Morgunblaðið - 04.01.1998, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
TANNLÆKNISFRÆÐI/ Hvað veldur skerandi sársauka í
tönn eða tönnum vegna áreitis frá einhverju köldu eða sætu?
Hvers vegna verða
tannhálsar viðkvœmir?
Á MYNDINNI má sjá hvernig tannhold hefur hopað frá tannkrónum
mið- og hliðarframtannar öðrum megin í efra gómi vegna rangrar að-
ferðar við tannburstun.
MATARLIST/ Erum við á lífi?
Aramótaheit
hverja stund
GLEÐILEGT ár 1998 kæru lesendur. Vonandi hafa sem flestir haft það
náðugt yfir hátíðamar, hitt fjölskyldu og vini yfir góðum mat og upp-
byggilegu spjalli. Visareikningurinn vona ég að komi fólki síðan ekki í
opna skjöldu í febrúar með svimandi háum tölum sínum á stundum. Ef
það gerist hugsið þá og látið hughreystast af hinu fornkveðna íslenska
bjartsýnisslagorði „þetta reddast".
VIÐKVÆMNI getur komið fram í
tönnum þegar tannhold hörfar ffá
tannkrónunni og tannrótin berast.
Þetta lýsir sér gjaman sem sker-
andi sársauki í tönn eða tönnum
vegna áreitis frá einhverju köldu
■> eða sætu svo sem köldu vatni, mat
eða lofti. Allur sársauki sem finnst
í tönnum er vegna áreitis af ein-
hverju tagi á tannkvikuna.
GLERUNGURINN sem er um
96% steinefni og 4% lífrænt
efni veitir tönninni mikla vemd
fyrir utanaðkomandi áreiti. Tann-
krónan er þakin
glemngi og við
eðlilegt ástand
þekur tannholdið
tannhálsinn að
glemngsmörkun-
um. Tannrótin er
hins vegar þakin
örþunnu lagi af
svokölluðum
steinungi en undir honum og
glemngnum er sjálft tannbeinið.
Tannbeinið er um það bil 70%
steinefni og 30% lífrænt efni og því
ekki eins hart og glemngur. Tann-
beinið er þannig uppbyggt að það
er alsett örfínum vökvafylltum píp-
um sem liggja frá yfirborðinu og
inn í kviku tannarinnar. Ef tann-
hold hörfar frá glemngsmörkunum
berast tannhálsinn (rótin) og vegna
þess hve steinungurinn sem þekur
* rótina er þunnur eyðist hann að
jafnaði fljótt svo eftir stendur nak-
ið tannbeinið. Talið er að við þær
aðstæður að tannháls sé ber geti
utanaðkomandi áreiti svo sem
kuldi, hiti, snerting og sætindi
valdið því að hreyfing komi á
vökvann inni í tannbeinspípunum.
Þessi hreyfing vökvans hefur áhrif
á taugaenda inni í sjálfri tannkvik-
unni þannig að verkur finnst í
tönninni.
Margvíslegar ástæður geta verið
fyrir því að tannhold hörfi og tann-
hálsar berist. Tannholdsbólgur og
meðferð við þeim geta valdið
þessu. Einnig er þeim sem hafa
. f þunnt kjálkabein og þunnt tann-
hold að jafnaði hættara en öðmm.
Algeng orsök er talin vera of kröft-
ug og röng tannburstun, einkum
þar sem notaður er stífur tann-
bursti. Fari það síðan saman með
notkun grófkorna tannkrems getur
það valdið hraðri eyðingu tann-
beinsins við tannhálsinn.
Berir tannhálsar em algengt
fyrirbrigði en leiða alls ekki alltaf
til þess að tennur verði viðkvæmar.
Talið er að u.þ.b. 15% fullorðinna
hafi einkenni frá tannhálsum og
virðist tíðnin aukast að 40 ára aldri
en lækka úr því. Þess ber að geta
að ýmsar aðrar ástæður geta verið
íyrir einkennum svipuðum og frá
bemm 'tannhálsum og má þar
nefna tannskemmdir, ofálag í biti,
djúpar fyllingar og mikið slit á
tönnum. Mikilvægt er því að tann-
læknir greini og meðhöndli orsök
einkenna sem fyrst því í sumum til-
vikum kann erting á tannkviku að
lokum að verða svo mikil að bólga
og/eða sýking myndist í henni og
leiði til dreps. Þeim breytingum
fylgir að jafnaði sá mikli verkur
sem þeir upplifa sem fá slæma
tannpínu.
