Morgunblaðið - 23.12.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.12.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1997 B 3 ÍÞRÓTTIR Samtök íþróttafréttamanna útnefna íþróttamann ársins í 42. sinn Guðrún Halldór Jón Arnar Kristinn Ólafur Sigurbjörn Sex af tíu einnig meðal stigahæstu síðast Birgir Leifur Geir NÖFN þeirra tíu stigahæstu í kjöri Samtaka íþróttafrétta- manna á íþróttamanni ársins voni tilkynnt í gær. Kjörinu verður lýst í hófi á Hótel Loftleiðum í Reykjavík mánudaginn 29. desember næst- komandi og verður það í 42. skipti sem Samtök íþróttafréttamanna standa að kjörinu, en þau voru stofnuð 1956. Eftirtaldir íþróttamenn urðu í tíu efstu sætunum í kjörinu að þessu sinni, og eru nöfn þeirra birt í stafrófsröð: •Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Leyni á Alo-anesi. •Geir Sveinsson, handknattleiks- maður úr Wuppertal í Þýska- landi. •Guðrún Amardóttir, frjálsí- þróttamaður úr Armanni í Reykjavík. •Halldór Svavarsson, kara- temaður úr Karatefélagi Reykjavíkur. •Jón Arnar Magnússon, frjálsí- þróttamaður úr Tindastóli á Sauðárkróki. •Kristinn Björnsson, skíðamaður úr Leiftri á Ólafsfirði. •Ólafur Stefánsson, handknatt- leiksmaður úr Wuppertal í Þýskalandi. •Sigurbjöm Bárðarson, hestaí- þróttamaður úr Fáki í Reykja- vík. •Vala Flosadóttir, frjálsíþrótta- maður úr ÍR í Reykjavík. •Öm Amarson, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Sex þessara íþróttamanna voru einnig á lista yfír tíu stigahæstu í fyrra; Birgir Leifur Hafþórsson, Geir Sveinsson, Guðrún Arnar- dóttir, Jón Arnar Magnússon - sem þá var kjörinn íþróttamaður ársins fyrir 1996, og hefur reynd- ar hlotið nafnbótina tvö síðustu ár - Kristinn Björnsson og Vala Flosadóttír. „Tuttugu og einn félagi er nú í Samtökum íþróttafréttamanna; frá Morgunblaðinu, DV, Ríkisút- varpinu [útvarpi og sjónvarpij, ís- lenska útvarpsfélaginu (Stöð 2, Bylgjunni og Sýn) og Degi. Hver félagsmaður í samtökunum setur saman lista með nöfnum 10 íþróttamanna og þeim em síðan gefin stig skv. reglugerð um kjör- ið,“ segir í frétt frá samtökunum. Þar segir ennfremur: „í hófinu 29. desember verða tíu efstu íþróttamenn í kjörinu heiðraðir með veglegri bókagjöf frá Máli og menningu eins og síðustu ár og þrír efstu fá eignargripi. Helstu styrktaraðilar SI vegna kjörsins að þessu sinni eru Mál og menn- Vala Öm ing og hótel Loftleiðir. Iþrótta- maður ársins fær svo vitaskuld til varðveislu styttuna glæsilegu, sem fylgt hefur nafnbótinni frá upphafi.“ Þess má geta að meðal þeiiTa sem boðið er að vera viðstaddir útnefningu íþróttamanns ársins eru allir þeir sem borið hafa þann titil. Vilhjálmur Einarsson, frjáls- íþróttamaður, var fyrstur út- nefndur íþróttamaður ársins 1956, eftir að hann vann til silfur- verðlauna í þrístökki á Ólympíu- leikunum í Melboume, og hefur hlotið titilinn oftast allra, fimm sinnum. Einar, spjótkastari, son- ur Vilhjálms og Hreinn Halldórs- son, kúluvarpari, hafa báðir þrí- vegis orðið fyrir valinu. Hóf Samtaka íþróttafrétta- manna á hótel Loftleiðum 29. des- ember hefst kl. 21 og verður í beinni útsendingu ríkissjónvarps- ins. AMERÍSKI FÓTBOLTINN Sanders nær O.J. Simpson DEILDARKEPPNINNI í NFL fótboltanum lauk um helgina og hefst úrslitakeppnin um næstu helgi. Leikur helgar- innar var í Detroit þar sem Ijónin tóku á móti New York Jets. etta var eini leikurinn þar sem bæði lið þurftu á sigri að halda til að komast í úrslitakeppnina. Að auki var Barry Sanders hjá Detroit - sem af mörgum er talinn besti ruðningsmaður (þ.e. að hlaupa með knöttinn gegnum varnarmúrinn) allra tíma - að berjast við að slá met. New York byrjaði vel, komst í 10:0 í fyrri hálfleik, en Detroit náði loks að koma sóknarleiknum í gang um miðjan seinni hálfleik þegar Sanders náði að brjóta vamarmúr Jets í