Morgunblaðið - 23.01.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 23.01.1998, Síða 2
2 B FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF N etspjall við íslenskunema í Texas Móðurmálið okkar hefur heillað Texasbúann lengi. „Það er eitthvað svo framandi og því spennandi," segir hann. Ekki kveðst hann vera mikill tungumálamaður, íslenskan er eina málið sem hann virkilega langar til að læra. Til að byrja með fylgdist hann með spjalli íslending- anna á rásunum en þá er alla jafna að fínna á tveimur rásum, Ieeland og Iceland 18 +. Eftir nokkurn tíma taldi hann í sig kjark, gaf sig á tal við nokkra og bað um hjálp við tungumálanámið. „Flestir tóku mér mjög vel og voru reiðubúnir að að- stoða mig og þannig hefur þetta tekist smám saman.“ Oft á tali í Hlunna- voginum Drjúgur tími fer í netspjall dag hvern hjá þeim Maríu og Corley Erfurd. „Við tilheyrum hópi hinna allra hörðustu,“ segir María sem situr dægrin löng, um þrjá til fjóra tíma hvert kvöld, fyrir framan tölvuskjáinn og talar við netvinina. „Það telst nú bara nokkuð gott, margir eru mikið verri en ég. Fyrst eftir að ég keypti tölvuna og fór í netáskrift, sat ég stundum sex tíma hvern dag fyrir framan skjáinn." Þar sem Corley Erfurd vinnur og starfar við tölvur, hefur hann spjall- rásirnar opnar alla daga og kíkir inn reglulega. Morgunblaðið/Júlíus MARÍA Edwardsdóttir eyðir löngum stundum á spjallrásum Netsins. Á myndinni er einnig Kolbrún dóttir hennar sem er tveggja ára. Samdi íslenskt þýðingarforrit Til þess að auðvelda sér námið samdi Corley Erfurd íslenskt þýð- ingarforrit sem hann geymir á heimasíðu sinni. Forritið sem þýðir íslensk orð yfír á ensku, telur nú um fjögur þúsund orð og enn bætist í safnið. „Þetta var nú bara til gam- ans gert en fjöldi fólks hefur sýnt forritinu áhuga svo nú sel ég að- gang að því fyrir einn dollar sem er um sjötíu íslenskar krónur,“ segir Corley Erfurd. Heimasíða hans er rituð bæði á ensku og íslensku en þar er m.a einnig að finna tölvuleik með íslenskum víkingum og ljóðum. Netfangið er http://web 2. air- mail.net/corley. Corley Erfurd hefur verið í sam- bandi við um 60 Islendinga á spjall- rásinni, Iceland 18+. „Mest hef ég lært af því að tala við þá en María sendi mér um daginn íslensk/enska orðabók sem hefur hjálpað mér mikið. Ég kann mjög vel við íslend- inga því þeir eru bæði opnir og vin- samlegir," segir hann. Um tíu Is- lendinga telur hann til bestu vina sinna og þá ætlar hann að heim- sækja í sumar ásamt eiginkonu sinni, Stephanie. „Ætlunin er að koma í júní og dvelja í um tíu daga, ferðast um landið og hitta félag- ana.“ Margir íslendingar á spjallrásum „Á spjallrásunum hvílir nafn- leynd og notast því flestir við dul- nöfn,“ segir María og bendir á lang- an lista af alls kyns furðunöfnum; Bangsa, Dog, Freud, Elgur og Durgur. Yfirleitt hittast María og Corley á Iceland 18 + en færa sig síðan yfir á tveggja manna rás. Samfélag íslendinga á spjallrás- unum er fremur stórt en reglulega BINDI sem anda léttar. BRÚ milli heima karla og kvenna. F ataverslun þar sem fólk skemmtir sér Corley Erfurd hefur lært íslensku með aðstoð vina á íslenskri spjallrás. Net- vinkona hans María Edwardsdóttir bauð Hrönn Marinósdóttur í heimsókn o^ saman sátu þær við tölvuna og ræddu á móðurmálinu við Bandaríkjamanninn. FÖTIN eru aðalatriðið og þau verða að sjást,“ segir Sævar Karl Ólason kaupmaður um hugmyndaíræðina bakvið nýja 800 m2 verslun við Bankastræti 7 þar sem Samvinnubankinn var áður til húsa. „Markmiðið er auðvitað þjónusta