Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
i
X
eftirvæntingu í svip ferðafólks, eins
og þennan dag sem ferðin hófst,“
sagði Ingólfur. „Þegar við lentum í
Jóhannesarborg, eftir heillrar næt-
ur flug, þurfti að bíða nokkrar
klukkustundir eftir framhaldsflugi
til Port Elizabeth á suðurströnd Af-
ríku, þar sem hin svonefnda
„blómaleið" hefst. Til að stytta bið-
tímann fóru flestir í kynnisferð um
Jóhannesarborg, mestu gullborg
heimsins. Þótt borgin hafi mikið lát-
ið á sjá síðustu fimm árin fannst
fólki áhugavert að skoða þessa
frægu borg og stærstu borg Suður-
Afríku áður en ferðinni var haldið
áfram til strandar.
Að morgni næsta dags var lagt
upp á hina fögru og rómuðu „blóma-
leið, sem liggur nærri ströndinni
alla leið til Höfðaborgar. Fólk var
heillað af fegurð náttúrunnar, tígu-
legum fjallahringnum í norðri og
hinum fjölbreytta gróðri. „Próte-
an“, hið fagra skrautblóm landsins,
var víða í fullum blóma og stansað
var við „The Big Tree“, skammt frá
Storms River, en það er eitt stærsta
og elsta tré í heiminum. Ogleyman-
leg verður heimsóknin til Oudts-
hoorn, í strútabæinn fræga, þar
sem brugðið var á leik og margir
fóru á strútsbak, jafnvel í útreiðar,
en þessu lauk með ljúffengum
kvöldverði á stærsta strútabýli
heimsins á Highgate.
Cango-hellar, skammt frá Oudts-
hoorn, eru taldir fegurstu dropa-
steinshellar heimsins og fólk varð
orðlaust af hrifningu frammi fyrir
„dómkirkjunni, pípuorgelinu, Nál
Kleópötru" og „gluggatjöldunum“,
sem eru eins og listhönnun frá nátt-
úrunnar hendi. Koman til Höfða-
borgar verður öllum minnisstæð,
þar sem tekið var á móti hópnum
með fínum drykkjum, hljóðfæraleik,
dansi og söng innfæddra svertingja
og höfðu allir af því hið mesta gam-
an. Litlu munaði að tækist að ná
fundi með Nelson Mandela, forseta,
og okkur bárust kærar kveðjur frá
skrifstofu hans, þar sem hann sagði
að aðdragandinn hefði verið of
stuttur, annars hefði hann með mik-
illi ánægju tekið á móti hópnum.
Allir heilluðust af Höfðaborg og
nágrenni hennar. Annan daginn
lögðum við leið okkar á Góðrarvon-
arhöfða í fegursta veðri sem hugs-
ast getur og sáum þetta fræga
kennileiti, sem áður fyrr var ein
mesta hindrun sjófarenda, baðaðan
í sól. Að standa á þvílíkum stöðum,
við slíkar aðstæður, er eins og að
samlagast sögu heimsins og tign
náttúrunnar. Síðasta daginn í
Höfðaborg komumst við upp á
Borðfjallið fræga í fögru veðri og
sáum dýrð höfðans og langt á haf
út, þar sem sæfarendur sigldu oft
krappan sjó og lentu í mannraunum
í leit að fjarlægum löndum og álf-
um. En við erum landkönnuðir nú-
tímans og margir gátu þess við mig
síðar á ferðinni, að af engu hefðu
þeir hrifist meira en Suður-Afríku."
í íslendingahófí „Down under“
„Leiðin lá næst þvert yfir Ind-
landshafið í glæsilegri breiðþotu
Qantas-flugfélagsins ástralska, til
Perth í Astralíu, þar sem við lentum
í glampandi sól að morgni sunnu-
dags og héldum beint til strandhót-
elsins Rendezvous. Þar var haldið
glæsilegt íslendingahóf um kvöldið
við mikinn fögnuð okkar og íslend-
inganna, sem þar búa, „Down und-
er“. Eftir þriggja nátta dvöl var
flpgið til Sydney, stærstu borgar
Astralíu, sem margsinnis er búið
að sæma tignarheitinu
„skemmtilegasta borg
heimsins“ og undirbýr sig
nú af kappi fyrir
Olympíuleikana árið
2000. Þátttakendur í
ferðinni komust inn
á sjálft íþróttasvæðið
og fannst mildð til koma. Farið var
á sýningu í Sydney-óperunni frægu,
siglt um „fegustu höfn heimsins“ og
Á TAHÍTÍ var tekið á móti
hópnum með kostum og
kynjum að hætti inn-
fæddra.
