Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.01.1998, Qupperneq 26
26 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR1998 MORGUNBLAÐIÐ STEVEN Spielberg stýrir svertingjura frá vesturströnd Afríku í myndinni „Amistad". f~\ J l_i !_□ mync ir í beit oa er ein oeirra „Amistac ", sem fj allar um þræ aupp- reisn á nítjándu öld. Arnaldur Ind- riðason skoðaði hverniq mync in varð til, hverja le' kstjórinn fékk til liðs við siq við qerð hennar oq ásakanir á hendur Spie berq um ritstuld. HOUNSOU í hlutverki uppreisnarforingjans Cinque. MATTHEW McConaughey og franski leikarinn Djimon Hounsou. ANTHONY Hopkins í hlutverki John Quincy Adams þiggur ráð frá Spielberg. KONUNGURINN af Hollywood, Steven Spielberg, hefur átt annríkt að undanförnu. Hann sendir frá sér þrjá bíómyndir á einu ári, Júragarðinn II, ,Amistad“, sem segir af þrælauppreisn á nítjándu öld, og loks „Saving Private Ry- an“ er gerist í seinni heims- styrjöldinni og er með Tom Hanks í aðalhlutverki. „Amistad" var frumsýnd um jólin vestra en hún er með Matthew McConaughey, Anthony Hopkins og Morgan Freeman í aðalhlutverkum. Uppreisn þrælanna Myndin er byggð á at- burðum sem áttu sér stað ár- ið 1839 þegar portúgalskir þrælakaupmenn smöluðu saman hundruðum Afríku- búa við vesturströndina þar sem nú er Sierra Leone og settu í bönd og um borð í skip sitt. Þeir sigldu með svertingjana til Havana þar sem tveir spænskir þræla- kaupmenn settu 44 af þræl- unum um borð í Amistad (nafnið þýðir Vinátta) en þess má geta að Spánverjar höfðu bannað þrælasölu árið 1817. Þegar skipið var úti- -• fyrir ströndum Kúbu slapp einn fanginn, Cinque, úr böndum og tók stjórn skips- ins í blóðugri uppreisn ásamt félögum sínum af Mendeætt- flokknum um borð. Aðeins tveimur af spænsku þræla- kaupmönnunum var þyrmt og þeir látnir sigla skipinu aftur til Afríku. En Spán- verjarnir sigldu í austur á daginn og snéru skipinu við á nóttinni og sigldu í vestur- átt þar til Amistad kom að endingu við odda Long Is- land á vesturströnd Banda- ríkjanna. Afríkubúarnir voru handteknir og upphófust réttarhöld yfir þeim fyrir uppreisn og morð. Upphaf þess að myndin var gerð er rakið til dansa- höfundarins Debbie Allen sem er af afrískum ættum og kunn fyrir hlutverk í sjón- varpsþáttunum Frægð. Hún komst yfir frásögn af þræla- skipinu La Amistad í lok átt- unda áratugarins og keypti kvikmyndarétt bókar Willi- ams Owens frá 1953 sem ^ heitir Svört uppreisn eða „Black Mutiny" og greinir frá uppreisn svertingjanna. Al- len fór með hugmyndina frá einu kvikmyndaverinu til annars en lítill áhugi virtist fyrir sögunni. Erfíðar tökur Heilum áratug síðar komst Allen á fund Stevens Spiel- bergs. Hann hafði skömmu áður lokið við Lista Schindlers og eftir fundinn var hún sannfærð um að loks yrði myndin gerð. Hún hvarf frá þeirri hugmynd að leik- stýra ,Amistad“ sjálf og fékk ráðin í hendur hinu nýstofn- aða kvikmyndafyrirtæki Spi- elbergs og félaga hans Da- vids Geffens og Jeffreys Katzenbergs, DreamWorks. David Franzoni var fenginn til þess að skrifa kvikmynda- handritið en hann hafði áður gert handrit sérlega vel heppnaðrar myndar, Borgara Cohn eða „Citizen Cohn“ með James Woods. Franzoni hafði nokkrum árum fyrr kynnt svipaða hugmynd Qu- incy Jones og Warner Bros. » kvikmyndaverinu en ekkert varð úr þvi. „Það vildi enginn snerta þetta verkefni. Allir héldu að það væri enn ein myndin um hvíta manninn sem bjargaði svarta mannin- um.