en svo er líka hitt, hvernig hægt er að gera fötin og umhverfið skemmtilegt svo viðskiptavininum þyki gaman að koma hingað,“ segh' hann. Sævar Karl flutti með karlmanna- fótin í nýja húsið um miðjan desem- ber á liðnu ári og nú er verið að inn- rétta fyrir kvenfataverslun á sama stað að hans sögn. Bankastræti 7 var umtumað og lá leiðin meðal annars til Sikileyjar í marmaraleit þar sem arkitektinn, Guðjón Bjarnason, vildi hafa samskonar efni á stiga niður í kjallara og var fyrir á gólfi bankans. Þá fékk hann gullsmið til þess að smíða forláta hurð á húsið úr kopar. Miðað er við að breytingum verði lokið 1. tnai’s og verður viðskiptavin- um verslunarinnar í framtíðinni boðið upp á léttar veitingar auk kaffis. I húsinu verður líka leikherbergi fyrir börnin, vatnsskúlptúr og brúuð tjörn með fiskum og öðrum dýmm. Að ógleymdu tviskiptu gallerí þar sem Jón Óskar sýnir í augnablikinu mál- verk sín af harlekín. Hvað skyldi svo vaka fyrir mannin- um með svo umfangsmiklu og dýra tiltæki? Sævar Karl nefnir til skýr- ingar að verslun sín sé hluti af sam- tökunum International Menswear Group, 13 fyrirtækja í fataverslun, og að hann hafi bara viljað skjóta kolleg- um sínum ref fyrir rass hvað glæsi- leika varðar. „I hópnum eru ýmsir þekktir karl- Morgunblaðið/Kristinn SÆVAR Karl Ólason og Bankastræti 7. ar sem eiga flottar búðir og ég vai’ einfaldlega staðráðinn í því að gera betur. Það eina sem við höfum að bjóða er góð þjónusta og gott úrval og þvi þurfum við að skapa umhverfi sem hefur aðdráttarafl. Þeir komu í heimsókn til mín í gömlu búðina og spurðu af hverju væri ekki meira af mér sjálfum í henni. Skrif- stofan þín er miklu fallegi'i, sögðu þeir, en þú ert aldrei þar. Síðan hef ég haft þetta í huga,“ segir hann. Inn og út um gluggann Sævar Karl bætir við að þótt gamla búðin hafi haft vissa töfra hafi hún verið plásslítil og gamaldags og að fá- ir hafi lagt leið sína þangað aðrir en þeir sem áttu beinlínis erindi. „Hérna eram við með allt annað umhverfi, til dæmis 18 metra glugga, og þeir sem labba Bankastrætið sjá hvað er að A SPJALLRASINNI urðu /\ fagnaðarfundir. „Hvernig Á JLgekk í prófinu? og hvað á að gera í kvöld?“ Corley Erfurd í Dallas og María Edwardsdóttir í Hlunnavoginum töluðu lengi og inni- lega saman, að hætti bestu vina. Kynni þeirra hófust á Netinu fyrir um einu ári og hafa þau spjallað þar mikið saman síðan, nánast upp á hvern einasta dag. Aldrei hafa þau þó hvort annað augum litið. „Corley gaf sig á tal við mig einn daginn, eins og hver annar irkari,“ rifjar María upp. „Hann vantaði ein- hvern til að kenna sér íslensku, við fórum að tala saman og urðum fljót- lega góðir vinir.“ María hefur verið einn helsti aðstoðarmaður hans við íslenskunámið undanfarið en um tvö ár eru liðin síðan Corley Erfurd kynntist Islendingum á Net- inu og hóf tungumálanámið. Áhuginn kviknaði á barnsaldri Hvernig er annars veðrið í Texas? spyrjum við. „Það er sólskin og um 12 gi’áður á Celsíus,“ svarar hann að bragði. En hvernig skyldi áhugi hans á Islandi hafa kviknað? „Þegar ég var strákur las ég mér til um landið í skólabókum og fannst spennandi að lesa um víkingana, eld- fjöllin og fleira. Tækifæri gafst hins vegar ekki til að kynnast landi og þjóð fyrr en á Netinu." Corley Erfurd er 28 ára gamall og starfar sem tölvuforritari í úthverfi Dallas í Texasfylki en nýlega hóf hann nám í tölvunarfræði við tækni- háskóla, var einmitt að taka próf daginn sem við áttum spjall saman á Netinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.