Morgunblaðið - 13.03.1998, Page 6
6 B FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
LÁRA S. Baldursdóttir verkefnastjóri ÍTR.
Morgunblaðið/Ásdís
Samþætting
jafnréttismála - ný aðferð
MANNKYNIÐ skiptist í tvo hópa, konur og
karla. Ýmislegt hefur gengið á í samskiptum
þessara hópa, sem alls ekki geta án hvors
annars verið ef lífið á að halda áfram og vera
svolítið skemmtilegt. Til þess að reyna að
koma á jöfnuði í þessum samsldptum hefur
margt verið reynt, einkum síðustu áratugina,
því konur hafa lengi haldið því fram að mjög
halli á þær í samskiptunum, a.m.k. hvað varð-
ar aðstöðu en einkum þó laun fyrir vinnu.
Rauðsokkahreyfingin kom fram um 1970 í
kjölfar stúdentauppreisnanna í Frakklandi
skömmu áður og síðan hafa menn verið að
moða úr því sem þar var sett fram. Nú eru
aftur á móti nýir tímar og í takt við þá er kom-
in fram ný aðferð, samþætting jafnréttismála
(mainstreaming) sem þó er auðvitað gömul í
reynd, eins og kannski allt sem einhverju máli
skiptir í mannlegum samskiptum.
Islenskar konur hafa ekki látið sitt eftir
liggja í þessum efnum, nýlega var tekin saman
skýrsla um samþættingu í jafnréttismálum,
sem Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og
Akureyrar í samstarfi við Skrifstofu jafnréttis-
mála standa að. Þetta er gert í tengslum við
samnorrænt tilraunaverkefni sem Reykjavík
og Akureyri eru aðilar að. Verkefnastjóri ÍTR
er Lára S. Baldursdóttir. Hvað skyldi hún
segja um þýðingu slíkra skýrslugerða?
„Það er mikilvægt að fá tölulegar upplýs-
ingar um stöðu kvenna í íþróttahreyfingunum.
Án slíkra upplýsinga er ekki hægt að vinna að
því samþættingarverkefni sem á döfinni er.
Til þess að geta breytt hlutum þarf að vita
hverju breyta þarf. Þessi skýrsla breytir ein
og sér engu enda ætluð til upplýsinga sem
áframhaldandi vinna grundvallast svo á. Á
grundvelli upplýsinga er hægt að setja sér
vinnumarkmið. Sannleikurinn er sá að fram-
kvæmd þessa samnorræna verkefnis er svo
nýlega hafin á íslandi að vinnumarkmið eru
ekki tímabær."
Sjónarmiði kynferðis fiéttað inn
f stefnumótun fyrirtækja
Hvað er samþætting jafnréttismála?
„Það merkir að við fléttum sjónarmiði kyn-
ferðis inn í alla stefnumótun. Munurinn á
þessari aðferð og hinni gömlu sem hingað til
hefur verið notuð til að koma á jafnrétti er að
við höfum alltaf einangrað jafnréttismálin
sem sérstakt fyrirbæri. Með þessari aðferð
eigá fyrirtæki og stofnanir jafnan að hafa í
huga hvaða áhrif ákvarðanir þeirra hafa á
Samþætting jafnréttis-
mála er ný aðferð sem
beitt er til þess að koma á
sem mestum jöfnuði í
samskiptum kynjanna.
Lára S. Baldursdóttir
segir Guðrúnu Guðlaugs-
dóttur frá niðurstöðum
skýrslu um samþættingu
jafnréttismála innan
íþróttahreyfíngarinnar og
félagsmiðstöðva.
stöðu og hag þeirra kvenna og karla sem áhrif
ákvarðana beinist að. Ef þessi hugsunarhátt-
ur nær að þróast og móta stefnu stofnana og
fyrirtækja í samfélaginu verður í fjarlægri
framtíð ekki lengur þörf fyrir neins konar
jafnréttismálastofnanir."
Hverju skilar þetta verkefni sem þú ert að
vinna að konum í landinu?
