Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 B 23 Hashimoto og fólkið sem gleymdist Japanspistill Úti í Japan situr Þóroddur Bjarnason fyrír framan „tvítyngdau Mitsubishi sjónvarpið sitt og ieitar í örvæntingu að einhverju sem hægt er að hafa gaman af, en án árangurs. * G BY í Kitakyushu í Japan og hef möguleika á að sjá sjö innlendar sjónvarps- stöðvar sem allar senda út efni frá því snemma að morgni og fram á nótt, alla daga, allan ársins hring, en það er ekki nóg. Nú slekk ég í fáeinar mínútur en verð fljótlega aftur vongóður um að eitthvað skemmtilegt birtist á skjánum og kveiki á ný, enda bjartsýn maður að eðlisfari. Ég bíð þolinmóður eftir að löngum aug- lýsingahléum ljúki, það er eins og einn auglýsingapakkinn taki við af öðrum: „kauptu Kirin bjór, kauptu nýja Hondu, kauptu þér hraðnúðl- ur, og kayptu andlitsfarða eða síga- rettur“ sömu auglýsingamar á öll- um stöðvum og áður en ég slekk á tækinu, gefst endanlega upp og rölti út á myndbandaleigu, slær klukkan níu og seinni tvítyngdi fréttatími kvöldsins hefst í ríkis- sjónvarpinu, NHK. Hann fær mig til að fresta för minni út á leigu um sinn. Þar tekur ekki betra við. Nú er enn ein hneykslisfréttin á ferð- inni. Hér í Japan hefur hvert hneykslismálið rekið annað á und- anfdnium mánuðum og sjónvarps- stöðvamar gera þeim ævinlega ít- arleg skil. Fréttatíminn í kvöld er vel að merkja nokkuð hefðbundinn. Eftir að hneykslissögun lýkur er það sem eftir lifir fréttatímans sagt frá fleiri atburðum á innlendum vett- vangi, einhverjum morðum, veðri, og Hashimoto. Já skiljanlega er Hashimoto forsætisráðherra oft í sjónvarpinu og um daginn, þegar hann vísaði einum ráðherra sinna úr nýskipaðri ríkisstjórn sinni, vegna þess að sá hafði verið viðrið- inn mútumál fyrir tugum ára, eitt- hvað sem almenningur reis upp gegn og heimtaði að manninum yrði vísað úr stjómini, þá var hann dómgreindarleysi sínu á að hafa valið hann i stjórn sína. Auk þess baðst hann enn afsökunar í stefnurædu sinni nýlega, sem ég sá auðvitað í sjónvarpinu. En hvað er svona leiðinlegt við japanskt sjónvarpsefni? Sjón- varpsdagskráin er samansett, fyrir utan fréttatíma, af: hafnabolta, hálffíflalegum samtals- og leikja- þáttum, „brjóstaþáttum" (eftir miðnætti), matartengdum samtals- þáttum, matartengdum heimildar- þáttum, matreiðsluþáttum, jafnan á besta tíma á laugardagskvöldum, og japönskum sápuópemm. Ég ætla ekki að minnast á sjónvarps- varpsdagskránni, umfjöllun um þær bíður betri tíma. Innlend dag- skrárgerð er hér í miklum blóma, mér og öðrum útlendingum til mikillar skapraunar. Stundum sést þó ljós í myrkr- inu. Það er alltaf gaman að horfa á sumo, en sent er frá öllum keppn- um í sumoglímu og eftir miðnætti hittir maður stundum á gamla bandaríska framhaldsþætti. A stöð 3 em einnig daglega bandarískar bíómyndir þótt gmnur vakni um gæði myndanna þegar í byrjun kemur fram að framleiðandinn er einhver dularfullur Grikki, ítah eða Þjóðverji, og titillinn er til „Stríðsmenn á mótorhjólum". Stöð 3 virðist sem sagt hafa farið að dæmi RÚV þegar þeir hér um árið keyptu sniðuga pakka af myndum, eins og til dæmis allar Elvis Presley myndimar, tuttugu og eitthvað að tölu, sem urðu til þess að viðskiptin fóru að blómstra sem aldrei fyrr á íslenskum mynd- bandaleigum. Og nú blómstra við- skiptin í Big Box, videóleigunni minni, þar sem ég get leigt myndir með ensku tali, og horft á þær aft- ur og aftur enda eru leigusalarnir hérlendis rausnarlegir og skiln- ingsríkir, því viðskiptavinurinn má halda spólunum í vikutíma. frábæru færðu í Kjallaranum og Kókó LAUGAVEGI 67 5ÍMI 551 2880 É Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsins! Hjartans þakkir til allra, er minntust mín 7. desember og gerðu daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. A Hótel Örk var gott að vera. Kœrar þakkir. * Arni Magnússon. E* 5ARNABÆSUÍR Nú etu bækumar um Alla Nýjastabókin "Strokufanginn" er æsispennandi saga um þrjá 13 ára krakka, sem uppgötva leyndardóma eyðibýlisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.