Morgunblaðið - 14.12.1997, Side 30
-> 30 B SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR Einars-
son frá Miðdal stundaði
rayndlistarnám í Þýska-
landi snemma á öldinni.
Þar kynntist hann fyrirsætu sem
kom á eftir honum heim að loknu
námi og giftist honum, en hann tók
- > fljótlega saman við dóttur hennar
og eignaðist með henni böm og
soninn Erró þar fyrir utan.
Hann varð einn fjölhæfasti lista-
maður sem Island hefur alið og
gerðist brautryðjandi í leirmuna-
gerð á Islandi en í listrænum efn-
um komst hann strax upp á kant
við ýmsa samferðamenn sína.
Hann lét heillast af hálendinu,
sem varð honum ótæmandi upp-
spretta listsköpunar, og hann
gerðist forkólfur í fjallaferðum.
Hann var ástríðufullur veiðimaður
»og efni í mestu tröllasagnir ís-
lenskrar veiðimennsku.
Á vertíð í Þorlákshöfn
A árunum 1913-15 stundaði
Guðmundur sjóróðra frá Þorláks-
höfn og reyndist sérlega duglegur
sjósóknari en gaf sér þó tíma til að
sinna margvíslegum áhugamálum.
Hann stundaði til dæmis íþróttir af
miklu kappi og stofnaði meira að
segja fimleikaflokk meðal ver-
manna sem þótti óneitanlega
nokkur nýlunda. Islenskir sjó-
menn voru ekki þekktir að ónauð-
synlegu sprikli, nema þá helst
glímu, en Guðmundur rak félaga
sína áfram við Miillersæfingar,
* hopp og stökk og hlaup, og enn-
fremur lagði hann mjög stund á
sund í ísköldum sjónum. Hann
fékk nokkra aðra í lið með sér við
það og syntu þeir reglulega í fjöru-
borðinu, hvernig sem viðraði.
Sundíþróttin hafði verið íslending-
um lokuð bók öldum saman og það
hafði reynst þeim dýrt, þegar sjó-
menn drukknuðu svo að segja uppi
í landsteinum vegna þess að þeir
kunnu ekki einu sinni hundasund.
^Nú var vaxandi sundiðkun til
' marks um þann íþrótta- og ung-
mennafélagsanda sem fór um
landið og Guðmundur lagði sitt af
mörkum í Þorlákshöfn. Ekki kom
að vísu til þess að hann eða félagar
þyrftu á sundinu að halda til að
bjarga lífinu þar sem hann var af-
ar farsæll í sinni sjómennsku.
En jafnvel full vinna við sjó-
róðra og íþróttaiðkun í landlegum
dugði ekki til að slá á listþörf Guð-
mundar. Hann teiknaði fjölda
mynda af verbúðalífinu og þótt
þær séu að sjálfsögðu helstil frum-
stæðar, þar sem hann var að
mestu óskólaður ennþá, sýna þær
þó að þarna fór hæfíleikamaður. Á
.■sumrin þessi árin var Guðmundur
erindreki ungmennafélaganna á
Suðurlandi og ferðaðist um á veg-
um fjórðungsstjórnar hennar og
kynnti starfsemi félaganna og
íþróttir af öllu tagi. En myndlist-
aráhuginn var honum þó ævinlega
efst í huga og hann brann í skinn-
inu að fá eitthvað að læra. Árið
1917 virðist hann hafa hafið fyrir
alvöru það myndlistarnám sem yf-
irleitt stóð til boða á Islandi og
fluttist þá inn til Reykjavíkur frá
Miðdal, en hafði reyndar verið að
mestu fluttur að heiman nokkru
áður. Hann stundaði ýmis til-
fallandi störf, til dæmis vegavinnu
pá sumrin, til þess að reyna að
safna sér fyrir farareyri til út-
landa, en lagði jafnframt stund á
nám í tréskurði hjá Stefáni Eiríks-
syni tréskurðarmeistara, og voru
þar hæg heimatökin því Stefán
var einmitt einn af fastagestunum
í Miðdal. Guðmundur leit á tré-
skurðarnámið íyrst og fremst sem
undirstöðu fyrir nám í högg-
myndalist en á því hafði hann
einna mestan áhuga. En fjölhæfn-
in var þó snemma einkenni hans
og hann sótti líka tíma í málaralist
_hjá Þórarni B. Þorlákssyni. Þá
leiðbeindi Ásgrímur Jónsson hon-
um einnig nokkuð og hvatti hann
til dáða. Best kynntist Guðmund-
ur samt Ríkarði Jónssyni sem
bæði var mikill meistari í tré-
skurði og fékkst einnig við högg-
myndalist. Varð þeim Ríkarði vel
til vina og útvegaði Ríkarður
honum vinnuaðstöðu á sama stað
Ljósmynd/Leifur Kaldal
FJALLAMENN í skiðaparadís um 1940.
