Morgunblaðið - 15.03.1998, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. MARZ 1998 B 5
Á ÞESSARI tölvumynd sést glöggt hvernig nýja orgelið og kór kirkjunnar munu líta út ásamt glerlistaverki
Sigríðar Ásgeirsdóttur í gaflgluggum kirkjunnar.
eiginlega jafngaman að horfa á þá
vinna eins og að vinna með þeim.
Eg hef sjálfur mesta ánægju af því
að grípa í smíðavinnunna inni á
milli fremur en setjast við tölvuskjá
og skoða tæknilegu hliðina."
- Með allar hefðirnar á bakinu,
menningarsöguna og aldagamalt
handverkið, er til fyrirbæri sem
kallast getur nútímakirkjuorgel?
„Það hefði kannski verið hægt að
segja það fyrir þrjátíu árum, á
sama hátt og sagt er um arkitektúr.
Orgelsmiðir gengu að vísu aldrei
jafn langt en hið svokallaða Ný-
barokkorgel sem kom fram á þeim
tíma var á sinn hátt „nútímaorgel-
ið“. Þetta hljóðfæri virtist ekki fá
hljómgi'unn í orðsins fyllstu merk-
ingu og við gætum sagt að núna sé
póst-módernískur tími í orgelsmíð-
inni. Ef ég væri spurður hvað mér
þætti best heppnaða kirkjuorgel
sögunnar stæði ekki á svarinu."
- Hvað þykir þér best heppnaða
kirkjuorgel sögunnar?
„Það er norður-þýska barokkorg-
elið frá fyrri hluta 18. aldar. Það er
ekki spurning. En við njótum þess
auðvitacS að geta nýtt okkur þekk-
ingu sem' komið hefur fram síðan.“
- Er ennþá verið að nota sömu
efni og jafnvel sömu verkfæri og
fyrir þrjú hundruð árum?
„Nei, ekki nema þar sem það er al-
veg ljóst að önnur efni eru ekki betri.
Þó hefur orðið breyting á þessu frá
því ég byrjaði að smíða orgel. Á
sjötta og sjöunda áratugnum var
endalaust hamrað á því að það þyrfti
að finna upp nýjar aðferðir og ný efni
í stað þeirra gömlu. Utkoman var að
ails konar rasl var notað í stað viður-
kenndra efna. Við búum að gífurlega
mikilli þekkingu á orgelsmíði og á
þessu tímabili var sú þekking ekki
nýtt sem skyldi. Nýjungagimin réð
of miklu. Best er auðvitað að sameina
nútímaþekkingu þeirri gömlu á sem
farsælastan hátt. Þótt við notum
sömu efnin, t.d. ákveðnar viðarteg-
undir, er þekking á þeim miklu betri
og nákvæmari í dag. Við höfum
miklu betri búnað til að kanna eigin-
leika viðarins sem við ætlum að nota,
og tæknilega ráðum við yfir miklu
meiri kunnáttu en íyrirrennarar okk-
ar. Þetta er spurning um hugarfar
gagnvart þeirri köllun sem ég álít
orgelsmíði vera. Vill orgelsmiðurinn
virða þær hefðir sem sagan færir
honum eða vill hann henda þeim til
hliðar og vinna út frá sínum eigin for-
sendum. Það er grandvallarspurning
í dag þegar segja má að allt sé tækni-
lega mögulegt.
Noack segir að pípuorgelum sem
smíðuð eru í dag megi skipta í tvo
meginflokka tæknilega. „Það eru
annars vegar rafstýi’ð orgel, sem
opna fyrir pípurnar með rafmagni
þegar stutt er á nóturnar og hins
vegar mekanísk orgel, þar sem er
tengibúnaður frá hverri nótu í pípu-
lokurnar. Ég smíða eingöngu
þannig orgel. Reynslan af rafstýrðu
orgelunum er ekki mjög góð, því
þegar þau byrja að gefa sig eru þau
nánast alltaf til vandræða upp frá
því. Mekanísku orgelin eru mun
áreiðanlegri og þurfa minna við-
hald. Þau veita líka organistanum
aukið tækifæri til túlkunar þar sem
hann hefur örlitla stjórn á lokunum
fyrir pípurnar með snertingunni við
nóturnar. Svigrúmið þarna er ekki
mikið en samt óhemju mikilvægt."
- Er orgel, sem smíðað er í dag,
betra en orgel sem smíðað var fyrir
200-300 árum?
„Já, í þeim skilningi að í dag get-
um við smíðað orgel sem eru ná-
kvæmlega jafngóð hljóðfæri og
gömlu orgelin og þar við bætist að í
dag eru orgelin áreiðanlegri og
endast betur en þau gömlu. Eg hef
tekið þátt í smíða nákvæma eftirlík-
ingu af átjándu aldar orgeli, svo ná-
kvæma að jafnvel organistar sem
leikið hafa áram saman á gömlu
hljóðfærin eiga erfitt með að greina
muninn. En slík vinna hefur fyrst
og fremst rannsóknargildi og er
ekki eftirsóknarverð í mínum huga.
Ég vil gera breytingar og koma
mínum eigin hugmyndum að við
smíðina, setja nafn mitt á verkið."
Noack verður nánast vandræða-
legur þegar hann er inntur eftir því
hvort orgelsmiðir sækist eftir því
að hljóðfæri frá þeim beri sömu
höfundareinkenni og t.d. fiðlur
þekktra fiðlusmiða.
„Ég er nú ekki svo hégómlegur að
ætla að halda því fram, en auðvitað
vonar maður að hljóðfærið beri ein-
hver höfundareinkenni. Mér finnst
samt mikilvægast að trúa því að ef
hljómarnir sem einhver á eftir að
laða fram úr hljóðfæri smíðuðu af
mér eiga eftir snerta strengi í
hjörtum áheyrenda sé tilganginum
náð. Um leið og smíðinni er lokið
breytist tilgangur orgelsins, það
hættir að vera smíðisgripur en
verður í stað þess verkfæri til and-
legrar upphafningar. Það er um
leið hinn dýpri tilgangur orgelsmíð-
innar,“ segir Fritz Noack sem bæt-
ir því við að það sé einstaklega evr-
ópskt að fara út í svona spaklegar
vangaveltur. „I Bandaríkjunum
tíðkast að afgreiða svona mál með
breiðu brosi og segja einfaldlega:
„Oh, it’s great fun to build organs."
SJÁ EINNIG VIÐTAL VIÐ SR.
JÓN HELGA ÞÓRARINSSON
Viðbótarsæti til
Benidorm
í sumar
2 vikur frá
45.932
Heimsferðir bjóða nú ferðir til Benidorm sjöunda
sumarið í röð og aldrei fyrr hafa viðtökurnar verið jafn
góðar, uppselt í margar brottfarir. Við höfum nú
tryggt okkur viðbótarsæti í nokkrar brottfarir og
viðbótargistingu á frábæru verði í hjarta Benidorm.
Bókaðu strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust.
Nýr gististaður á
levante ströndinni
Gemelos li
VerSkr. 45.932
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
22. júlí, 2 vikur.
Verðkr. 59*960
M.v. 2 í íbúð, Gemelos II, 15. júlí,
2 vikur.
Viðbótarsæti
3. júní
24. júní
15. júlí
22. júlí
29. júlí
5. ágúst
12. ágúst
19. ágúst
HEIMSFERÐIR
v^\ i
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600