Morgunblaðið - 03.03.1998, Side 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLABIÐ
Enn von hjá
Víkingum
Vfldngar halda enn í þá von að
halda sæti sínu í 1. deild eftir
nauman sigur á HK í gærkvöld.
Þröstur Helgason var
Borgar Þór hetja Víkinga í leikn-
Einarsson um, skoraði 12 mörk
skrifar og lék ljómandi vei:
„Við verðum að nýta
okkur þau tækifæri sem okkur gefast
ef við eigum að halda sæti okkar í
deildinni. Við sýndum það í kvöld að
við eigum enn möguleika á því. Ég
fann mig vel í kvöld og það er gaman
að spila á rauða gólfínu hér í Digra-
nesi,“ sagði Þröstur að leik loknum.
Leikmenn Víkings komu greini-
lega vel stemmdir til leiks og skoruðu
fjögur fyrstu mörkin. Varnarleikur-
inn var sterkur, með Birki öflugan í
markinu, og sóknin gekk eins og vél.
Eftir níu mínútna leik misstu Víking-
ar þrjá menn út af á sömu mínútunni,
þar af Steinar Birgisson með rautt
spjald, og í kjölfarið náðu HK-menn
að saxa á forskotið.
Strax í upphafi síðari hálfleiks tóku
Víkingar leikinn í sínar hendur og
náðu 4 marka forskoti á ný. Talsverð
harka færðist í leikinn og voru dómar-
ar leiksins, Egill Már Markússon og
Lárus Lárusson, duglegir við að
senda menn af leikvelli. HK náði með
skynsamlegum leik að minnka forskot
Vfldnga á nýjan leik og lokamínútur
leiksins voru æsispennandi. Víkingar
náðu tveggja marka forystu þegar
tæpar tvær mínútur voru til leiksloka
en HK náði að jafna þegar 16 sekúnd-
ur voru eftir. Víkingar geystust þá í
sókn og eftir mikið fát og fum stökk
Birgir Sigurðsson inn af línunni, greip
knöttinn og skoraði fram hjá Hlyn í
markinu, lokatölur 26:26.
Leikmenn HK komust aldrei veru-
lega í takt við leikinn. Ahugaleysi var
einkennandi í upphafí og sóknarleik-
urinn ekki burðugur. HK-menn
hresstust þegar á leið en þó var eins
og metnaðinn til sigra skorti. Hlynur
Jóhannesson, markvörður, var einna
bestur í liði HK.
Víkingar voru vel að þessum sigri
komnir. Leikmenn sýndu mikinn sig-
urvilja og virtust gera sér fulia grein
fyrir mikilvægi leiksins. Vömin var
feiknarlega sterk og Birkir ívar Guð-
mundsson varði mjög vel á köflum.
Sóknarleikurinn var í raun borinn
uppi af einum leikmanni, Þresti
Helgasyni, þótt aðrir hafi vissulega
staðið fyrir sínu. Þröstur gerði alls
tólf mörk í leiknum og stjórnaði spili
Víkinga af röggsemi. Arni Indriða-
son, þjálfari Víkings, var ánægður
með sigurinn: „Við vorum búnir að
setja upp ákveðna vörn fyrir leikinn
og náðum að byrja mjög vel. Þegar
lið standa frammi fyrir því, að það er
að duga eða drepast verður pressan
stundum of mikil en þessi staða hafði
góð áhrif á leik okkar í kvöld.“
Hörmulegir FH-ingar
Þrátt fyrir 24:19 sigur FH-inga á
Breiðabliki á sunnudagskvöldið í
Kaplakrika geta heimamenn ekki borið
■■■■■■ höfuðið hátt. Þeir fáu
Hörður Hafnfirðingar sem
Magnússon mættu á leikinn urðu
vitni að einhverjum
versta leik FH í áraraðir. Fimm marka
sigur gegn Blikum er einfaldlega ekki
nógu gott fyrir lið sem tekur sig alvar-
lega. Staðan í hálfleik var 12:7 og því
héldu gestimir jöfiiu í síðari hálfleik og
voru reyndar óheppnir að vinna hann
ekki. Sigur heimamanna var reyndar
aldrei í hættu en hefði ekki komið til
góðrar markvörslu Lee í marki heima-
manna hefði munurinn hugsanlega
orðið enn minni. Blikamir börðust all-
an tímann og eiga hrós skilið fyrir það.
Þeir fengu reyndar að hanga á boltan-
um of lengi án þess að dómaramir
dæmdu á þá.
Suk Hyung Lee og Hálfdán Þórð-
arson voru einu leikmenn FH sem
komust frá leiknum með einhverri
sæmd, aðrir mega hugsa rækilega
sinn gang. Hugmyndasnauður sókn-
arleikur, kæmleysi í vöm og oft og
tíðum slakar sendingar einkenndu
leik liðsins. Ahorfendur sem komu til
að sjá stórsigur, falleg tilþrif og
glæsileg mörk urðu svo sannarlega
fyrir vonbrigðum. í gamla daga tóku
Kristján Arason og félagar svona lið
og settu á þá 40 mörk og hver var við
stjómvölinn þá? Núverandi þjálfari
Breiðabliks, Geir Hallsteinsson.