Guðmundur
frá Miðdal
Út er komin hjá Ormstungu bókin Guð-
—
mundur frá Miðdal. I bókarkynningu segir
að hér sé á ferð nýstárleg ævisaga og ríku-
lega myndskreytt. Illugi Jökulsson rekur
söffu þessa eldheita hugsjónamanns í bók-
inni, en þar er einnig vitnað til vina hans
jafnt sem andstæðinga og birtir ítarlegir
kaflar úr skrifum hans sjálfs.
og hann hafði sína eigin vinnu-
stofu.[...]
Stefnuskrá
Skömmu eftir að Guðmundur
frá Miðdal kom heim frá námi í
Miinchen skrifaði hann grein í
tímaritið Iðunni sem skoða má
sem eins konar stefnuyfirlýsingu
hans í listum, jafnframt því að vera
hugleiðingar hans um samtímalist.
Greinin lýsir mæta vel hefðbundn-
um viðhorfum Guðmundar sem
áttu síst eftir að breytast með ár-
unum. [... ]
Lögmál listarinnar er eilíft og
verður ekki fótum troðið með sjálf-
birgingshætti og einangrun. Lista-
maðurinn ber ábyrgð á verkum
sínum gagnvart heiminum. Pað er
ekki sama hvort verk hans vekja
háleitar hugsjónir eða þjóna lágum
hvötum. Listamaðurinn verður að
bera svo mikla virðingu fyrir sköp-
unarverkinu að hann afskræmi
það ekki vísvitandi. Hann verður
að hlusta á raddir samvizku sinnar
og hlýða þeim. Einungis á þann
hátt getur hann orðið heiminum að
gagni. Listin heimtar algera hlýðni
af þjónum sínum en á enga afsök-
un fyrir þá.
Það er fróðlegt að athuga hvern-
ig þjóðirnar launa þessum „mod-
erne“ augnabliksbörnum sínum.
Allt ber það vott um sjúkan hugs-
unarhátt. Óhóflegt hól samfara
ríkidæmi og titlum - en eftir
nokkra áratugi fyrirlitning og eilíf
útskúfun. Band það sem áður batt
listamenn og þjóðir órjúfanlega
saman er slitið. í staðinn kemur
sjálfbirgingsskapur, smjaður,
hræsni og úlfúð.
Það væri of mikil svartsýni að
sjá ekkert gott íhinum svokölluðu
listnýjungum. Ef vel er athugað
sér þar rofa fyrir stórtækum per-
sónum og dynamiskum krafti.
Gjörhugull maður sér líka löngun
til að hverfa aftur til náttúrunnar,
enda þótt það komi venjulega fram
GUÐMUNDUR stundaði sjóinn
frá Þorlákshöfn á árunum
1913-1915.
í leiðinlegu formi, t.d. í því að eftir-
líkja list blökkumanna eða stein-
aldarminjar, eða í því að þrengja
formum náttúrunnar inn í lögun
keilu, kúlu eða sívalninga. [... ]
Ævintýri á Fimmvörðuhálsi
Einar B. Pálsson segir frá.
Við Guðmundur kynntumst um
það bil árið 1940, en að sjálfsögðu
hafði ég lengi vitað af honum. Það
sópaði að Mannsa í Reykjavík;
hann var einhver sú alflottasta
týpa sem maður sá hér á götunum,
ef svo má að orði komast. Hann
var myndarlegur og vörpulegur á
velli, svipfallegur og mjög vin-
gjarnlegur og viðfelldinn í tali. Ég
held að það hafi ekki verið margar
dömur sem ekki kiknuðu svolítið í
hnjánum þegar þær sáu hann.
Hann var býsna umtalaður, en ég
varð nú ekki var við neitt illt út af
einkamálum hans, það hefur þá
farið framhjá mér.
