Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 10
10 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
í FUGLALANDINU við Eilat og fjöllin.
HELLAR í Qumran.
Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir
Á MORÐSTAÐ Rabins.
FRÁ gömlu borginni í Jerúsalem.
—
í úlfaldaferð um
fjöllin og leirböð
við Dauðahafíð
Um þessar mundir flykkjast kristnir pílagrímar til Landsins
helga og vitja staða sem tengjast fæðingu frelsarans. Þrátt fyrir
að Israel sé drýgstur hluti átakasvæðis í Miðausturlöndum leita
ferðamenn þangað allan ársins hring. I hinum ólíkustu erinda-
gjörðum. Hvaða afstöðu sem menn hafa til djúpstæðra deilna er
flestum ferðalöngum það mikið ævintýri að koma til Israels, skrif-
--------------------------—---7----------------
ar Jóhanna Kristjónsdóttir sem var viku í Israel í síðasta mánuði.
MÉR þótti einkennileg
tilfínning að vera viku í
ísrael sem réttur og
sléttur ferðamaður.
Síðustu árin hef ég
undantekningarlítið verið í þeim er-
indagjörðum að ræða við menn um
stjómmálaástand og þreifa á and-
rúmsloftinu. Þá hefur lítill tími gefist
til að líta í kringum sig með augum
ferðamannsins. Eg held það séu um
þessar mundir tuttugu ár síðan. Og
það verður að viðurkenna að það var
ágætis tilbreyting.
Ég var í hópi fimm danskra blaða-
manna og undir forystu Margarétar
Christoffersen sem er forstöðumaður
Ferðamálaskrifstofu ísraels í Kaup-
mannahöfn. Kollegar mínir voru allir
að sækja landið heim í fyrsta sinn.
Mér fannst dálítið gaman að því að
upplifa líka í gegnum þeirra uppliíun;
hvemig þeir sáu og skynjuðu landið.
Það var erfitt að gleyma pólitfldnni,
því verður ekki neitað, kannski
dæmigert blaðamannastress.
Stjörnusafn til minningar
um milljónir barna sem fórust
í helförinni
Við vomm fyrstu tvo dagana í Jerú-
salem, nánar tiltekið Vestur-Jerúsal-
em þar sem einvörðungu búa gyðing-
ar. Við skoðuðum Yad Vashem safnið
sem reist var til minningar um þær
fim milljónir gyðinga sem var útrýmt
í heimsstyrjöldinni síðari.
Það er falleg bygging og þegar inn
er komið er sagan sögð með dramat-
ískum ljósmyndum og greinargóðum
texta, í einum sal er stöðug kvik-
myndasýning enda voru nasistar
áhugasamir um að taka kvikmyndir
af útrýmingarbúðum sínum.
Rétt hjá hefur verið reist annað
safn sem er til minningar um þær
2-3 milljónir bama sem létust í hel-
fórinni. Þegar inn kemur er ekkert
sem lýsir gesti nema milljónir
„stjarna" í hvelfingunni og lesin eru
stöðugt nöín bamanna og aldur
þeirra.
Þetta er afskaplega vel og smekk-
lega úr garði gert og hreif mig meira
en allar þær Ijótu myndir sem er að
sjá í Yad Washem.
Bygging bókarinnar
Mér hefur löngum fundist gyðing-
ar hafa byggt fallegri byggingar,
hvort sem em söfn eða hótel eða
íbúðarhús á fyrri ámm ríkisins. Ein-
hver sú allra fegursta er sú sem reist
var yfir Dauðahafshandritin.
Dauðahafshandritin fundust fyrir
meira en fimmtíu ámm, í hellum
skammt frá Dauðahafinu og á stað
sem heitir Qumran. Þetta svæði var
þá undir yfirráðum Jórdana.
Það var fjárhirðir sem fyrstur fann
leirkerin með handritunum, nokkur
vom heilleg og sögðu sögu gyðinga
og vom rituð á hebresku. Onnur vora
slitrótt og aðeins smábútar, að vísu
svo skipti þúsundum.
Seinna komst þessi fjársjóður í
hendur gyðinga og verður ekki annað
sagt en þeir hafi búið handritunum
veglega umgjörð. Vísindamenn
hvaðanæva að úr heiminum hafa
streymt til ísraels og fengist við
rannsóknir á handritunum og reynt
að púsla saman minnstu bútunum
ásamt ísraelskum starfsfélögum sín-
um. Þegar maður skoðar þetta í
Byggingu bókarinnar er auðvitað æv-
intýri líkast hversu vel handritin hafa
varðveist og ekki síður hvað mikið
starf hefur verið unnið við að setja
þessar litlu afrifur saman.
Stundum hafa heyrst gagnrýnis-
raddir um hvemig á því standi að
ekki hafi enn tekist að gefa út heil-
lega gerð þessara handrita en þegar
maður skoðar hvemig sum þeirra
vom útleikin þótti mér nú ekki skrítið
þó að töf hefði orðið á því.
