Morgunblaðið - 23.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JH«jr®iUttWíiiÖiií5 B 1997 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 BLAD KNATTSPYRNA Haukur Ingi til Liverpool HAUKUR Ingi Guðnason, miðheiji Keflavíkurliðsins og fyrrum fyrirliði 18 ára landsliðs- ins í knattspyrnu, hefur ákveðið að ganga til liðs við Liverpool og gera samning til ársins 2001. Haukur Ingi mun fara til Liverpool eftir áramót til að skrifa undir samninginn. Hann æfði með Liverpool um vikutima fyrr í vetur, einnig með Arsenal og Eindhoven í Hollandi. Haukur Ingi mun hitta fyrir marga snjalla sóknarleikmenn í herbúðum Liverpool, eins og markvarðahrellinn Robbie Fowl- er, hinn unga stórgóða Michael Owen, þýska landsliðsmanninn Karlheinz Riedle og tékkneska landsliðsmanninn Patrik Berger, en Riedle og Berger hafa að mesti mátt verma varamanna- bekkinn í vetur. Haukur Ingi bætist í hóp fjöl- marga leikmanna sem hafa ákveðið að freista gæfunnar í útlöndum. ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS1997: TÍU STK5AHÆSTU / B3 Finnska skíða- landsliðið til íslands NÚ þegar er hafinn undirbún- ingur hjá SKÍ fyrir komu finnska landsliðsins til íslands í sumar. Fyrirhugað er að halda sameiginlega æfingu ís- lenska og finnska landsliðsins í Kerlingarfjöllum í júní eða júlí næsta sumar. Sem kunn- ugt er hefur Kristinn Björns- son æft með finnska landslið- inu í vetur undir handleiðslu austurriska þjálfarans, Christ- ians Leitners. Hugmyndir eru uppi um að samstarfinu verði haldið áfram og er koma Finnanna tii íslands til að und- irstrika enn frekar samvinnu þjóðanna í framtíðinni. Brasilíumenn óstöðvandi Reuters BRASILÍUMENN eru óstöðvandi - tóku Ástralíumenn í kennslustund og unnu 6:0 í úrslitaleik Álfukeppninnar í Riyadh í fyrrakvöld. Enginn lék betur en Ronaldo, knattspyrnumaður ársins, sem var með þrennu og lagði upp tvö mörk fyrir Romario sem skoraði líka þrisvar. Félagar hans sjást hér fagna honum (9). Brasilíumenn hafa ekki tapað leikfrá HM f Bandaríkjunum 1994. Ronaldo... / B8 Klinsmann aftur til Tottenham Jiirgen Klinsmann, fyrirliði lands- liðs Þýskalands, er kominn á ný til Tottenham. Lundúnaliðið hef- ur fengið hann lánaðan frá ítalska félaginu Sampdoría út þetta keppn- istímabil og er hann fenginn til að hleypa nýju blóði í liðið, sem hefur gengið ilia að undanförnu. Klinsmann var geysilega vinsæll hjá Tottenham er hann lék með lið- inu keppnistímabilið 1994 til 1995, en þá hélt hann til Bayern Múnc- hen, en gekk til liðs við Sampdoría sl. sumar. Klinsmann er 33 ára - endurkoma hans til Tottenham er ein sögulegasta stund í ensku knatt- spyrnunni. Hann skoraði 29 mörk fyrir Tottenham og var kjörinn knattspyrnumaður ársins í Eng- landi. „Tottenham er mjög gott félag - mér líður eins og ég sé kominn heim,“ sagði Klinsmann við komuna til London í gær. Christian Gross, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði að Klinsmann yrði jafnvel fyrirliði liðsins. „Hann er fyrirliði þýska landsliðsins, því ekki hjá okkur?“ Klinsmann leikur líklega sinn fyrsta leik með liðinu gegn Arsenal á sunnudaginn kemur. David Pieat var ráðinn knatt- spyrnuráðgjafi hjá Tottenham í gær. mma VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN 20.12.1997 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1.5 af 5 0 3.098.661 O 4af5 ts 4. pius ^ 538.890 3.43,5 m 8.370 4. 3af5 3.600 600 Samtals: 3.712 6.726.621 HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: 6.726.621 TVOFALDUR 1. VINNINGUR Á LAUGARDAGINN LWTTw VINNINGSTOLUR MIÐVIKUDAGINN 17.12.1997 Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð vinningar 41.123.694 736.727 3. 5a,e 144.570 4. 4 af 6 186 2.470 452 430 42.803.341 Samtals: HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: 42.803.341 A ISLANDI: 1.679.647 TVÖFALDUR 1. VINNINGUR k MIÐVIKUDAGINN • Bónusvinningurinn si. laugardag kom á miða sem keyptur var í Neskjöri við Ægisíðu í Reykjavík. ' ENDURTEKINN AUKA- ÚTDRÁTTUR Á LAUGARDAG Tölurnar í aukaútdrættinum voru7,11,16, 30 og 38. Þar sem enginn var með 5 réttar aðaltölur (reyndar ekki í aðalútdrættinum heldur) verður hann endur- tekinn á laugardaginn kemur. Munið því að kaupa miða. SÍMAR: UPPLÝSINGAR í SÍMA: 568-1511 GRÆNTNÚMER: 800-6511 TEXTAVARP: 451 OG 453

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.