I einstaka tilvikum er með
skurðaðgerð hægt að færa til tann-
hold og þekja þannig aftur tann-
háls sem hefiir berast vegna rým-
unar tannholdsins. Róttækasta
meðferðin við viðkvæmum tann-
hálsum er sú að fjarlægja kviku
tannarinnar og rótfylla tönnina en
það er örþrifaráð sem ekki er beitt
fyrr en ljóst er að óafturkræfar
sjúklegar breytingar hafi átt sér
stað í tannkvikunni. I langflestum
tilvikum miðar meðferðin að því að
reyna að loka pípunum í tannbein-
inu með ýmiskonar efnum sem ætl-
að er að kristallast á rótaryfirborð-
inu og setjast inn í pípumar. Þess-
um efnum eins og t.d. strontíum-
klóríði og kalíumnitrati hefur verið
bætt í tannkrem sem sérstaklega
er ætlað að vinna gegn einkennum
frá bemm tannhálsum. Flest tann-
krem innihalda auk þess flúor sem
talinn er geta hert yfirborð tanna.
I erfiðum tilfellum grípa tannlækn-
ar stundum til þess ráðs að þekja
tannhálsinn með plasthúð eða
plastfyllingum. Tannkvikan getur
reyndar varið sig sjálf að nokkra
leyti með því að mynda óreglulegt
tannbein inni í kvikunni og lokað
pípunum þeim megin frá. Þetta er
líklega skýringin á því að tíðni ein-
kenna fer lækkandi eftir 40 ára
aldur.
Munnvatnið er mettað af stein-
efnum þegar það kemur út úr
munnvatnskirtlunum og þessi
steinefni herða beran tannhálsinn
þegar frá líður ef tönninni er haldið
hreinni. Sitji hins vegar óhreinindi
utan á henni getur það valdið súru
umhverfi á yfirborðinu sem aftur
leiðir til þess að steinefni losna af
yfirborðinu og tönnin verður enn
viðkvæmari.
Gullna reglan er því sú að halda
tönnunum hreinum án þess að
skaða þær eða tannhold, nota frek-
ar mjúkan tannbursta en harðan,
leita ráða hjá tannlækni um tann-
burstaaðferð, forðast mjög súran
mat og súra drykki og stuðla
þannig að jákvæðum steinefnabú-
skap á yfirborði tannanna.
MARGIR hafa vafalaust
strengt einhver áramótaheit
á borð við: Eg ætla að vera meira
heima með fjölskyldunni - Eg
ætla hætta að stríða Didda feita og
Guggu glerauga - Ég ætla að
hætta að halda framhjá - Ekki
meira kólesteról - Engar fleiri af-
sakanir - Ég ætla að rækta sjálfan
mig meira o.s.frv. En af hverju
ætla flestir að
verða svona góðir
í byrjun nýs árs?
Astæðan er sú að
við tengjum byrj-
un nýs árs við
nýtt upphaf, nýja
fæðingu, nýtt
tækifæri, ár fullt
af fyrirheitum.
Það er eins og menn hugsi að þetta
sé gott tækifæri til að kasta synd-
um sínum bakvið sig, skilja þær
eftir í 1997 stjömuhvolfinu og
ganga ferskur og syndlaus til móts
við nýja tíma. Þetta er mjög skilj-
anleg hefð og allt gott og blessað
um hana að segja í sjálfu sér.
Okkur hættir hins vegar til að
gleyma í hinu daglega lífi og þegar
líða tekur á árið og hin fögra fyrir-
heit fara að skolast til i amstri
hversdagsins, að hver dagur er
nýtt upphaf, hver klukkustund,
hver mínúta, að við deyjum mörg-
um sinnum á mínútu þegar við
öndum frá okkur í vöku jafnt sem
svefni, og þegar við öndum inn
drögum við lífið að okkur á ný að
sama skapi. Þannig getum við
hugsað hvem andardrátt eins og
áramót þar við getum orðið betri
manneskjur með hverjum andar-
drætti, en þurfum ekki að bíða eftir
að næsta ár hefjist til þess að við
getum bætt ráð okkar. Flestir era
ætíð að leita með- eða ómeðvitað að
hamingjunni, oft ef til vill á vitlaus-
um stöðum, til dæmis í búðum sem
er afar skrýtinn staður fyrir ham-
ingjuleit. Fólk leitar og leitar, það
vill finna hamingjuna áður en það
verður gamalt, a.m.k. áður en það
deyr, eignast fínt hús, bíl, fara
margar utanlandsferðir helst, gefa
dýrar jólagjafir sem sýna hve ást
þeirra til viðkomandi er djúp og
sterk. En veltið því nú fyrir ykkur,
það eina sem við vitum öll fyrir víst
í þessu lífi er að við fæðumst og við
deyjum, en hvenær veit enginn,
samt era flestir hræddir við dauð-
ann þó svo hann sé það eina sem
við göngum að sem vísu í lífinu og
best sé að sætta sig við sem fyrst.
