Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 7

Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 B 7 læknar sem ég vinn með, senda til mín sjúklinga áður en þeir taka ákvörðun um að skera. Þetta er mjög jákvætt vegna þess að flestir geta náð sér af bijósklosi, það er að segja ef við fáum bijósklosið nógu fersk - þannig að ekki sé lið- inn langur tími frá því að bijósklos- ið varð veruleiki. Og ef við náum að laga bijósklosið að sem er mikil- vægara, orsökina fyrir því, er ár- angurinn mun varanlegri en þegar sjúklingurinn er bara skorinn og afleiðingin, bijósklosið, er íjar- lægt.“ Hvaða orsakir ertu að tala um? „Til dæmis stirðleika í liðum, lík- amsburði og hvernig fólk beitir lík- amanum við vinnu. Einnig geta fætur verið mislangir og þá er þyngdarpunkturinn í líkamanum skakkur. Fólk getur verið með ilsig og skóbúnaður getur verið rangur. Rangir skór og fótaburður geta valdið því að fólk eigi við krónísk bakmein að stríða. En í vissum til- fellum þarf að skera. Sumum er ekki hægt að hjálpa en þá er líka mikilvægt að viðkomandi fái rétta endurhæfíngu til að koma í veg fyrir að bijósklosið endurtaki sig.“ Samvinna þjálfara og þolanda Nú er frekar erfítt að nálgast einhveija fræðslu um bak og bak- mein almennt og þótt þetta sé mjög algengt vandamál, er lítið um það fjallað. Hvað er til ráða fyrir fólk sem hefur haft langvarandi ba- keymsli og vill koma í veg fyrir að það skemmi smám saman út frá sér þangað til vandamálið er orðið alvarlegt? „Þegar þú telur að verkurinn sé orðinn það mikill að hann hái þér á einhvem hátt, áttu að leita aðstoð- ar hjá fagmanni sem kann til verka. Þá er mjög mikilvægt að þolandinn sé skoðaður vel og tekinn sé verkja- skýrsla." Hvað er það? „Þá er leitast við að fínna út hvar og hvemig vekurinn hófst, hvemig hann hefur þróast og hvaða hjálp sjúklingurinn hefur sótt sér áður. Síðan er einstaklingurinn metinn og settur í þá meðferð sem við á og hún er algerlega einstakl- ingsbundin. Það er engin ein lausn, ekkert eitt svar. Mér finnst mjög mikilvægt að maður horfí ekki á sjúklinginn sem bilað sjónvarpstæki sem sé á leið í viðgerð. Þegar maður hefur fundið þann meðferðarramma sem sjúkl- ingurinn þarf á að halda og hann hefur verið upplýstur um sennileg- ustu ástæðuna fyrir verknum, hefst samvinna milli fagmannsins og þol- andans til að yfirstíga vandamálið. Það er svo margt hægt að gera til að fyrirbyggja að sjúklingurinn lendi aftur í sama farinu eftir að vel heppnaðri meðferð lýkur - og það framhald veltur á sjúklingnum. Lausnin liggur nefnilega í því að fyrirbyggja skaða.“ Hvemig er það hægt? „Ef við höldum okkur við bakið eru þrír þættir forsenda fyrir því sem við köllum „gott bak“; sterkir vöðvar, sveigjanlegir vöðvar og góð hreyfmg í völundarhúsi liðferlisins. Þess vegna veltur mjög mikið á því að sjúklingurinn fái réttar leiðbein- ingar um æfingar sem hann þarf að stunda og hann telur henta sér. í dag er boðið upp á þvílíka flóm af æfíngum og líkamsrækt, þannig að hver og einn getur hreinlega valið það sem honum fínnst skemmtilegt." Vaknað af falsdraumi Hvers vegna valdirðu þér þetta sérsvið? „Ég ætlaði alltaf að verða læknir — alveg frá því að ég tók tennur. Ég ætlaði annaðhvort að lækna fólkið eða dýrin. Svo byijaði ég í læknisfræði í Háskóla íslands og var þar í fjóra daga. Þá var ég búinn að komast að því að ég var ekki á réttum stað. Ég var ekki í réttum draumi. En hver rétti draumurinn var, var annað mál. Á þessum tíma hafði ég kynnst góðum vini mínum, Erni Jónssyni