Morgunblaðið - 04.01.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 B 23
Því má halda fram með gildum
rökum að Quake sé helsti leikur
áratugarins, ef ekki fyrir leikinn
sjálfan heldur fyrir allt það sem
fylgt hefur í kjölfaríð. Margur beið
því spenntur eftir Quake II og hann
brást ekki vonum. Sérstaklega er
hann skemmtilegri fyrir einstak-
lingsleik og grafíkin er hreint ótrú-
leg í 3Dfx-skjákorti.
Curse of Monkey
Island
Þriðji skammtur af ævintýrum
Guybush Threepwoods kom út eftir
áralangt hlé og var hreint út sagt
frábær. Grafíkin var lifandi og
skemmtileg, hljóðrásin góð og
þrautimar hæfilega erfiðar. Von-
andi verður framhald á enda hefur
leikurinn elst afskaplega vel.
Stafakarlannir
Þar kom að íslendingar gerðu
fyrirmyndarleik. Öll börn hrífast af
Stafakörlunum og fullorðnir hafa
flestir ekki síður gaman af að renna
sér í gegnum leikinn og skerpa á
lestrarkunnáttunni í leiðinni.
Hnökrar á frágangi og umbúðum
draga ekki úr ánægjunni.
Dungeon Keeper
Það þurfti breska hönnuði til að
smíða annan eins leik og Dungeon
Keeper sem er líkast til frumlegasti
leikur ársins. Hann gengur út á að
stýra dýflyssu harðri hendi, refsa
og pína með vænum skammti af
biksvartri kímni.
Diablo
Á yfírborðinu er Diablo ekki ýkja
flókinn leikur; viðkomandi brýtur
sér leið í gegnum hvem hellinn af
öðrum allt niður til heljar og drepur
allt og alla sem á vegi hans verða.
Þegai- í leikinn var komið varð þó
ekki auðveldlega staðið upp frá tölv-
unni aftur fyrr en sjálfur djöfsi lá í
valnum.
Age of Empires
Microsoft-mönnum em mislagðar
hendur í leikjasmíðinni en þegar
þeir settu saman Age of Empires
gerðu þeir allt rétt. Sá sem leikur
tekur við frumstæðum þjóðflokki og
er ætlað að miða honum á hærra
menningarstig. Fleiri en ein leið er
að markinu, ýmist má berjast til
sigurs eða einfaldlega kaupa sig
áfram.
Sala og útgáfa á tölvuleikjum jókst gríðar-
lega á síðasta ári. Árni Matthíasson spáði í
helstu leikina fyrir PC-tölvur og Ingvi M.
- — - ■ — -
Arnason fyrir leikjatölvur.
Quake II
Crash Dandicoot 2
Jedi Knight
LucasArts-liðar sendu frá sér tvo
framúrskarandi leiki á árinu. Áður
er getið Bölvunar Apaeyjunnar, en
einnig sendi fyi-irtækið frá sér Star
Wars-leiki og einn þeirra, framhald
Dark Forces, og kallaðist Jedi
Knight, var framúrskarandi. Leik-
urinn minnir um margt á hefð-
bundna skotleiki er sagan á bak við
hann ljær honum dýpt og margfald-
ar notagildið.
Hercules
Leikurinn um þrautir Heraklesar
frá Disney risanum er sá besti sem
þaðan hefur komið. Leikurinn
byggir á samnefndri kvikmynd en
ekki þarf að sjá hana til að geta
skemmt sér við að glíma við
kentára, mínótára og kýklópa.
Interstate 76
Á pappímum virðist Interstate 76
ekkert ýkja merkilegur; ekið er um
á þungvopnuðum bílum og allt kvikt
skotið. Við nánari skioðun kemur
aftir á móti í ljós að ekið er um á
glæsikerrum frá 1976, allir er sér-
deilis flottir í tauinu og músíkin er
frábær fónktónlist.
Blade Runner
Blade Runner byggði á merki-
legri bók og eftirminnilegri kvik-
mynd. Væntingarnar voru því mikl-
ar en leikurinn er eins vel heppnað-
ur og raun ber vitni fyrir það að
hann fór nýstárlega leið að
markinu. Ándrúmsloftið var
drungalegt og spennan mikil.
Tomb Raider 2 er framhald af
geysivinsælum og frábærum leik.
Framhaldið gefur forveranum ekk-
ert eftir og ræður þar mestu af-
bragðs grafík, góður söguþráður,
bætt vopnabúr og stanslaus spenna.