„Við ætlum á grundvelli tölulegra upplýs-
inga að finna hvort mismunur sé á aðstöðu
kvenna og karla, drengja og stúlkna á vett-
vangi íþróttahreyfmga, félagsmiðstöðva og
Hins hússins, sem er menningar og upplýs-
ingamiðstöð fyrir ungt fólk.“
Konur mun færrt (
stjórnum hverfafélaga
Að hverju hafið þið komist þegar?
„Við höfum komist að því t.d. að það sitja
nær engar konur í aðalstjómum hverfafélaga
í Reykjavík. Staðan er 8% konur á móti 92%
karla í Reykjavík. Svona er þetta þótt töluleg-
ar upplýsingar segi að konur séu 36% íþrótta-
iðkenda innan hverfafélaganna í Reykjavík og
hugsanlega væri þáttur þeirra stærri ef þær
fengju samsvarandi tilboð og karlar, þetta á
við t.d. um fótbolta. Við vildum gjaman sjá að
konur æfi til jafns við karla og stjórai til jafns
við karla.“
Er kynjamismunur á fjármagni því sem
veitt er til íþróttaiðkunnar?
„Það er erfitt að meta hér landi þar sem hér
liggja enn ekki fyrir nægilega greinargóðar
upplýsingar. í Svíþjóð hefur þetta verið athug-
að og í ljós komið að sá hópur sem fær hvað
mest fjármagn og bestu aðstöðuna em drengir
sem æfa íshokld. I tengslum við þetta hafa
komið upp hugmyndir þar um að skilyrða þá
styrki sem bæjarfélög veita til íþróttafélaga,
þannig að gætt sé jafnréttis við fjárúthlutun til
íþróttaiðkunar milli kvenna og karla.“
Sýnist ykkur halla mjög á hlut kvenna í
fjárúthlutun og aðstöðu?
„Við emm að hefja upplýsingaöflun og
þetta er eitt af því sem okkur langar til að
komast að. Um þessar mundir er t.d. að fara í
gang upplýsingaröflun í félagsmiðstöðvum
ITR þar sem við ætlum að skoða einmitt
þennan þátt með tilliti til unglinganna. Við
munum beita ýmsum aðferðum til þess að
reyna að skoða þetta, m.a. er mikilvægt að
tala við unglingana sjálfa og spyrja þá hreint
út hvað þeim finnist. Em þau ánægð með að-
stöðuna sem boðið er upp á og þau tilboð sem
em í gangi? Slíkar spumingar verða að vera
vandlega kyngreindar ef þær eiga að skila
marktækum niðurstöðum. Einnig þurfum við
að skoða hvernig fjármagni því er varið sem
félagsmiðstöðvunum er úthlutað ár hvert.“
Hvað langan tíma ætlið þið ykkur til þessa
verkefnis?
„Tilraunaverkefninu lýkur í árslok 1999.,
Það var farið af stað með þetta af því að það
var pólitískur vilji til að skoða þetta mál og
það þarf pólitískan vilja til þess að þessu starfí
verði haldið áfram. Hverjar sem niðurstöður
okkar verða er eitt ljóst, það em stjórnendur
fyrirtækja og stofnana og stjómmálamenn
sem móta stefnuna og taka ákvarðanir. Sam-
þætting jafnréttismála er í raun að jafnréttis-
mál séu jafngild öðram þáttum sem tekið er
tillit til í stefnumótun og þegar teknar era
ákvarðanir. Við höfum talað um stofnanir og
fyrirtæki en í raun má heimfæra þetta upp á
samfélagið í heild. Akvarðanir sem í fyrstu
virðast hafa lítið að gera með kynferði hafa
oftar en ekki mismunandi áhrif á líf kvenna og
karla. Ef taka á tillit til áhrifa kynferðis við
stjórnun og skipulagningu samfélagsins verð-
ur að taka tillit til ólíkrar hegðunar, væntinga
og þarfa bæði kvenna og karla. Þetta á ekki
síst við þegar um völd og/eða efnahagsleg
gæði er að ræða.“
Hvernig líst þér á að
beita samþættingu
í jjafnréttismálum?