Heimsklúbbs Ingólfs
hafa nýlokið viðamestu
hópferð, sem skipulögð
hefur verið umhverfis
hnöttinn, sunnan mið-
baugs. Ingólfur Guð-
brandsson, forstjóri og
aðalfararstjóri hópsins,
segir í samtali við
Svein Guðjónsson að
með ferðinni hafí ís-
lendingar slegið nýtt
heimsmet í ferðalögum,
þar sem aldrei fyrr hafi
sú leið verið farin, sem
hópurinn lagði að baki í
þessari ferð.
r
EG VAR lengi í vafa, margoft
búinn að kanna allar álfur
heimsins og lifa ferðalögin í
botn,“ sagði Ingólfur Guð-
brandsson, er hann var spurð-
ur um tildrög þess, að hann réðst í
svo viðamikla hnattreisu. „Stundum
tekur þú eitt land fyrir eða hluta
þess og kannar, sekkur þér djúpt
niður í sögu þess og listir, lifir liðn-
ar aldir upp á nýtt. Þannig er til
dæmis Ítalía, óþrjótandi brunnur
menningar, fegurðar og lífsnautnar.
En það þarf að hafa nokkuð fyrir að
opna dymar að þessum fjársjóðum,
sem fylla líf þitt fögnuði, sem aðrir
ekki þekkja eða kæra sig um. Hjá
mörgum eru ferðalög bara sýndar-
mennska, skilja ekkert eftir, bara
að geta sagst hafa verið þar, til
dæmis á fótboltaleik eða popptón-
leikum. Öðrum eru þau upphafin
lífsnautn í ótal myndum og verða að
minningabanka, sem þú getur tekið
útúr eftir þörfum, en innstæðan
minnkar ekkert, auðlegð sem endist
jafnlengi og lífið sjálft og ávaxtast.
Það er synd hve margir byrja seint
að ferðast, eða alls ekki, og lifa að-
eins brot af því sem lífið býður.“
- En viðbrögðin við Hnattreis-
unni voru strax góð?
.Algjör smellur, eins og sagt er á
nútímamáli, hitti beint í mark. 60
manns pöntuðu á tveimur dögum,
í FERÐINNI var komið við á
mörgum fegurstu eyjum í Suður-
höfum. Þessi mynd er frá eyjunni
Moorea í Suður-Kyrrahafi.
Ferðalangar á vegum
Ljósmynd/Ingólfur Guðbrandsson
FERÐAFÉLAGARNIR á Góðrarvonarhöfða í Suður-Afríku.
og ég ákvað að stækka uppí 80. Sú
tala hélst stöðug í allt sumar, en svo
byrjuðu afföllin 4-6 vikum fyrir
brottför. Það var hrikalegt vanda-
mál. Fyrir alla skráða þátttakendur
höfðu verið lögð inn óafturkræf
staðfestingargjöld. Alls féllu út 27
staðfestar pantanir, en samt varð
hópurinn 70 manns, fólk á öllum
aldri, fullt af áhuga og lífsgleði, sem
naut ferðarinnar dag frá degi.“
Tveggja ára undirbúningur
„Undirbúningur ferðarinnar
hafði staðið í nærri tvö ár, og í raun-
inni finnst mér hún afrakstur þeirr-
ar reynslu og þekkingar, sem ég hef
aflað mér á heilli mannsævi. í sann-
leika sagt þykir mér sem ég hafi
lagt lífið að veði að ferð þessi mætti
takst sem best í öllum skilningi.
Auðvitað var í mikið ráðist að fara
með jafnstóran hóp í jafnkrefjandi
ferðalag í 33 daga, en hvað snerti
tilhögun gekk dæmið algjörlega
UPP. °g þurfti hvergi að bíða eftir
neinu hjá þjónustuaðilum á allri
leiðinni kringum hnöttinn."
„Margir voru uggandi um að ferð-
in væri allt of löng og erfið. Þótt lít-
ilsháttar þreytu væri farið að gæta í
lokin, fannst flestum
ferðin fremur of stutt,
en hins vegar óralöng
þegar litið var til baka
yfir ótrúlega viðburði
ferðalagsins. Allt fram í
ferðalok fannst fólki ferðin
auðveld og þægileg. Fólk
hafði líka kviðið of miklum hita,
sem var ástæðulaust, hitinn fór
sjaldan yfir 25° C. Arstíðin var und-
urfögur, blómjurtir, tré og runnar í
fegursta skrúði. Sérstaklega vakti
himinblátt blómahaf Jacaröndunnar
mikla hrifningu, strax í Suður-Af-
ríku, en við fylgdum slóð hennar
gegnum Ástrah'u, Nýja Sjáland, Ta-
hítí, Chile, Argentínu og Brasilíu. Öll
ferðin umhverfis hnöttinn var að
mestu á svipuðum breidd-
argráðum, það er um það
bil 35-18 gráðu suðlægrar
breiddar, og hitinn minni
en búist var við.“
Að samlagast sögu
heimsins
„Ferðin hófst með
því að flogið var frá Is-
landi, um London, til Suður-Af-
ríku. Aldrei áður hef ég séð slíka
á erindi vii alla