Morgunblaðið - 03.03.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1998 B 7
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/RAX
JÓN ARNAR Magnússon tókst að gleðja sjálfan slg og aðra, hann stðkk 5,10 m, sem er 15 cm hærra en hann hefur áður gertf keppni í
sjöþraut eða tugþraut. Hér er hann á lelðinnl yflr rána. Á litlu myndinnl sést þjálfari hans, Gfsli Sigurðsson, brosa.
íslandsmetinu. í raun ekki slæmur
árangur út frá því sjónarmiði, en
flestir aðrir keppendur gerðu bara
betur.
Fyrir grindahlaupið fékk Jón 974
stig og var því samtals kominn með
4.417 stig. Var hann eftir sem áður í
fjórða sæti, Lobodin var þriðji með
4.498 stig og hafði heldur skilið í
milli þeirra frekar en hitt. Chmara
var sem áður fyrstur með 4.595 stig
og Dvorák annar, hafði 4.536. Ekki
var útlitið bjart því næsta grein,
stangarstökk, hefur aldrei verið sú
grein sem Jón hefur unnið á kepp-
endur sína í. Þvert á móti hefur
stangarstökkið reynst honum Akki-
lesarhæll. Skemmst er að minnast
heimsmeistaramótsins í París í
fyrra en slakur árangur gerði vonir
um gullverðlaun að engu, von sem
var fyllilega raunhæf ef...
Akkilesarhælnum sparkað
Þegar menn búast við litlu fá þeir
oft meira, ellegar að árangurinn
kemur meira á óvart, sú varð raunin
er röðin kom að stangarstökkinu.
Þar loks tókst Jóni að gleðja sjálfan
sig og aðra, hann stökk 5,10 m, sem
er 15 cm hærra en hann hefur áður
gert í keppni í sjöþraut eða tug-
þraut. „Þetta var eina greinin sem
var góð og ég náði þeim árangri
sem ég var að vonast eftir fyrir
keppnina," sagði Jón.
Jón byrjaði á 4,50 m og fór létt
yfir, eins var með 4,70 og 4,80 og
4,90 lyfti hann sér yfir í annarri til-
raun. Fimm metra slétta, 5,10 stökk
hann yfir í þriðju tilraun. Þar með
fékk Jón 941 stig, 31 stigi meira en
Lobodín, sem stökk 5,00 m, og 122
stigum meira en Dvorák, er varð að
gera sér að góðu 4,70 m. Jón var
kominn upp í 3. sæti með 5.358 stig,
en Dvorák og Szabo voru aðeins
þremur stigum á eftir. Lobodin var
eftir sem áður í öðru sæti, hafði
5.408 stig, og Chmara stefndi hrað-
byri að nýju Evrópumeti, hafði
smalað saman 5.567 stigum. Hann
stökk yfir 5,20,10 cm lægra en Sza-
bo. Rússinn Alexander Aberbuck
fór hins vegar allra manna hæst,
5,60 m.
Von um verðlaun
Þegar ein grein var eftir var ijóst
að fjórir voru í baráttunni um silfur
og brons, Jón Amar, Lobodin, Dvr-
orák og Szabo. Nokícrir klukkutím-
ar liðu þar til röðin kom að 1.000 m
hlaupi. Aldrei þessu vant voru allir
íþróttamennimir þrettán látnir
hlaupa í einu, og það átti eftir að
draga dilk á eftir sér fyrir Jón.
Til þess að eiga möguleika á silfri
þurfti Jón að vera á undan Szabo og
Dvorák og vera a.m.k. 5 sekúndum
á undan Lobodin. Fjöldi keppenda í
hlaupinu bauð hættunni heim að
barist yrði um brautirnar strax í
upphafi og það gerðist. Jón og
Indrek Kaesorg lentu í árekstri og
féllu strax við á fyrstu metrunum.
M.a. hlupu tveir yfir Jón. Hann lét
fallið ekki aftra sér heldur stóð á
fætur og hijóp á fleygiferð í átt að
hópnum og náði fljótlega 4. sæti og
hélt því vel á undan Lobodin og
Dvorák. Þegar 400 m voru eftir fór
Jón að gefa eftir og síðustu 200 m
voru erfiðir. Fór svo á síðustu 100 m
að Dvorák, Szabo og Lobodín sigldu
fram úr. Fallið og orkan sem fór í
að ná hinum sagði til sín í lokin. „Ég
get vel kennt fallinu um, og vissu-
lega hefði verið gott að eiga orkuna
í lokin í stað þess að eyða henni í
upphafi, en við því er ekkert að
segja,“ sagði Jón. „Þarna átti sér
stað óhapp sem gat gerst og hver
gat orðið fyrir sem tók þátt.“ Jón
fékk tímann 2.45,65 mín., sem er
annar besti árangur hans í 1.000 m
hlaupi í sjöþraut.