nuddara með meiru, sem hvatti mig til að fara út í heim og leita að að því sem mig langaði til að gera. Viku eftir að ég byijaði í læknisfræðinni var ég kominn til Svíþjóðar og sest- ur á skólabekk þar - til að læra nudd í öllu formi. Þetta var frábær tími sem gaf mér um leið tækifæri til að stunda rækilega naflaskoðun. Það var mér mjög mikið áfall að komast að því að allt sem ég hafði stefnt að í lífínu var falsdraumur. Þegar ég fór til Svíþjóðar var ekk- ert eftir af honum annað en vissan um að mig langaði til að vinna með fólki, vera í snertingu við það. Eft- ir að ég hóf nuddnámið fann ég að ég var kominn á rétta braut. Ég ákvað að halda síðan til Englands til að læra kírópraktík. En það er svo merkilegt með lífíð að það er eins og manni sé stýrt inn á ákveðn- ar brautir. Þegar ég var búinn að læra að- skiljanlegustu tegundir af nuddi, kynntist ég öðrum góðum vini. Hann var á þessum tíma að gera merkilagar rannsóknir á hnykk- lækningum í Svíþjóð og var einn af aðalkennurunum við Naprap- hatic skólann í Stokkhólmi. Rann- sóknir hans vöktu forvitni mína og ég hóf nám við þennan skóla sem tók fjögur og hálft ár. Þarna fann ég upphafíð að mínum gamla draumi og þarna var homsteinninn Fólk getur verið með ilsig og skó- búnaður getur ver- ið rangur. Rangir skór og fótaburður geta valdið því að fólk eigi við krón- ísk bakmein að stríða. að því sem ég hafði alltaf trúað á - heildrænni meðferð. Þarna var megináherslan lögð á svokallaðar hnykklækningar. Sú stétt manna sem er útskrifuð frá þessum skóla er einungis til í Sví- þjóð en fagið er helst skylt því sem í Bretlandi er kallað osteopathy. Námið var mjög krefjandi og okkur var kennt að nota innsæið og hend- urnar sem skynjunar- og meðferð- artæki. Paprophat er tékkneskt orð og þýðir að hjálpa þeim sem líður kvalir.“ A brattann að sækja „Eftir þetta frábæra nám kom ég til íslands og ætlaði að fram- fylgja þeim hugmyndum sem ég hafði haft í höfðinu í langan tíma og hleypa af stokkunum heilsusetri með fjölbreyttu meðferðarvali ásamt einstaklingum sem væru að starfa af krafti og áhuga. Ég hafði haldið námskeið hérlendis fyrir nuddara og það var alltaf svo ánægjulegt að sjá hversu mikið var til hér af framsýnum einstaklingum. En þegar heim var komið var mjög erfítt að komast í samstarf við hópa eins og lækna og sjúkra- þjálfara. Að mínu mati var ástæðan ótrúleg þröngsýni. Ég vann hér í eitt ár og var bókstaflega að drukkna í vinnu, vegna þes að hér eru svo margir sem eiga við bak- vandamál að stríða. En ég var ekki sáttur og fann að til að komast áfram með mínar hygmyndir yrði ég að fara inn i viðurkennda lög- gilda stétt. Ég sneri aftur til Sví- þjóðar og lærði sjúkraþjálfun - sem gaf mér mun betri skilning á mörgu sem ég hafði verið að glíma við. Ég notaði líka tækifærið til að skoða ýmis form af óhefðbundnum lækn- ingum, eins og nálastungur. Ég trúi því nefnilega að því stærra vopnabúri sem maður búi yfír til að takast á við verki og því breið- ari skilning sem maður hefur á því sem maður er að takast á við, þeim mun meiri möguleiki sé á að fínna rétta meðferðarmódelið fýrir hvern einstakling sem leitar sér hjálpar. Ég kom aftur heim fyrir tveimur árum og þá höfðu sjúkraþjálfarar og Tryggingastofnun ríksins gert samstarfssamning sem ákveðinn fjöldi sjúkraþjálfara hafði aðgang að, en hinir ekki. Ég var í nákvæm- lega sömu stöðu og áður en ég fór að læra sjúkraþjálfun - en bara nokkrum árum vitrari. Ég átti enn á brattann að sækja innan kerfísins og því miður saknaði ég meiri