Morgunblaðið - 23.12.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.1997, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 MORGUNB L AÐIÐ ÍÞRÓTTIR Islenska landsliðið í handknattleik til Svíþjóðar Sjö leikmenn hafa ekki áður leikið landsleik í útlöndum Leikmenn Landsleikir Ingvar Ragnarsson, Stjörnunni Elvar Guðmundsson, Breiðabliki 2 r* o |p Guðmundur Petersen, FH 0 Hilmar Þórlindsson, Stjömunni 0 Ragnar Óskarsson, ÍR 0 Daði Hafþórsson, Fram 0 Jón Freyr Egilsson, Haukum 2 Þessir hafa farið eina utanferð: Hlynur Jóhannesson, HK 4 (Þýskal.) Arnar Pétursson, Stjörnunni 2 (Færeyjar) Njörður Árnason, Fram 4 (Grænl.) Sigfús Sigurðsson, Val 5 (Japan) Tveir leikmenn í y landsliðshópnum (fyriif utan nýliðana) hafa ekki leikið landsleik/á íslandi: * Aron Kristjánsspn, Haukum 8 landsleikir í þremur ferðum Sigfús Sigurðsson, Val 5 landsl. í einni ferð til Japans ■ GUNNAR Andrésson hand- knattleiksmaður með UMFA og sam- býliskona hans, Þórunn Garðars- dóttir leikmaður Fram og íslenska landsliðsins eignuðust 17 marka og 54 sm dreng á laugardaginn. ■ DUSAN Uhrin, landsliðsþjálfari Tékklands í knattspyrnu, sagði starfi sínu lausu eftir að Tékkar höfðu unnið Uruguay 1:0 í keppni um 3. sætið í Heimsálfukeppninni í fyrradag. ■ UHRIN kom Tékkum í úrslita- leik Evrópukeppninnar í fyiTa en þeir náðu ekki í úrslitakeppni HM. Uppsögnin kom ekki á óvart og hann sagði þetta rétta tímann til að hætta, en tekur við þjálfun A1 Nassr í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum næstu sex mánuðina. ■ CLTVE Barker sagði upp lands- liðsþjálfai'astöðu Suður-Afríku í knattspymu þegar liðið kom heim eft- ir Heimsálfukeppnina en það var gagnrýnt á heimaslóðum fyrir frammi- stöðuna, eitt jafntefli og tvö töp. ■ SERGIO Martinez, miðherji Ur- uguay, gerði um helgina samning við Deportivo Coruna á Spáni og gildir hann til vors 2001. ■ MARTINEZ, sem lék með Boca Juniors í Argentínu og hefur þrisvar verið markakóngur deildaiánnar, er einn fímm leikmanna sem spænska félagið keypti í liðinni viku. Hinir eru Sebastian Abreu, miðherji frá Ur- uguay, Mustapha Hadji, miðherji frá Marokkó, og argentínsku bræðurnir Lionel og Mauro Scaloni, sem eru með ítalskt ríkisfang. ■ FRANSKI landsliðsmaðurinn Christophe Dugarry gekk um helg- ina til liðs við Marseille frá Barcelona. Miðherjinn var í ár hjá spænska félaginu en átti í erfiðleik- um og fékk fá tækifæri. ■ MARIN Frandsjö landsliðsmað- ur Svía í handknattleik hefur skrifað undh- þriggja ára samning við þýska handknattleiksliðið GWD Minden frá og með næsta sumri. Frandsjö leikur nú með Svíþjóðarmeisturum Red- bergslid. ■ ALEKSANDR Tutschkin félagi Patreks Jóhannessonar hjá Essen meiddist í baki í leik gegn Niederwiirzbach fyrir viku og að sögn Patreks eru meiðsli hans það alvarleg að vera kann að Tutschkin leiki ekki meira á leiktíðinni. ■ ÞETTA eru slæmar fréttir fyrir Essen sem er í neðsta sæti deildar- innar. Forráðamenn félagsins hafa hafíð leit að manni til að fylla skarð Tutschkins, en hafa til þess skamm- an tíma því félagaskiptatíminn renn- ur út um áramót. ■ MAGNUS Anderson sænski landsliðsmaðurinn sem leikur með GWD Minden hefur ákveðið að halda heim að þessu keppnistímabili loknu. Hefur Anderson gert samning við Halmstad. ■ PATRICK Ewing, lykilmaður New York Knicks í NBA-deildinni, meiddist illa á hendi í leik gegn