Niðurstaðan varð 5. sætið, sem
var slæmt, en ljósu punktarnir voru
stangarstökkið og Norðurlandamet-
ið í samanlögðu, 6.170, 35 stigum
hærra en gamla metið. En ljóst má
vera að takist Jóni að virkja kraft-
ana að fullu, getur hann náð enn
lengra, spurningin er bara sú
hvenær tekst það.
Chmara vann, fékk 6.415 stig og
var aðeins 3 stigum frá Evrópumeti
Christian Plaziat, Frakklandi. Um
leið setti Chmara pólskt met. Szabo
varð annar með 6.249 stig, sem er
ungverskt met, og Lobodin var
þriðji, önglaði saman 6.226 stigum
og bætti rússneska metið. Þó von-
brigðin væru einhver hjá Jóni, voru
aðal vonbrigðin hjá heimsmeistar-
anum í tugþraut, Dvorák, hann
hlaut 4. sætið, ætlaði sér gullið, en
líkt og Jón fór hann tómhentur
heim.
Jón er
i goðn
æfingu
„ÉG geri ekki lítið úr Norður-
landametinu, en það er Ijóst að
Jón þurfti að gera enn betur til
þess að ná í verðlaun og við
vonuðum að það tækist áður en
keppnin byrjaði,“ sagði Gísli
Sigurðsson, þjálfari Jóns Am-
ars Magnússonar. „Við stefnd-
um að því að ná framförum og
halda þeim sess sem við höfum
náð á undanfómum mótum,
þ.e.a.s. verðlaunum, en það
tókst ekki. Framfarimar era
hjá öllum efstu mönnum nema
Dvorák." Gísli segir að Jón hafi
verið heppinn á stórmótum inn-
anhúss á sl. áram og því hafi
hann oft verið að geta betur en
líkamlegt ástand sagði til um.
„Hvað sem hver segir þá er Jón
í góðri æfingu og það kom fram
þótt ekki næðust öll þau mark:
mið sem við settum okkur. í
vetur höfum við mikið verið að
vinna í stökkgreinunum.
Hvorki langstökkið né hástökk-
ið skiluðu því sem við vorum að
vonast eftir, en stangarstökkið
gerði það svo sannarlega og
segja má að metið og stangar-
stökkið séu ljósu punktamir.
En Jón er í góðri æfingu, það
sá hver sem vildi um helgina."
Gísli sagðist hafa viljað sjá
Jón leggja harðar að sér í 1.000
m hlaupinu en raun var á. „Við
fallið virtist hann missa taktinn
og einbeitinguna. Fyrstu 400 til
500 metramir voru í lagi en síð-
an tók að draga af honum.“
Vonbrigðin voru langstökkið
og hástökkið, að mati Gísla.
„Ég hefði viljað sjá hann fara
30 til 35 cm lengra í langstökk-
inu og yfir 2,02 til 2,05 í há-
stökki, en því miður varð það
ekki. En við höldum okkar
striki við óbreyttar æfingar.
Jón verður að bæta sig í lang-
stökki, hástökki og stangar-
stökki, framhjá þeirri stað-
reynd verður ekki horft, en það
tekur tíma og getur tekið á þol-
inmæðina."
Gísli segir ennfremur að
þetta verði notað til þess að
breyta áherslum í æfingum og
er þá verið að hugsa til framtíð-
ar. Meira af ýmiss konar
hoppæfingum. Verði ekki árið í
ár notað verði það ekki gert
fyrir Ólympíuleikana í Sydney,
það vinnist einfaldlega ekki
tími þess. En allar framfarir
taka tíma. „Það hefur komið
skýrt fram í samtölum manna
við mig að þeir eru óánægðir
með í hvernig æfmgu Jón er, en
ég er ekki sammála. Hann er í
góðri æfingu, það sjá þeir sem
það sjá, en vissulega hlusta ég
á alla komi þeir fram með rök
fyrir öðru og nú er tími til þess
að loknu þessu stórmóti." Gísli
sagðist ennfremur ekki reikna
með þvi að breyta æfingaáætl-
un ársins, eftir þetta.“