Morgunblaðið/Ární Sæberg
VÖRN Eyjamanna var sterk á sunnudaginn og hér taka þeir Robertas Pauzuolis (nr. 10) og
Haraldur Hannesson (nr. 9) á á móti Guðmundi Helga Pálssyni.
Eyjamenn stöðv-
uðu Framara
EFTIR að hafa sigrað í átta deildarleikjum í röð á heimavelli
urðu Framarar að játa sig sigraða í Safamýrinni á sunnudag-
inn. Það voru Eyjamenn sem voru í heimsókn og þeir sigruðu
24:23 í mjög kaflaskiptum leik og átti Sigmar Þröstur Óskars-
son, markvörður liðsins, ekki lítinn þátt í sigrinum. Hann varði
24 skot og lokaði markinu löngum stundum í síðari hálfleik
enda gerðu Framarar ekki mark í tæpar 14 mínútur og fyrstu
23 mínúturnunar og 45 sekúndurnar gerðu heimamenn að-
eins þrjú mörk.
Gestirnir komust í 3:1 áður en
Framarar hrukku í gang og
komust í 9:5. Eyjamenn lögðu þó
■■■■■■ ekki árar í bát og
Skúli Unnar minnkuðu muninn í
Sveinsson eitt mark fyrir hlé og
jöfnuðu síðan með
fyrsta marki síðari hálfleiks. Fram
gerði næstu tvö mörk áður en þrjú
komu í röð frá gestunum og er tíu
mínútur voru liðnar var staðan
17:17. Þá skellti Sigmar Þröstur í
lás og það var ekki fyrr en síðari
hálfleikur hafði staðið í 23,45 mínút-
ur að Framarar gerðu fjórða mark
sitt í hálfleiknum, en á meðan höfðu
gestirnir gert fimm.
Staðan var því 22:17 fyrir ÍBV og
flestir héldu að Eyjamenn væru
búnir að tryggja sér sigur. Af svip
Þorbergs Aðalsteinssonar, þjálfara
Eyjamanna, mátti þó ráða að hann
var ekki viss í sinni sök. Og það kom
á daginn, eða næstum því. Með mik-
illi baráttu tókst Fram að gera
lokamínúturnar spennandi, gerði
fjögur mörk í röð, á aðeins þremur
mínútum, og þegar rúmar þrjár
mínútur voru eftir var staðan 21:22.
Svavar línumaður Vignisson skoraði
af harðfylgi fyiir ÍBV og Oleg Titov
svaraði hinum megin. Svavar var
aftur á ferðinni fyrir Eyjamenn og
tíminn of naumur fyrir Fram að
skora tvívegis.
Reynir Þór Reynisson varði mark
Fram vel og Oleg Titov var sterkur
á línunni. Vörn Fram var ágæt á
köflum en átti þó í vandræðum með
öflug skot Robertas Pauzuolis í
fyrri hálfleik, en þá skoraði hann
mörg glæsimörk lengst utan af velli.
Sóknin var ekki sannfærandi, en þó
sáust ágætir kaflar.
Sigmar Þröstur var maður leiks-
ins og það segir ef til vill mikið um
hann að menn voru að ræða um að
hann hefði verið slakur í fyrri hálf-
eik, en þá varði hann 9 skot, þaraf
eitt vítakast. í þeim siðari lokaði
hann markinu um tíma. Pauzuolis
átti mjög góðan leik, bæði í vörn og
sókn og það sama má segja um
Guðfinn Kristmannsson. Svavar
línumaður stóð fyrir sínu þó ekki sé
hann hávaxinn, var duglegur að
reyna að opna fyrir félaga sína og
nýtti færi sín vel. Zoltan Beláný var
ekki ógnandi, en hann var öruggur
á vítalínunni.
Lokaflautið
Enn einu sinni undirstrikuðu
Valsmenn að leikur er ekki bú-
inn fyrr en dómari hefur flautað
■■■■■■ hann af þvi Daníel S.
Stefán Ragnarsson skoraði
Stefánsson sigurmark Vals þegar
fjórar sekúndur voru
til leiksloka gegn Stjörnunni á
sunnudaginn. Með 24:23 sigri vipp-
uðu Valsmenn, sem hafa ekki tapað
í 11 leikjum í röð, sér því upp í
fjórða sæti deildarinnar en Stjörnu-
menn þurfa að halda vel á spilunum
ef þeir eiga að halda sæti sínu í úr-
slitakeppninni.