Milwaukee um helgina, er hann féll við er hann reyndi að troða knettin- um í körfuna. Hann verður frá æf- ingum og keppni næstu vikurnar. ■ FRANSKI landsliðsmaðurinn Mickael Madar, sem leikur með La Coruna á Spáni, er á förum til Everton. Howard Kendall knatt- spyrnustjóri Everton vonast til að miðherjinn geti leikið með liðinu gegn Man. Utd. RONALDO Ronaldo frá Brasilíú er besti knattspyrnumaður heims. Þessi tuttugu og eins árs gamli Brasilíumaður æfði sig í öng- strætum úthverfis Ríó og ákvað fyrir 15 ái-um, að eigin sögn, að gera garðinn frægan í Evrópu. Draum- urinn vai'ð að veruleika þegar pilturinn var 17 ára og síðan hefur hann sleg- ið í gegn með PSV í Hollandi, Bareelona á Spáni og Inter á Ítalíu síðan síð- sumars auk þess sem hann hefur verið lykilmaður í landsliði Bras- ilíu undanfarin misseri. „Ég er rétt að byrja, á mikið ólært og vona að ekkert komi í veg fyrir að ég geti bætt mig til muna,“ sagði hann eftir að hafa verið út- nefndur besti knattspyrnumaður heims í fyira, bæði hjá lesendum knattspyrnutímaritsins World Soccer og Alþjóða knattspyniu- sambandinu. Lesendur tímarits- ins völdu hann aftui' í ár, gert er ráð fyrir að FIFA geri slíkt hið sama og í gær var formlega til- kynnt að hann væri Knatt- spyrnumaður Evrópu 1997 í könnun sem franska knatt- spyrnublaðið France Football gengst fyrir árlega. Þessi snillingur hefur óneitan- lega oft komið upp í hugann að undanförnu þegar greint hefur verið frá félagaskijrtum ungra og efnilegra íslenski'a knattspymu- manna úr íslenskum liðum til er- lendra. Aldrei hafa eins margh' íslendingar samið við erlend fé- lög og í ár en um hálft hundrað er gengið á mála erlendis. Þeir, eins og aðrir i knattspymuhi'eyíing- unni, hafa gagnrýnt aðstöðuleysi til æfínga og keppni á veturna sem og stutt keppnistímabil, að ekki sé minnst á áhugamennsk- una. Hér sé ekki hægt að ná framförum og getu á rið það sem gengur og gerist eriendis. Vonandi tekst þessum piltum ætlunarverkið og þeim fylgja bestu árnaðaróskir en þeir eiga eftir að komast að því að langur vegur er á milli áhugamennsku og atvinnumennsku. Ronaldo ætlar sér að feta í fótspor Peles, dáðasta knattspyrnumannsins í sögu knattspymunnar, með það að leiðarljósi að æfingin skapar meistai'ann. Hann segist aldrei hafa tíma til að vera með fjöl- skyldunni, skoða sig um í heimin- um, taka lífinu létt í góðra vina hópi. „Allt þetta verður að bíða þar til ég hætti að leika knatt- spyi-nu,“ segii- hann. Viss Ijómi fylgir því að vera at- vinnumaður í knattspyi-nu en starfíð er erfitt og mun erfiðara en flesth' gera sér grein fyiii'. Kí'öfurnai' eru miklar, álagið geysilegt. í flestum tilfellum er um að ræða mun betur borgaða vinnu en leikmennirnir eiga kost á annars staðar og þeh' sem ekki sinna verkinu eins og til er ætlast fá fljótt til tevatnsins. Ronaldo er ekki það sem hann er vegna þess að hann hefur fengið borgað fyrir það sem hann hefur verið að gera - þótt pen- ingamir hafi vissulega auðveldað honum leikinn - heldur vegna þess að hann setti sér það mark- mið á unga aldri að virkja hæfi- leikana, ná ái'angri, og hefur hegðað sér samkvæmt því síðan. Sá á kvölina sem á völina en sjálfsagi er eina leiðin í þessu efni sem svo mörgu öðru. Steinþór Guðbjartsson Atvinnumennska eða fjölskyldan, vinirnir og umhverfið Vonast nýliðinn DAÐI HAFÞÓRSSON eftirað