Morgunblaðið - 06.03.1998, Page 1
LÍFSHÁTTUM/4 ■ MEÐ AUGUM LANDANS/7 ■ ERNA KOMIN HEIM FRÁ SVISS/7
inn burt
ukinn senn liðin tíð?
■ HVER HEFUR SÍNA LUND AÐ LAGA/2 ■ 1968-1998 LEITIN AÐ NÝJUM
■ FIÐRILDI SEM NAFNSPJALD/7 ■ FORGANGSRÖÐUN Á BIÐLISTUM/8 ■
UNGT fólk á árunum í kring-
um 1968 var í byltingarhug
og farið var í mótmælagöngur
gegn siðum og venjum. Frið-
ur, ást og hamingja voru lyk-
ilorðin.
Á bls. 4 og 5 í Daglegu h'fi í
dag eru reifaðir gamlir tímar
og ungt fólk í dag spurt álits á
hvað hafi áunnist.
TANNVIÐGERÐIR
EF þú brosir framan í
heiminn, brosir heimurinn
framan í þig,“ segir
„næstum“ orðrétt í valin-
kunnum texta eftir Megas. Nú er
sannarlega ástæða til að brosa, það
er komin fram ný aðferð til þess að
gera við tennur í fólki án þess að
það þurfi að
bora í tennur
þess. Það eru
Svíar sem eiga heiðurinn af þessari
aðferð, en upphafsins er að leita í
Bandaríkjunum. Sérstakt gel,
Carisolv, er borið á tennurnar og
það leysir upp skemmda vefinn í
tönnunum svo hægt er að skafa
hann burtu, aðferðin er oftast sárs-
aukalaus en ekki alveg einhlít,
stundum þarf að nota borinn ef
skemmdin er illa staðsett.
Þessi nýja aðferð var kynnt í Sví-
þjóð og hægt er að nota hana bæði á
fullorðins- og bamatennur, en
sennilega verður hún notuð mest
við tannviðgerðir á bömum og ung-
lingum og eins segja framleiðendur
að þessi aðferð gæti komið sér mjög
vel í vanþróuðum löndum þar sem
tannviðgerðartæki em af skomum
skammti. Fréttir um þetta nýja
tannviðgerðagel komu fram íýrir
um einu ári, framleiðslan átti að
vera leyndarmál en einn af sjúkhng-
unum sem gelið var reynt á sagði
frá tilraununum. Fyrst átti fólk
bágt með að trúa þessum fréttum
en í ljós kom að þær vom sannar.
Hópur fagmanna frá háskólunum í
Gautaborg, Stokkhólmi og Málmey
og tækniháskóla í Gautaborg hefur
þróað gelið og nú getur hver sem er
fengið slíka meðferð og hún er ekki
dýrari en þær gömlu, segir í grein
sænska blaðsins Expressen frá
september sl.
Samkvæmt upplýsingum Daglegs
lífs kosta túpurnar tvær, hverra
innihald gelið er blandað úr, um
fimmtán hundrað íslenskar krónur,
en hver blanda dugar á eina tönn.
Rannsóknir á tvö hundrað sjúkling-
í TÚPUNUM tveimur eru efnin sem blandað er saman svo úr verður gelið Carisolv. Dropi af efninu er settur
ofan í skemmdu tönnina og gelið leysir svo upp hinn skemmda tannvef. Skemmdin er því næst skafin
burtu og fylling sett í.
um hafa sýnt að meðferðin dugar í
öllum tilvikum. í umræddri grein
segir að skemmdin sé skafin var-
lega burt, uppleyst í gelinu, og svo
lengi sem skemmdur vefur finnst er
geldropinn borinn á og látinn vinna
á skemmdinni og skafinn af og
þannig koll af kolli. Heilbrigður
tannvefur
skaðast hins
vegar ekki
neitt þótt gelið sé borið á hann.
Engar þekktar hliðarverkanir era
af þessari meðferð.
Minni blæðingar og
fjárfestingar
Carisolv samanstendur af m.a.
natriumhypoklorit og aminosýrum.
Notkun þess er sögð hafa ýmsa
kosti, svo sem að heilbrigður tann-
vefur skaðast ekki og mun sjaldnar
þarf að nota bor við tannviðgerðir
eins og íyrr sagði, minna fer af tönn-
unum við svona viðgerð heldur en
þegar borað er og þess vegna verða
fyllingamar mun minni. Blæðingar
verða minni úr tannholdi, og aðferð-
in krefst ekki mikilla fjárfestinga í
t.d. vélum. Enn sem komið er vilja
framleiðendur, Medi Team, ekki
selja gelið úr landi, heldur hafa feng-
ið nemendur viða að sem haft hafa
áhuga á að kynna sér og nota þessa
aðferð, sem mun vera mjög auðveld í
framkvæmd. Þetta á að breytast árið
1999, þá á að taka til við að selja
Carisolv utan Svíþjóðar.
fslenskur tannlaeknir sótti
námskeið í meðferð gelsins
Daglegu lífi er kunnugt um að
einn íslenskur kventannlæknir sótti
námskeið i meðferð gelsins Carisolv
í janúar. Þar sem hún vildi ekki tjá
sig um málið undir nafni vegna
ákvæða í lögum tannlæknafélags-
ins, var leitað til til Sigfúsar Þórs
Elíassonar prófessors við Tann-
læknadeild Háskóla íslands sem
kvað Carisolv ekki vera neitt nýtt,
„Þetta á kannski framtíð fyrir sér
en er ekki komið á það stig að hægt
sé að nota það i almennum tann-
lækningum nema að takmörkuðu
leyti, þetta fjarlægir ekki fyllingar
t.d. þá þarf að bora.“
Upphaflega byrjuðu Bandaríkja-
menn á að nota svipað efni og
Carisolv í tengslum við vél eina
mikla, til þess að leysa upp
skemmdir í tannrótum, aðferðin
var nefnd Caritex. Vélin var hins
vegar svo þung í vöfum að notkun
hennar var hætt. Svíarnir tóku
hugmyndina og þróuðu Carisolv,
sem inniheldur m.a. fleiri aminósýr-
ur og meira af natriumhypoklorit,
og hafa nú fengið einkaleyfi á fram-
leiðslu þessa efnis. Carisolv hefur
þegar verið kynnt í Þýskalandi,
Bretlandi og mörgum fleiri löndum
og vakið mikla athygli.