Morgunblaðið - 23.12.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.12.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 B 7J> Körfuknattleikssnillingurinn Michael Fannst ég allt í einu gamall KOBE Bryant hjá Los Angeles Lakers, sem margir hafa kall- að næsta Jordan, hefur verið í sviðsljósinu í NBA-deildinni í vetur. Kóngurinn Michael Jordan var hrifinn af leik Bryants í sl. viku og sagði hann hafa mikla hæfileika. „Ég var hrifinn af því þegar hann kom til mín inni á veliinum og spurði mig hvernig ég léki með boltann valdaður undir körfunni. Mér fannst ég allt í einu gamall þegar hann spurði mig um þetta,“ sagði Jordan. Uppselt 500. leikinn í röð UPPSELT var á heimaleik Chicago í 500. skipti í röð í sl. viku. Aðeins tvö lið hafa leikið fleiri leiki í röð fyrii' fullu hiísi. Portlanð lék 814 ieiki í röð og Boston 662. þess má geta að United Center í Chicago tekur yfu' 21.700 manns í sæti. Sabonis besti Evrópubúinn ARVIDAS Sabonis frá Portland var kosinn „Herra Evröpa“ af ítalska tímarit- inu Gianti del Basket. Orð- una fær besti evrdpski ieik- maðurinn livert ár, að mati blaðsins. þetta er í annað sinn sem Sabonis vinnur þennan titil. Toni Kukoe lijá Chicago varð annar í vali blaðsins að þessu sinni, en hami er eiui leikmaðurinn sem hefur unnið þennan titil þrisvar. Bannað að blóta FORRÁÐAMENN NBA deildai'innar sendu liðunum nýlega oi'ðsendingu um að ieikmenn og þjálfarar sem blótuðu of inikið í leikjum yrðu ná sektaðir um 2500 daii, tæpar 180 þúsund lirón- ur, og ættu yfir höfði sér bann. „Við skiljum að i hita leiksins segja menn ýmisiegt, en þegar amiaðlivert orð út lír mönnuin er lilótsyrði er kominn tími að taka í taumana," sagði Rod Thorn, en hann sér um slík mál fyrir deildina. Leikmemi liafa aldrei áður verið sektaðir fyrir blótsyrði. Þetta keinur í kjölfar reglna um sídd buxna leikmanna. Mai-gir yngri leikmenn hafa vertð sektaðir fyrir að vera í of síðuin stutt- buxuin, en reglan í ár er ein tonima yfir hné! N ú þegar um þriðjungi af deild- arkeppninni er lokið í NBA deildinni er Gunnar Valgeirsson skrífar frá Bandaríkjunum vert að athuga frammistöðu liða og bera saman við spár sem gerðar voru fyrir keppnis- tímabilið. í Austur- deildinni hefur frammistaða Chicago Bulls valdið mörgum vonbrigðum, en liðið hef- ur tekið við sér undanfarnar tvær vikur og Scottie Pippen mun sennilega hefja keppni fljótlega eftir áramót. Hann hefur reyndar sýnt sitt rétta andlit á undanförn- um vikum með yfírlýsingum um að forráðamönnum liðsins sé ekki treystandi og að hann vilji frekar keppa annars staðar. Þetta kom Miehael Jordan og þjálfaranum Phil Jackson á óvart, en þeir ákváðu báðir að koma vera með í ár eftir samkomulag við Pippen um að hann myndi einnig spila sitt síðasta keppnistímabil á núverandi samningi sínum við liðið. Jordan sagði nýlega að Pippen ætti að hætta árásum á forráðamenn liðs- ins og standa við loforð sín. Eftir þessi ummæli Jordans virtist sem Pippen skildi betur stöðuna og svo virðist sem hann muni spila með liðinu þegar hann verður orðinn góður af meiðslum sínum. Atlanta og Cleveland hafa bæði komið á óvart með góðum leik það sem af er. Varamannabekkur Atl- anta var talinn veikur, en sú hefur ekki orðið raunin. Miðherjinn Di- kembe Mutombo hefur aldrei leik- ið betur í sókn en nú (hann skorar um 16 stig í leik). „Lenny Wilkens [þjálfari Atlanta] sagði við mig eft- ir síðasta keppnistímabil að hann þyrfti að treysta meira á mig í sókninni og í sumar einbeitti ég mér að sóknarleiknum," sagði Mu- tombo nýlega. Cleveland umturnaði liði sínu og leikur mun skemmtilegar en á síð- asta keppnistímabili. Shawn Kemp (frá Seattle) og Wesley Person (frá Phoenix) hafa báðir komið vel út, en mest á óvart hefur þó komið leikstjórn nýliðans Brevins Knights. Hann er einn besti nýlið- inn í