Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 21
I
MORGUNBLAÐIÐ
, Annar tveggja stofn-
, enda Sony látinn
Tdkýó. Reuters.
MASARU IBUKA,
hinn nafntogaði stofn-
andi Sony Corp, sem
mótaði þróun segul-
bandstækja, ferðaút-
varps og Trinitron
sjónvarpstækja, lést
| nýlega.
Ibuka var annar
j tveggja stofnenda Sony
og hann var aðalráð-
gjafí fyrirtækisins þeg-
ar hann lézt af hjarta-
bilun, 89 ára að aldri.
„Ibuka sáði fræjum
þeirrar einlægu sann-
færingar að vamingur
okkar verði að færa fólki gleði og
ánægju,“ sagði forstjóri Sony,
Nobuyuki Idei, í tilkynningu.
„Sony hefði ekki jafnhæfum
stjórnendum á að skipa og nú, ef
fyrirtækið hefði ekki notið góðs af
lífsspeki hans,“ sagði Idei.
Ibuka stofnaði Tokyo Telecomm-
unications Engineering Corp, sem
síðar var nefnt Sony Corp, 1946,
ásamt Akio Morita, sem er heiðurs-
formaður stjórnar Sony.
Þróun segulbandsins
Sérþekking Ibuka, sem hann
hafði aflað sér þegar hann starfaði á
ljósefnafræðistofu, leiddi til þróun-
ar segulbandsins hjá
Sony í 1949.
Ari síðar þróaði fyrir-
tækið og markaðssetti
fyrsta segulbandstækið
í Japan.
Ibuka, sem var upp-
haflega ákafur útvarps-
áhugamaður, stjórnaði
þróun fleiri nýjunga hjá
Sony. Þar var framleitt
fyrsta transistortækið í
Japan 1955 og fyrsta
transistorsjónvarp
heims 1960.
Árið 1967 stjómaði
Ibuka rannsóknar- og
þróunarstarfi, sem leiddi til smíði
Trinitron litsjónvarpskerfísins.
Stofnandi Honda, Soichiro
Honda, og stofnandi Matsushita
Electric Industrial Co, Konosuke
Matsushita, og Ibuka Sony-forstjóri
urðu frægir í Japan fyrir að breyta
litlum fjölskyldufyrirtækjum í al-
þjóðleg risafyrirtæki í fremstu röð.
Fyrirtæki þeirra urðu helzta táknið
um efnahagsbata Japana á hinum
dimmu árum eftir stríð.
Ibuka hafði mildnn áhuga á
barnafræðslu og stjórnaði ýmsum
samtökum, sem unnu að því að efla
menntun í raungreinum í barna- og
framhaldsskólum.
Gabelli með aukinn
hlut í Viacom
New York. Reuters.
MARIO GABELLI, hinn kunni fjár-
festir, vii-ðist telja að verð hlutabréfa
í Viacom fjölmiðlarisanum fari
hækkandi.
Fyrir jól tilkynnti fjárfestingar-
sjóður Gabellis eftirlitsnefndinni á
bandaríska verðbréfamarkaðnum,
SEC, að hann ætti 6,7 milljónir
hlutabréfa Viacoms, eða 9,7%, af 69,5
milljónum útistandandi hlutabréfa
fjölmiðlarisans.
Samkvæmt gögnum SEC hófu
fjárfestingarsjóðir Gabellis kaup á
hlutabréfum í Viacom fyrir 31,65
dollara á bréf 12. nóvember og héldu
áfram að kaupa þegar verðið hækk-
aði í 37,67 dollara 22. desember.
Lokaverð bréfa í Viacom hækkaði
um 37,5 sent 26. desember í 38,75
dollara eftir 44 senta hækkun 24.
desember.
Gabelli, sem hefur bækistöð í Rye,
New Yorkríki, er talinn einn áhrifa-
mesti fjárfestir Wall Street í fjöl-
miðla- og skemmtiiðnaðarfyrirtækj-
um. Hlutur hans í Viacom getur
dregið aðra stofnanafjárfesta að fyr-
irtækinu.
Orðstír hefur aukizt
Orðstír Viacoms hefur aukizt í
Wall Street vegna kynningar fyrir-
tækisins á árlegri PaineWebber
fjölmiðlaráðstefnu fyrir skömmu.
Tom Dooley, annar æðsti maður
Viacom, sagði fjárfestum að Viacom
kynni að selja útgáfustarfsemi sína. í
Wall Street er einnig vonað að Vi-
acom selji bágstadda myndbands-
deild, Blockbuster Video, á árinu
1998.
Áhugi á Viacom hefur einnig aukizt
vegna metaðsóknar að Titanic í Norð-
ur-Ameríku. Fyrstu tíu dagana sem
hún var sýnd nam andvirði seldra að-
göngumiða 88,6 milljónum dollara.
j Vilja ekki einokun á
íþróttaefni í Þýzkalandi
Bonn. Reuters.
LEIÐTOGAR hinna 16 fylkja Þýzka-
lands hafa komið sér saman um lista
með vinsælum íþróttaatburðum, eins
og heimsmeistarakeppninni í knatt-
spymu og Ólymíuleikunum, sem
banna skuli að greiðslusjónvarps-
stöðvar fái einkarétt á að sýna frá.
Forsætisráðherrar fylkjanna
sögðu eftir fund í Bonn að þeir
mundu leggja fram frumvörp, sem
koma mundu í veg fyrir að sjón-
varpshorfendur yrðu að borga fyrir
að horfa á útsendingar frá vinsælum
íþróttaviðburðum.
„Ég held að allir knattspymu-
áhugamenn verði hrifnir af þessu,“
sagði Heide Simonis, forsætisráð-
herra sósíaldemókrata (SPD)í Slés-
vík:Holstein.
Ákvörðunin er einn eitt áfall fyrir
nýtilkomið stafrænt greiðslusjón-
varpskerfí Þýzkalands. Á sama tíma
segir Evrópusambandið að það
muni líklega rannsaka stafrænt
sjónvarpsbandalag fjölmiðlajöfurs-
ins Leos Kirchs, fjölmiðlafyrirtæk-
isins Bertelsmanns og símafélagsins
Deutsche Telekom.
SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 B 21
Innritun
er hafin!
FRA TOPPITIL TAAR i
Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum konum
frábæran árangur.
Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum,
sem beijast við aukakílóin.
Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar
í viku, sjö vikur í senn. Góður matarkúr
sem fyigt er eftir daglega með andlegum
stuðningi, einkaviðtölum og
fyrirlestrum um mataræði og
hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem
farið er yfir förðun, klæðnað, hvernig
á að bera líkamann og efla sjálfstraustið.
FRA TOPPITIL TAAR n
- framhald
Námskeið fyrir þær sem vilja
halda áfram í aðhaldi.
Tímar 3x í viku
Fundir lx í viku í 7 vikur.
•r ■
f •
Eitt blað
fyrir alla!
Hlorflinvblnbib
- kjarni málsins!
k
Matvöruverslun Hagkaups Kringlunni
opin í
Aðrar matvöruverslanir Hagkaups eru lokaðar vegna vörutalningar.
HAGKAUP
NtfePo$fM$