Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 6

Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Suöurlandsbraut 16 108 Reykjavik l S: 588-0150 Sigurður Óskarsson lögg. fasteignasali Viðar Örn Hauksson sölumaður 854 6654 Sveinn Ó. Sigurðsson sölumaður og auglýsingar Sími 5880150 Eftirspurn • Eftirspurn J Ung hjón: Hilmar og Bára leita að sérbýl. Þar sem Hilmar er með lít- inn atvinnurekstur þarf hann mikið geymslupláss fyrir áhöld og taeki. Bílskúrinn þarf að vera stór eða góð geymsla með góðu aðgengi til viðbótar. Þau eiga 4 herb. íbúð sem þau vilja setja uppí kaupverð, og milligjöf gæti verið staðgreidd. j Verðhugm. allt að 15 millj. Sigríður er að leita að 200 fm húsi + bílskúr. Húsið má vera j tveggja íbúða en samgangur eða möguleiki á samgangi verður að vera. Staðsetning er I opin en Suðurhlíðar Kóp, Garðabær og miðsvæðis í Rvík er ofarlega á óskalistanum. ! Hjón komu við og eru að leita að 3-4ra herb íbúð (helst hæð) með j bilskúr. Þarf að vera lámark 80 fm og verðið má ekki fara yfir 9,5 millj. ! Hjón sem eru búin að selja bráðvantar gott einbýii eða raðhús j i Fossvogi, Gerðum eða Leitum. Heimar, Teigar og Sund koma lika til greina. ’ Verðhugmynd frá 10 millj. til 17 millj. Enn og aftur vantar okkur 2ja, 3ja og 4ra íbúöir í Teigum, Heim- ’ um og Sundum. Fjöldi kaupenda á skrá, skoðum samdægurs. Hafðu samband! Landið nvtt Laufskógar Hveragerði fm 3ja herb. hús. Á lóð er lítið jarðhýsi. Áhv. 2,1 m.V. 3,7 m. 1071 Heiðarbrún Hveragerði 188 fm raðhús með bílskúr. V 8,8 Áhv. 5.3 m. Á sama stað til sölu hesthús 10-12 hesta V. 500þ. 1072 I smíðum Klukkurimi 195 fm parh. sem vert að skoða. Áhv. 4,8 m. V. 10,9 m. Lyklar á skrif- stofu Eignaval. 8635 Fjallalind 166 fm párhús. Afhend- ist fullbúið að utan en fokhelt að innan. 4 svefnherb., garðskáli og gert er ráð fyrir heitum potti í garði. 9664 Austurbær - Vogar. Afar faiiegt 190 fm hús við botnlangagötu með 44 fm atvinnuhúsn. og bilsk. Allt nýlega uppgert og i frábæru ástandi. Kjallari, hæð og ris. Fallegur garður. Gróið hverfi. Allt tipp topp! Ekki missa af þessu frábæra tæki- færi. V. 17,9 m. 1063 Einbýli Logafold Til sölu glæsil. 265 fm 6 herb. einbýli með 56 fm innb. bílsk. Lokuð gata og fráb. útsýni. Draumaeign. Skoðið og sannfærist! Áhv. 2 m. V. 18,3 m. 9648 Rauðagerði 320 fm 2ja hæða einb. með öllu. Húsið og allt umhverfi 1. flokks. Garðskáli og sólríkar verandir. Marghátt- uð skipti koma til greina, s.s. 120 til 140 fm einbýli á góðum stað í Rvk. Áhv. c.a. 6 m. V. 19,9 m. 9084 Sæbólsbraut í Kóp. 226 fm ein- býlishús á sjávarlóð! Sérstakleg skemtilegt og vel staðsett hús, 2 baðherb. og 5 svefn- herb. Möguleiki á aukaíbúð með sér inn- gangi i kjallara. Innbyggt í húsið er bíl- skúr/bátaskýli. 1029 Stelkshólar Snyrtil. 89 fm íb. á 3. h. með 24 fm bílsk. Áhv. 4,4 m. V. 7,9 m. 6204 Austurberg Góð 89 fm. og 4ra herb. íb. á 3. h. með suðursvölum og 18 fm. bil- sk. Áhv. 2,5 m. V. 7,7 m. Eyjabakki 88 fm falleg íbúð. Nýtt parket á stofu og eldhúsi og ný eldhúsinnr. Áhv. 4 m. V 6,9 m. 1054 Rað- og parhús Engjasel 220 fm raðh. með 34 fm bílg. á fallegum stað. Húsið þarfnast lagfæringa og tillit tekið til þess í verði. Skipti á minni íbúð koma til greina. Tilboð! Hafðu samband og fáðu upp- lýsingar. 