Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 B 11
LENGST til hægri Rosie, reiðskjóti minn um fjöllin.
FRÁ Karmelmarkaðnum í Tel Avív. BJÖRK er auðvitað í ísrael.
hæglátasti maðurinn í hópnum, og
virtist stöðugt utan við sig og var alltaf
að týna hópnum og margsló mér við.
Heilagur dúfnaskítur
við Grátmúrinn
Þó að Grátmúrinn eða Vesturmúr-
inn eins og Israelar kalla hann sé
ekki kristinn helgistaður var vita-
skuld sjálfsagt að koma
þar við. Það var farið að
halla í að hvíldardagur-
inn rynni upp og strang-
trúuðu gyðingamir voru
fjölmennir í karladeild-
inni. Því konur og karlar
mega ekki biðjast fyrir
hlið við hhð við múrinn.
Það rifjaðist upp fyrir
mér þegar ég var héma
í fyrsta skiptið að ég
hafði stunið upp ósk við
Grátmúrinn. Að vísu
liðu nokkur ár uns hún
uppfylltist en mér
fannst ekki saka að bera
nú fram aðra ósk. Svo
sjáum við til seinna
hvort hún rætist.
Erik ljósmyndari var lengi að
mynda við múrinn, beið eftir réttu
birtunni og við hin voram bara á
ranglinu. Og allt í einu féll eitthvað af
himnum ofan og lenti nákvæmlega -
segi og skrifa nákvæmlega - á nefinu
á mér. Eg veit ekki hvort dúfan hafði
hringsólað yfir mér lengi áður en hún
hafði miðað nægilega en það var ekki
annað hægt en dást að nákvæmninni.
í leirböð við Dauðahafið
Leiðin frá Jerúsalem niður að
Dauðahafi er ægifogur, fjöllin nakin
litbrigðin slík að ekki verður til margs
jafnað. Okkur var búin gisting á lúx-
ushótelinu Hyatt og boðið í heilsu-
samleg leirböð morguninn eftir.
Hyatt er skelfilega stórt hótel og
anddyrið eitt nægir eiginlega til að slá
mann út af laginu. Herbergin vora
eins og vera ber á svona dýra hóteli en
ekki fannst mér þau eftir því hlýleg.
Það var stöðugt rennerí af þjónustuliði
rétt á meðan ég var að bursta tennur
og taka það nauðsynlegasta upp úr
tösku; það var verið að afhenda ný
handklæði, annar kom til að draga
gluggatjöldin fyrir. Sá þriðji til að vita
hvort allt væri eins og það ætti að vera
og þá var mér upp undir það allri lokið
og flúði niður á barinn. Eg missti því
af að hitta þann sem kom með konfekt
og fór á mis við kynni af stúlkunni sem
mætti til að taka af rúminu.
En leirböðin morguninn eftir vora
frábær. Að vísu fyndist mér að mála-
kunnátta þeirra sem maka leimum á
mann, pakka manni inn og útskýra
allt heila galleríið fyrir manni hefði að
ósekju mátt vera meiri. En það sem
SÉÐ yfir Dauðahafið ofan frá Massada.
gerði útslagið var vellíðanin að þessu
loknu.
Til úlfalda og fúgla í Eilat
Á leiðinni frá Dauðahafinu og til
Eilats benti Birthe okkur á hvar kona
Lots stóð á sínum stað. Hana hafði ég
einhverra hluta vegna ekki séð áður
og þótti mikið til um hvað þeir hefðu
verið tröllvaxnir hér forðum daga.
Eilat er aðalsólbaðsstaður Israels
og þangað hafði ég ekki komið áður.
Rétt í grenndinni er jórdanska sól-
baðs- og hafnarborgin Aqaba en tími
var því miður ekki til að skreppa yfir
landamærin. Okkur var sagt að sam-
vinna væri að komast á milli ferða-
málamanna í Eilat og Aqaba og
stendur til að efla það samstarf meira
í framtfðinni. Betri flugvöllur er til að
mynda Aqabamegin og Jórdanir era
famir að leyfa lendingar gesta til
ísraels á honum. Með einhveijum
skilyrðum og tilfæringum þó.