En þar að auki þekktu allir sem
höfðu einhvern áhuga á fjalla-
mennsku og skíðaferðum vel til
hans. Þegar hann byrjaði að fara á
fjöll hér á Islandi um eða fyrir
1920 var slíkt álitið mesta sérviska
og ég tala nú ekki um þegar fréttir
bárust af því að hann væri farinn
að príla í Ölpunum, meðan hann
var í sínu námi suður í Munchen.
Um það leyti sem Guðmundur
kom heim frá Þýskalandi var
áhugi á fjallamennsku að aukast
hér á íslandi og hann varð strax
forystumaður í hópi þeirra sem
fundu sér ekkert skemmtilegra að
gera en að ganga á hálendið. Ég
var sjálfur mikill áhugamaður um
skíðaíþróttina, en þar kom Guð-
mundur frá Miðdal reyndar líka
við sögu, eins og í öllu útivistar-
sporti. Við Steinþór Sigurðsson
vorum miklir vinir og með algjöra
skíðadellu, vorum í stjórn skíða-
ráðs Reykjavíkur og vildum helst
vera allar helgar uppi í fjöllum.
Þannig var ekki nema eðlilegt að
við kæmumst í kynni við Guð-
mund, þó hann væri miklu eldri en
við, og gæti ekki talist neinn boð-
fari í skíðatækninni lengur; hann
hafði lært sínar kúnstir áratug
fyrr og framfarirnar voru allmikl-
ar á Islandi á þeim tíma. En hann
var í hópi brautryðjendanna og um
það leyti sem ég fer að láta til mín
taka á skíðunum, milli 1930 og ‘40,
þá eru mjög fáir menn á hans aldri
sem eitthvað eru á skíðum.
Fyrir nú utan allan áhuga á úti-
vist, þá þekktu móðir mín og móð-
ursystir Mannsa vel og þannig vildi
það til að ég og Steinþór fengum að
vera með í hópi sem ætlaði upp á
Fimmvörðuháls um páskana árið
1941. Guðmundur hafði stofnað
Fjallamenn skömmu áður og þeir
höfðu reist skálann á Fimmvörðu-
hálsi, en nú átti að fara og halda
áfram að dytta að honum. Með
honum ætluðu Leifur Kaldal og
Ósvaldur Knudsen en þeir Stein-
þór og Ósvaldur voru miklir vinir
og þannig atvikaðist það að okkur
Steinþóri var báðum boðið með.
Við Steinþór vorum afar spennt-
ir, enda höfðum við aldrei ráðist í
álíka fyrirtæki og þetta. Við áttum
að safnast saman heima hjá Guð-
mundi á Skólavörðustígnum og
þangað mættum við náttúrlega
með nesti og nýja skó og allar okk-
ar fínustu græjur, en þá var hann
bara ekki heima. Hann var víst í
einhverjum veiðitúr. Við vorum
dálítið hissa á þessu, en okkur var
bara sagt að hann hlyti að fara að
koma. Svo hinkruðum við, og það
stóð heima, hann kom á endanum
en dálítið seint. Ekki man ég nú
hvað hann hafði verið að veiða eða
hvernig veiðiskapurinn hafði geng-
ið, en hann var að minnsta kosti
búinn að kaupa í matinn handa
okkur, stóra spyrðu af ýsu, sem við
áttum að taka með okkur. Og hann
hafði engar vöflur á, heldur dreif
sig úr veiðigallanum og beint í
skíðafötin og tilkynnti: „Nú förum
við.“
Okkur fannst þetta dálítið
harkalegt gagnvart fjölskyldu
hans, hann var víst búinn að vera í
burtu nokkra daga og ætlaði svo
að drífa sig undir eins aftur í burtu
og vera heila viku, og það á sjálf-
um páskunum. En þetta var þá
hans máti og konan hans virtist
ekki kippa sér upp við þetta; hún
var greinilega vön því að svona
væri Mannsi.
Svo keyrðum við af stað austur í
Skóga. Það var snjór yfir öllu,
enda hafði gert mjög vont veður
nokkrum dögum fyrr og raf-
magnslínur lágu niðri á löngum
köflum. En í Skógum biðu okkar
hestar og við lögðum af stað upp
eftir. Við vorum með talsvert af
farangri, enda kom nú í ljós að
Mannsi hafði boðið ansi mörgum
upp í skálann þessa páskahelgi.
Hann vissi reyndar ekki nákvæm-
lega hversu margir myndu mæta,
en við gátum átt von á þó nokkrum
fjölda.
