Morgunblaðið - 03.03.1998, Page 6

Morgunblaðið - 03.03.1998, Page 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRJÁLSÍÞRÓTTIR Jón Arnar Magnússon náði sér aldrei á flug á Evrópumeistaramótinu Norðuriandamet ið var ekki nóg Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi úr Tindastóli setti Norðurlandamet í sjö- þraut á Evrópumeistaramótinu í Valencia um helgina, fékk 6.170 stig. Eigi að síður náði hann aðeins að hafna í 5. sæti af 13 keppendum sem komust klakklaust í gegn- um þrautina, sem var lakara en hann hafði vonast eftir. ívar Benediktsson blaðamað- ur og Ragnar Axelsson Ijósmyndari fylgd- ust með Jóni í keppninni um helgina. Morgunblaðið/RAX JÓN ARNAR hafði ekki heppnina með sér í síðustu greininni - 1000 m hlaupi. Jón, sem er aftastur til vinstri, og Indrek Kaesorg lentu í árekstri og féllu strax við á fyrstu metrunum. M.a. hlupu tveir yfir Jón. Hann lét fallið ekki aftra sér heldur stóð á fætur og hljóp á fleygiferð í átt að hópnum og náði fljótlega 4. sæti, en undir lokin varð hann að gefa eftir. Mikill hugur var í Jóni áður en þrautin hófst, æfingar höfðu gengið vel og engin meiðsli höfðu komið uppá í vetur. Það var því bjartsýnn maður sem hóf keppni snemma á laugardagsmorguninn. Þegar upp var staðið var ánægjan blendin, þrátt fyrir metið, enda hafði markið verið sett hærra. Jón var bronsverðlaunahafí á síðasta Evrópumeistaramóti fyrir tveimur árum og sem slíkur vildi hann bæta verðmætari málmi í safnið, en aðrir sjöþrautai-menn stóðu honum fram- ar að þessu sinni. Fyrir síðustu grein var von um silfur, en einnig gat sú von orðið að engu og sú varð raunin og Jón varð að sætta sig við að fara tómhentur úr hitanum í Va- lencia í frostið norður á Sauðár- króki og halda áfram að safna kröft- um fyrir næstu raun. „Eg verð bara að sýna þessum köppum næst hvar Davíð keypti ölið,“ sagði Jón í móts- lok. Eins og vant er þá hófu sjöþraut- arkapparnir keppni í 60 m hlaupi og þar var Jón í öðrum riðli og eftir að þjófstartað hafði verið tvisvar tókst loks að koma Jóni og félögum hans af stað. Jón var á áttundu braut, sem er ekki besti staðurinn til þess að vera á. Viðbragðið var bærilegt, hann var fímmti upp úr blokkunum og byrjaði frekar rólega. Síðari 30 metrarnir voru hins vegar betri og hann náði 2. sæti á eftir Rússanum Lev Lobodin. Jón hlaut tímann 6,90 sek., sem var þriðji besti tíminn sem keppendurnir flmmtán náðu. Lobodin var á 6,83 en Grikkinn Korizizoglou var fótfráastur á tím- anum 6,69. Jón var með 918 stig, sem var á sama róli og á EM fyrir tveimur árum er hann hljóp á 6,89. „ÞAÐ var bara ein grein góð hjá mér, það var stangarstökkið," sagði Jón Arnar Magnússon. „Mér mistókst í ýmsu og því fór sem fór. Ég sætti mig ekkert við þetta, en það þýðir ekki að gefast upp við það.