8607 Hæðir Þinghólsbraut-Kóp. 3ja herb. 72 fm sérh. í tvíb. á góðum stað. Margháttuð skipti koma til greina á eign í Vesturbæ Rvk. V. 5,8 m. 7312 Laugarnesvegur Snotur 2ja-3ja herb. risfb. í þríb. Losnar fljótlega. Áhv. Veðdl. 3,2 m. V. 6,3 m. 7307 Árbær eða nágrenni Ákveðnir kaupendur að sérbýli með stórum bilskúr, 4ra herb íbúð uppi og millgjöf staðgreidd. 1053 Seljavegur ngar- sjóðslán) 67 fm íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýli. Suðaustursvalir. Sameign nýlega gegnumtekin. Áhv 3.8 m. bygg- sj. V. 6,6 m. 1067 Norðurmýri 84 m hæð ásamt 25.2 fm bílskúr. Parket á gólfum og geymsluris yfir íbúð. Áhv. 3,8 m. Byggsj. V. 8,2 m. 1058 Álfhólsvegur - Kóp. Rúmi. 100 fm neðri sérhæð. Eign á góðum stað í fallegu hverfi. Sér þvottah. Bílskúr 20 fm V. 7,1 m. 1014 Alfhólsvegur . Falleg 104 fm neðri sérhæð í tvíbýli. 25 fm bílskúr. Endumýjað og vel byggt hús. Sóistofa. Áhv. hagst. lán 5,3 m. V 9 m. 7314 4ra til 7 herb. Kóngsbakki vei skiþuiögð ibúð á 2 hæð, þvotthús innan íbúðar. Baðherb. ný- lega flisalagt, og parket á herbergjum. Áhv. 4m.V. 7,1 m. 1033 Hraunbær Frábær 119 fm íb. á 1. hæð í góðu fjölbýli. Áhv. byggsj.lán 3,1 m. V. 8,9 m. 6939 Eiðistorg 106 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð með einkagarði og 35 fm aukaíb. á kjallarahæð. Áhv. 4,3 m. Verð aðalíb. 8,8 m., aukaib. 2,9m. 6933 Hlíðar 58 fm mjög skemmtileg 3ja herb. risíbúð, stór stofa og 2 rúmgóð svefherb. Allt nýtt á baði. Áhv. 3.6 m. V. 5,7 m. Hagstæð lán. 1052 Vesturbær 70 fm íbúð á 1. hæð í fjölbýli. V. 6,8 millj. Áhvílandi 3 millj. 1024 2ja herb. Lautasmári 60 fm ibúð á 1. hæð rúml. tilbúin undir tréverk. Þvottahús innan íbúðar. 1043 Vesturbærinn 39 fm íbúð á 1. hæð. Nýtt gler og gluggar. Húsið er í góðu standi og nýjar teikningar til af skípulagi. V. 3,8 m. 1004 Krummahólar Falleg 44 fm 2ja herb. íb. með sér stæði i bílag. Áhv. 2,8 m. V. 4,2 m. Lækkað verð! Lausjjótl. 5972 Dvergabakki 86 fm ágæt íbúð og hús nýlega viðgert. Suður- og norðusvalir (frábært útsýni) V. 6.8 m. 1044 Reykás Vorum að fá í sölu mjög vel skipulagða 131 fm íbúð á 2 hæðum. Góð- ar innrétt., parket og flísar á flestum gólf- um. Þvottahús innan íbúðar. Áhv. 6 m. V. 10,7 m. 1032 3ja herb. Álftamýri 76fm falleg íbúð, parket á gólfum og ný eldhúsinnrétting. Mjög smekkleg eign. Áhv. 2 m. V. 6,8 m. 1039 ið verð! Laysjj' Frábær einstaklingsíbúð f Ljósheimum. 55 fm íbúð með frábæru útsýni í húsi sem hefur verið klætt og fullviðgert. íbúðin er á 9. hæð (efst í lyftuhúsi) og gengt úr henni út á 30 fm svalir. Ávh. 2.6 m. V. 5.2 m. 1034 Snorrabraut 50 fm kj.íb. lítið niðurgr. Áhv. 2,5 m. V 4,1 m. 5231 Kríuhólar. fbúð fyrir unga parið!! Falleg parketiögð 40,9 fm íbúð á 3. hæð. Ný eldhúsinnrétting. Stórar aust- ursvalir. Verð 3,8 m. Lyklar á skrifstofu. Flétturimi Snotur 67 fm og 2ja til 3ja herb. íb. á 3. h. í notalegu fjölb. Áhv. 4 m. V. 6,8 m. 5958 Krummahólar 55 fm ibúð, parket á stofu og herbergi. V 5,4 m. Áhv. 1,2 m. 5251. Furugrund. Glæsileg 56 fm íbúð í fal- legu nýklæddu húsi. Stórar vestursvalir. Nýtt parket á öllu. Lágt húsgjald. Áhv. 1,6 m. V.5,4 m. 1050 Álfhólsvegur . Gullfalleg 2ja herb. íb. á jarðhæð með sérinng. Ekkert áhv. V. 4,4 m. Laus strax. 