Morgunblaðið - 13.03.1998, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1998 B 3
DAGLEGT LÍF
voru þó einnig notuð svokölluð
Tjörneskol sem ungir menn á Akur-
eyri sóttu og síðan seldu.
Þetta voru framfaratímar að
mörgn leyti, að mati Árna. „Venju-
lega er það nú þannig að neyðin
skapar líf. Menn voru að uppgötva
ýmislegt og fínna upp sjálfir sem
þeir annars hefðu ekki gert. Já,
þetta var fjörugt líf.“
Svaf með húfa
og vettlinga
í MÍNUM huga er minnisstæðast
stafalognið og að sjóinn lagði svo
langt, að fólk gat gengið að Engey.
Ég hætti mér þó aldrei út á ísinn en
bjó samt ekki langt frá,“ segir
Klara Bramm sem var á þrettánda
ári þennan vetur og bjó á Lindar-
götu 7. „Svo man ég ekki eftir nein-
um með kvef í nös enda var maður í
prjónuðum ullarfötum, leistum og
hvað eina. Þegar farið var að sofa
klæddi maður sig í rúmið, setti upp
vettlinga og húfu. Enginn hiti var í
herberginu minu en ennþá á ég
kolaofn sem keyptur var árið 1918
og var hafður inni f stofu.“
Klara fæddist á ísafirði en hefur
verið búsett í Reykjavík undanfarin
áttatíu ár. I sama húsinu á Skóla-
vörðustíg hefur hún haft heimili frá
því húsið var byggt árið 1936. Hún
sýnir Ijósmyndir af öllum bömunum
og barnabörnunum og rifjar upp að
eitt sinn var hún á leið í Barnaskól-
ann um frostaveturinn. Þegar út
var komið fannst henni heitt í veðri
og kallaði því á mömmu sma sem
skoðaði hitamælinn og sá að það
var 16 gráðu frost!
í minningu Klöru var fremur
dauft yfir Reykjavík þennan vetur
og flest böm héldu sig sem mest
inni, fyrst vegna kuldanna og svo
um haustið var það spánska veikin
sem heijaði og lagði fjölda manns í
rúmið. Flestir lágu í húsinu hennar
Klöm og sjálf varð hún mjög veik.
„Þetta var Ijóta ástandið. Ég fékk
flensuna og fleiri á heimilinu en
móðir mín slapp. Veikin lýsti sér
með miklum hita, ég man að
mamma var að búa til súpu og sendi
í næstu hús. Ég fann fyrir þreytu og
var mæld með 39,6 stiga hita. Um
tíma var ég meðvitundarlaus og svo
gat ég ekki talað. Læknar vom mik-
ið á fartinni og náð var i einn af
götunni handa mér. Eftir nokkum
tíma rénaði sóttin og við tók betri
tíð. Ég var þó aldrei hrædd við að
deyja heldur bara forvitin."
Klöm rekur einnig minni til
Kötlugossins í október, hún man vel
eftir stómm strók í fjarska og
mcrguninn eftir var sporrækt í
Reykjavík.
/
Ovart sett í
tossabekk
„ER HESTUR hófdýr eða klauf-
dýr,“ spurði skólastjórinn. „Ég
sagði klaufdýr og var sett í tossa-
bekk. Eftir nokkra daga sagði
kennarinn við skólasfjórann: „Hún
á ekki heima í þessum bekk. Hún er
allæs.“ Siðan fermdist ég um vor-
ið.“ Þórann Kolfinna Ólafsdóttir er
kát og skemmtileg og ekki var hún
í nokkmm vandræðum með að rifja
upp veturinn 1918, árið sem hún
fermdist og var óvart sett í tossa-
bekk. „Ótal margt kom upp í hug-
ann. „Þetta var mjög viðburðaríkt
ár. ísland fijálst og fullvalda meira
að segja.“
Þórunn Kolfinna er nú vistmaður
á dvalarheimili á vegum Reykjavík-
urborgar og lætur fara vel um sig
þar. Hún ólst upp í Hafnarfirði
ásamt fjórum bræðrum en faðir
hennar var trésmiður. „Við bjugg-
um fremur þröngt í timburhúsi á
Vesturgötu 28. Eg man afskaplega
vel eftir þessum vetri, þá fór ég
gangandi til Reykjavíkur í logni og
um 25 stiga frosti. Konurnar sem
vora með mér voru í peysufötum og
með slegið þykkt sjal og á sauð-
skinnsskóm. Þegar komið var á
Skólavörðuholtið setti ég í mig hár-
borða eins og vanalega og fór í
betri skó. Maður vildi gera sig fín-
an fyrir Reykjavík.
Það var kalt og buxur vora ekki
komnar í móð og stundum var svo
hvasst að pilsin fuku upp fyrir
haus. Sjóinn lagði við höfnina í
Hafnarfirði og ísinn var mannheld-
ur en ekki hætti ég mér nú út á
hann.“
f 34 ár var Þórunn Kolfinna búð-
arkona í Verslun Kristínar Sigurð-
ardóttur sem seldi pelsa, kápur og
vefnaðarvörur sem hefðu sjálfsagt
komið að gagni í mestu kuldunum
1918 en verslunin var ekki opnuð
fyrr en nokkrum árum síðar. Þór-
unn Kolfinna man að faðir hennar
keypti kol fyrir 300 krónur tonnið
sem var mikið fé. Kolin vora því
spöruð mikið og drýgð með mó en
aldrei man hún eftir að kvartað
hafi verið undan kulda. Jafnvel fá-
tækt fólk vai' ekki með barlóm. „í
dag er fólk í fullri vinnu og við
góða heilsu en samt síkvartandi,
Auk þess sem sjaldan er vetur nú til
dags fyrr en um jól, í það minnsta
hér í Reykjavík."