stuðnings frá mínum kollegum inn- an sjúkraþjálfunarinnar á þeim tíma. En þetta hafðist að lokum. Ég slapp fyrir horn og opnaði mína eigin sjúkraþjálfun í húsi World Class í Fellsmúla. Við Bjöm Leifsson náðum vel saman um framtíðaráætlanir. Hann er framsýnn maður og það hefur verið hvalreki fyrir mig hversu vel hefur gengið hjá honum að móta sitt lífsstarf. Síðan við náðum sam- an hafa hjólin snúist hratt og draumurinn er smám saman að taka á sig mynd. Við erum héma hópur sex sjúkra- þjálfara sem eigum sameiginlegt markmið. Við höfum einhvem veg- inn safnast hér saman og myndað teymi sem að mínu mati er mjög gott. Núna um áramótin varð þetta að alvöru sjúkraþjálfunarfyrirtæki og það sem er sérstakt við hópinn er að við höfum flest mun breiðari gmnn og menntun en sjúkraþjálf- unina eina. Hér eru til dæmis sjúkraþjálfarar sem hafa mast- ersgráðu í þjálfunarfræði, íþrótta- kennaranám og einn er lærður homeopat sem mér finnst mjög spennandi. Markmiðið hjá okkur er að tengja saman aðra faghópa inn- an hússins enda margir hér að gera góða hluti við að hjálpa öðmm til betri heilsu, til dæmis Gaui litli og Sölvi sem hafa verið að hjálpa fjölda manns að takast á við offituvanda- mál. Við höfum líka mjög gott sam- starf við sérlæknastöðina Lækn- ingu og endurhæfinguna innan World Class. Það samstarf á eftir að vaxa, enda er mikill vilji í mönn- um að þróa okkar hugmyndir áfram. Eitt af því sem ég hef tekið eftir hér, er að það er þörf fyrir eitthvað nýtt. Fólk er tilbúið til að leggja meira á sig til að ná bata og hefur í auknum mæli áhuga á heildrænni meðferð. Almenningur virðist hafa verið langt á undan heilbrigðisþjón- ustunni að átta sig á því að það geta verið svo margir samverkandi þættir á bak við líkamleg vanda- mál, eins og þau sem em bundin við bakið. Sá hópur sem hér er farinn að starfa saman vinnur að því mark- miði að hjálpa hverjum einstaklingi sem til okkar leitar til að verða sjálf- stæðari inni á líkamsræktarstöð með góða möguleika á þjálfun; verða betur meðvitaður um sjálfan sig og þar með hæfur til að halda áfram því ferli, þjálfun - eða þeirri naflaskoðun - sem það finnur sig í. Þetta vantar sárlega hér. Þegar fólk lendir í áföllum fer það kannski í endurhæfingu í ein- hveija mánuði - og svo er allt búið. Það vantar meiri fræðslu og hvatn- ingu til að halda áfram. Við verðum að næra líkamann, bæði andlega - og líkamlega.“ Ertu þá búinn að læra allt? „Nei, ég er alltaf byrjandi. Og ég held að það sé hollt að hugsa þannig, vegna þess að ef maður er alltaf opinn fyrir því sem kemur upp í hendurnar á manni, nær maður meiri og betri árangri. Mér er nánast alveg sama hvaða aðferð ég beiti - bara ef hún virk- ar. Maður er alltaf að beijast við verkina og ég er opin fyrir öllu sem hjálpar mér í þeirri baráttu. Núna er ég að hefja nám í nála- stungum hér heima, sem er eins árs nám. í framhaldi af því ætla ég að láta gamlan draum rætast um að fara til Kína og skoða þar austræna læknislist. Ég sagði alltaf að mitt grunnnám tæki tuttugu ár og ég ætla að læra meira í austræn- um læknisfræðum. Síðan vonast ég til að Bretarnir vilji taka mig í fram- haldsnám í hnykklækningum því ég stefni að því að ljúka doktors- gráðu í þeim fræðum. En þegar ég segi tuttugu ára nám, þá ber að hafa í huga gömlu regluna um að því meira sem þú lærir, því minna fínnst þér þú vita. Þessi regla er mjög sönn og ætli maður endi ekki á því að komast að því að maður viti ekki neitt." Kennslutfmi vnrannar er 14 viklir. Kennnla hefet 12. janáar. Teiknideildir