“ Hann segir að langstökkið hafí tekið á taugarnar, eftir að hafa gert ógilt í fyrstu tilraun og átt mis- heppnaða atrennu í öðru stökki. „Hástökkið hafði gengið vel og ég felldi enga hæð fyrr en 2,02, þannig að fram að því var ég að vonast til þess að gera betur. Grindahlaupið var síðan það annað besta á ferlin- um ef litið er til tíma en tæknilega Er hann setti íslandsmet sitt á HM í París í fyrra, hljóp Jón á 6,85 sek. og fékk 936 stig. Hann var því í þriðja sæti eftir fyrstu grein. Því næst snéru menn sér að lang- stökkinu þar sem talsverðar vænt- ingar voru um að nú myndi íslands- methafinn loks sýna sitt rétta andlit í langstökkskeppni í fjölþraut. En það fór á annan veg. Fyrsta stökkið, sem var langt, reyndist vera ógilt og þá um leið voru taugai-nar famar að titra, enda ekki leyft að stökkva nema þrisvar sinnum. Allir tóku keppendurnir því rólega í fyrstu umferð og lengst stökk Lobodin, 7,35 m. Enn var atrennan eitthvað að plaga Jón í öðru stökkinu því það fór allt í vaskinn og mældist aðeins 6,48 m, eflaust eitthvað það stysta sem hann hefur stokkið í keppni síð- an á unglingsárum. Taugamar voru því þandar til hins ýtrasta er að þriðja og síðasta stökkinu kom, færi það einnig í súginn var keppninni svo að segja lokið hjá Jóni, a.m.k. vonirnar um verðlaun. Ábúðarmikill gekk Jón fram á sviðið til stökksins, réri sér fram og til baka nokkrum sinnum, lagði síðan í atrennuna og stökkið tókst vel. Það mátti sjá mik- inn létti í andliti Gísla Sigurðssonar þjálfai'a er Jón lenti í sandinum, þungu fargi var létt af honum og Jóni. Stökkið var gott, miðað við að um björgun var að ræða, 7,48 m og þriðja lengsta stökkið í keppninni. Dezso Szabo stökk tveimur senti- metrum lengTa, en Sebastian Chmara sýndi styrk sinn og stökk 7,65 m. Jón fékk 930 stig til viðbótar og var annar með 1.848 stig, þrem- ur stigum á eftir Grikkjanum fót- fráa. Lobodin var síðan þriðji með 1.842 stig, en það var stutt í Tomas var það slakt eins og kúluvarpið sem mislukkaðist nú alveg.“ Hvað gerðist í þúsund metra hlaupinu þegar þú dast? „Ég hljóp fram fyrir menn, þá steig einhver á hælinn á mér og ég steinlá og einn steig á bakið mér. Þetta var bakslag og einhver hluti einbeitingarinnar fór út í veður og vind við þetta skakkafall. Síðan hef ég farið of geyst af stað og hljóp fyrsta hringin1’ á 25 sekúndum til þess að vinna upp þær fimm sek- úndur sem fóru í súginn við fallið." Þegar upp er staðið getur þú vart verið sáttur við útkomuna þrátt fyrir Norðurlandametið. Dvorák heimsmeistara í tugþraut, Ungverjann Szabo og Pólverjann Chmara. Kúluvarpið misheppnað „Ég hafði búist við að hann stykki tuttugu til þrjátíu sentimetrum lengra í langstökkinu," sagði Gísli þjálfari. „En þegar fyrsta stökkið bregst vill alltaf koma upp hræðsla við að gera ekki gilt og úr því sem komið var held ég að stökkið hafi verið góð björgun.“ Kúluvarpið hefur verið ágæt grein hjá Jóni og hann verið örugg- ur um að kasta 15,50 metra. Snemma varð ljóst að hann yrði helst að ná þeim árangri. Fyrsta kastið var 15,19 m og gaf fyrirheit um meira, þar sem margt hafði mislukkað. En vonimar rættust ekki, annað kastið var slakt, aðeins 14,73 m og þriðja lítið skárra og ógilt. Ástæðan fyrir slökum árangri „Ég er alls ekki sáttur þótt ég geti hins vegar ekki verið óánægð- ur með alla niðurstöðuna. Það er helst stangarstökkið sem ég er ánægður með og veitir mér sjálfs- traust að geta verið með í þeirri keppni á jafnréttisgrundvelli. En ég er ósáttur við hvernig þrautin gekk upp í heildina. Ég verð bara að æfa meira og sýna þeim hvar Davíð