ár. Loks er að geta frammistöðu Indiana Pacers undir stjórn Larrys Birds. Liðið byrjaði keppn- istímabilið afleitlega, en það hefur Jordan eftir að hafa svarað spurningu Kobe Bryants Reuters MICHAEL Jordan er hér að leggja knöttinn í körfuna hjá leikmönnum New Jersey Nets, sem lutu f lægra haldi fyrir Jordon og samherjum hjá Chicago Bulls um helgina, 100:92. nú unnið hvern leikinn á fætur öðrum (þ. á m. fímm í röð á dögun- um). í Atlantshafsriðli Austurdeildar hefur Orlando komið á óvart. Chuck Daly er að gera það gott, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að Penny Hardaway hefur nú misst úr nokkra leiki. Hann fór í hnéuppskurð í vikunni og verður frá í nokkrar vikur. Miami Heat hefur einnig gengið vel án mið- herjans Alonzos Mournings, sem reyndar spilaði sinn fyrsta leik í vikunni. Liðið hefur reyndar tapað meirihluta leikja sinna við betri liðin, en það ætti að breytast við endurkomu Mournings. New York Knicks hefur gengið nákvæmlega eins og undirritaður hélt í upphafi keppnistímabilsins. í liðinu leika margir reyndir leik- menn, en það smellur mjög sjaldan saman og má mikið breytast ef lið- ið ætlar sér stóra hluti í úrslita- keppninni. Boston Celtics hefur komið skemmtilega á óvart, en Rick Pitino er augljóslega frábær þjálfari. Hann hefur safnað saman ungum leikmönnum og liðið vinnur flesta leiki sína við lélegri liðin á baráttunni einni saman. Larry Brown, þjálfari Philadelphia 76ers, sagði í sl. viku eftir tap fyrir Boston: „Eg ber mikla virðingu fyrir hvernig liðið leikur. Leik- menn berjast um hvern bolta og gefast aldrei upp. Pitino hefur staðið sig frábærlega og ég held að enginn annar þjálfari hefði getað fengið svo mikið út úr þessum mannskap annar en hann.“ VESTURDEILD Los Angeles Lakers hefur ekki valdið vonbrigðum. Liðið byrjaði keppnistímabilið með miklum lát- um, en hefur gengið erfiðlega að aðlagast fjaiweru Shaquilles O’Neals. Hann mun hefja leik að nýju um helgina eða í næstu viku. í fjarveru hans hafa þeir Kobe Bryant, Eddie Jones og Rick Fox allh’ skorað meira. Bryant setti þrjú persónuleg stigamet á einni viku. Hann skoraði 27 stig gegn Houston síðasta föstudag, 30 stig gegn Dallas á sunnudag, og 33 stig gegn Chicago á miðvikudag. Mich- ael Jordan var hrifinn af leik Bryants. „Hann hefur greinilega mikia hæfileika og ég var hrifinn af því þegar hann kom til mín inni á vellinum og spurði mig hvernig ég léki með boltann valdaður undir körfunni. Mér fannst ég allt í einu gamall þegar hann spurði mig um þetta,“ sagði Jordan. Ef Lakers kemst aftur í gang þegar O’Neal byrjar að nýju er eins gott að hin liðin í deildinni verði tilbúin. Seattle hefur reyndar forystu í Kyrrahafsriðlinum og haf skipti á Shawn Kemp fyrir Vin Baker kom- ið vel út fyrir liðið. Baker hefur verið frábær það sem af er og virð- ist liðið mun heilsteyptara en á síð- asta keppnistímabili. Phoenix Suns hefur leikið vel, en Danny Ainge þjálfari hefur sagt að liðið hafi ekki enn fundið réttan leikstíl til lengd- ar. ~ í Miðvesturi’iðlinum hefur Utah saknað Johns Stocktons, en hann hóf loks leik með liðinu í síðustu viku. Án hans var sókn liðsins ekki eins góð og venjulega. Svo slæmt var ástandið orðið að Karl Malone kvartaði opinberlega við blaða- menn um daginn yfir því að hann fengi enga hjálp frá stóru mönnun- um í sókninni. Houston hefur átt erfítt upp- dráttar eftir að Hakeem Olajuwon meiddist, en Kevin Willis hefur þó leikið frábærlega í fjarveru hans^- En hann er því miður ekki Ola- juwon. San Antonio Spurs hefur ekki staðið sig eins vel og margir bjuggust við. Nýliðinn Tim Duncan hefur þó leikið vel, svo og David Robinson, en bakverðir liðsins hafa valdið vonbrigðum og halda margir að liðið muni reyna að ná í nýjan bakvörð áður en langt um líður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.