Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 28

Morgunblaðið - 04.01.1998, Side 28
28 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ný stjórn Tékklands NÝR forsætisráðherra Tékklands, Josef Tosovsky, sór embættiseið á . Jostudag. Sagði Tosovsky að stjóm nann myndi einbeita sér að því að setja aukinn kraft í efnahagslegar umbætur og einkavæðingu og berj- ast gegn glæpum og spillingu. Tosovsky er fyrrum seðlabanka- stjóri og tekur stjóm hans við af stjóm Vaclavs Klaus, sem varð að fara frá í kjölfar hneykslismáls er tengdist fjármögnun flokkstarfs eins stjómarflokksins. Tosovsky sagði að stjóm hans yrði engin „bráðabirgðastjóm" og að ítarleg stefnuskrá yrði kynnt innan 30 daga. Hann sagðist hafa í "•hyggju að halda áfram aðildarvið- ræðum við Evrópusambandið auk mikillar áherslu á efnahagsmál. Reuters. Á myndinni má sjá Tosovsky (annar frá vinstri) og samráðherra hans við athöfn í forsetahöllinni ásamt Vaclav Havel forseta á föstudag. Heilsuræklm TOSCA ER EKKI AÐEINS ÓPERAN FRÆGA, HELDUR NÝ HEILSURÆKTARSTÖÐ í HAFNARFIRÐI VIÐ OPNUM MÁNUDAGINN 5. JANÚAR KL. 10:00, | VELKOMIN I ÓKEYPIS LEIKFIMI OG LJÓS DAGANA 6. 7. OG 8. JANÚAR. OPIÐ FRÁ KL. 9TIL19. Stundataflan liggur frammi alla þessa daga. VIÐ BJÓÐUM UPP Á: ► SPINNING ► LEIKFIMI ► TÆKJASAL ► LJÓSABEKKI ► GUFUBAÐ ► NUDD ► HÖFUÐBEINA- OG SPJALDHRYGGSJÖFNUN ► SVÆÐANUDD ► JÓGA ► ÞOLMÆLINGAR ► RÁÐGJÖF ► EINKAÞJÁLFUN ► BARNAGÆSLU Frá og meö mánudeginum 12. janúar spilum viö svo Toscu í botn og hefjum heföbundna heilsuræktardagskrá viö allra hæfi. BÆJARHRAUNI 4, 220 HAFNARFIRÐI, SÍMI 555 3637, FAX 565 3638. Netfang: www.tosca.is II''» CBS fær rétt á nýrri Bond-mynd Hollywood. Reuters. CBS hefur samþykkt að greiða MGM að minnsta kosti 20 milljónir dollara fyrir einkarétt til að sjón- varpa 18. James Bond kvikmynd- inni, Tomorrow Never Dies. Hærra verð hefur ekki verið greitt fyrir sjónvarpsrétt á Bond mynd og MGM fær verulegar auka- greiðslur, ef andvirði seldra að- göngumiða fer . yfir 100 milljónir dollara. Miðasölutekjur af síðustu Bond myndinni, Goldeneye, 1995 námu 106 milljónum dollara í Bandaríkj- unum og myndin var seld NBC fyr- ir um 12 milljónir dollara. Samkeppni um sjónvarpsrétt á kvikmyndum hefur harðnað á und- anfomum tólf mánuðum. CBS tryggði sér rétt til að sjónvarpa Tomorrow Never Dies eftir 15 milljóna dollara tilboð frá USA Network and TNT. Tuttugu milljónir dollara voru hæsta verð fyrir kvikmynd þegar ABC keypti Mission: Impossible 1996. Siðan hefur Fox greitt 80 milljónir dollara fyrir The Lost World: Jurassic Park og NBC greiddi rúmlega 50 milljónir dollara fyrir Men in Black. Metaðsókn að nýju myndinni Metaðsókn var að nýju Bond- myndinni, Tomorrow Never Dies, þegar sýningar á henni hófust í Bretlandi og nam andvirði seldra aðgöngumiða 6,1 milljón dollara á þremur dögum. Pað voru meiri miðasölutekjur en af Goldeneye en heldur minni en af Mission: Impossible. Tekjur af nýju Bond-myndinni í Bretlandi voru meiri fyrstu helgina þegar hún var sýnd en af af níu öðr- um söluhæstu myndunum í Bret- landi sömu daga. Friöarsam- komulag á Filipps- eyjum Manila. Reuters. FILIPPSEYSKA stjómin og næst- stærstu skæruliðasamtök landsins hafa náð samkomulagi um að undir- rita friðarsáttmála til bráðabirgða fyrir 30. janúar næstkomandi. Jose de Venecia, forseti filippseyska þingsins greindi frá þessu á dögun- um. Sagði de Venecia að hann og A1 Haj Murad, einn leiðtoga íslömsku frelsisfylkingarinnar á Mindanao- eyju, væru við að ná bráðabirgða- samkomulagi sem tryggja ætti frið á eyjunni en það á að undirrita áður en Fidel Ramos, forseti Filippseyja, lætur af völdum undir lok janúar. Þá á fullbúið friðarsamkomulag að vera frágengið fyrir 30. júní. Stjómvöld og íslamska frelsisfylk- ingin sömdu um vopnahlé í júlí sl. og hófu þá þegar að undirbúa friðarvið- ræður, sem hófust fyrir þremur vik- um. Fylkingin hefur staðið fyrir árásum og ofbeldisaðgerðum á Mindanao frá því á fyrrihluta átt- unda áratugarins. Er talið að hún hafi um 8.000 manns undir vopnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.