgvins Helga, Þórhalls Ladda og Haraldar Halla. Fyrsta breiðskífan kom út haustið 1979 og gekk bráðvel og ekki síður þær skífur sem á eftir fylgdu. Á rokk- buxum og strigaskóm, kom út 1984, en á þeirri plötu kom Sigríð- ur Beinteinsdóttir meðal annars við sögu, og Jól í góðu lagi, sama ár. Lokaskífa flokksins að sinni að minnsta kosti, Heima er best, kóm svo út 1989. Skýium oiar sem verðunur leiðtogi fartölva IBM er í sjöunda himni yfir velgengni ThinkPad fartölvanna því engar aðrar fartölvur í heimi- num hafa fengið fleiri verðlaun. Qg það er engin tilviljun því ThinkPad hefur fullkamna tengi- og samskiptamöguleika, stóran og vandaðan skjé ésamt þjálu lyklabarði í fullri stærð. Gæðin stíga þá IBM ekki tii höfuðs því ThinkPad fartölvan er á útrúlega lágu veröi. (IBM ThinkPad 310E ) "T1B8.DD07) Við bjóðum takmarkað magn á VBrði sem á sér ekki hliðstæðu. firatiirvi: Intel Pentiura 133MHz MMX. Vinnaluminni: ÍBMB EDU, stækkanlegt í 64. Harðdiakur: 1.6GB. Skiér: 12,1" DSTN litaskjér. Margmiðlun: Hljóðkart, hljóðneml, hátalarar. Rafhlaða: 3,5 klst, NiMH raíhlaða. P.enV.HrP Hughúnaður: Windows 95, IBM Antivlrus. NÝHERJI Skaftahlíð 24 • Stmi 569 7700 Slóð: http://www.nyherji.is Netfang: nyherji@nyherji.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.