keypti ölið næst þegar við mætumst." Áttir þú von á að Sebastian Chmara yrði jafn sterkur og raun barvitni um? „ANeg eins, hann hefur verið að taka miklum framfórum og sjö- var m.a. sú að hann náði ekki að lyfta kúlunni nógu vel, hún fór lá- rétt út í stað þess að fara í boga. Þrátt fyrir vonbrigðin í kúluvarp- inu tókst Jóni að halda þriðja sæt- inu með 2.649 stig, sem var 105 stig- um lægra en er hann setti íslands- metið er hann varpaði kúlunni 16,27 m. Dvorák komst í fyrsta sætið, varpaði kúlunni lengst 16,47 m, en öll hans köst voru yfir 16 m. Dvorák var með 2.707 stig og Lobodin hélt öðru sætinu með 2.669. Chmara var kominn í humátt á eftir Jóni með 2.645 stig, eftir að hafa varpað kúl- unni 15,70 m. Lobodin varpaði 15,60 m. í fjórðu og síðustu grein fyrri dagsins stökk Jón aðeins 1,99 m og átt tvær góðar tilraunir við 2,02 m en felldi naumlega í bæði skiptin. Hástökkið er mjög „dýrmæt" grein líkt og stangarstökkið, hver senti- metri gefur 10 stig. Jón og Gísli þrautin virðist passa honum betur en tugþraut, því hann er frekar slakur í 1.500 m hlaupi, kringlu- kasti og spjótkasti. Ánnars gat hver sem var af okkur fimm efstu hitt á þraut sem þessa sem Chmara náði, sem sú er önnur besta sem Evrópubúi hefur náð. Dvorák hefur sennilega ekki verið sáttur við út- komu sína.“ Þú stefndir á verðlaunasæti, ekki satt? „Ég lagði upp með það fyrir þús- und metra hlaupið, en síðan var vaðið yfir mig á skítugum skónum og ég varð að gera mér fimmta sæt- ið að góðu.“ þjálfari hans hafa unnið mikið í stökkgreinunum í vetur og höfðu báðir vonast til þess að sú vinna myndi að einverju leyti skila sér að þessu sinni, en sú varð ekki raunin að þessu sinni í hástökkinu. Helstu andstæðingar Jóns stukku svipað og hann. Dvorák og Lobodin komust einnig aðeins yfir 1,99 m en Sebastian Chmara var hins vegar með sýningu. Hann hristi af sér alla keppendur og lét ekki deigan síga fyrr en að hafa lyft sér yfir 2,17 m og fá 963 stig, 169 stigum meira en keppinautarnir. Þessi glæsilegi ár- angur færði honum fyrsta sætið í keppninni er annar dagur var að baki, með 3.609 stig. Dvorák skrap- aði saman 3.501 stig og var annar og Lobodin þriðji með 3.463, 20 stigum meira en Jón sem hafði 3.443. Á HM í París stökk Jón 2,04 m í hástökki og lauk deginum með 3.594 stig og árið áður á EM í Gautaborg voru stigin 3.575 að loknum fyrri keppnisdegi. „Það er ekkert launungarmál að ég hefði viljað fá meira út úr þess- um degi í þremur greinum, en heppnin er ekki alltaf með okkur þó hún hafi verið það stundum," sagði Gísli þjálfari er hann og Jón voru að búa sig undir að fara á hótel sitt til hvíldar. „Kannski var röðin komin að öðrum,“ bætti hann við. Eins og vant er hófst síðari keppnisdagurinn á 60 m grinda- hlaupi, grein sem reyndist Jóni óþægur ljár í þúfu á EM 1996. Nú var hann í öðrum riðli með sterkari keppendum. Eftir tvö þjófstört héldu keppendurnir af stað loks við þriðja hanagal. Viðbragðið var ekki gott hjá Jóni og í raun leit svo út all- an tímann að hann gæti betur. Jón rak lestina í sínum riðli á 8,03 sek- úndum, sem er 4 hundruðustu frá Ég sætti mig ekkert við þetta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.