Einnig verður maður og stoppa og
hugsa. Eini gallinn er stjórnunin
sem skemmir mikið fyrir; oft er
maður að skjóta án þess að sjá fram
fyrir sig og hlaupa áfram horfandi
til hliðar.
Coolboapdens 2
Coolboarders 2 er framhald af
leik sem var vinsæll á meðal aðdá-
enda snjóbrettaíþróttarinnar en því
miður ekki margra annarra. Fram-
haldið býður upp á mjög bætta
grafík, fleiri brautir og palla og það
sem mörgum þótti sérstaklega
vanta í fyrri leikinn: keppni tveggja
leikmanna. Einnig eru fjölmargar
nýjar hreyfíngar.
Actua Golf 2
Afbragðs golfleikur fyrir áhuga-
menn um íþróttina og líka þá sem
hafa gaman af vel gerðum leikjum.
Fjölmargar brautir eru í leiknum og
hann er ánægjuleg tilbreyting frá
fyrsta leiknum þar sem mikið vant-
aði upp á í grafík og nákvæmni.
Ace Combat 2
Ace Combat 1 var hvarvetna tal-
inn með bestu flugleikjum og var
fyrir stuttu gefíð út framhald. Hann
er endurbættur að öllu leyti og er
þar á meðal bætt það helsta sem var
að fyrri leiknum, þ.e. hversu erfitt
var að stjórna honum, en nú er
hægt að velja um 2 tegundir stjórn-
unar.
Resident Evil
Resident Evil er án vafa besti
Sega Saturn leikur ársins. Ekki er
nóg að ganga um og drepa eins og
til að mynda í leikjum eins og Du-
ke3D og Quake, heldur verðurðu
einnig að hugsa til að komast áfram.
Inn í þetta blandast svo nær stans-
laus óhugnaður sem er setur þenn-
an leik í hóp mest spennandi leikja
sem greinarhöfundur hefur prófað.
Söguþráðurinn er reyndar ekki
merkilegur en bætir það 100% upp í
óhugnaði og spennu.
Enemy Zepo
Enemy Zero gerist í geimnum
einhvertímann í framtíðinni og er
samblanda af svokölluðum þrauta-
leikjum (eins og Myst) og skotleikj-
um eins og doom. Líklega hefði
hann komist í efsta sætið ef ekki
væri fyrir leiðinlegar ráðgátu senur
sem koma inn í hann við hvert tæki-
færi. Hann bætir það þó nær alveg
upp með spennu og flottri grafík.
Quake
Leikurinn sem var valinn besti
skotleikur seinasta árs er nú kom-
inn á Sega Saturn og gefur hann
PC-útgáfunni ekkert eftir nema
kannski í grafík. Quake er leikur
þar sem h'tið þarf að hugsa, bara þá
óteljandi óhugnaði sem vilja drepa
þann semn leikur. Galli á leiknum
er sérkennilegt fyrirkomulag á
hvernig leikurinn er vistaður en
ekki virðist vera hægt að vista á
minniskorti.
Wípeout
Undarlegt er að Wipeout skuli
ekki hafa verið gefínn út fyrr á Sega
því langt er síðan hann var gefinn út
fyrir PlayStation. Wipeout er
kappakstursleikur þar sem keppt er
á nokkurs konar svifbílum. Grafíkin
er með því besta sem sést hefur á
Sega Satum, en þó er hann ekki eins
skemmtilegur á Satum og á Pla-
yStation. Wipeout er frábær leikur
engu að síður og með flottustu tón-
list sem heyrst hefur í leikjatölvu.
Duke Nukem 3D
Duke Nukem 3D var líkt og Qu-
ake uppranalega gefinn út fyrir PC.
Flutningurinn á milli hefur ekki
tekist jafn vel, ekki virðist vera
hægt að fljúga upp né niður með
eldflaugum Duke og sama vanda-
mál er með að vista leikinn á
minniskort. Engu að síður er leikur-
inn frábær og grafíkin hefur jafnvel
batnað við flutninginn.
Bandicoot olli miklu
fjaðrafoki þegar hann kom út fyrir
rúmu ári og nú er komið framhald
sem inniheldur meiri spennu, hrað-
ari brautir og mun betri grafík.
Leikurinn hefur þó ekki breyst of
mikið þannig að þeir sem höfðu
gaman af fyrri leiknum geta verið
vissir um að hafa gaman af þessum;
þrívíddar pallaleikur sem á sér í
raun fáa líka.
Tomb Raider 2
%
*
«4-