Morgunblaðið - 15.03.1998, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Duvall og
predikarinn
Það tók leikarann Robert Duvall 13 ár að
fá bíómyndina Lærisveininn gerða og loks-
ins komst skriður á hana þegar hann lagði
sjálfur fímm milljónir dollara í framleiðsl-
una, að sögn Arnalds Indriðasonar. Hann
skoðar feril þessa merka Oskarsverðlauna-
leikara og ódrepandi áhuga hans á að leika
predikarann í myndinni sinni.
BANDARÍSKI leikarinn
Robert Duvall á að baki 35
ára feril í kvikmyndunum,
einn Óskar og þrjár út-
nefningar til Óskarsins, en það
hafði ekkert að segja þegar hann
reyndi að fá fjármagn í mynd sem
hann hafði lengi langað að gera og
heitir Lærisveinninn eða „The
Apostle". í 13 ár gekk hann með
handritið sitt á milli stóru kvik-
myndaveranna og minni
framleiðslufyrirtækja í
Hollywood og þótt hann
fengi góðar viðtökur
varð ekkert úr loforðun-
um. „Ég mun sjá til þess
að þessi mynd verði gerð
þótt það verði það síð- “
asta sem ég geri í lífínu,“ segir Du-
vall að einn þeirra hafí sagt við sig.
„Ég veit ekki einu sinni hvort þessi
maður vissi af því þegar hann laug
en það var svo greinilegt að hann
hafði engan áhuga á myndinni,“
segir Duvall. Þegar hvorki gekk né
rak í öll þessi ár ákvað Duvall, sem
orðinn er 67 ára gamall, að setja
sinn eigin pening í framleiðsluna
þrátt fyrir að fyrsta regla kvik-
myndagerðar í Hollywood sé sú að
setja aldrei sinn eigin pening í bíó-
myndimar. Hann reiddi fram fimm
milljónir dollara og Lærisveinninn
varð til.
Skrifaði sjálfur handritið
Duvall á aldrei eftir að sjá eftir
því. Myndin er útnefnd til
Óskarsverðlauna í fjórum helstu
flokkunum: Hann sjálfur fyrir best-
an leik í karlhlutverki, hann sjálfur
fyrir besta handritið, hann sjálfur
fyrir bestu leikstjómina og auk
þess sem besta myndin. Nú þarf
ekki að vera að hann fái neina
sfyttu og kannski er það ólíklegt
því allir veðja á Titanic þetta árið,
en Duvall má vera í sjöunda himni
yfir árangrinum samt. Hann hefur
þegar verið verðlaunaður af sam-
tökum gagnrýnenda í Los Angeles
og samtökum bandarískra
gagnýnenda og talað er um að ann-
aðhvort hann eða Jack Nicholson
hljóti að hreppa styttu fyrir bestan
leik.
Duvall hafði lengi langað til þess
að leika predikara slíkan sem
myndin hans fjallar um. Litlu mun-
aði að draumurinn rætt-
ist árið 1983 þegar Sidn-
ey Lumet og David Ma-
met höfðu hann í huga
fyrir hlutverk i mynd um
tvo predikara sem þeir
ætluðu að gera saman en
ekkert varð úr gerð
hennar. Svo Duvall settist sjálfur
niður og skrifaði fyrstu drög að
kvikmyndahandriti á sex vikum um
predikara frá Texas sem flýr til
Louisiana undan lögreglunni. Hann
segist hafa verið liðónýtur við
skriftir þegar hann var í skóla en
þetta hafðist. Honum gekk hinsveg-
ar ekkert að fá peningamennina í
lið með sér. Kom þar tvennt tU:
Trúmál eru álitin varasamt kvik-
myndafóður í draumaverksmiðj-
unni, sem helst vill ekki gera neinn
órólegan fyrir alvöru, og Duvall var
ekki álitinn spennandi kostur í aðal-
hlutverkinu. Og það þrátt fyrir að
Reiddi fram
5 milljónir
dollara og
Lærisveínninn
varð til
Clinton sagði
að myndin
hefði snert sig
og Duvall get-
ur skilið það
hann hefði hreppt Óskar fyrir
„Tender Mercies“ árið 1983 og átt
stórleik í myndum eins og Guðfað-
irinn, Heimsendir nú og Santini
hinn mikli - 35 ára leikaraferill
hafði ekkert að segja í bókhaldar-
ana.
Duvall segir að á endanum hafi
það verið endurskoðandi sinn sem
gaf myndinni grænt ljós. Þess var
gætt að Duvall yrði ekki með öllu
--------- gjaldþrota færi fram-
leiðslan á versta veg og
hver einasta ákvörðun
um íjórútlát vegna
myndarinnar fór í gegn-
um hann persónulega.
Þar á meðal var ráðning
” leikaranna. Duvall
hreyfst af leik Farrah Fawcett í
myndinni „The Buming Bed“ og
bauð henni annað af tveimur helstu
kvenhlutverkum Lærisveinsins.
Annaðhvort gæti hún leikið eigin-
konu predikarans eða konuna sem
hann kynnist á flótta sínum og
hann verður ástfanginn af. Fawcett
vildi leika síðarnefndu konuna en
skipti svo um skoðun og valdi hlut-
verk eiginkonunnar. Þegar Duvall
hafði fengið bresku leikkonuna
Miranda Richardson í hlutverk
hinnar skipti Fawcett enn um skoð-
un en Duvall hafði misst þolinmæð-
ina og sagði við framleiðanda sinn:
„Segðu henni að annaðhvort leiki
hún eiginkonuna eða hún leikur
ekki neitt.“ Fawcett vildi vera í
myndinni og var ekki til vandræða
eftir það.
