Morgunblaðið - 04.01.1998, Síða 14
14 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Frelsið
lifir
í öllum
Gróskan er mikil undir yfirborði tónlistar-
markaðarins; þar þrífst neðanjarðarmenn-
ing. Marteinn Örn Óskarsson varpar fram
spurningunni um hvað slík menning er
og segir hana alltaf vera brautryðjandi.
INN MESTI misskiln-
ingurinn varðandi tón-
list nú á dögum mun
örugglega vera skil-
greining margra á
svokölluðu „und-
ergroundi“ eða neðanjarðartónlist
eins og margir kjósa að segja. Oftast
er þetta orð notað yfír tónlist sem er
lítið vinsæl hjá fjöldanum, oft aðeins
seld í plötubúðum eins og Hljómalind
og Þrumunni og er þá aðallega átt við
danstónlist. Oftast hafa tónlistarstefn-
ur verið neðanjarðar í nokkur ár áður
en þær spretta upp á yfírborðið á
stórmarkaðnum.
Þetta þekkja aðilar eins og verslun-
in Hljómalind sem undanfarin 6 ár
hefur kynnt á íslenskum tónlistar-
markaði hljómsveitir eins og Blur,
Future Sound Of London, Smashing
Pumpkins, Stereo MC’s, Primal Scr-
eam, Soundgarden, Aphex Twin, Pulp,
Underworld, Howie B og fleiri.
Stórverslanir eins og Skífan versla
beint við Hljómalind til að halda sér
inni í því sem er ferskast í dag og l£k-
legast myndu þær dragast langt aft-
urúr ef þær gerðu það ekki, því
Hljómalind, ásamt Þrumunni, hefur
verið frumkvöðull í tónlist lengi vel.
Markmið beggja búðanna er nefnilega
að finna nýtt og ferskt efni sem ann-
ars myndi aldrei komast hingað.
Síðasta vetur reyndu ónefndir ís-
lenskir tónlistarmenn að búa til
Drum’n Bass lög fyrir breiðskífur sín-
ar, aðeins vegna þess að sú tónlistar-
stefna var byrjuð að verða vinsæl. Það
sem þessir einstaklingar vissu ekki
var að þeir voru að reyna að kópera
stíl sem hafði verið í um 10 ár að þró-
ast. íslensk neðanjarðartónlist hefur
meira að segja fylgst með þessari þró-
un dável, þá með hjálp plötubúðarinn-
ar Undirganganna sem Aggi Agzilla
og Leon áttu árin 93-94. Reyndar átti
Agzilla stóran þátt í að gera Drum’n
Bass vinsælt er hann var með plötu-
búðina Elf 19 árin 96-97 ásamt því að
á sama tíma byrjaði Skýjum ofar, einn
af aðeins þremur sérþáttum sem hafa
verið um Drum’n Bass og undanfar-
andi tónlistarstefnur. Ömurlegast í
þessu öllu er það að það sést svo
greinilega að áðumefndir tónlistar-
menn eru að herma eftir í stað þess að
gera það sem kemur frá þeim sjálfum,
en neðanjarðarmenning, „und-
erground“, snýst um það að gera það
sem þú vilt án hugsunarinnar um á
hveiju megi græða.
Eflaust spyrja margir hvað sé að
því að græða, en spumingin er frekar
um hvort þú græðir á því sem þú vilt
gera. Peningar eru nefnilega ekki
þungamiðja alheimsins heldur er það
að vera trúr sjálfum sér og gera það
sem maður víll. Til er fólk sem er
hamingjusamt og fátækt og líka ríkt
og líður ömurlega. Það er bara stað-
reynd að fólk vill alltaf það sem það á
ekki og þess vegna vilja flestir meiri
pening.
„Underground er frelsi,“ segir Anis
Ómar Arnarson eigandi Þmmunnar.
„Underground er það sem fær að þró-
ast í sínu eigin umhverfi án spillingar
peninga," segir ísar Logi Amarson
hjá Undirtónum. „Underground er
það sem minnihlutinn filar í dag en
meirihlutinn á morgun," segir Krist-
inn Sæmundsson, Kiddi, eigandi
Hljómalindar.
Það er reyndar kaldhæðnislega rétt
hjá Kidda því að þegar vondu strák-
arnir hlustuðu á Rolling Stones hlust-
uðu pabbamir á Bítlana en í dag
hlusta pabbamir á Rolling Stones en
yngra fólkið á Wu-Tang. Og ein af
staðreyndunum sem hefur einnig ver-
ið í gegnum tíðina er sú að það sem
yngra fólkið hlustar á er alltaf for-
dæmt af eldra fólki og yngra fólkið
rífst á móti, síðan eftir 15 ár þá er
sama fólkið sem var að verjast for-
dæmingu farið að dæma sjálft. Þetta
sýnir bara hvað þjóðfélagið reynir
alltaf að verjast nýjungum og halda
stöðugleika í lífinu og þá er það reynd-
ar mest áberandi í tónlistinni.
