Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VITJRI^PG verkefni Þjóðleikhússins, sem frum- sýnt var á 2. jóladag. Mávurinn Mávurinn eftir Anton Tsjékov var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu á 2. jóladag 1993. Meðan æfingar stóðu yfir hafði það kvisast út að leikstjórinn hefði aðra sýn á leikhús en við ættum að venjast og von væri á nýstárlegri sýningu. Og strax eftir frumsýningu létu viðbrögðin ekki á sér standa. Margir voru yfir sig hrifnir og fóru aftur og aftur, sér- staklega úr röðum leikhúsfólksins. Aðrir voru minna hrifnir og töldu að Tsjékov væri lítill greiði gerður með þessari nýstárlegu túlkun leikstjór- ans. „Sumt tókst vel í þessari sýningu en annað miður. Tregablandin kátína verksins fer fyrir lítið og harmrænn lokakafli gufar upp.“ (AE.DV27.des. 1993) „...eitt er víst að sýningin gengur fullkomlega upp. Þar kemur fyrst og fremst til skilningur á hinum leikandi húmor sem er í allri per- sónusköpun Tsjékovs." (SSV. Mbl.28.des.1993) „Þessi sýning á Mávinum er mjög athyglisverð og skemmtileg leik- húsreynsla. ...Hún kann líka að eiga örðugra með að njóta sín hér þar sem við höfum svo takmarkaða Tsékov-hefð að byggja á. Við erum kannski ekki tilbúin fyrir leik af þessu tagi.“ (GS. Tíminn 29.des.1993) Mávurinn kallaði ekki síður á sterk viðbrögð innan leikhússins en utan þess og hið óvenjulega gerðist að einn úr hópi leikstjóra fann sig knúinn til að setja hugsanir sínar á prent af þessu tilefni. „í leiksýningu Þjóðleikhússins er nefnilega ekki bara verið að setja leikritið Mávinn á svið, heldur hefur leikhópurinn og leikstjóri hans skapað sjálfstætt listaverk á leiksviðinu sem lifir sínu lífi og hrífur mann inn í veröld sem maður hélt sig þekkja en þekkir ekki og getur aldrei kynnst til hlít- ar. Það er flókin veröld mannlegra tilfinninga. Áhrifin af þessari leik- sýningu Þjóðleikhússins eru geysi- sterk, enda spilar þar saman sjald- séður leikstfll leikenda og frumleg- ar hugmyndir og lausnir leikstjór- ans,“ sagði Hlín Agnarsdóttir í grein í Morgunblaðinu fyrir tæpum fjónim árum.(27.2.94) í dag segir Hlín: „Ég hef séð all- ar fjórar sýningar vitringanna þriggja frá Litháen, nú síðast Grímudansleik eftir Lermontov. Og ég er enn að hrífast og dást að þeim og, nota bene, ég tel það mikinn kost að geta enn hrifist, þótt ís- lenskt leikhús hafi stundum eins og markvisst ætlað að drepa mann úr leiðindum og litlu hugmyndaflugi. Ég hef komist að því í gegnum þessar leiksýningar að leikhúsið er fyrst og fremst sjónleikhús, og Lit- háunum tekst einstaklega vel að fella saman í eina heild myndina og orðið, þótt mörgum finnist það vera á kostnað þess síðamefnda.“ Persónuleg túlkun Ekki urðu viðbrögðin minni vegna uppfærslu Tuminasar á Don Juan eftir Moliére. Frumsýningin var á 2. jóladag 1995. Og gagnrýnin var á bæði borð. Föðurlegar áhyggjur gagnrýnanda Tímans af þekkingarleysi íslenskra leikhús- gesta voru greinilegar í umfjöllun hans. „íslenskir leikhúsgestir hafa tæpast forsendur til að meta ný- stárlega túlkun á þessu verki, það hefur ekki verið sett á svið í Reykjavík að ég ætla....En til þess að meta túlkun sem þessa þarf áhorfandinn að búa yfir þekkingu sem tæpast er til að dreifa um Don Juan, að minnsta kosti ekki á sama hátt og um verk Tsékovs“.(GS Tím- inn 29. des. 1995) Gagnrýnandi Mbl. bjó greinilega yfir nauðsynlegri þekkingu því hann sagði: „En Rimas Tuminas býður upp á túlkun sem hæfir nú- tímanum fullkomlega. ... Sú leið að sýna Don Juan sem þunglyndis- sjúkling með manískar tilhneiging- ar gengur fullkomlega upp, að mínu mati, og ásamt öðrum þáttum þess- arar óvenjulegu uppsetningar gerir hún sýninguna eina þá eftirminni- legustu sem undirrituð hefur lengi séð.