Þórann minnist einnig spönsku
veikinnar þótt hún hafi lítið borist
til Hafnarfjarðar. Mágur hennar
var Helgi Helgason líkkistusmiður í
Reykjavík og hafði hann nóg fyrir
stafni, jarðarfarir á hverjum degi
og oft heilu fjölskyldurnar.
Barnaskólinn í Reykjavík var lok-
aður í heila viku vegna kuldanna og
messur féllu niður.
I Öldinni okkar er svo frétt þess
efnis að í ágúst þetta árið hafi sehr
drepist úr lungnabólgu m.a. 20 á
einni viku í Ófeigsfirði. „Séra Jón
Brandsson sá einn sel drepast.
Kom hann syndandi inn af skeri og
inn að Kollafjarðamesi. Hóstaði
hann þá ákaft og þunglega á sund-
inu þar til hann drapst.“ Isbimir
fylgu hafísnum og gengu þeir víða
á land og nokkur bjarndýr voru
lögð að velli. í Reykjavíkurblaði
mátti sjá auglýsingu: „Bjamdýrs-
feldur, fallegur og ógallaður, af ný-
skotnu dýri, fremur stóra, með
höfuðleðri og hauskúpu til sölu.
Þeir sem kynnu að vilja kaupa feld-
inn, sendi hæsta tilboð sitt í lokuðu
umslagi, merkt: „Bangsi.“
I harðindunum féll einnig fugl í
umvörpun og kreppti mjög að hvöl-
um, sáust þeir í vökum bæði í
Húnaflóa og Eyjafirði.
Um sumarið kom í ljós að jörð
var mjög spillt af frostunum og
klaki var lengi í jörðu. Tún kól svo
mikið og víða, að talið var að þriðj-
ungur þeirra væri ónýtur. Spretta
var því afar slæm og fékkst víða
ekki nema tíundi hluti af töðu mið-
að við meðallag.
Ekki öll
sagan sögð
Þar með er þó ekki öll sagan
sögð. Arið er talið eitt af þeim
söguríkustu þessarar aldar og ekki
að ósekju. Um haustið gaus Katla
hressilega í þrettánda sinn eftir 58
ára þögn með þeim afleiðingum að
bæir og jarðir eyðilögðust og fén-
aður fórst. Grasbrestur frá því í
kuldatíðinni kom hvað verst niður
á bændum sunnanlands og í októ-
ber fengu þeir yfir sig öskuna úr
Kötlu. Gosið var því til að bæta
gráu ofan á svart.
Fyrri hluta nóvembermánaðar
reið svo yfir einn mesti hörmung-
artími sem yfir Reykjavík hefur
gengið; spánska veikin, skæður in-
flúensufaraldur sem lagði fjölda
manns í gröfina, um 260 manns í
Reykjavík að því að talið er. Þegar
mest lét var einungis um þriðjung-
ur bæjarbúa á fótum. Drepsóttin
herjaði aðallega í Reykjavík en
breiddist þó út til næstu byggða-
laga.
ísland frjálst
í lok ársins, þann 1. desember
var nýr sáttmáli gerður milli ís-
lands og Danmerkur og sambands-
lögin gengu í gildi. Endir var bund-
inn á hörmungamar í bili og ísland
varð fjálst og fullvalda ríki.
HORNBAÐKÖR
Mótuð úr akrýli,
níðsterk, hita-
og efhaþolin og
auðveld að þrífa.
Fást með eða
án nuddkerfa
Verð frá kr.
59.313
Ennfremur
sturtubotnsbaðker
frá kr. 36.000
TreQar ehf.
Hjallahrauni 2, Hafn. S: 555 1027
Heimasba www.ttn.is/trefjar
li^ElSE)
Með því að nota TREND naglanæringuna færðu
þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar
svo þær hvorlti klofna né brotna.
jjkjT [SH TREND handáburðurinn
með Duo-liposomes.
Ný tækni í framleiðslu
—■: :gBBM .....BM® teygjanlegri, þéttari húð.
Sérstaklega græðandi.
EINSTÖK GÆÐAVARA
Fást i apóteltum otj
• I snyrlivöruverslunum um land allt.
Ath. naglalökk frá Trend fást í tveimur stærðum
ST7í Wboð
VlvW Otsein
Uppþvottavél
kr. 42.900 stgr.
• Tekur borðbúnað eftir 12 manns
• 4 þvottakerfi
• 2 hitastillingar 55/65°
• Sparnaðarstilling
• Tvöfalt flæðiöryggi
• Sjálfhreinsandi örsía
• Þrefalt aðalsigti úr rústfríu stóli
• Mjög hljóðlát
• Stillanleg efri grind
• Vatnsnotkun 22 lítrar
• Rafmagnsnotkun l,6 kW/klst.
VERSLUN FYRIR ALLA !
RAÐCfíEIÐSL UR
Við Fellsmúla • Sími 588 7332
OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, iaugard. kl. 10-14
EUHOCflHD
raögreiðslur
NATEN
100% hreint náttúrue&ii
og þú þarfoast engra
annarra vitasnína cða
feeðubótarefna
Hlutföllin og frábær samvirkni
efnanna gerir Naten einstakt.
AuOur Hugrún
Jónsdótttr,
skrtfstqfiistjóri
óg ketjisjfrœðtngur:
„Síðan ég fór að taka
NATEN hefur
moigunslenið horfið
og úthaldið aukist um allan
helming. Almenn líðan er öll betri
og ég er í meira jafnvægi en áður.“
Útsötustaðir:
Hagkoup, BlómavalAkureyri og
ReykjaiHk, apótekin, versUuúrKÁ ojl
Dreifing: NIKO ebf • sími 568 0945