tvígang. Hann skoraði snertimark og kom liði sínu yfir, 13:10. New York fékk tækifæri tií að ná forystu á lokamínútunum, en dómarar leiksins fóru illa að ráði sínu þegar þeir dæmdu Detroit boltann þegar New York átti hann með réttu. Þar með var sigur Lions í höfn og liðið komið í úrslitakeppn- ina. Sanders hljóp 184 jarda með tuðruna í leiknum og náði alls 2.053 jördum á keppnistímabilinu. Þetta er næstbesti árangur í sögu deild- arinnar á einu keppnistímabili. Þess má geta að Sanders fór fram úr O.J. nokkrum Simpson í annað sætið (O.J. lék tveimur leikjum minna)! Það skyggði nokkuð á af- rek Sanders - og sigur Lions - að Reggie Brown, sem leikur í sóknar- línunni, rakst harkalega á mótherja og fékk þungt högg á höfuðið. Brown missti andann og þurftu læknar að lífga hann við inni á vell- inum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Hann var farinn að anda af eigin rammleik og hafði tilfinn- ingu í útlimum á sunnudagskvöld. „Það er erfitt að hugsa um met og úrslitakeppni þegar Reggie er að berjast fyrir lífi sínu úti á vellinum. Hugur minn er nú hjá honum og fjölskyldu hans,“ sagði Sanders eft- ir leikinn og tóku þjálfarar og leik- menn beggja liðanna í sama streng eftir leikinn. Þess má geta að fyrr- verandi leikmaður Jets, Mike Utley, lamaðist eftir svipað atvik íýrir um þremur árum. Víkingarnir frá Minnesota unnu góðan sigur á Indianapolis, 39:28, og komust þar með í úrslit. Sigrar Detroit og Minnesota kostuðu Washington Redskins hins vegar sæti í úrslitakeppninni, þrátt fyrir sigur liðsins á Philadelphia Eagles, 35:32. Annað hvort þeirra varð að tapa til að Minnesota kæmist í úr- slitakeppnina. Tap New York gerði það að verkum að New England Patriots og Miami Dolphins komast bæði í úrslitakeppnina. Þau leika mánu- dagsleikinn. Tampa Bay ti-yggði sér heima- leik í úrslitakeppninni eftir 31:15 sigur á Chicago Bears. Þetta var tí- Reuters BARRY Sanders hjá Detroit á fullri ferð með knöttinn í leiknum gegn New York Jets. undi sigur Tampa Bay í ár, sem er liðsmet. Liðið er nú í úrslitakeppn- inni í fyrsta sinn í átján ár. Aðrir leikir höfðu ekkert að segja um sæti í úrslitakeppninni og tóku sum liðin leiki sína ansi létt. Þannig töpuðu San Francisco og Pittsburgh leikjum sem liðin hefðu sennilega unnið annars. Loks er þess að geta að Dallas Cowboys var rassskellt heima af New York Giants, 20:7, eftir að gestirnir höfðu náð 20:0 forystu í hálfleik. Dallas tapaði síðustu fimm leikjum sínum. „Hér þurfa að verða miklar breytingar ef við ætlum að snúa dæminu við á næsta ári,“ sagði Troy Aikman, leikstjórnandi Dallas, eftir leikinn. Urslitakeppnin hefst um næstu helgi. Sex lið úr hvon-i deild keppa. Tvö bestu liðin úr hvorri deild sitja hjá í fyrstu umferð. I Landsdeild sitja Green Bay Packers og San Francisco 49ers hjá, en New York Giants fær Minnesota Vikings í heimsókn á laugardag og Detroit Lions sækir Tampa Bay Buccaneers heim á sunnudag. I Ameríkudeild sitja Kansas City Chiefs og Pittsburgh Steelers hjá. Denver Broncos tek- ur á móti Jacksonville Jaguars á laugardag og New England Patr- iots og Miami keppa á sunnudag- inn. Það lið sem vinnur mánudags- leik þessara sömu liða fær heima- leik. Liðin sem sitja hjá í fyrstu umferð fara nær undantekningar- laust í úrslitaleikinn sjálfan. Grindavík gegn Haukum GRINDVÍKINGAR mæta Iiaukum í 8-liða úrslitum i bik- arkeppni karla í körfuknatt- leik, en liðin skipa nú efstu sætin í úrvalsdeildinni. Leikið verður í Grindavík 10. janúar. Njarðvíkingar fá Skagamenn í heimsókn, Valur leikur gegn Stjörnunni og ÍR-ingar fara til ísafjarðar, mæta þar KFÍ. Bikarmeistarar kvenua, Keflavík, fær KFÍ í heimsókn 11. janúr, ÍR og ÍS mætast og KR tekur á móti Grindavík. Skallagrímur situr yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.