“ (SAB.Mbl.28.12.95) Umfjöllun Jóns Viðars Jónsson- ar, þáverandi gagnrýnanda Dags- ljóss í Sjónvarpinu, þótti mörgum með ólíkindum en hann fann sýn- ingunni flest til foráttu. Varð það til þess að Þjóðleikhúsráð fyrir hönd Þjóðleikhússins óskaði ekki eftir nærveru gagnrýnandans á væntan- legum frumsýningum hússins. Flestir voru hins vegar á þeirri skoðun að sýningin væri einstæð upplifun og þó eitthvað mætti að henni finna væru kaflar í henni sem vitnuðu um hreina snilld leikstjór- ans. Hann mun þó sjálfur ekki hafa verið alls kostar ánægður með sýn- inguna og fannst jafnvel að hún væri ekki tilbúin til frumsýningar. í viðtali fyrir frumsýningu sagði hann: ,Að einhverju leyti finnst mér ég kannski vera að fara útaf sporinu sem ég var upphaflega á.“ (Mbl.23.12.95) Þeir sem næst honum stóðu í þeirri vinnu höfðu á orði að hann væri ekki sáttur við sýninguna en tíminn var runninn honum úr greip- um. í viðtölum dró hann óhikað samlíkingu á milli sjálfs sín og titil- persónunnar og túlkun hans á verk- inu í heild var greinilega mjög per- sónuleg. Það er freistandi að álykta að þessi sterka samsömun hans við titilpersónuna hafi truflað heildar- sýn hans og jafnvel hindrað hann í að ná þangað sem hann ætlaði sér. Þrjár systur „Uppfærsla þessi er frábært af- rek, einstæð sýning sem varpar nýju Ijósi á eitt mesta listaverk leik- bókmenntanna...“(S.H.Mbl.20.9.97) Ekki voru þó allir á sama máli og Jón Viðar Jónsson lá ekki á skoðun sinni á nýjum vettvangi, Frjálsri verslun: „Sé það aðalsmerki góðrar leikstjómar að laða fram það besta í leikendum, er leikstjóm Tuminasar langt frá því að vera góð.“ Og Jón Viðar spurði: „En hvað hafa þessir gestir fært íslensku leikhúsi þegar upp er staðið?“ (Frj.versL 9.tbl.97). Svarið vefst ekki fyrir Ásdísi Þór- hallsdóttur: „Það sem hefur haft mest áhrif á okkur sem unnið höfum með Rimasi er hvemig hann mark- visst og meðvitað sækist eftir því að brjóta upp allt sem er gefið. Allar hreyfingar, viðhorf og samskipti persónanna, sem em á einhvem hátt hugsanlega sjálfgefin, era tek- in til skoðunar og reynt að finna aðra leið. Fyrir þá sem era nægi- lega opnir og leitandi til að taka þessu þá er þessi aðferð hreinasta ævintýri en fyrir hina sem sitja fastir í klisjum og fyrirfram gefnum hugmyndum þá er þetta auðvitað mjög óþægileg upplifun. Þessir listamenn koma úr umhverfi þar sem áhorfendur þeirra koma bein- línis í leikhús til að sjá hlutina setta í nýtt og óvænt samhengi. íslenskir áhorfendur era óvanir þessu. Þetta held ég að hafi haft mest áhrif inn í íslenskt leikhús. Mér finnst ég sjá það nánast í hverri einustu sýningu ungra íslenskra leikstjóra síðustu 2- 4 árin.“ Skapandi list Eitt af sérkennilegri einkennun- um á umfjöllun um leiksýningar er sú forsenda sem gjaman er gefin að annað hvort „heppnast" sýning eða ekki. Þessi hugsun er bundin við þá hlið leikhússins sem snýr að áhorf- endum og snýst um aðsókn og sýn- ingafjölda eingöngu en horfir fram- hjá því að leikhúsvinna getur líka verið (og á að vera) skapandi list. Þannig getur „vel heppnuð" sýning fengið sáralitla aðsókn og „mis- heppnuð" sýning í þessum skilningi slegið í gegn. Tuminas hefur í viðtölum verið ófeiminn við að lýsa afstöðu sinni til leikhúsvinnunnar og fyrir framsýn- ingu á Don Juan sagði hann: „í okk- ar augum er mótunarvinnan aðalat- riðið, þar fer sköpunin fram; sýn- ingin er aðeins minnisvarði um hana.“(Mbl. 23.12.95) Fyrir framsýningu á Mávinum sagði hann:: „Það er alls ekki mark- miðið með starfi mínu að gera leik- hús fyrir áhorfendur. Leikhúsfólk gefur áhorfendum það sem því finnst ekki lengur spennandi, vill ekki fást lengur við.“( Mbl. 24.12.93) „í leikhúsinu eram við sífellt að vinna með hvérful augnablik sem aldrei verða endurtekin. Og einmitt vegna þess að þessi augnablik sem hópurinn í leikhúsinu eyðir saman, koma aldrei aftur verða þau að vera skemmtileg og spennandi. Þegar við svo þreytumst og vinnan hættir að vera spennandi, þá er kominn MYND og tilfinning kallast á. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Ingvar E. Slgurðsson f Þremursystrum. tími til að ákveða framsýningar- dag.“(Mbl. 24.12.93) Fyrir framsýningu á Þremur systrum í september sl. lýsti hann afstöðu sinni með þessum hætti: „Sem leikstjóri horfir maður á efni- viðinn af ákveðnum egóisma. maður athugar hvernig maður getur komið hugsunum sínum á framfæri með þeim texta sem maður hefur í hönd- unum.“(Mbl. 19.9.97) Textaleikhús Sjálfsagt er það hált svell að hætta sér út á að fara að fjalla um gagn- rýni. Margir innan leikhússins era þeirrar skoðunar að gagnrýni hafi á undanfömum áram notið of mikillar athygli og þá jafnvel á kostnað leik- listarinnar sjálfrar; framsköpunin fellur í skuggann fyrir dýrkun fjöl- miðlanna á eigin umfjöllun. Vissu- lega er gagnrýni um leikhús mikið lesin (hlustað á og horft á) og rædd, ekki síður innan leikhússins en utan þess. Menn verða þó seint sáttir um hversu mikil áhrif hennar era; hvort heldur er á listamennina sjálfa eða afstöðu almennings til sýninganna sem fjallað er um. Löngum hefur einnig verið deilt um þekkingarleg- an bakgrann leiklistargagnrýnend- anna og þeim fundið helst til foráttu að þeir fjalli um leiklistina eins og um bókmenntir væri að ræða, og að fæstir þeirra hafi nokkra praktíska reynslu eða þekkingu af leikhúsi. „íslenskt leikhús hefur verið fast í viðjum textans og bókmenntafræði allt fram á þennan dag og leikhús- fræði hefur ekki átt upp á pallborð- ið í þeirri fátæklegu umræðu sem hefur farið fram um leikhúsið," seg- ir Hlín Agnarsdóttir. „Því miður era margir íslenskir leikhúsgagn- rýnendur illa haldnir af textarembu, eða textaþembu, þeir kunna einfald- lega ekki að lesa í leikhús og tungu- mál leikhússins, enda era þeir flest- ir fyrst og fremst bókmennta- menn.“ Þessi umræða hefur auðvitað skilað sér til gagnrýnendanna sjálfra og sumir hverjir viljað reka af sér slyðraorðið og koma þekk- ingu sinni á innviðum leikhússins að í umfjöllun sinni. Hvort þeir opin- bera með því þekkingu sína eða vanþekkingu skal ósagt látið, en það er alveg ljóst að þegar leikhúslista- menn á borð við Rimas Tuminas og félaga rekur á fjörur okkar er gagn- rýnendum vandi á höndum. Vand- inn virðist fólginn í því að færa rök fyrir sterkum tilfinningalegum við- brögðum án þess að grípa til bók- menntafræðilegra haldreipa eða formúlugagnrýni. Sumir láta tilfinn- ingarnar hlaupa með sig í gönur og skrifa hástemmt lof eða niðurrífandi last, sem stenst engin rök ef nánar er að gætt. Þó er þessi aðferð lík- lega einlægasta tjáningin þegar allt kemur til alls og er reyndar sú gerð leikhúsgagnrýni sem hefur á sein- ustu áram vakið hvað mesta athygli og umtal. Hluti af heild Eitt af því sem gagnrýnendur Tuminasar hafa átt erfitt með að henda reiður á, er persónusköpun- in í sýningum hans. Öllum er Ijóst að hann hvetur leikarana til þess að nálgast persónur sfnar á annan hátt en við höfum átt að venjast í íslensku leikhúsi; hið hefðbundna almenna samhengi verksins er brotið upp og sjónum beint með ýmsum hætti að einstökum per- sónulegum einkennum og afmörk- uðum þáttum í tilfinningalegu lit- rófi persónanna. Þegar best tekst til eins og í Þremur systrum næst fram heildarmynd sem er í raun- inni sterkari en summa allra part- anna. í leikskrá með Þremur systrum segja leikkonumar Halldóra Bjömsdóttir, Edda Amljótsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir frá reynslu sinni af því að vinna með leikstjóranum. Þar segir Hall- dóra frá því „...að á æfingum spinni Rimas oft á tíðum upp sögur um persónumar í því augnamiði að örva ímyndarafl leikaranna og gæða persónumar lífi í hugum þeirra.“ Edda segir að í rauninni vinni leikarinn alltaf svipað þessu. „Það sem er frábragðið í vinnunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.