Rabin er dýrðlingur
Um þær mundir sem ég var í ísrael
vom liðin tvö ár frá því Yitzak Rabin
forsætisráðherra var myrtur af öfga-
fullum gyðingi í Tel Avív. Það var vit-
anlega á dagskránni að fara á Herzl-
fjall í Jerúsalem þar sem hann var
jarðsettur. Og þar var þá heilmikil
uppákoma í gangi. Nokkrir tugir
bandarískra gyðinga höfðu komið
fyrir græjum og útbúnaði hvers kon-
ar á gröfinni. Hver manneskja í
hópnum hafði sýnilega búið sig undir
að segja nokkur orð og svo vom
sungin ættjarðarlög og mikið grátið.
Gröfin var blómum þakin en í
rauninni er það andstætt gyðinglegri
hefð því þeir setja ekki blóm heldur
litla steina á grafimar.
Nokkram dögum seinna þegar við
vomm komin til Tel Avív þótti hlýða
að við fengjum að sjá staðinn þar
sem hann var skotinn. Þá var að hefj-
ast einn af mörgum minningarfund-
um og það þurfti ýtni til að komast að
staðnum því hver langferðabfllinn af
öðram kom með skólakrakka til að
vera við athöfnina og fólk streymdi
að úr öllum áttum.
Þama vom fluttar minningarræð-
ur, það var sungið og þama var líka
mikið grátið. „Það var ekki bara Ra-
bin sem var drepinn," sögðu menn.
„Von okkar um frið dó með honum.“
Og menn notuðu tækifærið hvort
sem var í minningarræðum eða í
samtölum við morðstaðinn að æsa sig
út í núverandi forsætisráðherra,
Benjamin Netanyahu, og hvað það
hefði verið mikil bölvun þegar hann
komst að. Það var út af fyrir sig sama
hvort maður gaf sig á tal við unglinga
eða fullorðna, trúaða eða veraldar-
hyggju gyðinga, allir vom fullir af
vonleysi um framtíðina og kenndu
Netanyahu um að hafa í ofstæki sínu
eyðilagt það sem þeir Rabin og Peres
vora að byggja upp.
„En þið kusuð Netanyahu," sagði
ég og það vfldi ekki nokkur maður
kannast við að hafa gert. Hvemig
sem það kemur nú heim og saman.
Á rölti um gömlu borgina
Allt var þetta fróðlegt að skoða
sem á hefur verið minnst en samt var
það naumast fyrr en við fengum dag-
stund í gömlu múraborgirmi sem mér
fannst vemlega gaman. Áður fómm
við upp á Klettahæðina þar sem er
helgur staður múslima eins og al-
kunna er en ferðamenn hafa leyfi til
að skoða sig um ákveðinn tíma á dag.
Dýrðin í A1 Aqsa og Klettamosk-
unni er stórbrotin, þar er allt lagt fag-
urlegri mósaík og gulli og gersemum.
Allnokkrir vom við bænagjörð en
fleiri sátu þó bara að skrafi eða
gæddu sér á nestinu sínu. Birthe Ed-
wards, danskur fararstjóri okkar og
gyðingur sem hefur verið búsett í
landinu síðustu þrjátíu ár eða svo, fór
ekki með okkur inn í moskumar.
Ég leyfði mér að spyija hana af
hverju; hvort það væri ekki bara virð-
ing við trú araba að hún gengi um
með okkur. Henni leist ekki á það og
sagðist benda á að eitt af musteram
ísraelsmanna hinna fomu hefði staðið
þar sem múslimar hefðu svo með yfir-
gangi sínum reist þessar moskur og
hún gæti ekki fengið af sér að þykjast
hafa umburðarlyndi gagnvart islam.
Hún leiddi hópinn svo eftir Via
Dolorosa sem Kristur gekk til Gol-
gata. Það snerti mig ekki frekar en
fyrri daginn því ég hef aldrei getað
séð eða fundið helgina eða návist
Krists. Allra síst þegar gangan endai'
í Grafarkirkjunni sem mér finnst -
kannski ekki beint óskapnaður - en
dæmi um óeiningu kristinna manna
því hinar ýmsu kirkjudeildir gátu
náttúrlega ekld sameinast um að
byggja og eiga kirkjuna í einingu and-
ans heldur á hver sitt horn í kirkjunni.
En gamli bærinn þai- sem arabar
ráða ríkjum var sem fyrr, líflegur og
endalaust fjör og prútt. Við Fleming
danski fórum í kapp um hvort gæti
fengið höfuðklút á lægra verði. Ég
hafði betur og þóttist góð með mig,
þetta sýndi nú aldeilis að ég kynni lag-
ið á aröbum. Og kom þá ekki Erik
Gröndahl Ijósmyndari og listamaður,