Þegar dauðinn svo knýr dyra, hvað
gagnar þá að vera ríkur uppfyrir
haus af veraldlegum auðæfum, það
getur einungis leitt til angistar í
augliti við hið óumflýjanlega. En
þessi hræðsla margra við dauðann
er einnig hræðslan við lífið því
þetta tvennt er svo samtengt. Það
sem er óumflýjanlegt er best að
sætta sig við strax, helst um leið og
maður veit hvað dauðinn er, því þá
öðlast maður svo mildð frelsi og
gleði til að njóta lífsins, sem hins
vegar er ekki óumflýjanlegt en
sumir flýja í sífellu á mismunandi
hátt.
Fólk sem syrgir eða sem lendir í
miklum heilsubresti eða fjár-
hagskröggum, endurmetur oft lífið
og fær raunveralegt gildi þess
gjarnan beint í æð, eftir að hafa
misst t.d. móður, maka, barn osfrv.
Allt verður hjóm eitt við hliðina á
slíkri reynslu, maður verður svo
þakklátur fyrir að hafa elskað svo
mildð, því annars myndi maður
náttúrlega ekki syrgja, maður
þakkar margfalt fyrir alla sem
maður á að og sjálfan sig og að
geta sinnt sínu osfrv. Maður vill
bara hafa það sem maður „þarf ‘ í
kringum sig, annað verður svo lít-
ilmótlegt. ennþá lítilmótlegra en
það var fyrir. En það ætti ekki að
þurfa stóráfóll til að menn íhuguðu
líf sitt og gildismat, lífið er núna,
og það er núna sem strengja þarf
áramótaheitin og það er núna sem
þarf að framkvæma þau og um
aldir alda. Hættum að liggja í
dvala því lífið er ekki bara um
helgar, á jólum , páskum og um
áramót. Það er, en það er ekki ár-
legt uppgjör í tilfinninga- og fjár-
málum þó svo að alltaf sé gott að
taka reglulega púlsinn á sínum
málum. Veram því með á okkar
eigin nótum alla daga.
Nú vík ég mínu kvæði í kross frá
efti Sigurjón
4 Arnlougsson
efh'r Álfheiði Hönnu
Friðriksdóttur
TÆKNI/ Er hægt að draga úr gróðurhúsahrifum ?
Getum við dœlt söku-
dólgnum niður íjörðina?
SVARIÐ er einfaldlega: Já. Það er
nú þegar farið að gera það. Vita-
skuld er hér átt við aðalsökudólg-
inn hvað gróðurhúsahrifin varðar,
þ.e. koltvíildið, C02. Norska risaol-
íufélagið Statoil hefur þegar frá
haustinu 1996 dælt koltvíildi sem
varð til við gasbrennslu niður í
jörðina á ný. Magnið sem um ræð-
ir er svo mikið að það hefur vera-
leg áhrif á heildarbókhaldið þegar
gera á upp stöðu Noregs gagnvart
alþjóðaskuldbindingum kenndum
við Ríó og Kyoto. Miklar vanga-
veltur hafa verið um hvort ekki
mætti losna við koltvíildi í stórum
stíl, t.d. með því að fleygja því í
sjóinn í háþrýstigeymum, en dýrt
er að koma því við, nema því að-
eins að umbúðirnar standist ekki
tæringu sjávarins í nokkur þúsund
ár. Slíkt verður að teljast ónóg. Við
myndum ekki hugsa fallega til
„framstæðra" forvera okkar sem
hefðu eyðilagt umhverfi vort með
heimskulegum aðgerðum sínum
fyrir 5000 áram. Þannig eiga af-
komendur okkar kannski eftir að
hugsa til okkar.
AÐ ER einmitt sá hluti koltví-
ildisframleiðsiunnar sem fellur
til við olíuvinnslu sem sérlega að-
velt er að losna við. Einmitt á olíu-
vinnslusvæðun-
um era geymam-
ir, þeir era þeir
sömu og oh'an er
unnin úr. Það
þarf gleyp jarð-
lög kalksteins eða
sandsteins til að
geyma koltvíildið,
en þar yfir þétt-
ari jarðlög til að loka það inni.
Þetta era einmitt þau sömu skil-
yrði og olía geymist við. Jafnframt
eykur dæling loftsins þrýstinginn í
berglögunum, sem aftur gæti orðið
til að meiri oha yrði vinnanleg úr
þeim. Sem stendur fer þessi starf-
Gasið frá Sleipnissvæðinu inniheldur 9% koltvíildi. Þrír fjdrðu af því
eru skildir frá með dýrum skiljuútbúnaði og þeim dælt aftur kflómetra
niður fyrir hafsbotn.
semi fram á Sleipnissvæðinu vest-
an Alasunds, en í heild era tök á að
koma fyrir óskaplega miklu magni
koltvíildis, bæði í norska
berggranninum og undir öðram
hlutum Norðursjávarins.
Framtíðarhugsjónin er vitaskuld
sú að því koltvíildi sem fellur til frá
iðnaði, bflakstri og húsahitun verði
komið fyrir á sama veg. Orsökin til