Garðbæingar hófu leikinn af
krafti með sterkri vörn og fyrir aft-
an hana stóð Jónas Stefánsson á
milli stanganna og varði vel. Vals-
menn létu það ekki slá sig af laginu,
voru að vísu lengi í gang en um
miðjan hálfleik sneru þeir við blað-
inu með því að gera sjö mörk á móti
einu Garðbæinga auk þess sem
Guðmundur Hrafnkelsson í marki
þeirra byrjaði að verja og það skil-
aði liðinu í 12:9 forystu. Stjörnu-
menn gáfust ekki upp en áttu í
mesta basli með að vinna upp mun-
inn. Það tókst þó á 12. mínútu síðari
hálfleiks en Valsmenn höfðu ekki
sagt sitt síðasta orð og náðu tveggja
marka forystu, 22:20. Þreytan og
spennan fór að segja til sín og harka
hljóp í leikinn en Valsmenn voru
alltaf markinu á undan. Þegar rúm
mínúta var eftir kom Valgarð
Thoroddsen Val í 23:22 með víta-
skoti en Hilmar Þórlindsson jafnaði
þegar mínúta var eftir. Valsmenn
hófu sókn og biðu fram í blálokin
eftir að taka eitt skot - og það var
mark.
Stjörnumenn voru afar vonsvikn-
ar eftir leikinn enda að minnsta
kosti stig innan seilingar. Liðið lék
oft góða vöm og í sóknarleiknum
gerði það góða hluti en var refsað
fyrir slöku kaflana. Jónas í markinu
varði mjög vel til að byrja með,
Valdimar Grímsson var drjúgur í
horninu og Magnús A. Magnússon á
línunni lét hafa fyrir sér þrátt fyrir
að vera tekinn óblíðum tökum.
„Þetta var mjög erfítt hjá okkur
eins og sést á lokatölunum en við
erum mjög sáttir við úrslitin því við
höfum ekki unnið hér í Garðabæn-
um í mörg ár,“ sagði Sigfús Sig-
urðsson, varnarjaxl úr Val, sem var
sterkur á línunni og átti sérlega
góðan leik í vörninni - varði til
dæmis fyrir hlé fleiri skot en mark-
vörðurinn. Davíð Ólafsson átti
einnig stórleik þegar hann smeygði
sér áreynslulítið í gegnum vöm
heimamanna og Daníel S. Ragnars-
son, Valgarð og Ingi R. Jónsson
áttu góða kafla.
FOLK
■ BJARKI Sigurðsson og fjölskylda
mættu frá Drammen í Noregi til
Skövde, til að sjá fyrri félaga sína
hjá Aftureldingu leika. „Strákarnir
geta miklu betur en þeir gerðu hér.
Ef allt hefði verið eðlilegt áttu þeir
að fara í undanúrslit en ekki leik-
menn Skövde," sagði Bjarki.
■ ÞÓR Björnsson, annar mark-
varða Fram, og fyrirliði liðsins, lék
ekki með á sunnudaginn. Hann er
með brákaðan fingur á vinstri
hendi, sagði að kvarnast hefði upp-
úr bátsbeini en bjóst við að verða
tilbúinn í næsta leik. Njörður Árna-
son tók við fyrirliðastöðunni í hans
stað.
■ INGVAR Ragnarsson aðalmark-
vörður Stjörnunnar lék ekki með
félögum sinum gegn Val á sunnu-
daginn því hann meiddist á auga og
verður frá í viku til viðbótar.
■ EINAR BALDVIN Árnason úr
Stjörnunni verður einnig að bíða
um sinn þar sem bakmeiðsl hrjá
hann.
■ JÓN Kristjánsson þjálfari og leik-
maður Vals var á leikskýrslu gegn
Stjörnunni á sunnudaginn en kom
ekkert inná þar sem hann hefur enn
ekki jafnað sig af flensunni.
■ JÚLÍUS Gunnarsson lék heldur
ekki með Val þar sem hann er fing-
urbrotinn en reiknar með að vera
tilbúinn í slaginn þegar kemur að
úrslitakeppninni.
■ GUÐMUNDUR Hrafnkelsson
markvörður Vals reyndist Valdi-
mar Grímssyni erfiður í vítaskotun-
um. Valdimar skoraði úr iyrsta en
Guðmundur varði næstu tvö - greip
meðal annars annað þeirra.
„Skot-
menn-
irnir
afkasta-
miklir“
„ÉG átti ekki von á svo stórum
sigri, reiknaði jafnvel ekki með
að við kæmumst áfram,“ sagði
Jan „Proppen“ Karlsson, þjálf-
ari Skövde. „Við byrjuðum
mjög vel, skotmenn okkar voru
afkastamiklir og Johan Green
varði vel í markinu. Það kom
mér á óvart hvað leikmenn Aft-
ureldingar voru óöruggir,"
sagði Karlson.
„Allt gekk upp“
„Þetta var einn af þessum
leikjum, þar sem allt gengur
upp. Við náðum mjög góðum
leik, mótspyman var minni en
ég reiknaði með,“ sagði Andre-
as Angerbom, sem skoraði níu
mörk fyrir Skövde. „Það er
frábært hjá okkur að vera
komnir í undanúrslit og von-
andi fáum við Vigo frá Spáni
sem mótherja.
„Góð byrjun“
„Við náðum mjög góðri byrj-
un og um leið að slá leikmenn
Aftureldingar út af laginu.
Þegar við vorum búnir að
vinna upp sjö marka forskotið
vissi ég að það yrðum við sem
færam áfrarn," sagði Janny
Hiltunen, sem fór oft illa með
vöm Aftureldingar og skoraði
sjö mörk með Iangskotum og
gegnumbrotum.