leika sína tyrstu landsleiki í Svíþjóð? Einn áfangi á lengri leið DAÐI Hafþórsson, vinstrihandarskytta úr Fram, var á dögunum valinn í íslenska landsliðshópinn í handknattleik sem leikur á fjögurra þjóða móti í Svíþjóð á fyrstu dögum nýs árs. Daði hefur sótt mjög í sig veðrið sl. ár og er að verða ein öflugasta örvhenta skyttan í handknattleik hér á landi. Þetta er í annað sinn sem hann er valinn í landsliðhópinn, fyrra skiptið var gegn Sviss í haust, en hann komst þá ekki í 12 manna hópinn sem lék leikina tvo í undankeppni EM í kjölfarið. Daði, sem verður 23 ára gamall 4. janúar, er í sambúð með Dagbjörtu Bjarnadóttur og eiga þau von á sínu Eftir fyrsta barni. Daði ivar er sölumaður hjá Benediktsson GKS Hann segist hafa byrjað snemma að æfa handknatt- leik í 6. flokki hjá ÍR en staldrað stutt rið og farið yfir í Val. Á yngra ári í 3. flokki varð Fram fyi-ir val- inu, enda að eigin sögn Framari í húð og hár. „Ég æfði alltaf knatt- spymu með Fram og kunningjar mínir voru í handboltanum hjá þar. Hjá þri félagi sló hjarta mitt svo ég skipti þangað úr Val. Ég er Framari og verð það alltaf, hverju sem á gengur,“ segir Daði. Hvers vegna tókstu handknatt- leikinn fram yfir knattspyrnuna? „Handknattleikurinn höfðaði alltaf meira til mín en knattspyrn- an sem var meiri dægrastytting yílr sumartímann heldur en að mikil alvara væri á bak við hana.“ Samt hefurþú ekki alltuf verið í Fram? „Er Fram féll í aðra deild fyrir nokkrum árum lék ég með félag- inu einn vetur í þeirri deild, en söðlaði um og fór í ÍR og lék með félaginu í tvö ári í fyrstu deild. Þá komst ég að því að ég var ekki til- búinn í slaginn í fyrstu deildinni. Fór þá aftur í mitt gamla félag.“ Kom það á óvart að vera valinn í hópinn í haust og aftur nú? „Bæði og, ég hafði áður sett stefnuna á að að leggja mig fram og komast inn í landsliðhópinn í vetur, enda er það örugglega draumur allra sem eru í íþróttum af alvöru að leika með landslið- inu.“ Morgunblaðið/Kristinn DAÐI Hafþórsson vonast til þess að geta sameinað nám og handknattleik utan landsteinana áður en langt um líður. Voru það vonbrígði að fá ekki nasaþefínn gegn Sríss? Nei, alls ekki. Ég veit að það tekur tíma og erfiði að festa sig í sessi í landsliðinu.“ Hvernig var að koma íhópinn? „Mjög ánægjulegt og mikil hvatning til þess að halda áfram að bæta sig og sýna fram á að maður verðskuldi sætið. Annars hef ég aðeins kynnst þri að vera í landsliðinu því er ég var yngri var ég oft með yngri landsliðunum. Þannig að ég rissi alveg út hvað þetta gengur." Ertu vongóður að komast með til Svíþjóðar og leika þínu fyrstu landsleiki? „Það á eftir að koma í ljós, en ég vona það besta.“ Einhverjir draumar um at- rínnumennsku? „Mig langar út og leika hand- knattleik og reyna þar með að sameina nám í tölvunarfræði handknattleiknum. Einn áfangi er að komast í landsliðið og annar að komast út en rissulega myndi það hjálpa til að leika með landslið- inu.“ Hvert er draumalandið? „Þýskaland er auðvitað efst á blaði, enda besti handknattleikur- inn þar, en annars væri ég opinn fyrir öllu ef ég gæti sameinað það námsferð." Einhver áhugamál fyrir utan handboltann? „Ég er aðeins byrjaður í golfinu undir handleiðslu Guðmundar Pálssonar, félaga míns í Fram, en árangurinn af samstarfinu er ekki enn kominn fram.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.