Eilat er afskaplega dæmigerður
sólarstrandabær. Þangað flykkjast
gestir allt árið um kring, margir Evr-
ópubúar koma þangað í leiguflugi á
vetuma. Enda er þar allt sem við á að
éta, góðar strendur, þar var boðið í
snorkl og köfún, þar er neðansjávar-
safn til að skoða þúsundir skraut-
fiska, hermir sem maður gat sest inn í
og flogið í þykjustunni um allan sjó og
ég veit ekki hvað. Matsölustaðir era á
hverju strái, hvort sem era stórsteik-
ur eða sjávarfang eða skyndibitastað-
ir. Og fjöragt næturlíf.
Hótehð Royal Beach var að vísu
gríðarlega stórt en mun vistlegra en
Hyatt og ekki undan viðurgjömingi
að kvarta - nema síður sé.
Rétt hjá Eilat er viða-
mikil rannsóknarstöð á
farfúglum sem koma til
Eilat og eiga þar vetur-
setu og við hittum for-
svarsmann þess sem fór
með okkur um svæðið
og lýsti áhyggjum sín-
um af því hvað
gestafúglum hefði fækk-
að á síðustu árum.
Svo var boðið í úlfald-
areið upp í fjöllin um-
hverfis Eilat í fylgd
þriggja náunga sem
hefðu þess vegna getað
verið arabar enda kom í
Ijós að þeir vora Ncrð-
ur-Afríku gyðingar.
í fyrstu var úlfaldalestin bundin
saman, svona á meðan við vorum að
ná jafnvægi og átta okkur á hreyfing-
um skepnanna. En síðan var leyst frá
og hvert stjómaði sínum úlfalda og
gekk það misjafnlega.
Við fóram úlfaldaslóðir um hrika-
lega fjöllin og oft varð að láta skepn-
umar leggjast niður, fara af baki og
teyma þær niður brattann. Efitir þrjá
klukkutíma var svo komið í dalverpi
og þar var bakað bedúínabrauð við
eld og drukkið sætt te.
Aftur á Atarimtorgi
Við flugum til Tel Avív eftir að
hafa verið þrjá daga í Eilat og vegna
þess hve dagskrá hafði verið mikil
alla dagana var menn farið að langa
til að veija þessum síðasta degi á
ströndinni og var þvi eklri farið á
aðra sögustaði í Tel Avív en að morð-
stað Rabins eins og ég gat um fyrr.
Ég hafði ekki þrek til að hggja á
ströndinni því mig langaði að labba
um Karmelmarkaðinn, sifja á kaffi-
húsi á Dizengoff stræti og fá mér
bjór á Atarimtorgi. Það stóð heima,
þetta tókst allt og þegar ég kom á
hótelið beið hópurinn mín, síðasta
kvöldið var etið á útiveitingastað í
Jaffa. Það var ágætur endir á góðu
kvöldi og vel heppnaðri ferð.
_____FRETTIR__
Atskák og
firmakeppni
FYRSTA atkvöld ársins verður
haldið hjá Taflfélaginu Helli mánu-
daginn 5. janúar. Fyrst eru tefldar
3 hraðskákir þar sem hvor kepp-
andi hefur 5 mínútur til að ljúka
skákinni og síðan þrjár atskákir,
með tuttugu mínútna umhugs-
unartíma. Mótið hefst kl. 20.
Mótið fer fram í Hellish’eimilinu
í Þönglabakka 1 í Mjódd, efstu
hæð. Sami inngangur og hjá
Bridgesambandinu og Keilu í
Mjódd. Hellisheimilið er vel stað-
sett með tilliti til strætisvagna-
ferða, en það er rétt hjá skiptistöð-
inni í Mjódd.
Þátttökugjald er kr. 300 fyrir
félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára
og yngri), en kr. 500 fyrir aðra
(kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Sigurvegarinn fær máltíð fyrir
tvo hjá Pizzahúsinu. Þá hefur einn-
ig verið tekinn upp sá siður að
draga út af handahófi annan kepp-
anda, sem einnig fær máltíð fyrir
tvo hjá Pizzahúsinu. Þar eiga allir
jafna möguleika, án tillits til
árangurs á mótinu.
Firmakeppni T.R.