Biblíubeltið
Duvall fékk Billy Bob Thomton í
myndina sína en Duvall hafði gert
það sama fyrir hann í „Sling Blade“
og að auki fara sveitasöngvaramir
June Carter Cash og Billy Joe
Shaver með hlutverk. Þar fyrir ut-
an fékk Duvall til liðs við sig heil-
mikið af kirkjuræknu fólki í Suður-
ríkjunum til þess að vera við mess-
ur kvikmyndarinnar. Tökur gengu
með besta móti og lauk haustið
1996 og á klippiborðinu var hún
stytt úr fjórum klukkustundum í
tvo tíma og korter. Hún var frum-
sýnd í Bandaríkjunum í desember
svo hún gæti tekið þátt í Öskars-
kapphlaupinu en er nú komin í fulla
dreifingu. Lítið dreifingarfyrirtæki,
October, keypti dreifing-
arréttinn en það sá
einnig um að dreifa
Leyndarmálum og lyg-
um um Bandaríkin. Hef-
ur October í hyggju að
selja myndina sérstak-
' lega í Biblíubeltinu
vestra með sérstakri tónlist, Lyle
Lovett og Emmylou Harris og
fleirum. Framleiðandinn segir að
hún sé þó ekki eingöngu fyrir
kristna áhorfendur heldur „alla þá
sem hafa syndgað og leitað iðrun-
ar“.
Kannski þess vegna Clinton for-
seta hafi líkað hún svo vel. Duvall
sýndi honum myndina í Hvíta hús-
inu á sama tíma og kynlífshneykslið
var í hámarki í seinni hluta janúar.
Clinton sagði að myndin hefði snert
sig og Duvall getur vel skilið það.
„Blessaður vertu,“ segir hann í
tímaritsviðtali, „hann ólst upp í
EINN sá fremsti í áratugi; Robert Duvall.
PREDEKARI á flótta; Duvall í Lærisveininum.
BORGAÐI myndina sjálfur, lék, leiksfyrði og
skrifaði handritið; úr Lærisveininum.
Arkansas. Hann þekkir allar kirkj-
umar og veit fyrir hvað þær
standa. Þegar hann var ríkisstjóri
fór hann og hélt ræður í þeim og
sópaði að sér atkvæðum.“
Duvall er fæddur árið 1931 í San
Diego og er einn af fremstu kvik-
myndaleikurum Bandaríkjanna.
Þótt ekki hafi hann verið sá mest
áberandi í sínum myndum hefur
hann gert stórkostlega hluti úr því
sem hann hefur haft úr að moða og
nægir að nefna hershöfðingjann í
Heimsenda nú („ég elska lyktina af
napalm á morgnana“), ráðgjafa
Corleone fjölskyldunnar í Guðfóð-
urnum I og II og Frank Burns í
„M*A*S*H“.
Fyrsta bíómyndin hans var „To
Kill a Mockingbird“ árið 1962 en
áður hafði hann leikið í sjónvarpi og
á Broadway. Hann lék í fjölda
mynda á áttunda áratugnum en
mörgum þykir hann aldrei hafa
verið betri en undir leikstjórn
Bruce Beresfords í „Tender
Mercies". Á níunda áratugnum lék
hann m.a. á móti Robert Redford í
„The Natural", Sean Penn í
„Colors“ og Tom Cruise í „Days of
Thunder". Hin síðari ár hefur hann
leikið í sjónvarpi og var ógleyman-
legur í vestranum „Lonesome
Dove“ á móti Tommy Lee Jones.
Hann hefur áður leikstýrt tveimur
bíómyndum, „We’re Not the Jet
Set“ árið 1974 og „Angelo, My
Love“ árið 1983.
Duvall segir að Lærisveinninn sé
„á margan hátt hápunkturinn á
mínum ferli. Ég hef leikið í þremur
myndum síðan en ég man varla eft-
ir þeim“. Ein af þeim var Sæta-
brauðsdrengurinn sem hann lék í
fyrir Robert Altman en áður höfðu
þeir kynnst við tökur „M*A*S*H“.
„Ég vildi vinna með honum einu
sinni enn áður en við hættum þessu
báðir,“ er haft eftir Duvall. Ánnað
hlutverkið var í spennumynd sem
DreamWorks, kvikmyndaver
Steven Spielbergs, er að leggja
lokahönd á og heitir „Deep Impact“
og segir af því þegar risastór loft-
steinn stefnir til jarðar. Og loks
hefur hann leikið lögfræðing á móti
John Travolta í myndinni ,A Civil
Action“.
Nóg að gera
Duvall er einnig að framleiða
myndir. Ein af þeim er gerð eftir
handriti Billy Bob Thorntons um
ævi Merle Haggard. Önnur er
mynd sem hann hefur lengi gælt
við að leikstýra eftir handriti sem
hann sjálfur hefur skrifað og fjallar
um argentínska tangóinn. Svo það
er nóg að gera fyrir Robert Duvall,
67 ára gamlan. „Ég sprakk seint út.
Fólk er ennþá ungt þegar það fer á
eftirlaun í dag. Það er langt þangað
til ég finn þörfina fyrir það.“
I
i
|
i