Nú, ferðin upp eftir var ansi erf-
ið. Þetta var eiginlega fyrsta
reynsla mín af raunverulegum
fjallaferðum og við fórum þetta í
einu snarhasti. Síðasta brekkan
var helvíti erfið. En loks náðum við
upp að skálanum, ansi móðir, og þá
kemur í ljós að við komumst ekki
inn í húsið. Guðmundur hafði hann-
að húsið sjálfur og greinilega ekki
tekist það alveg nógu vel. Skála-
gólfið var aðeins lægra en jörðin
fyrir utan - móbergsklöpp - og
það þýddi að vatn hafði lekið inn
með hurðinni og frosið, en hurðin
opnaðist inn og stóð því föst.
Ekki man ég nú hvernig við
björguðum þessu en inn komumst
við á endanum. Þá tók ekki betra
við því þegar við kveiktum í kab-
yssunni kom allur reykurinn beint
framan í okkur. Strompurinn hafði
ekki verið hannaður rétt og það
hafði líka komist vatn og snjór of-
an í hann og frosið. Auðvitað var
þessu kippt í liðinn, og þá skipti
Mannsi liði. Suma setti hann í að
elda ýsuna í kabyssunni, en við
mig sagði hann: „Heyrðu, það á
eftir að setja vindskeiðarnar á
skálann og ég kann ekki við annað
en að ljúka því. Þú ert verkfræð-
ingur. Vilt þú ekki hjálpa mér að-
eins?“
Og ég hugsaði með mér: Nú er
illt í efni. Ég hafði unnið við húsa-
smíði og vissi að það var þó nokk-
uð mikið verk að koma vindskeið-
um á eitt hús. Og það var kominn
eftirmiðdagur. En Mannsa óx
þetta ekkert í augum. Ég spurði
hvort vindskeiðarnar ættu ekki að
vera útskornar og hann sagði: „Jú,
að sjálfsögðu eiga þær að vera út-
skornar. Við skerum þær bara út
um leið og við festum þær upp.“
Við fórum svo út og þó ég ætti
að heita verkfræðingur og nokkuð
reyndur smiður, þá tók Mannsi
auðvitað algjöra forystu í þessu
öllu saman. Hann átti fjórar fjalii-
afgangs frá skálasmíðinni haustið
áður, og það skiptir engum togum;
hann dregur upp einhver frum-
stæð áhöld og eins og hendi sé
veifað er hann búinn að skera út
fjóra drekahausa á endann á fjöl-
unum. Ég ætlaði ekki að trúa mín-
um eigin augum. Hann var svo
snöggur að þessu en samt var
þetta svo flott hjá honum. Og þó
voru verkfærin óttalegt rusl, spor-
járn og hamar og annað ekki. Og
við klifruðum upp á þakið og fest-
um vindskeiðarnar einhvern veg-
inn á og allt í einu var þetta bara
búið. Þeir sem voru að bjástra við
ýsuna inni í skálanum urðu alveg
steinhissa þegar við stukkum nið-
ur af þakinu, en svona var Mannsi
fljótur að öllu. Hann var svo flink-
ur þegar hann var að vinna, bæði
einbeittur og svo verklaginn að
hvert handtak nýttist. Hann var
hamhleypa en svo gat hann slakað
fullkomlega á þess á milli.
En þegar við komum niður af
þakinu og hinir áttu að vera langt
komnir með að elda fiskinn, þá
gaus á móti okkur ægilegur óþef-
ur. Ástæðan var sú að Mannsi
hafði gleymt að slægja fiskinn. Við
vissum ekkert um það því hann
hafði komið askvaðandi með hann
upp á Skólavörðustíg og bara hent
honum aftur í bílinn hjá okkur,
með haus og hala.
En einhvern veginn varð að gera
gott úr þessu og að lokum komum
við okkur fyrir. Veðrið var þá orðið
andskoti vont, eins og vera ber á
Fimmvörðuhálsi; eiginlega var
brátt ekki hundi út sigandi. Eitt-
hvað vorum við samt að væflast
þarna úti við en síðan komum við
okkur inn í skálann og fórum að
segja sögur, helst af svaðilfórum
og ævintýrum sem við höfðum lent
í. Það var ekki komið að tómum
kofunum hjá Steinþóri, hann hafði
mælt upp allt hálendi íslands og
þekkti hálendið eins og vasann á