Morgunblaðið - 23.12.1997, Blaðsíða 8
ing við FILA
SKÍ gerir
styrktarsamn-
og Rossignol
KRISTINN Svanbergsson, fram-
kvæmdastjóri Skíðasambandsins,
kom til Madonna di Campiglio sl.
miðvkudag. Tilgangur hans með
förinni var að hitta umboðsmenn
tveggja fyrirtækja, FILA og
Rossignol, til að ná samningum við
fyrirtækin um að styrkja fslenska
landsliðið á næstu árum. Hann
sagðist vera ánægður með fundina
með umboðsmönnum fyrirtækj-
anna og á uæstu dögum myndi
skýrast hvað út úr fundunum
kæmi.
„Ég get ekki annað en verið
ánægður og nú liggur fyrir tíma-
mótasamningur við italska sport-
vörufyrirtækið FILA. Árangur
Kristins Björnssonar hefur greini-
lega vakið mikla athygli og SKI á
nú mun auðveldara með að fá _
styrktaraðila fyrir landsliðið. Ég
vil á þessari stundu ekki segja til
um hvað í samninugnum felst en
það kemur fljótlega í ljós og ég get
fullyrt að samningarnir eru mjög
góðir og þeir stærstu sem Skíða-
sambandið hefur gert hingað til,“
sagði Kristinn Svanbergssson.
Kristinn og
Marila sér á báti
KRISTINN Björnsson og Finninn
Mika Marila æfa mikið saman. Þeir
keppa báðir í heimsbikarnum en
aðrir í finnska landsliðinu leggja
áherslu á Evrópubikarkeppnina.
Þeir æfa hins vegar aðeins svigið
og því fer það ekki saman með
öðrum í fínnska landsliðinu sem
eru í fleiri greinum, eins og stór-
svigi og risasvigi. Christian
Leitner þjálfari reynir því að
skipta sér niður á liðið og í síðustu
viku var hann með finnska liðinu í
Austurríki meðan Kristinn og
Marila æfðu í Madonna di
Campiglio undir handleiðslu Finn-
ans Samucli, sem hefur verið að-
stoðannaður Leitners í vetur. Þeir
komust þó ekki nema einu sinni á
skiði f Madonna vegna mikillar
snjókomu, en þá var æft þrek og
annað til að halda sér í æfingu.
Vinsælasta skíða-
paradís ítala
MADONNA di Campiglio er skíða-
bær í 1.500 metra hæð yfir sjávar-
máli í Dólómítafjöllunum um 200
km norður af Mflanó. Bærinn ligg-
ur í þröngum dal þar sem skíða-
brekkur umlykja hann á alla vegu.
Hann er einn vinsælasti skíðastað-
ur ítala og þangað kom tugir þús-
unda um hverja helgi til að njóta
útivistar jafnt á sumri sem vetri.
Skíðalyftur eru í gangi frá lok
október og fram í aprfl. I Madonna
er árlega haldið þriðja heimsbikar-
mótið í svigi karla á hverju keppn-
istímabili.
Stutt gaman
hjá Kristni
KRISTINN Björnsson keppti í
svigi Evrópubikarkeppninnar í St.
George í Austurríki á laugardag.
Hann hafði rásnúmer sex og fór út
úr í fjórða hliði. „Ég fór á efra
skiðið og þar með var þetta búið.
Aðstæður í Austurríki voru frekar
slæmar enda lítill snjór á svæðinu,
en það voru þó ekki aðstæðurnar
sem gerðu það að verkum að ég
fór út úr,“ sagði Kristinn.
Mika Marila, félagi Kristins,
keppti einnig í Austurríki og hafn-
aði í m'unda sæti.
Ronaldo með þrennu
og lagði upp tvö mörk
BRASILÍUMENN sýndu hvers
þeir eru megnugir þegar þeir
tóku Ástralíumenn í kennslu-
stund og unnu 6:0 í úrslitaleik
Álfukeppninnar í Riyadh í
fyrrakvöld. Enginn lék betur
en Ronaldo, knattspyrnumað-
ur ársins, sem var með
þrennu og lagði upp tvö mörk
fyrir Romario sem skoraði líka
þrisvar.
Eg er mjög ánægður því nú hef
ég komist að því að liðið mun
uppfylla drauma mína og verða
heimsmeistari í Frakklandi," sagði
Mario Zagallo, þjálfari heimsmeist-
aranna, sem hafa ekki tapað leik
frá HM í Bandaríkjunum 1994.
„Þetta var besti leikur okkar í
keppninni. Allar leikaðferðir gengu
upp og leikurinn þróaðist sam-
* kvæmt fyrirfram ákveðnu skipu-
lagi okkar. Svona ætlum við að
leika í Heimsmeistarakeppninni í
Frakklandi."
Liðin gerðu markalaust jafntefli
í riðlakeppninni en eftir tvær mín-
útur var ljóst hvert stefndi -
Astralir náðu að bjarga á síðustu
stundu eftir sendingu Ronaldos á
Romario, sem skallaði að marki. I
kjölfarið björguðu Astralir þrisvar
en allar flóðgáttir opnuðust eftir að
Ronaldo skoraði þegar stundar-
fjórðungur var liðinn. „Við vorum
mjög jákvæðir frá byrjun og það
gerði gæfumuninn," sagði Zagallo.