1049 Einstaklingsíbúðir Fífusel 28fm studioibúð, parket á gólfum og góð eldhúsinnrétting. Bað- herb. rúmgott. V 2,4 millj. Áhvíl. 800.000 kr. 1073 Flétturimi 76 fm mjög falleg og skemmtileg íbúð á 1. hæð með sérafgirtum garði. Innréttingar í eldhúsi og baði sérstak- lega skemmtilegar. Áhv. 4,5 m. V. 6.950 m. 1059 Þangbakki 38 fm íbúð á 2. hæð. Stofa er parketlögð, og sér svefnhólf. Bað- herb. rúmgott og eldhús sér. Áhv. 1,5 millj. V. 4,2 m. (Laus strax). 1070 Ibúðir i sérflokki Langholtsvegur 3 íbúðir 53fm, 82fm og 57fm ásamt bílskúr. 1030 Með byggingarsjóðsláni!! Björt og góð íbúð i litlu fjölbýli við Engihjalla í Kóp. Parket á gólfum, flísar á eldhúsi og baði. Hús hefur verið klætt og viðgert. Áhv. 3 m. byggsj. + 1 m. önnur lán. V. 6,5 m.1045 Hrísrimi Aðgengi fyrir hjólastól! Fal- leg 96 fm íb. á 1. h. í snyrtil. fjölb. Bil- geymsla. Áhv. 4,8 m. V. 8,5 m. 5361 Jarðir nVTT Fyrir hestamanninn. Nýkomin í sölu 150 ha jörð á Suðurlandi, 70 km. frá Reykjavík. Góður húsakostur. Samkomulag um tæki um tæki og kvóta. Hentar sérlega vel tveim aðiium, Upplýs. á skrifstofu. 1080 Velkomin(n) á heimasíóu Eignavals www.eignaval.is TVyggingafélögin verða að breyta um stefnu í vatnstjónamálum Lagnafréttir Þess eru mýmörg dæmi, að gefízt er upp eftir „skóbótarviðgerðir“ á lögnum og all- ar lagnir endurnýjaðar, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Afleiðinffln er tvö- faldur kostnaður. AÐ væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að tíunda einu sinni enn hve gífurlegir fjármunir fara í ginnungagap vatnsskaða vegna skemmdra lagna í húsum og ekki þarf að búast við því að úr þeim dragi á næstu árum. Það er neikvæð uppskera af því sem til var sáð fyrir tveimur til þremur ára- tugum, skaðinn er þegar skeður eða er að ske. Af hverju stafa þessir miklu vatnsskaðar á lögnum hérlendis? Það er ekki úr vegi að fara um það nokkrum orðum, það hefur margt verið um það skrafað og skeggrætt og oftar en ekki nokkuð yfirborðskennt, jafnvel með sleggjudómum. Helstu orsakir þessara miklu skemmda, sem verða á lögnum, eru rangar lagnaleiðir og það dauða- hald sem haldið hefur verið í lagna- hefðir. í fyrsta lagi heíúr sú hefð, að troða öllum hita- og neysluvatns- lögnum inn í veggi, verið okkur dýr. í öðru lagi sú aðferð, sem kom fram á flestum lagnateikningum um miðjan sjötta áratuginn að leggja fyrrnefndar lagnir í gólfraufar í neðstu plötu, þær lagnir eru víða að grotna í sundur. í þriðja lagi eru frárennslislagnir í grunnum eldri húsa, flestar úr steinrörum, unnvörpum að gefa sig í dag. í fjórða lagi eirlagnir í húsum á höfuðborgarsvæðinu, þær eru víða skaðvaldur. Hvers vegna? Það er engin furða að margur húseigandinn spyrji; hvernig gat þetta gerst að menn veldu rangar lagnaleiðir, svo sem að troða lögn- um í gólfraufar í kjallaraplötum ár- um saman? Er enginn ábyrgur? Eina afsökunin er sú að menn vissu ekki betur þegar verkin