í hraðskák
Taflfélag Reykjavíkur stendur
fyrir firmakeppni f hraðskák dag-
ana 5.-8. janúar. Þá verða tefldar
undanrásir þar sem keppendur
draga út fyrir hvaða fyrirtæki þeir
tefla. Efstu fyrirtækin komast síð-
an í úrslit sem tefld verða mánu-
dagskvöldið 22. janúar. Öllum er
heimil þátttaka í fírmakeppninni
og er þátttaka ókeypis. Veitt verða
vegleg peningaverðlaun fyrir best-
an árangur úr samanlagt fjórum
mótum og fyrir bestan árangur í
úrslitum. Ávallt verða tefldar 7
umferðir samkvæmt Monrad kerfí,
tvær skákir við hvem andstæðing.
Umhugsunartími er 5 mínútur.
Taflmennskan hefst stundvíslega
kl. 20 öll kvöld.
Aðalfundur FT
Tamningamenn
vilja fetið í kyn-
bótadóma
TAMNINGAMENN vilja að tekið
verði upp fet í kynbótadómum en
áskorun þess efnis að Bændasam-
tök íslands beiti sér fyrir þessu
var samþykkt á aðalfundi Félags
tamningamanna sem haldinn var
á laugardag. Tillagan var borin
upp af þeim Eyjólfi Isólfssyni, Sig-
urbimi Bárðarsyni, Benedikt Þor-
bjömssyni og Reyni Aðalsteins-
syni sem allir hafa hlotið meist-
aragráðu félagsins. í greinargerð
með tillögunni er bent á að ís-
lenski hesturinn sé seldur og
kynntur sem hestur með fimm
gangtegundir. Því sé hæpið að
sleppa einni gangtegundinni þegar
metin eru gæði hrossanna. Þá seg-
ir að þau rök að fetið taki langan
tíma í dómi og þyki leiðinlegt fyr-
ir áhorfendur séu haldlítil af þess-
um sökum. Þá auðveldi fetið dóm-
uram að meta hinn raunverulega
vilja hrossanna, m.ö.o. að greina
á milli eiginlegs vilja og spennu.
Þá var einnig samþykkt önnur
áskorun til BÍ þar sem hvatt var
til að tekið yrði á grófri reið-
mennsku í kynbótasýningum.
Flutningsmenn þessarar tillögu
voru hinir sömu og hinnar tillög-
unnar.
Trausti Þór Guðmundsson
sagði af sér formennsku í félaginu
þar sem hann er fluttur til Þýska-
lands en hann hafði gegnt stöðu
formanns í níu ár. Auk þess gaf
Einar Öder Magnússon ekki kost
á sér en hann hefur setið í stjórn
svipaðan tíma. Formaður var
kjörinn Ólafur H. Einarsson,
Freyja Hilmarsdóttir var kjörin
varaformaður, Olil Amble gjald-
keri, Eysteinn Leifsson ritari og
Atli Guðmundsson meðstjórn-
andi. í varastjóm voru kjömir
Hermann Þór Karlsson og Sig-
urður Sigurðarson. Fundurinn var
vel sóttur en alls era félagsmenn
um 380.
Ovissuástand
í Niger
HAMA Amadou, fyrrum forsætis-
ráðherra Niger, var handtekinn á
föstudag eftir að yfirvöld sökuðu
hann um að eiga aðild að samsæri
til að myrða Ibrahim Bare Main-
assara, forseta landsins.
Flokksmenn Amadous kröfðust
þess að hann yrði þegar I stað lát-
inn laus úr haldi og að ásakanir á
hendur honum væra einungis upp-
spuni á vegum „óvinsællar harð-
stjómar" er væri staðráðin í að
steypa þjóðinni út í borgarastyijöld.
Mikil pólitísk óvissa hefur verið
í Niger undanfarið ár í kjölfar þess
að Mainassara, sem er fyrrum yfir-
maður hersins, tók völdin í valda-
ráni.
Flestir hinna tíu milljón íbúa
Niger em múslimar. Pólitísk ólga
hefur einkennt ástandið í ná-
grannaríkjum þess, Alsír í norðri,
Nígeríu í suðri og Chad í austri.
Samkvæmt heimildarmönnum
innan lögreglunnar er Hama í haldi
í höfuðstöðvum hennar í höfuð-
borginni Niamey. Á fimmtudags-
kvöld sýndi ríkissjónvarp Niger
viðtal við mann, sem segist hafa
átt aðild að hóp er að undirlagi
Hama átti að myrða Mainassara
og fleiri þjóðþekkta menn. Sagði
sjónvarpið að fjórir menn í það
minnsta hefðu verið handteknir
vegna málsins, þar af þrír fyrrum
hermenn.