KNATTSPYRNA
RONALDO, knattspyrnumaður ársins, fór á kostum og var með þrennu.
Reuters
Fyrsta
tap Inter
ÞÝSKI miðherjinn Oliver Bierhoff
tryggði Udinese 1:0 sigur á Inter í
fyrradag og var þetta fyrsta tap
efsta liðs ítölsku deildarinnar á
tímabilinu. Bierhoff gerði eina
markið, skallaði í netið skömmu áð-
ur en flautað var til leiksloka, og
Udinese fylgir efstu liðunum eftir í
þriðja sæti.
^ Udinese mætti fullt sjálfstrausts
eftir góð úrslit að undanfórnu en
áður en liðið gerði jafntefli við Bari
á dögunum hafði það gert 11 mörk
á móti Brescia, Lazio og Bologna.
Udinese átti meira í leiknum og Bi-
erhoff fagnaði 13. marki sínu á
tímabilinu og því níunda í deildinni.
Juventus vann Empoli 5:2 og er
stigi á eftir Inter. Alessandro Del
Piero fór á kostum og var með
þrennu í fyrsta sinn á tímabilinu en
Juve er eina taplausa liðið í deild-
inni.
Vincenzo Montella, fyrrverandi
"’miðherji Empoli, gerði þrjú mörk
fyrir Sampdoria, sem vann botnlið
Napólí 6:3. Montella skoraði úr
tveimur vítaspyrnum og Júrgen
Klinsmann, sem skipti við
Giuseppe Signori, skoraði öðru
sinni í vetur.
„Við sýndum að knattspyma snýst
ekki aðeins um líkamlegan styrk.“
Um miðjan fyrri hálfleik fékk
Mark Viduka, miðherji Ástralíu,
rauða spjaldið fyrir að sparka í
Cafu og það sem 11 menn réðu
ekki við var borin von fyrir 10. „Við
áttum ekki möguleika 10 á móti
11,“ sagði Terry Venables, þjálfari
Heimsbikarmótinu í svigi sem
fram átti að fara í Madonna di
Campiglio á Ítalíu í gær var
frestað vegna slæmra aðstæðna í
keppnisbrekkunni. Snjóað hefur
mikið undanfarna
Valur B. daga og í gær hlýn-
Jónatansson aði og því var
skrífar frá Italíu snjórinn í brekk-
unni ekki nægilega
harður til að keppni gæti farið
fram. Reynt var að sprauta vatni í
brekkuna og síðan salta en það
dugði ekki. Mótinu var því aflýst
og verður líklega haldið í lok janú-
ar og þá í Garmish Partenkirchen
í Þýskalandi.
Ástralíu. „En ég er ekki vonsvik-
inn. í svona keppni með þessum
liðum er frábært að leika til úr-
slita.“
Þó öruggur sigur væri í höfn í
fyrri hálfleik héldu heimsmeistar-
arnir uppteknum hætti eftir hlé.
„Ég sagði leikmönnunum að halda
áfram að skora,“ sagði Zagallo.
Kristinn Björnsson átti að keppa
í gær og sagði hann slæmt að ekki
skyldi vera hægt að keppa því
hann væri búinn að bíða eftir þessu
móti með eftirvæntingu. „Mér
gekk vel hér í fyrra enda held ég
að þessi brekka henti mér vel. Ég
fann mig vel í upphitun og var til-
búinn. Snjórinn í brekkunni var
allt of mjúkur og þótt þeir hafi
reynt allt til að frysta brekkuna
gekk það ekki,“ sagði hann.
Kristinn hélt frá Madonna í gær
til Lillehammer í Noregi þar sem
hann eyðir jólunum í faðmi fjöl-
skyldunnar - foreldrar hans og
systkini verða hjá honum í Noregi
„Mikilvægt er að sýna máttinn fyr-
ir Heimsmeistarakeppnina.“
Þrátt fyrir augljósa yfirburði
Brasilíu var Venables ekki sann-
færður um ágæti liðsins. „Liðið átti
aðeins tvo góða leiki í keppninni -
þegar það lék á móti 10 mönnum.
En það verður erfitt að sigra Bras-
ilíu í Heimsmeistarakeppninni."
um jólin. Hann mun æfa þar undir
handleiðslu Guðmundar Sigur-
jónssonar, landsliðsþjálfara ís-
lands, sem býr þar. „Ég verð í
Noregi fram að 1. janúar og reyni
að nota tímann til að æfa og koma
mér í gang aftur. Ég hef ekki
komist mikið á skíði undanfarna
daga vegna veðurs. Næta heims-
bikarmót verður í Krjanska Gora í
Slóveníu 4. janúar. Það verða
fimm mót í janúar og þá fæ ég
tækifæri til að sanna mig enn
frekar. Síðan eru það Olympíu-
leikarnir í Nagano í febrúar. Það
verður því nóg að gera á nýju ári,“
sagði Kristinn.
SKIÐI / HEIMSBIKARKEPPNIN
Aflýst í Madonna