Kennarar Teiknun 1 Teiknun 1 Tciknun 1 miðvikud. fímmtud. laugard. kl. 17.30-22.10 kl. 17.30-22.10 kl. 09.00-13.10 Anna Þ. Guðjónsdóttir. Ingibjörg Jóhannsdóttir Sólveig Aðalsteinsdóttir Tciknun 2 Teiknun 2 mánud. þriðjud. kl. 17.30-22.10 kl. 17.30-22.10 Sólveig Aðalsteinsdóttir Hilmar Guðjónsson Tciknun 3 mánud. kl. 17.30-21.25 (Teiknun ogform, efnistilraunir með pappir, leir, gife o.fL) Þóra Sigurðardóttir Teiknun 4 fímmtud. kl. 17.30-21.25 Katrín Briem Módelteikning 1 Módelteikning 1 Módelteikning 1 mánud. fímmtud. fostud. kl. 17.30-21.25 ld. 17.30-21.25 kl. 17.00-19.25 Þorri Hringsson Hilmar Guðjónsson Inga Hlíf Ásgrimsdóttir Módelteikning 2 (teiknun og mótun) miðvikud. kl. 17.30-21.25 Valgerður Bergsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir Módelteikning 3 þriðjud. kl. 17.30—21.25 Gunnlaugur S. Gíslason Ingólfur örn Arnarson Valgerður Bergsdóttir H ugmyndavinna (Kennslutimi 6 vikur) þriðjud. kl. 17.30-21.25 Ingólfúr örn Arnarson Myndasögur fostud. kl. 17.00-19.25 Þorri Hríngsson MÁLARADEILDIR (mcðferí) ohulita, pastcllita og vatnslita) Málun 1 Málun 2 Málun 3 þriðjud. fímmtud. fostud. kl. 17.30-21.25 ld. 17.30-21.25 kl. 14.30-18.25 Þorri Hringsson Hclgi Þorgils Friðjónsson Einar Garíbaldi Módelmáiun miðvikud. og laugard. kl. 17.30-21.30 kl. 11.00-14.00 Sigurður örlygsson og Jón Axcl Bjömsson Frjáls málun 1 Frjáls málun 2 mánud. fostud. kl. 17.30-21.25 kl. 14.30-18.25 Daði Guðbjörnsson Björg Þorsteinsdóttir Teiknun, vatnslitir laugard. kl: 09.15-13.10 Gunnlaugur S. Gíslason og Inga Hlíf Ásgrímsdóttir Tciknun, vatnslitir miðvikud. kl. 17.30-21.25 NN Litafræði (Kennslutimi 6 vikur) miðvikud. kl. 17.30-21.25 Björg Þorsteinsdóttir GRAFÍKDEILDIR Grafík mánud. (dúkskurður, málmating, framhaldsdeild) kl. 17.30-21.25 Valgerður Bergsdóttir Ingibjörg Jóhannsdóttir MÓTUNARDEILDIR Formmótun—skúlptúr fimmtud. (efiiistilraunir iþrivídd með blandað efiii) kl. 17.30-21.25 Þóra Sigurðardóttir Gúnnar Árnason Leirmótun laugard. kl. 09.00-13.25 (hraðskissur i leir eftir módeli-módelteikning) Sigrún Guðmundsdóttir Kcramík 1 (rcnnsla) Kcramík 1 (rennsla) mánud. miðvikud. kl. 17.30-21.25 kl. 17.30-21.25 Kolbrún S. Kjarval Kolbrún S. Kjarval Keramík 2 (rennsla) — framhaldsdeild Mótun og form Rennsla fímmtud. þriðjud. kl. 17.30-22.10 ld. 17.30-21.25 Kolbrún S. Kjarval Kolbrún S. Kjarval BARNA- OG UNGLINGADEILDIR 6-10 ára fímmtud. kl. 10.00-11.45 Katrín Briem 6-10 ára föstud. kl. 10.00-11.45 Katrín Briem 6-10 ára þriðjud. kl. 14.30-16.15 Þóra Sigurðardóttir 6-10 ára fímmtud. kl. 14.30-16.15 Katrín Sigurðardóttir 6-10 ára föstud. kl. 15.15-17.00 Þóra Sigurðardóttir 10 - 12 in. föstud. kl. 14.00-17.00 Katrín Bríem 10- 12íra mánud. og miðvikud. kl. 15.30-17.00 Margrét Friðbergsdóttir 11 - 13 ára 13- 15 ára þriðjud. og fímmtud. mánud. og miðvikud. kl. 17.00-18.30 ld. 17.30-19.00 Guðrún Nanna Guðmundsdóttir Margrét Friðbergsdóttir 14 - 16 ára laugard. kl. 10.00-13.00 Katrín Bricm 14 - 16 ára laugard. kl. 13.30-16.30 Katrín Briem Leirmótun 12 - 15 ára laugard. kl. 10.00-13.00 Kolbrún Kjarval FYRIRLESTRAR Tíðarandinn í myndlist - fyrirlestraröð um samtímalist Halldór R. Runólfsson Frá wttrgjHÍðluii til wtirgrœðiii kl. 17:30-19:00 föstiul. 6. og 12. febrtíar Gunnar J. Arnason Myndir á npplýsingnö/d kl. 17:30-19:0 fiistud. 20. (.;> 27. fclmiar Aðalsteinn Ingólfsson kl. 17.30-19:00 fostud. 6. og 13. inars Figúran er dattð; lengi lififígtiran lAstlikmninn á tínntni iipp/ansnarsinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.