Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 13

Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 6 13 ÞESSIR éta ekki meira um dagana. Frá sild til mýflugna ÞAÐ hefur komið mörgum á óvart að læra að laxar éti ekki í ánum og umræða um át í hafínu hefur mikið til snúist um hvort laxinn éti þorskseiði og öfugt, þ.e.a.s. hvort þorskurinn éti laxaseiði. Rannsóknarverkefni á vegum Veiðimálastofnunar á löxum sem veiddust í sjó í Hval- firði, Hraunsfirði og í Jökul- fjörðum bendir hins vegar ekki til þess að nytjastofnar séu í hættu þegar laxinn er annars vegar, einnig að það skiptir meginmáli hvort lax er á ætis- eða hrygningargöngu hvort mikið, lítið eða ekkert er að finna í laxamögum. Þá er einnig ljóst af rann- sóknunum að laxinn er mikill tæki- færissinni. Það var Jóhannes Sturlaugsson sem var verkefnisstjóri þessara rannsókna og í skýrslu sem hann hefur sent frá sér kemur fram að rannsakaðir hafi verið 106 laxar úr Hvalfirði 1994,118 laxar úr Hvalfirði 1995,100 lax- ar úr Hraunsfirði í júlí 1994 og 21 tO viðbótar í september sama ár, 16 laxar úr Aðalvík Sumarið 1994 og 38 laxar úr Jökulfjörðum í júlí 1995. Fæðu- tegundir voru margvíslegar, þannig hafði 81 lax étið 1-10 fiska af sandsílaætt og 13 laxar voru með 1 til 13 síldar í mag- anum. 6 laxar voru með 1 til 52 fiska af mjónaætt í maganum og einn lax fannst sem hafði ét- ið marhnút. Krabbalirfur voru mikilvæg- ar, 13 laxar höfðu étið slíka fæðu og voru einstakir fiskar með allt frá einni lirfu upp í 782 lirfur í maganum. Aðrir 13 lax- ar höfðu étið ljósátu, 1-104 stykki hver. 3 laxar höfðu étið 1 til 22 sviflægar marflær og 6 laxar 1 til 311 botnlægar mar- flær. Tveir laxar höfðu étið hvor sinn burstaorminn og svona til að tíunda enn frekar hversu víða er leitað fanga, hafði einn lax fengið sér eina mýflugu í ábót. Innlitin sönnuð í umræðum um hvort laxar eigi það til að skoða árósa fleiri áa en sinna heimaslóða, og þá hvort hafbeitarstöðvar hafi e.t.v. verið að veiða laxa úr öðr- um ám í gegnum tíðina, fékkst áþreifanleg sönnun fyrir slíku á meðan á ofangreindum athug- unum stóð. Áður hafði komið í ijós við athugun á hreistri og örmerkjum laxa í Hraunsfirði að allmargir voi'u úr nærliggj- andi laxveiðiám. I sjávarlögn í Hvalfirði veiddist síðan lax sem vai- með flugu stangaveiði- manns í kjaft- vikinu og þurfti varla frekari vitn- anna við að sá hafði gengið aðeins upp í ranga á áður en hann kveikti á perunni og hélt aftur til hafs að leita að sínu rétta heimili. Niðurstaða Jóhannesar í samantekt í lok skýrslu sinnar segir Jóhannes Stur- laugsson m.a. eftirfarandi: - Veiðarnar gáfu mikilvægar upplýsingar um gönguhegðun lax á hrygningargöngu með ströndum. Þau gögn sýna hve náið þær göngur tengjast strandlínunni og yfirborði sjáv- ar. Fjölbreytni fæðunnar hjá laxi sýnir að hann er tældfæris- sinni í fæðunámi sem er í reynd nauðsynlegur eiginleiki vegna þeirra fjölbreytnu aðstæðna sem mæta honum á langferðum hans. Því má segja að laxinn éti flest það sem að kjafti kemur. Þegar litið er til helstu nytja- tegunda okkar er ljóst að laxinn heggur ekki stór skörð í þá stofna á leið sinni um strandsævið. Vegna göngutíma og gönguhegðunar er ólíklegt að þeir komist í tæri við seiði nytjastofna í miklum mæli, nema í undantekningartilvik- um. Verslunarskóli Islands Oldungadeild Lœrið hjá þeirn sem þekkja þarfir viðskiptalífsins A A vorönn 1998 verða eftirtaldar námsgreinar í boði: Bókfærsla Enska Forritun íslenska Líffræði Ritvinnsla Saga Skattabókhald Spænska Stærðfræði Tölvubókhald Tölvunotkun Þjóðhagfræði Þýska Gjaldfyrir hvern áfangafer eftir fjölda kennslustunda. Bókhalds- og tölvunám (208 kennnslustundir) Kennsla á vorönn hefst 12. janúar. Innritað verður á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík 5.-8 janúar nk. Enn á ný býður Ræktin líkamsræktarkort á ótrúlegu verðil 12 mánaða kort kr. 19.990- 6 mánaða kort kr. 14.990- teygjur Útsalan hefst á mánudag kl. 10. Tískuverslunin Stórar stelpur Hverfisgötu 105, Reykjavík, sími 551 6688. Hafnarstræti 97, Akureyri, sími 461 1680.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.