voru unnin en þetta væru ágætar aðferð- ir. Það vill einnig brenna við að þótt illur grunur fari að læðast að mönn- um um ágæti þess sem gert er, þá er mjög erfitt að fá ráðandi valda- menn og hönnuði til að breyta um stefnu. Við höfum aldeilis nærtækt dæmi sem er framkomnar aðvaranir um að varasamt sé að nota galvan- iseruð stálrör í neysluvatnslagnir vegna tæringarhættu, en því hefur jafnvel verið mætt með skætingi af valdsmönnum. Þó leyft hafi verið um árabil að leggja heimæðar fyrir kalt vatn úr plasti á höfuðborgarsvæðinu eru menn neyddir til að leggja síðasta legginn inn og upp úr sökkli úr galvaniseruðum stálrörum. Þegar yfirmenn kaldavatnsmála eru spurðir hvers vegna ekki megi leggja heimæðina úr plasti alla leið er svarið ekkert eða „af því bara“ eins og hjá krökkunum. Annað dæmi er yfirgengileg íhaldssemi byggingayfirvalda í Reykjavík, sem árum saman hafa bannað alla framþróun í lagnaefn- um á sínu svæði. Tryggingafélögin borga og borga Það ei'u geysimiklir fjármunir sem tryggingafélögin greiða á hverju ári vegna vatnstjóna. Það er stundum verið að kasta hnútum að HEILDARLAUSNIR verða oft- ast ódýrari en smáskammtavið- gerðir. tryggingafélögunum fyrir að þau reyni að koma sér undan greiðslu- skyldu, en sannast sagna er að þau teygja sig oft æði langt til að koma til móts við sína viðskiptavini, greiða örugglega og fljótt það sem þeim ber og vel það. Hins vegar þurfa tryggingafélög- in nauðsynlega að taka allar sínar starfsaðferðir vegna vatnstjóna til gagnrýninnar endurskoðunar og þau ættu að hlusta á góð ráð. I dag er það meginregla að ef fi-am kem- ur leki í húsi sem tryggt er, sendir viðkomandi tryggingafélag pípu- lagningameistara á vettvang með þeim fyrirmælum að gera við lek- ann sem hann og gerir, trygginga- félagið borgai* viðgerðina. Það sem nánast alltaf er gert er að brjóta upp gólf eða veggi, gera við skemmdu leiðsluna og hylja að nýju. Því miður gerist þetta aftur og aftur í sama húsinu, því auðvitað er staðreyndin sú oft og tíðum að lögnin í húsinu er ónýt með öllu. Þetta er sama aðferðin og notuð var við gömlu góðu gúmmiskóna í sveitinni í gamla daga; við hvert nýtt gat var sett á ný bót þangað til þeir duttu endanlega í sundur, þá varð að kaupa nýja. Kjarni málsins er sá að það verð- ur að hætta þessum „skóbótarað- ferðum" sem tryggingafélögin fyr- irskipa, því miður. Þegar leki kemur fram í húsi, sem er aldarfjórðungs gamalt og eldra, er ekki vit í öðru en byrja á því að meta ástand lagna í húsinu áður en byrjað er að brjóta og bramla. Oftar en ekki mun þá niðurstað- an verða sú að skynsamlegasta lausnin sé að „gleyma“ gömlu lögn- unum og leggja nýjar lagnir úr bestu fáanlegum lagnaefnum nú- tímans og velja þannig lagnaleiðir að hugsanlegir lekar eftir hálfa öld komi fljótt í ljós og auðvelt sé að ráða bót á þeim án rasks á veggjum og gólfum. Það eru mýmörg dæmi þess á undanförnum árum að loksins þeg- ar búið hefur verið að verja and- virði nýrra lagna í „skóbótarvið- gerðir" er gefist upp og allar lagnir endurnýjaðar. Afleiðingin er tvöfaldur kostnað- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.