Reyndar er einnig rétt það sem An-
is og ísar Logi segja; að „und-
erground" sé frelsi, en þó í þeirri
merkingu að þú sért að gera tónlist
sem kemur frá þér án spillingar pen-
inga. Peningar em oft mikið atriði í
skrefinu sem tónlistarmenn taka við
að fara frá minni markaðinum yfir á
stærri markaðinn með hjálp stórra
plötufyrirtækja því munurinn á minni
markaðnum eða neðanjarðarmarkaðn-
um og stórmarkaðinum er sá að þegar
þú ætlar að gefa út lag í neðanjarðar
plötufyrirtæki hlusta þeir á það og
borga aðeins fyrir góð lög en gera enga
samninga því það er aldrei að vita
nema þú hættir að gera góða tónlist.
Ef þú ferð aftur á móti til stórfyrir-
tækja, sem vita oftast ekkert um góða
tónlist, þá færðu greitt fyrirfram fyrir
lög sem þú átt eftir að gera og þá er
verið að tala um virkilega stórar fúlg-
ur. Með þessu er áhættan að þú verðir
kærulaus og gerir bara eitthvað til að
láta fyrirtækið fá miklu meira því þú
þarft ekki lengur að leggja neitt á þig
til að fá borgað.
Á þennan hátt hafa stórfyrirtæki
oft spillt tónlistarmönnum og eyðilagt
orðspor tónlistarstefna. Þó eru margir
sem ráða við þetta eins og t.d. Prodigy
og Chemical Brothers. Báðar þessar
hljómsveitir hafa skrifað undir stór-
samninga fyrir fjöllin af peningum en
eru samt að gera sinn eigin stíl og
setja það fram á sinn hátt og þó að
einstaka meðlimir líkt og Keith í
Prodigy fái mikilmennskubijálæði þá
er Liam, sá er gerir öll lög hljómsveit-
arinnar, sallarólegur og heldur sínu
striki. Hann horfir aðeins á þetta sem
tækifæri til að vinna með fleira fólki
sem hann langar að vinna með.
U2 gæti nokkumveginn verið flokk-
uð undir neðanjarðarsveit því þeir
hafa ætið verið að gera það sem þeir
vijja gera. Aðrir stórtónlistarmenn
ráða fæstir við þetta og reyna hvað
sem þeir geta til að halda sér ferskum
UR ÞRUMUNNI.
Morgunblaðið/Golli
ÍSAR Logi Arnarson og Snorri Jónsson, útgefendur Undirtóna.
þótt þeir sitji ætíð eftir með sárt ennið
eftir misheppnaða eftirhermu líkt og
David Bowie gerði nú fyrir skömmu
með lagi sínu Little Wonder. Þar
„samplaði“ hann taktalykkju úr
Drum’n Bass lagi sem heitír Renega-
de Snares (foul play remix) en það lag
varð einmitt eitt vinsælasta Hardcore-
Drum’n Bass lagið á neðanjarð-
armarkaðnum árið 1994. Með þessu
undirstrikaði hann það hve örvænt-
ingarfullir sumir popptónlistarmenn
eru orðnir við að reyna að halda sér
inni í nútímanum.
Plötusnúðamir
Plötusnúðar nútímans eru eiginlega
eins og bflskúrsböndin áður fyrr. í
stað þess að reyna að redda sér gítar,
trommu eða hljómborði, eru margir að
reyna að fá sér tvo plötuspilara, mix-
er, bunka af plötum og reyna að mixa
þær og skanka þeim til. Til að passa
upp á misskilning vil ég útskýra hver
munurinn er á diskótekara og plötu-
snúði. Diskótekari skiptir um lög en
plötusnúður mixar öll lögin saman svo
þau mynda eina heild. Plötusnúða-
menningin hér á landi hefur verið að
byggjast upp jafnt og þétt í um 10 ár
og er nú orðin ótrúlega öflug. Kjam-
ann skipa menn eins og Margeir, Am-
ar, Frímann, Grétar, Ámi E, Kári,
Maggi Legó, Þórhallur og fleiri góðir
en uppkomandi kynslóðin, sem er
Geiri, Frikki, Reynir, Matti, Nökkvi
jr, Bjarki og fleiri, á vel eftir að ráða
við markaðinn í framtíðinni. Mikið er
um ungt fólk sem er að fikta við plötu-
snúðastörf í félagsmiðstöðvum og
skólum og plötusnúðakeppnin sem
haldin er árlega af öllum félagsmið-
stöðvunum sýnir vel gróskuna á þess-
um markaði.
íslensk danstónlistar-
neðaiyarðarmenning
Undanfarin 10 ár hafa ýmsir tón-
listarmenn þróað íslenska danstónlist-
ar-neðanjarðarmenningu. Mikilvægur
í þeirri þróun er Þórhallur Skúlason.
Hann var einn fyrsti íslendingurinn
tíl að gefa út dansplötu hér á landi,
endurgerð lags eftir Bubba Morteins
árið 1989. Nokkmm árum seinna
stofnaði hann hijómsveitína Ajax með
Bjössa vini sínum. Þeir gáfu út
tólftommuna Ruffige sem varð vinsæl
bæði hér á landi og í Bretlandi og
seldist reyndar upp. Þó að hún hafi
aðeins verið gefin út 1 2.500 eintökum
þótti gott að geta selt svo mikið.
Ekki má gleyma því að þetta var
fyrsta platan sem Goldie kom nálægt
því hann gerði einmitt nokkur tal-
sömpl fyrir plötuna. í dag, nokkrum