Helga Guðrún Jónasdóttir
hjá Skrifstofu jafnréttismála
„SAMÞÆTTING er ný
aðferð í jafnréttismálum
og með henni er verið að
kom á framfæri vissri
gagnrýni á eldri aðferðir.
Fyrri úrræði hafa á sl. 20
til 30 árum verið þau að
skilgreina þröskulda og
segja konum að fara yfír
þá. Það hefur í reynd þýtt
að þær hafa orðið að
sækja rétt sinn og þannig
orðið árásaraðilar en karlarnir hafa þá sett
sig í vamarstellingar.
Samþættingin segir aftur á móti að hægt
sé að breyta hlutum án átaka og kerfið geti
lækkað þröskulda innan frá. Samþætting er
ákveðin nálgun, byrjað er á að kyngreina
umhverfið. Allt sýnist kannski vera í lagi en
við kyngreiningu sést að stúlkur, t.d. í
íþróttahreyfingunni, eiga erfiðara uppdrátt-
ar en drengir, allt annar vemleiki kemur í
ljós en áður sýndist blasa við. Það þarf að
skilgreina ástand áður en reynt er að ráða
bót á vandamálum því tengdum. í reynd
þýðir þetta að skoða þarf ákvarðanir sem
teknar em út frá bæði konum og körlum, en
ekki út frá fólki sem heild.
Konur em oft beittar ómeðvitaðri mis-
munun. Samþætting virðist einna helst geta
fjarlægt þá þröskulda en það kallar á nýjar
aðferðir og ný viðhorf. Fyrirtæki og stofn-
anir sem vilja að jafnrétti ríki í reynd á
vinnustað þurfa að gera jafnréttisáætlun
þar sem markmið em skilgreind. Jafnrétt-
isbarátta undanfarinna ára hefur skilað því
að hin augljósa mismunun er ekki Iengur til
staðar og jafnrétti er formlega tryggt. Á
síðustu ámm hefúr hins vegar í jafnréttis-
málum verið tekist á við þætti sem eru til
staðar en sjást ekki nema við rækilega at-
hugun. Til að bæta úr slíku kann lausnin að
vera að kyngreina umhverfið og gera áætl-
un út frá þeim niðurstöðum sem í ljós
koma.“
Vanda Sigurgeirsdóttir
forstöðumaður
ÞESSI aðferð hefur
reynst vel og með tilliti
til þess líst mér vel á að
reyna hana innan
íþróttahreyfingarinnar,
ekki veitir af. Rannsókn-
ir sýna að í heild búa
konur við skertan hlut
innan íþróttahreyfingar-
innar. Þær fá minni
hvatningu heiman frá
sér, minni umfjöllun í
fjölmiðlum og þar af leiðandi skortir fyrir-
myndir, einnig er þar fjármagni misskipt
milli kynja, konum í óhag. Það er líka
ýmislegt sem konur þurfa að skoða í eigin
fari, svo sem þurfa þær að vera duglegri
að taka þátt í stjórnum og nefndum, ég
vona að samþætting stuðli að því að fleiri
konur komi þar til starfa. Ef fólk vill hafa
áhrif og breyta einhveiju þarf það að vera
þar sem ákvarðanir eru teknar.
Vilborg Dagbjartsdóttir
kennari
MANNRÉTTINDI snerta
alla, við verðum að
hugsa um þau í sam-
hengi og mannréttindi
verða aðeins unnin á
þeim grundvelli að tekið
sé tillit til allra. Sam-
þætting er því sjálfsagð-
ur hlutur og nauðsynleg-
ur.
Helga Thorberg
verslunarmaður
ÉG tel að samþætting
gæti reynst góð aðferð -
hljómar að minnsta kosti
vel og það ætti því að láta
á hana reyna. Lagalegur
réttur kvenna er kominn
{ höfn, en það er ekki
nóg, það þarf að gera
meira því alltaf virðist
halla á konurnar af ein-
hveijum ástæðum, þess
vegna verðum við að fara
allar færar leiðir - og finna nýjar leiðir.
Helga
Thorberg