“ Allen og Franzoni lögðust í rannsóknir og reyndu að kynna sér eins margar frum- heimildir um Amistad og þau gátu eftir því sem segir í bandaríska kvikmyndatíma- ritinu Premiere. Eftir að handritshöfundurinn Steve Zaillian (Listi Schindlers) hafði farið yfir handritið ákvað DreamWorks að láta til skarar skríða. Fyrstur var ráðinn í hlutverk í myndinni Morgan Freeman. Ráðnir voru eins margir Vestur-Af- ríkubúar og unnt var og feng- inn var sérfræðingur í sögu Mende ættbálksins, dr. Arth- ur Abraham frá Sierra Leo- ne, til þess að sjá um að engin meiriháttar vitleysa þvældist inn í myndina. Franskur leik- ari var ráðinn í hlutverk Cinque en hann heitir Djimon Hounsou. Tökur stóðu yfir í tvo og hálfan mánuð og Allen, sem skiifuð er framleiðandi myndarinnar, var viðstödd allan tímann og sá til þess að Afríkumennimir hefðu það sem best. Oft voru tökurnar taugastrekkjandi því svið- setja þurfti atriði þar sem hvítir menn beittu svertingj- ana miklu ofbeldi og stundum var félagsandinn á tökustað bágborinn. Matthew McCon- aughey átti erfitt með að venjast því að myndin gerðist á tímum þrælaverslunar. Hann leikur verjanda svert- ingjanna, Roger Baldwin, og „þurfti að leiða einn Afríku- manninn í hlekkjum um rétt- arsalinn, halda honum, taka um munninn á honum og sýna tennurnar uppi í honum. Við gerðum okkur grein fyrir að við vorum að endurskapa sögulega atburði en ef þetta gerðist í nútímanum yrðu götuóeirðir." Ásakanir um ritstuld Þegar komið var að loka- vinnslu myndarinnar í haust höfðaði listakonan Barbara Chase-Riboud mál á hendur DreamWorks fyrir ritstuld og hélt því fram að lykilatriði úr skáldsögu hennar, „Echo of Lions“ frá 1989, sem byggð er á atburðunum kringum Amistadþrælana, hefðu verið notuð í myndina. Handrit hennar var sent framleiðslufyrirtæki Spiel- bergs, Amblin Éntertain- ment, fyrir níu áram og aldrei skilað. „Mér var sagt þegar ég byrjaði á handritinu að nota ekki bók hennar," hefur Premiere eftir Franz- oni. ,,Og ég las alls ekki bók- ina. Eg veit hvað ég les.“ Það er ekkert nýtt að menn séu sakaðir um ritstuld í Hollywood en það er á ýms- an hátt erfitt fyrir Chase-Ri- boud að sanna að hún hafi rétt fyrir sér. Ljóst þykir að Debbie Allen hafi byrjað rannsóknir sínar á efninu nokkrum árum áður en „Echo of Lions“ var skiifuð og þegar tveir höfundar skrifa um sama efnið er erfitt að forðast samskonar at- burðalýsingar. Lögfræðingur Chase-Riboud, Pierce O’Donnell, sem áður fékk dómara á þá skoðun að Para- mount Pictures hefði stolið hugmyndum dálkahöfundar- ins Art Buchwald þegar kvik- myndaverið gerði gaman- myndina „Coming to Amer- ica“, hefur sett fram 13 atriði sem notuð eru í myndinni og finnast í bók skjólstæðings hans. Spielberg skiptir sér ekki af rifrildinu. Hann hefur áður gert bíómynd um svertingja, Purpuralitinn eða „The Color Purple“, og sætti harðrí gagnrýni fyrir að draga úr áhrifum sögunnar með ódýrri tilfinningasemi. I dag segir hann um Purpuralitinn: „Bókin hafði sterk áhrif á mig, ekki vegna kynþáttar míns heldur vegna mannúð- arinnar í henni. Eg kaus að gera Purpuralitinn á þeim forsendum en velti því ekkert fyrir mér hvort það væri póli- tískt rétt af mér.“ Þegar hann er spurður að því hvort honum finnist eins og hluti af honum sé svartur, segir hann: „Fyrir tólf árum var ég ekki enn farinn að sætta mig við að ég er gyðingur að hluta. Eg hefði ekki getað gert Lista Schindlers fýrir tíu árum. Og ég er ekki viss um að ég hefði getað gert ,Amistad“ fyrir tíu árum heldur." Spielberg og kona hans, Kate Capshaw, hafa ættleitt tvö blökkuböm. „Menningar- lega er mjög erfitt að ala þau upp,“ er haft eftir leikstjór- anum. „Eg held ég hafi sterk- ar tilfinningar til þess sem er afrískt og til Bandaríkja- manna af afrískum uppruna. Já, ég held að hluti af mér sé svartur." Vel má vera að hann verði gagnrýndur fyrir ,Amistad“ líkt og áður fýrir Purpuralit- inn. En hann treystir því að hann hafi gert rétt. „Eg hef alltaf farið fremur eftir til- fmningum mínum en vits- munum. Ég hef alltaf treyst innsæi mínu og ég hef alltaf sagt að ef ég tapa því þá hætti ég að gera bíómyndir," segir vinsælasti leikstjóri heimsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.