Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 1

Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGN AFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARDAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • JRttfigtiiiiritafrifr Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 17. febrúar 1998 Blað C Breyttur markaður STÓRAR og dýrar /búðir eru farnar að seljast aftur á höfuð- borgarsvæðinu, segir Grétar J. Guðmundsson í Markaðnum. Margt hefur batnað og það á ekki síður við um íjármagns- markaðinn. En ekki er víst, að allt sé til bóta. / 2 ► '■ 11 *■ ú ji Evrópu- staðlar ÝMSAR spurningar hafa komið fram um Evrópustaðla á sviði bygginga og mannvirkjagerðar. Hafsteinn Pálsson verkfræðingur ljallar um samræmdar kröfur á þessu sviði í Evrópu og hvaða áhrif þær muni hafa á íslenzkan byggingariðnað. / 23 ► U T T E K T Sérhannað atvinnu- húsnæði VIÐ Dalveg í Kópavogi eru Kraftvélar ehf. að reisa nær 2.000 ferm. byggingu, sem verður að ýmsu leyti óvenjuleg, bæði að því er varðar útlit og hönnun. Bygg- ingin er steinsteypt og á tveim- ur hæðum, en það sem einkum gefur henni óvenjulegan og skemmtilegan svip er stór gler- skáli, sem kemur eins og út úr neðri hæðinni. „Þennan hluta köllum við Demantinn, en þar er sýningar- salur og aðstaða fyrir sölu- menn,“ segja arkitektamir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Bjömsson, sem hannað hafa bygginguna. „f hinum hlutanum á neðri hæðinni er stórt verkstæði með mikilli loft- hæð. Þar verður unnið að því að gera við skurðgröfúr, ýtur, lyftara og önnur stórvirk tæki.“ Lögun og útlit hússins vekja óneitanlega athygli að öðm leyti, en það er bogalaga. Veggir hússins em einangraðir að utan með steinull og síðan klæddir með bánijárni. Þakið er úr Iímtré, en síðan er það líka klætt með bárajámi. Að sögn Ævars Þorsteins- sonar, framkvæmdastjóra Kraftvéla, verður byggingin eins og „klæðskerasaumuð11 fyrir starfsemina, en hún felst í innflutningi og viðgerðaþjón- ustu á Komatsu-vinnuvélum, Toyota-Iyfturum og Tamrock- borvögnum auk fjölda annarra þekktra vömmerkja. „f þessu nýja húsi verður eitt fullkomnasta verkstæði sinnar tegundar á landinu,“ segir Ævar Þorsteinsson. / 18 ► Hátt fermetraverð í fjölbýli í Kópavogi VERÐ á íbúðum í fjölbýlishúsum er áfram heldur hærra í Kópavogi en í Reykjavík og í Hafnarfirði eins og fram kemur á meðfylgjandi teikn- ingu, sem sýnir meðalverð á fer- metra í húsnæði, sem skipti um eig- endur í þessum bæjarfélögum á tólf mánaða tímabilinu nóvember 1996 til október 1997. Fermetrastærðir eru séreignar- fermetrar og sameignarfermetrar ekki taldir með. Dýrast er fer- metraverðið í 2ja herb. íbúðunum, en fer síðan lækkandi eftir því sem íbúðirnar eru stærri. I Kópavogi var fermetraverð í tveggja herb. íbúðum að meðaltali 82.697 kr., en 79.696 kr. í Reykjavík og 78.919 kr. í Hafnarfirði. í þriggja herb. íbúðum var fermetraverðið 74.850 kr. í Kópavogi en 74.696 kr. í Reykjavík og 72.828 kr. í Hafnar- firði. Samkvæmt þessu er meðalverð á fermetra um 4% hærra í 2ja herb. íbúðum í Kópavogi en í Reykjavík, nær sama í 3ja herb. íbúðum og um 2% hærra í 4ra herb. íbúðunum. í fimm herb. íbúðum er það aðeins lægra í Kópavogi. Þessar fjárhæðir miðast við stað- greiðslu og eru meðalverð. Frávik frá þeim geta því verið mikil. Ibúð- arhúsnæði er ekki staðlað og mis- jafnt, hve mikið er í það borið, hvort sem það er gamalt eða nýtt. Hvergi er hlutfallslega meh’a byggt af nýju húsnæði en í Kópa- vogi og það kann að vera skýringin á hinu háa fermetraverði þar, en fermetraverðið er að sjálfsögðu hæst í nýjum íbúðum. Byggingarað- ilarnir byggja til þess að selja og hlutfall nýrra íbúða, sem skipta um eigendur, er því sennilega hvergi hærra en í Kópavogi. Jafnframt er verð á nýjum íbúð- um á eftirsóttustu nýbyggingastöð- unum í Kópavogi eitthvað hærra en á nýjum íbúðum annars staðar t. d. í í Grafarvogi, enda þótt það sé senni- lega ekki einhlít regla. Þetta kann einnig að leiða til hærra meðalverðs í Kópavogi. 79.695 REYKJi HAFNARFJÖRl ^■1« REYKJAVÍK* HAFNARFJORÐUR REYKJAVIK Húsnædisverð í fjölbýli í Reykjavík Kópavogi og Hafnarfirði Meðalverð á hvern fermetra í húsnæði sem sélt var fránóv. 1996 til okt. 1997 Tveggja herbergja \ REYKJAVIK jKOPAVOGUR HAFNARFJORÐUR i KOPAVOGUR HAFNARFJORÐUR 74.850 72.828 KOPAVOGUR KOPAVOGUR .582 úla 13A • Sími 515 1500 • Fax 515 1509 • www.kaupthing.is Verið velkomin í afgreiðsluna að Ármúla 13A eða hafið samband við ráðgjafa okkar í sima 515 1500. Við höfum opið alla virka daga frá 9.00-16.00 KAUPÞING HF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.